Tíminn - 26.11.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.11.1955, Blaðsíða 4
 TÍMINN, laugardagmn 26. nóvember 1955, 270. blað* Frá héraðsfundi Borgarfjarðar- prófastsdæmis Héraðsfundur Borgarfjarð- arprófastsdæmis var haldmn á Akranesi (á heimili sóknar- prests) sunnudaginn 6. nóv. síðastliðinn. Séra Sigurjón Guðjónsson, prófastur í Saur bæ stýrði fundmum. Gaf hann ýtarlegt yfirlit yfir kirkjulegt starf í prófasts- dæminu frá síðasta héraðs- fundi og minntist marghátt- aðra verkefna mnan kirkj- unnar, sem Wðu hans. — Lauk hann máli sínu með þessum orðum: „Vér kvíðum engu og trúum því öll, að enda þótt vér, sem eigum að þjóna henni (þ. e. kirkjunni) séum ónýtir þjónar, þá er sá sterkur, er hana styður. Það hefir að vísu verið allmikill ágreiningur, sem rikt hefir innan kirkjunnar undanfarið. Það er ekki að öllu leyti hrörnunarmerki, heldur og um leið nokkuð lífsmerki. Og svo virðist nú, sem aftur gæti vaxandi einingar og þeim fjölgi, er vilja af öllu hjarta taka undir orðin, er vér sung um áðan, og gera að veruleika: „Þótt mörg sé skoðun og margbreytt lund, vér móður samhuga styðjum“ — — Vér kristnir menn höfum aðeins einn konung, Krtst. Og vér eigum aðeins einn gunnfána, evangelíum eða fagnaðarboðskap Krists. Merki þessa konungs var oss gefið í heilagri skírn, að vér mættum þjóna honum. Guð gefi oss öllum styrk til þess, að vér megum þjóna honum trúlega meðan dagur er.“ r ræðu sinni minntist próf- astur Bergþórs Jónssonar bónda í Fljótstungu í Hvítár- síðu, en hann drukknaði sl. sumar, ásamt tengdasyni sín um, sem kunnugt er. Berg- þór var lengi sóknarnefndar- formaður í Gilsbakkasókn, á- hugamaður um málefni kirkj unnar og vinsæll mjög meðal sveitunga sinna og héraðsbúa. Prófastur færði Jóhanni B. Guðnasyni, safnaðarfulltrúa á Akranesi, þakkir fyrir mikd og margvísleg störf fyrir kirkjuna. Jóhann hefir setið á héraðsfundum samfleytt síð an 1931 og haft þar mikil og góð áhrif, en hefir nú orðið að draga sig í hlé vegna hedsu brests. Samkvæmt skýrslu próf- asts voru messur í prófasts- dæminu 1954 samtals 193, og er messutalan mun hærri en undanfarin ár og sú mesta í marga áratugi. íbúar í próf astsdæminu voru undir árs- lok 1954 samtals 4587, eða 221 fleiri en árið áður. Er fjölgunin langmest á Akra- nesi. Á héraðsfundinum voru flutt fjögur erindi. Dr. med. Árni Árnason, héraðslækir á Akranesi, talaði um siðgæðis- og bræðralagshugsjón kristin dómsms. Sagði hann frá stefnu og starfi Rotaryhreyf- ingarinnar, en sú alheims- hreifing á rætur sínar í krist inni lífsskoðun, sem kunnugt er. Séra Jón M. Guðjónsson á Akranesi flutti erindi um verndun söguríkra og merki- legra staða í landinu, séra Guðmundur Sveinsson á Hvanneyri um Jóhannes skír- ara og prófasturinn, séra Sig- urjón Guðjónsson um sálma kveðskap og íslenzkar sálma- bækur frá elztu tíð til dagsins í dag. í sambandi við fundinn var messað í Akraneskirkju. Pré- dikun flutti séra Einar Guðna son í Reykholti, sn sóknar- prestur staðarins var fyrir altari. Altarisganga fór fram í messunni. Héraðsfundinn sátu allir fjórir prestar próf- astsdæmisins og konur þeirra cg margir safnaðarfulltrúar. Fundinum barst kveðja bisk- ups í símskeyti. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar: 1. „Héraðsfundur Borgar- fjarðarprófastsdæmis, hald- inn á Akranesi 6. nóv. 1955, beinir beirri áskorun til hins háa Aiþingis, að það hækki á næstu fjárlögum framlag til kirkjubyggmgasjóðs um 500 þús. kr. 2. Fundurinn skorar á Al- þingi að samþykkja framkom ið frumvarp um stofnun kirkjuþings. Lítur fundurinn svo á, að það hafi þýðingar- mikið verk að vmna til efl- ingar kirkju þjóðarinnar og kristnihaldi. 3. Fundurinn telur að æski legt sé, að merkir sögulegir staðir í landinu séu vel og varanlega merktir. svo að ekki týnist komandi kynslóðum. Lítur fundurinn svo á, að stað ir, þar Sem kirkjur hafa stað ið á í aldaraðir, en eru ekki lengur á þeim stöðum, megi ekki útmást, heldur undan- tekningarlaust auðkennast tU leiðbeiningar. Fundurinn tel- ur, að mál þetta þoli ekki biö og treystir á skilning fólks og framkvæmd í þessu efni. 4. Fundurinn beinir þeirri áskorun til hins háa AljDingis að það veiti á næstu fjárlög- um 100 þús. kr. styrk til bygg ingar Hallgrímskirkju í Saur bæ, svo að unnt verði að ljúka smíði hennar á næsta ári, eins og ráð hafði verið fyrir gert.“ Bílmiðstöðvar 6 og 12 volta. Bifreiðaverzlunin Rofi Laugavegi 70 Simi 5062 rA’AV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.’.V.WAW.1 Gerist áskrifendur að TÍMANUM Askriftasími 2323 Æskuvinur heimturúr helju Gunnar Einarsson, eða Gunnar í ísafold, eins og bóka vinir og menntamenn nefndu hann oftast, hefir á undan- förnum árum annast um að ísafoldarprentsmiðja gæfi út mikmn sæg úrvaisrita og á- gætra bóka. Nú hefir Gunnar Einarsson horfiö frá störfum hjá ísafoldarprentsmiðju og er orðinn eigandi prentsmiðj unnar Leiftur. Má vænta þess, að Leiftur-prentsmiðja sendi því frá sér á komandi árum mörg úrvalsrit og kjarnabækur. Fyrsta bókin, sem borizt hef ir í mínar hendur frá Leiftri undir stjórn Gunnars Ein- arssonar er gamall kunningi minn og æskuvinur. Smásög- ur dr. Péturs Péturssonar biskups. Þessar prýðilegu smá sögur og greinar voru á æsku árum mínum taldar alveg skilyrðislaust sjálfsagðar í sérhverju því heimilisbóka- safni, þar sem húsráðendur létu sér annt um að börn og unglingar ættu kost á að kynn ast góðum og hollum bók- menntum. Eg man þá tíð, er á heimili foreldra minna voru íslend- ingasögur allar, sem þá voru fáanlegar. Þar var og Mann- kynssaga Páls Melsted, ljóða- safn dálítið og sagnakver. Þar var og að1 sj álfsögöu Vída línspostilla. En einnig voru þar guðsorðabækur þær, sem dr. Pétur biskup hafði sent frá sér beinlínis, eða óbein- línis annast um að út kæmu. Það var svo sem ekki nema sjálfsagt að biskup landsins vildi hafa forsjá um guðsorða forða landsins barna. En þeg ar Smásögurnar hans komu til viðbótar gladdist margur unglingurinn á íslandi. Það gladdi hug og hjarta að vita þannig með vissu, að sjálfur þjóðbiskupinn hugsaði fyrir uppvaxandi æsku í landinu. og átti sjálfur ungt og viturt hjarta. En kjörbækur entust illa á þessum árum. Þær gengu á milli bæja og voru mikið lesn ar. Bandið brotnaði, blöð gátu týnst og bókin öll, fyrr en varði. Gömlu Smásögurnar hans Péturs biskups, sem ég eignaðist á ungum aldri, voru mér löngu glataöar. En nú sá Leifturprentsmiðja um það, undir stjórn herra Gunnars Einarssonar, að ég hefi heimt þennan æskuvin úr Helju. Og þó að tímarnir breytist og mannfólkið taki einnig ein- hverjum stakkaskiptum jafn- framt er samt öldungis víst, að bækur, sem áttu mjkið og gott erindi til æsku íslands og raunar ailrar þjóðarinnar fyrir hálfri öld, eiga það enn og eru því sem fyrr aufúsu- gestur. Með þessum línum sendi ég bví Gunnari Emarssyni hug- heilar þakkir fyrir bessa góðu bók. Húm spáir góðu um út- gáfustarfsemi prentsmiðj unn- ar Leifturs undir stjórn hans. Eiríkur Albertsson. MiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiMiiiimiiiiiiiiiiiimiiiK' Til sðlu DODGE VEAPON | bifreið í fyrsta flokks lagi. | I Upplýsingar hjá l Þórmundi Guömundssyni I I verkstæðisform. Selfossi i s S uiniiiiiiiiiiMiiiimmiiiimmimiiiiiiimiiiiiiiiiimHiMii 4V444V4444V444<Í4V44 4 V ♦ * 4 > < ♦ * > é^riclaeháttur 4 4 í síðasta þætti var skýrt frá því, að sveit Staymans myndi spila við Frakka í París í janúar um réttinn ril að spila um heimsmeistaratitilinn við Englendmga. Flestir spilararnir í sveit- inni, að Stayman undanskild um, eru lítt kunnir hér á landi, og er því ekki úr vegi að kynna þó nokkuð nánar. Charles J. Solomon frá Phúa- delpiu er einn þeirra, og hér kemur skemmtilegt spil, sem hann hefir spilað. Vestur gefur. Norður og suður á hættu. Solomon var suður, en í norður var kona hans, frú Peggy Solomon. — 4» Á 5 4 V 2 4 ÁK98743 4 G 8 4k 9 4kKDG83 y 9 5 3 y 764 4 D G 10 4 6 5 2 10 9765 4 4 3 4k 10 7 6 2 V Á K D G 10 8 4 Ekkert verða spilin að vera til þess að suður vmni sögnina. Einlit ur í spaða hjá vestur og tígul skiptmgin 3-3. Á þessu spili sést, að óhætt mun fyrir Bandaríkin að senda Solomon til Frakklands. Aðrir í sveit inni eru Richard Kahn, Myr- on Field og Lee Hazen, aliir frá New York en Stayman býr þar einnig. Hazen er gamall í hettunni og hér á eftir fer spil, sem hann felldi 1932. 4 9 7 4 : -• : v K D 5 ... . -.:i 4 8 7 5 4 2 * 9 6 ; A Ekkert 4 G .8 3 y 10 9 8 3 !<iv G 7 6 4 2 4 D G 6 3 rl ; 4 ’Á K 10 9 4 G 10 8 7 5 *;2 ;ji 4 Á K.D 10 6 5 2 . V Á . 4 Ekkert 1 4 ÁK0.43 Suður spilaði sex spajða og hjarta var spilað út,; Eftir miklar þenkingar spilaðl suð ur út spaða 10 með. það fyrir 4 K D 2 Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður 3* 34 3* 5V pass 64 pass 6 V pass pass pass Vestur spilaði út spaða níu. Reynið nú að vmna sex hjörtu — þið sjáið hverr.ig lega spil- anna er. Solomon vann sögn- ina við spilaborðið. Hann tók á spaða Á, spilaði Á og K í tígli og kastaði niður laufa D og K. Síðan trompaði hann einn tígul, tók trompin og spilaði síðan laufa 2. Eins og sést á vestur nú aðems lauf eftir og laufa G hlýtur því að vera innkoma. Tíglarnir eru fríir, og á þá er hægt að kasta spaðanum. 12 slagir. Þannig — einmitt þannig — augum, að fá in^omu í blindan á spaða 9. En Hazan var á verði, grunaði hvað suð ur ætlaði sér og þáði þvj ekki slaginn. Vitandi það, að suð- ur vantaði inpkomu í blind- an, vildi hann ekki trorppa, þegar suður spilaði ÁK í laufi. Vestur varð skemmtilega hissa undir lokin, er hann komst að því, að hann fékk tvp slagi á lauf. Ef Hazen hefði verið suður er líklegt, að hann hefði spil að öðru vísi. Ef sagnhafinn tekur strax tvö efstu laufin kemst austur í mun meiri vanda, og sennilegt, að hann trompi, en með því vinnur ■ suður sögnina. En hvernig stendur á því, að ekki eru sagðir sjö spaðar á spilin? Nægur styrkleiki virðist þó vera fyrir hendf Stúdcntafélag Reykjavíkur ARSHÁTÍÐ félagsms verður haldin í Sjálfstæðishúsinu miðviku- daginn 30. nóvember 1955 og hefst með borðhaldi kl. 18,30, stundvislega. DAGSKRÁ: ’ ",V 1. Hófið sett: Formaður Stúdentafélags Reykjavíkur,- Barði Friðriksson, 2. Ræða: Gunnar Gunnarsson, skáld. 3. Gluntasöngur: Bjarni Bjarnason og Guðmundur Jónsson. ifiti n rn93 ■v ii0.f‘ 4. Gamanþáttur: Gestur Pálsson, leikari. . , 5. Einsöngur: Guðmundur Jónsson, óperusöngvai’L ,, 6. Dans. ; ó Meðan á borðhaldi stendur, verður almennur söngr ur. — Brýnt er fyrir fólki að koma stundvíslega, , iir , Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsínu, mánudaginn 28. nóvember og þriðjudaginn 29. nóv- ember kl. 5—7, og verða þá borð tekin frá fyrir þá, er keypt hafa miða. Félagsskírteini verða afhent um leið og miðar verða seldir. Allur ágóði af hátíðinni rennur í Sáttmálasjóö. — SAMKVÆMISKLÆÐNAÐUR STJÓRNIN. tS444444«444444444S444444S4444444$444444$4444444444444444444444444444$$44i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.