Tíminn - 24.11.1955, Page 5
TÍMINN, fimmtudaginn 24. nóvember 1955,
5.
£68. blað.
Fimmtmí. 24. nóv.
Auðugt land
Atvinnuvegir og fram
leiðsla íslendinga hefir verið
og er í rauninni nokkuð em
hæf. Landbúnaður og fiskveið
ar hafa frá upphafi verið mátt
arsíoðirnar. Og enn eru sjáv-
arafurðir nálega eina útflutn
ingsvaran.
Enn er ræktun landsins á
frumstigi og firnamiklir mögu
leikar ónotaðir í landbúnaði.
,Og ailt bendir til þess, að með
skynsamlegri meðferð fiski-
miða endist gullforði „bank-
anna“ umhverfis landið um
langa framtíð.
i Engu að síður er það knýj-
andi nauðsyn að auka fjöl-
þreyttni í atvinnuiífi lands-
manna, og finna ný, arðbær
viðfangsefni fyrir þegna hms
smáa en ört vaxandi þjóðfé-
lags.
Það er ekki ýkja langt síðan
mönnum varð ljóst, hver ó-
hemju orka — og þar með
verðmæti — býr í fallvötnun-
um. Þó voru menn e. t. v. enn
seinni að áttá sig á notagildi
jarðhitans. Aðeins örfáir ára-
tugir eru síðan Jónas Jónsson
og samherjar hans áttu í
stríði við skammsýn aftur-
haldsöfl um stofnun fyrstu
skólanna á heitum stöðum
Og um byggingu sundhállarinn
ar í Reykjavík.
Segja má, að virkjun fall-
vatna og nýting hvera til húsa
hitunar sé nú komin á góðan
rekspöl, þó aðeins örlítill
„Nú brosir björninn - en gleymum ekki, að
jafnvel faðmlag hans getur drepið bráðína"
Ræða ílhitt a£ Ismay lávarðl, fraMikvssmscIastjóra Atlantsliafs-
líandalagsiiis á fundi í danska NATO-félagiim
hundraðshluti
fáanlegrar
$
orku sé nýttur. Hitt er svo
mála sannast, að atvinnurekst
Ur, byggður á þessum orku-
lindum, er á algeru byrjun-
arstigi. Og um verðmæt jarð
efni er állt á huldu.
Framsóknarmenn hafa á
síðustu þingum flutt tillögur
um skipulagðar og víðtækar
rannsóknir og undirbúning að
hagnýtingu náttúrugæða- í
framhaldi af því hefir nefnd
verið skipuð tú að fylgja mál-
inu eftir.
í frumvarpi til fjárlaga fyrir
árið 1956 leggur fjármálaráð-
herra- til að varið verði 1250
þúsundum til kaupa á nýjum
og stórvirkum jarðbor. Þetta
;er rúmlega helmingur af vænt
ahlegú kaupverði, en þó er
gert .ráð fyrir að kaupa borinn
þégár í vetur. Þá er og tekið
I frumvarpið framlag tU rekst-
Urs borsips, í milj. króna, og
svarar þáð tú hálfs árs kostn-
Uðar.
Jarðborar þeir, sem nú eru
til í landinu, hafa komið að
miklum notum við leit að
heitu vatni og fleiru. Starf-
semi þeirra hefir verið undir
Umsjón raforkumálastjórnar-
innar'Eh vísindamenn okkar
hafa sýnt framá, að ómögulegt
er að komast eftir því, hvaða
verðmæti við eigum í iðrum
jarðar nema Þl komi miklu
stærri og öflugri tæki.
Djúpboranir ems og þær,
seffi’ hu eru fyrirhugaðar,
kosta mikið fé. Og þess er ekki
að vænta, að þær verði arð-
bærar fyrstu árúi. En hér er
svo hhkíð í húfi, að ekkert má
til spára að sú „sannleiksleit“
sem rannsókn jarðlaganna
Vissulega er, megi bera fyllsta
árangur.
' íslendingar hafa löngum
þurft margt að kaupa ttt bús
Síns erlendis frá. Innlegg hefir
Verið mikið og gott, en næsta
Binhæft.
Danmörk var fyrsta aðildarríki
Atlantshafsbandalagsins, sem ég
heimsótti skömmu eftir að ég var
skipaöur framkvæmdastjóri þess.
Það var fyrir meira en þremur ár-
um síðan, og það er mér mikil á-
nægja að vera kominn hingað á
nýjan leik.
Það var þá að ég komst að raun
um, að hér var starfandi félag inn-
an Danmerkur, sem starfar aö efl-
ingu lýðræðis og sáttmála Atlants-
hafsríkjanna. í það skiptið fékk ég
ekki tækifæri til þess að ræða við
ykkur öll á fundi, en hafði hins
vegar óskipta ánægju af því að
ræða við tvo eða þrjá meðlimi fé-
lags ykkar.
Síðan hafa mörg lönd, sem eiga
aðiid að bandalaginu, farið að dæmi
ykkar hér í Danmörku og stofnað
félög, sem starfa að sama mark-
miði. Eins og ykkur mun kunnugt,
hafa allmörg þessara félaga nú
myndað með sér heildarsamtök, er
nefnast Pélagasamband Atlantshafs
sáttmálans, en þetta samband hélt
fyrsta þing sitt- í París í júnímán-
uði s. 1.
Það var mér alveg sérstök ánægja
að heyra þess getið, að félag ykk-
ar hafi nú i dag lokið við stofnun
ráðs, þar sem sæti munu eiga full-
trúar flestra stétta hér í landi, og
það er ekki einungis félagi ykkar
til mikilla heilla, heldur bandalag-
inu í heild, að rektor Kaupmanna-
hafnarháskóla, próf. H. M. Han-
sen, hefir tekið að sér að sitja
í forsæti þessa ráðs. Það er von
mín aö þetta geti leitt til þess að
ykkur veitist enn almennari og
viðtækari stuöningur en nokkru
sinni áður.
Sovétríkin hafa nú breytt um bar
áttuaðferð. Fulltrúar þeirra eru nú
hættir að bera hina fyrri yglibrún
sína og farnir að bosa. En hið fagra
bros þeirra getur leitt ýmsa til
þess að byggja falskar vonir í
brjósti sér og taka upp óskhyggju,
nema því aðeins að almenningsá-
litið í löndum Atlantshafsbanda-
iagsins hafi hinar sönnu staðreyndir
sífellt í huga. Það er því enn mikil
vægara en áður að félag ykkar
haldi áfram hinu ágæta starfi sínu
í þágu friðar og frelsis.
Að svo komnu máli vildi ég mega
nota tækifærið til þess að endur
taka það, sem -ég hef oft sagt áður.
Þið rnegið vera þess fullviss að
Atlantshafsráðið telur það statrf,
sem félög eins og ykkar, er stofnuð
hafa verið af áhugamönnum, hið
mikilvægasta, einkum og sér í lagi
til eflingar almennri fræðslu um
störf og tilgang bandalagsins og
til eflingar þess bræðralagsanda,
sem skapazt hefir milli þeirra 15
þjóða, sem aðild eiga að því sam-
starfi, er Atlantshafsbandalagið
byggist á.
Þá ætla ég að snúa frá félögum
sjálfboðaliða að bandalaginu sjálfu.
Ég ætla mér ekki að fara að rifja
upp sögu undanfarinna ára, þvi
hún er ykkur kunn. Hins vegar
vildi ég biðja ykkur um að íhuga
ástandið eins og það var árið 1948.
Hinn frjálsi heimur stóð þá aug-
liti til auglitis við mestu hættu, er
sagan getur um. Útþensla hins
rússneska kommúnisma virtist ó-
stöðvandi og breiddist stöðugt
lengra vestur á bóginn. Einhver ráð
varð að finna til þess að endur-
reisa og jafna valdahlutföllin. Það
var á þessari örlagastundu, að
Bandaríkin ákváðu að snúa baki
við hinni rótgrónu, nær hefðbundnu
einangrunarstefnu sinni. Það var
þá að danska þjóðin og aðrar þjóðir
Noi'ður-Evrópu, er ávallt hafa sýnt
samhugs og samstarfsvilja, sem
samtökum okkar hefir tekizt að
skapa, ekki aðeins á meðal her-
flokka bandalagsins, heldur og mill-
um ríkisstjórnanna „sjálfra. Það er
nú oi'ðin nærri því föst venja, að
ríkisstjórnir aðildarríkjanna ráð-
færi sig hver við aðra i öllum þeirn
málum, sem varða sameiginlega
hagsmuni þeirra eöa samtakanna.
Kem ég þá að því atriðinu, sem
hæst ber og er einna mikilvægasti
raunhæfni og kjark, þegar á hefir1 ] árangur þess þrotlausa starfs og
reynt, ákváðu að snúa baki við fórna þeirra þjóða, sem tekið hafa
hinni hefðbundnu hlutleysisstefnu | þátt í starfl og þróun samtakanna
sinni og snúa hernú upd í ákveðna | s. i. 6'á ár. Ég er þess fullviss að
hinn sameiginlegi varnarmáttur,
sem við höfum nú komið á fót, og
hinn síaukni andi samstöðu og sam
einingar, eru meginástæðurnar
fyrir hinni breyttu stefnu Sovétríkj
anna í utanríkismálum.
ISMAY lávarður.
varnarstefnu, er byggðist á lifandi
og virku varnarbandalagi margra
þjóða.
Því næst vildi ég gera nokkra
grein fyrir þeim árangri, sem unn-
izt hefir þau 6Vz ár sem liðin eru,
síðan sáttmáli bandalagsins var
undirritaður. Ég skýri ekki einungis
frá þessu til þess að það geti orðið
sjálfum mér til gamans og gleði,
heldur til að sýna, að þær fórriir
og það erfiði, sem þjóðafjölskylda
Atlantshafsbandalagsins hefir lagt
á sig, hefir ekki veriö til einskis.
Þá ber þar fyrst að nefna, að
tekizt hefri' að halda við friði í
Evrópu, svo er guði fyrir að þakka.
Þetta var og er höfuðmarkmið At-
lantshafsbandalagsins.
í öðru lagi, útþensla Rússa vestur
á bóginn, sem var bæði hröð og
öflug, hefir verið stöðvuð.
í þriðja lagi er þess að geta, aö
uppbygging sameiginlegra varna
bandalagsins hefir gengið hraðar
og betur en margan gat grunað enda
þótt hún hafi kannske ekki gengið
eins fljótt og sumir höfðu gert sér
vonir um. Hver hefði til dæmis
þorað að spá því, að samæfing og
samstarf herliðs hinna ólíkustu
þjóða gæti orðið með slíkum ágæt-
um og það er nú?
Það er í fjórða lagi mjög athyglis
vert að þrátt fyrir hin miklu fjár-
útlát og erfiði, sem meðlimarikin
hafa orðið fyrir vegna aukinna
landvarna þessi síðustu sex ár, er
efnahagur og velmegun þessara
þjóða yfirleitt öflugri og meiri en
þegar sáttmáli bandalagsins var
undirritaður.
f fimmta og síðasta lagi ber að
geta hins óvenjugóða og mikilvæga
Með rafvæðingu, beizlun
hverahitans, áburðar- og sem
entsverksmiðjum og margs
konar iðnaði sparast gífurleg
gjaldeyrisverðmæti, en verð-
gildi útflutnings eykst með si-
aukinni vinnslu hráefnisins.
Þessi þróun- er þjóðinni lífs-
nauðsyn og má ekki stöðvast.
En stórfelldasta verkefnið
framundan er að koma á fót
nýjum atvinnurekstri, er geri
hvort tveggja, að taka á móti
verulegum hluta hinnar öru
fólksfjölgunar, og að stórauka
fjölbreytnina í útflutningi
landsmanna.
Það er sannarlega. mikil örfun
fyrir okkur, sem störfum fyrir At-
lantshafsbandalagið, að forsætisráð
herra ykkar, Hansen, lítur sömu
augum á þetta. í opinberri ræðu,
sem hann hélt hinn 14. ágúst s. 1.,
lét hann ákveðið í Ijós þá skoðun,
að samstarfið innan Atlantshafs-
bandalagsins hefði að hans áliti
átt meginþátt í því að skapa nú-
verandi möguleika á að draga úr
spennunni i alþjóðamálum og því
myndi það vera hreinasta kórvilla
að leggja niður þá stefnu, sem
bandalagið og starf þess byggist á.
Áður en ég lýk máli mínu mun
ég hafa meira að segja um hina
breyttu stefnu Sovétríkjanna.
Úr því að ég hef nú gert nokkra
grein fyrir þeim árangri, sem unnizt
hefir, er ekki nema sanngjarnt að
ég ræði nokkuð þá þætti í sam
sfarfi okkar, sem ekki hefir enn
verið gefinn sá gaumur eða borið
þann árangur er skyldi.
Á ég þar auðvitaö við 2. grein
sáttmálans, sem í raun réttri skuld-
bindur aðildarríkin til þess að efla
samstarf hvors annars á sviði stjórn
mála, efnahagsmála og á sviði fé-
lags- og menningarmála.
Að því er varöar pólitískt sam-
starf, þá hef ég þegar gert grein
fyrir því, að nokkur árangur hefir
náðst.
Hvað viðkemur efnahagsmálun-
um, þá eru þau eins og þið vitið
í höndum Efnahagssamvinnustofn-
unar Evrópu, og ég er þeirrar skoð-
unar að það væri ekki rétt að láta
Atlantshafsbándalagið hafa nein
bein afskipti af þeim málum.
Þá komum við að samstarfinu á
sviði félags- og menningarmála og
í því sambandi verð ég að viður-
kenna, að þrátt fyrir góðan vilja,
þá hefir lítið sem ekkert verið gert
til þess að efla samstarf banda-
lagsríkjanna á þessum sviðum.
Auðvitað er meginatriðið að hvert
einstakt meðlimaland sé sjálfstætt,
vel skipulagt og velmegandi þjóð-
félag, bæði að því er varðar félags-
og efnahagsmál. En hvernig koma
má á fót samstarfi millum allra
aðildarríkjanna á sviði félags- og
menningarmála, er nokkuð annað
mál og allerfitt viðfangs.
Atlantshafsráðið hefir haft tú
athugunar ýmsar áætlanir, sem lúta
í þessa átt, en gallinn við þær allar
hefir jafnan verið sá, að þær eru
of dýrar i framkvæmd. Það er mér
hins vegar gleðiefni að geta skýrt
ykkur frá því, að við höfum þó að
minnsta kosti komið upp ofurlitl-
um vísi að slikri starfsemi, með því
að stofna til námsstyrkja á vegum
bandalagsins. Tilgangurinn með
þessu er sá, að hvetja náms- og
fræðimenn til þess að kynna sér
sérstaklega sögu, tungumál, félags-
og menningarmál, þjóðfélagsskipan,
lög og stjórnmál bandalagsríkj-
anna, sem einnar heildar. Á fjár-
hagsárinu 195—57 hefir verið veitt
upphæð í þessu skyni, er nemur
13,5 miljón franskra franka, en það
jafngildir 270 þús. dönskum krón-
um. Styrkveitingum verður hagað
á tvennan liátt. í fyrsta lagi til
handa- viöurkenndum fræðimönn-
um, sem hyggjast kynna sér sér-
staklega eiþthvert þeirra vanda-
mála, sem aðildarríkin eiga við að
etja, einkum með tilliti til hugs-
anlegrar sameinignar þeirra, og í
öðru lagi til námsmanna, sem lokið
hafa háskólaprófi og hyggja á fram
haldsnám, sem á einhvern hátt get-
ur taiþzt tengt og skylt tilgangi
og hugsjónum Atlantshafsbanda-
lagsins.
Þetta er að sjálfsögðu byrjun,
þótt lítil sé.
Þá vildi ég mega Ijúka þessari
stuttu tölu með því að fara fá-
eirium orðum um þá breytingu, er
átt hefir sér stað í utanríkisstefnu
Sovétríkjanna, — brosið, blómvend-
irnir og veizlurnar, þátttakan í í-
þróttaleikjum, hin mjög svo breytta
framkoma rússneskra fulltrúa á al-
þjóðaráðstefnum, og þar fram eftir
götunum. Nú brosir björninn í stað
þess að urra, en við megum ekki
gleyma því, að hann getur eins
vel drepið bráð sína með því að
faðma hana að sér.
Það er sama hvert okkar er, við
vonum öll og biðjum þess, að þetta
megi leiða til aukinnar vináttu mill-
um austurs og vesturs og síðan til
varanlegs friðar í heiminum. En
hér finn ég mig knúinn til þess að
leggja fram alvarlega viðvörun.
Enda þótt það megi í fljótu bfagði
virðast andstæðukennt, þá skapar
þessi breyting á stefnu Sovétríkj-
anna, sem eins og ég sagði áðan
lýsii' bezt árangrinum af samstarfi
okkar, ýmis vandamál er gætu oröiö
okkur erfið úrlausnar.
Þjóðir þeirra lýðræðisríkja, sem
mynda bandalag okkar, hungrar og
þyrstir eftir friði og öryggi. í tvo
áratugi hafa sumar þessara þjóða
þurft að búa við styrjöld eða undir
skugga styrjaldar. Þær þrá þann
dag, er oki þess erfiðis og þján-
inga, sem af þeirn hefir verið kraf-
izt, muni að lokum af þeim létt.
Þjóðir þessar hafa heýrt því fleygt
að hin öra þróuri í smíði kjarnorku
vopna muni gera notkun annarra
vopna og venjulegra hersveita með
öllu úrelta og ónauðsynlega, og að
það sé hrein sóun á fé og effiði að
halda áfram viðhaldi og eflingu
slíks vopnabúnað’ar. Aðrir vilja fá
þær til þess að trúa því, að vetn-
issprengjan hafi raunverulega úti-
lokað frekari styrjaldir, sökum þess
að hún sé svo ógurlegt vopn, að
báðir styrjaldaraðilar myndu tor-
tímast.
Það er því mikil hætta á því, að
hinar frjálsu þjóðir láti draum-
kenndar blekkingar hafa áhrif á sig
þannig að þær þykist finna til ör-
yggis, sem raunverulega er ekki til
og slaki þá um leið á framtaki sínu
og einurð, en hvort tveggja er nauð
synlegt, ef við eigum að halda við
friðinum og ef við eigum að geta
verndað frelsi okkar og lifnaðar-
hætti.
Því er það mjög áríðandi, að Við
látum ekki blekkjast af fögrum
yfirlýsingum og röksemdafærslum,
sem ekki fá staðizt. Við megum
heldur ekki reyna að geta okkur til
um, hvað á bak við brosið býr,
fram yfir það, sem staðreyndirnar
heimila. Jafnvel sjálfur Krútsjeff
hefir varað okkur við draumhyggju.
Fyrir ekki meirá en mánuði síðan
lét hann m. a. svo umrnælt í ræðu,
er hann hélt í einni af hinum
mörgu veizlum, sem haldnar eru í
Kreml:
„Á vesturlöndum/ er því haldið
fram, að leiðtogar Sovétríkjanna
(Fraaaliald á 6. síðu.),