Tíminn - 23.11.1955, Blaðsíða 4
267, blaS.
ft.
TÍMINN, miðvikudasinn 23. nóvember 1955.
Kynntu sér matvöru-
dreifingu í Ameríku
Sex tslendingar nýkomnir heim úr fróð-
legri sex vikna kynnisför vestnr
Nýlega er komin he«m frá Bandaríkjunum sex manna
send*nefnd, sem fór þangað í bcði efnahagfssamvínnustofn-
unar og viðskiptamálaráðuneytis þar vestra. Var erindi
nefndarmanna að kynna sér matvörudreifingu. Blaðamaður
frá Tímanum hefir hitt að máli einn nefndarmanna, Le'f
Þórhallsson, deildarstjóra í matvörudeild innflutningsdeildar
S. I. S.
Segir Leifur að förin hafi
í alla staði verið hin fróðleg-
asta og hvarvetna hafi ís-
lendingarnir mætt velvild og
gestrisni, ekki sízt hjá fólki
af íslenzku bergi brotnu, sem
þeir hittu aðallega í Utah, en
þeir voru gestir íslendinga í
Spanish Fork, sem er að
miklu leyti íslenzkur bær,
skammt frá Salt Lake, höfuð
borg ríkisins.
Þeir, sem þátt tóku í för-
inni voru auk Leifs, Guðjón
Guðjónsson verzlunarstj óri í
kjötbúðinni Borg, Þorvaldur
Guðmundsson kaupmaður í
Síld og Fisk, Magnús Jó-
ávexti í luktum umbúðum.
Eykur þetta að sjálfsögðu
mjög á hollustuhætti, auk
þess sem það er miklu
skemmtilegra bæði fyrir kaup
endur og seljendur.
Einnig er það áberandi hve
miklu meira er af öllum nið
ursuðuvörum í matvöruverzl-
unum vestra og það tiltölu-
lega ódýrum.
Áberandi er það í matvöru-
verzlununum hvað kapp-
hlaupið er mikið um það að
hafa vöruna sem bezt búna í
hendur húsmæðranna og
helzt óskað eftir því að þær
þurfi, sem minnst að gera
Mynd þess* var tekin, er borgarstjór* í smábæ einum í Kali-
forníu tók á móti liinum íslenzku gestum og afhent' þe'm
lykil að borg sinni.
hannsson kaupmaður, Gunn-
ar Magnús Þorsteinsson húsa
meistari, og nafni hans Gunn
ar Þorsteinsson forstööumað
ur teiknistofu SÍS.________
Umbúðir matvælanna.
Leifur telur að af mörgu
merkilegu, er þeir félagar sáu
í sex vikna ferð, sé fátt merki
legra en sjálfsafgreiðslubúð-
irnar. Er það fyrirkomulag
nú að verða nær því einrátt
í smásöluverzlunum matvara
í Bandaríkjunum. Þykja
helztu kostir þess þeir, að
það sparar vinnu, flýt'r af-
greiðslunni og er heppilegra
fyrir viðskiptavinina, þar eð
þeir geta sjálfir skoðað en
þurfa ekki ag spyrja um alla
hluti.
Annað það, sem íslending-
arnir veittu sérstaka athygli
er hið fullkomna fyrirkomu-
lag á pökkun matvæla í verzl
unum. Þannig fást ti] dæmis
allar helztu tegundir brauða
í loftþéttum umbúðum í öll-
um matvöruverzlunum. Væri
mikil þörf á bví að taka hér
upp slíka pökkun brauðanna
og eru þau skorin í sneiðar
í pakkanum. Slík pökkun er
að sjálfsögðu framkvæmd
meg v.élum og þyrftu bakar-
ar að hafa samvinnu með að
koma slíku á fót.
Búið ve? i h aeinn
iyrir húsrwæðurnar.
Kjöt og ýmis önnur mat-
væli eru yfirleitt pökkuð hjá
viðkomandi verzlunum, en
Sjálfsagt þykir að hafa nær
fcllar vörur aðrar en ferska
við matinn, helzt ekki annað
en hita upp tilbúinn mat úr
pakka, sem inniheldur hæfi-
iírgt magn i máltíð fjölskyld-
unnar.
Góð skipan í vöru-
geymsluhúsum.
Þeir félagarnir skoðuðu ni.
a. heildsölur og vörugeymslu-
hús, og þótti þeim vmnuvís-
indi og verkhyggni varðandi
störfin í geymsluhúsunum.
Þau eru aðallega á einni hæð
og rúmgóð. Vörunum ekki
staflað hátt, svo auðvelt er
að komast að hverri vöru-
tegund, og þær hafðar vel
aðgreindar á gólfunum.
Leifur lét þess að lokum
getið, að þó að margt væri
hægt að læra varðandi sölu
matvæla í Bandarikjunum,
væri það ekki allt sniðið fyrir
litla umsetningu og væri
vestra flest i stórum stíl varð
andi þessa grein þjóðlífsins,
eins og fleiri. Engu að síður
er þar fjölmargt, sem er til
fyrirmyndar og við gætum
vel tekið upp hér á landi og
myndi til framfara horfa.
Krabbameinsfélagi Reykja-
víkur hefir nýlega borizt
fimmtán hundruð króna gjöf
til minningar um Magnús
Jónsson, Baugsvegi 31, Rvík.
Gjöf'n er frá aðstandendum
hans. Krabbameinsfélag Rvík
ur færir gefendunum alúðar
þakkir fyrir þessa góðu gjöf.
Fél. ísl. rithöfunda
tekur við Eim-
reiðinni
Eimreiðin, 3.—4. hefti 1955,
er nýkomin úit og hefst á
kvæðinu Á Gamlárskvöld, eft
ir hinn nýlátna rithöfund og
skáld séra Ragnar Ófeigsson
í Fellsmúla. Heimsmynd vór
í ljósi nútímans, nefnist
grein eftir ritstjórann, Svein
S'gurðsson, og enr.fremur eru
í heftinu sögurnar Bláa hul-
an og Ástin er hégómi, báðar
myndskreyttar, en sögur þess
ar eru tvær þeirra fjögurra,
sem Eimreiðm sendi í alþjóða
samásögusamkeppni þá, sem
stórblaðið New York Herald
Tribune gekkst fyrir árið
1954. Áður hafa hinar tvær
birzt í Eimreiðinni. Sögurn-
ar fjórar voru þýddar á ensku
en síðan hafa þær verið þýdd
ar á grísku, flæmsku, finnsku
og ennfremur fleiri mál, og
birzt í Grikklandi, Belgíu,
Finnlandi og víðar. Ein af sög
unum, Bláa hlutan eftir
Jochum M. Eggertsson, hefir
einnig verið þýdd á japönsku
og birzt í víðlesnasta dagblaði
Japan. Ástin er hégómi, saga
Elinborgar Lárusdóttur skáld
kónu, hefir meðal annars
birzt í Ástralíu og einnig saga
Þóris Bergssonar, Ást og
blóm, sem kom út, í 2. hefti
Eimreiðarinnar þ. á. Er nán-
ar skýrt frá samkeppninni í
þessu hefti. Vetrarferð um
Suöurlandssand heitir grein
eftir Stefán Jónsson náms-
stjóra, og segir þar frá hinum
erfiðu ferðalögum yfir eyði-
sanda og illfær stórvötn
Skaftafellssýslu, áður en bíl-
ar og brýr komu til sögunnar.
Tvær greinar flytur Eimreið-
in að þessu sinni eftir Guðm.
Jónsson frá Húsey. Sú fyrri
er Um örnefni í Fljótsdælu
en hin síðari Um örnefni í
Jökulsárhlíð og á austur-
strönd Vopnafjarðar. Þá er
hér grein eftir Guðmund
skáld Friðjónsson, Fólk, sem
vert er að kynnast, sem mun
vera eitt með því allra síð-
asta, sem þessi mikilvirki rit-
höfundur sendi frá sér U1 birt
ingar, áður en hann létzt.
í gær .... heitir smásaga
eftir Óskar Aðalstein og önn
ur saga, Himnesk ást, eftir
Svein Bergsveinsson, er í
heftinu. Þá er kvæði um
Kjarval, Málarinn á heiðinni,
eftir Ingólf Davíðsson, Við
Goðafoss eftír Knút Þorsteins
son frá Úlfsstöðum, Vetrar-
hugsun eftir Björgvin Guð-
mundsson, Úr indverskum
ástaljóðum eftir Laurence
Hope o. fl. Ritstjórinn flytur
Nóbelsverðlauna-skáldinu,
Halldóri Kiljan Laxness árn
aðaróskir með grein og fylgir
mynd af skáldmu. Þá er nið-
urlag gremaflokksins Sam-
band við ósýnilega heima eft
ir dr. Alexander Cannon,
stutt frásögn, sem nefnist
Konan mín rúissneska og ég,
ritsjá o. fl,
Að lokum er tilkynning um
að frá næstú áramótum taki
Félag íslenzkra rithöfunda
við útgáfu Eimreiðarinnar, og
lætur þá núverandi ritstjóri
hennar, Sveinn Sigurðsson,
af störfum við Eimreiðina,
eftir að hafa verið útgefandi
hennar og ritstjóri í rúm 32
ár!
ÞíRARimtJcinsscn
tóGGILTUR SK.1ALAWÐANDI
• OG DÖMTOULURIENSLU •
lllimmi-úai 81855
Eyjólfur Jónsson hefir sent mér
eftirfarandi pistil:
„Út af grein, er birtist í blaði
yðar 13. nóv. s. 1. langar mig til
að taha fram eftirfarandi, þar sem
ég tei, að mál þetta sé mér ekki
algjörlega óviðkomandi, þar sem
ég hef unnið að rekstri hótels þess,
er um getur, og um leið að leiiðrétta
nokkra missögn, sem þar kernur
fram, þótt jafnvel að slíkt sé ekki
svaravert, þar sem frú sú, sem heitir
Nanna Tómasdóttir og greinina rit-
ar, veit betur en fram kemur í
umræddri grein. Föstudagskvöldið
5. ágúst koma hjón þau,-er í grein-
inni er getið, að Hótel Bjarkalundi
og beiðast gistingar, var þeim, sem
sjáifsagt var, tekið sem öðrum gest-
um og tilkynnt, að þau gætu fengið
gistingu þá nótt, en því miður væri
allt upp pantaö næstu nótt á eftir
og því aðeins um eina nótt að
ræða. — Nú langar mig til að taka
nokkra kafla úr gr^in frú Nönnu
Tómasdóttuir, sem hún hefði ef
til.viil frekar átt að láta öskrifaða.
Frúin skrifar:
„Og daginn eftir undum við okk-
ur vel í hinu fagra umhverfi hótels-
ins í yndislegu veðri.“ Ég get tekið
undir þau ummæli frúarinnar, að
umhverfi hótelsins er fagurt og svo
mun með flesta, sem þar koma, en
hins vegar væri gaman að vita,
hvenær frúin telur dagmál, og hvort
rétt væri að tala um að njóta veður
biíðu innan veggja, þá er sól er.
hæst á lofti? Og enn skrifar frúin:
„Þá tiikynnti hótelstýran nefnilega
manninum mínum, að nú yrðum
við sem skjótast að hypja okkur
úr herberginu, því að hún væri
búin að leigja það öðrum." Ekki
veit ég, hvort heldur er um að
kenna sljóleika þessara fyrrnefndu
hjóna. eða hinu, að frúin, Nanna
Tómasdóttir, vilji gleyma því, sem
þeim var tjáð kvöldið áður, það
veit undirmeðvitund frúarinnar ef
til viil betur. En eitt er víst, að
það hefir verið ófrávíkjanleg regla
að Hótel Bjarkaiundi, sem og alls
staðar annars staðar, þar sem hót-
elrekstur er, að hægt sé að panta
herbergi til gistingar fyrirfram, og
verður það fólk, sem ,ekki hefir
minni eða hugvit til slíks að velja
sér orð í munn, .sæmjjþyf- hasfir, þá
er það kemur þar að, sem fullt er
fyrir. Hinar tvær fullfrísjti}. .stúlk-
ur, er gistu umrætt'herbeygi-þessa
nótt, er frú Nanna Tómasdóttir rit-
ar um, höfðu verið frúnni ,hyggn-
ari og pantað gistingu .1, tíma, og
höfðu því óyggjandi réttftil her-
bergisins, hvort heldyr nað þær
kæmu frá Reykjavík eða^ .Blöndu-
ósi. Greinin heídur áfram í skáld-
legu formi, sem vonlegt er,. þá er
fólk ritar skáldverk.
í lok ferðasögunnar gétúr frúin
þess, að þeim hjtíhÚfh' HáfV veriö
boðin gisting á stórbýli þkr'i 'grennd
inni og tekur fram, að gremja ’þeirra
yfir meðferðinni á Hótél'Bjarka-
lundi hafi horfið' ’Sbih !étögg fyrir
sólu, fyrir hrifninguv‘áf h'ihú sér-
staklega gestrisna fólki, er þár býr.
Ég tek undir þau'■ ummséli frúar-
innar, því ég er þar nákuhnugur og
gestrisni og fyrirgreiðsla er þ'ar ein-
stök, en mér er nær að halda, að
frú Nanna Tómasdóttir endurgjaldi
ekki gestrisni húsráðenda þar með
rógskrifum um aðra. Að lokum
skrifar frúin: „En Barðstrendingum
og ferðafólki. ,til handa vildi ég
gjarna óska þess, að Bjarkalundur
— sumarhótelið á hinum fagra
stað fengi betrl stjóm í framtíð-
inni.“ Hér vil t ég líka taka ■ undir
ummæli frúarinnar öllum til handa
jafnt Barðstrendingum sem öðr-
um, ekkert er svo gott, að ekki sé
til betra og ekkert svo vont, að ekki
sé til verra, en ég harma það, að
frú Nanna Tómasdóttir skyldi ekki
koma fyrr að Hótel Bjarkalundi,
þar sem að 1 sumar eru liðin rétt
10 ár frá því að foreldrar minir
hófu rekstur þessa hótels, og um-
mæli hafa eihungis verið á einn
veg, ef koma frúarinnar heíði á
einhvern hdtt mátt bréýfa stjórn
hótelsins á betri veg.
Eyjólfur hefir lokið máíi sínu.
Starkaður.
1Sý bók:
1 Y.^i
uvö ,2TtáíltU
Stjórnarfarsréttur
eftir
eq
meí
próf. Olaf Jóhannessonú'ú'i eííc:.
Handbók
usöífíð iei
so .mc.
.Jíull
allra þeirra, er við stjórnsýslu og pþinþ^r.^rf
fást, hvort heldur er í þjónustu ríikis,
sveita eða stofnana.
í bókinni eru m. a. ýtarlegar w/hlTJ
skrár ,.,.;q mif
yfir lög og samþykktir og dóma, er stjórns^slu
varða. Þetta er hið fyrsta heildúriit . iSipnar
greinar á islenzku.
niaðbúð
: . 5íiCí''
WWWWWWVlAAAAWPWWhWMWBWWWtfVVWWWWWWt/
Bezt að auglýsa i TÍMANUM
iiifvwtfwwwwvwvgtfvwtfvwvvwin*tfvuw
uoai