Tíminn - 04.12.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.12.1955, Blaðsíða 4
ð TÍMINN, sunnudagmn 4. desember 1955. 277. blað. Nýjar bækur á jólamarkaði Tii ffskiveiða fóry — endur- minningar Geirs Sigurðssonar Geir Sigurðsson, sk'pstjóri er kunnur Reykvíkingur og hann hefir l'fað og starfað á þeim byltingatimum, er ís- lendingar hættu að nota áraskzp og seglbúinn knör en tóku upp vélknúnar skeiðar. Thórólf Smith blaðamaður hefir fært endurminningar hans í letur, en bókaútgáfan Setberg gef- ur bókina myndarlega út. Sjósóknarsaga Geirs hefst um 1890 og nær fram undir þennan dag og er það með sanni viðburðaríkt tímabil. Er þar sagt frá skútulífi og annarri sjósókn á öldinni sem leið, slysförum ýmsum, svo sem Ingvarsslysinu 1906, sem minnisstætt var áratugi eftir en nú er farið að fyrnast yfir. Þá er sagt frá kaupskipaferð- um og stofnun ýmissa félaga varðandi sjósókn svo sem Slysavarnafélagsms og Fiski- félagsins. Þá eru rakin kynni Geirs við ýmsa nafnkunna á- hrifamenn fyrr á árum, svo sem Tryggva Gunnarsson, Ein ar Benediktsson, Hannes Haf- stein og Jóhann Sigurjónsson. Svo er vikið til nýrri tíma og t. d. sagt frá fyrsta síldarleit- arfluginu og fleiru. í bókinni Ge'r Sigurðsson. er allmikið af myndum frá fyrri tíð. Ný skáldsaga og smásagna- safn eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson Heimskrmgla hefir sent frá sér tvær bækur eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson. Er annað skáldsaga, en hitt smásagna- safn. Þótt Ólafur sé enn ungur, er hann orðinn stórvirkur rithöfundur á okkar vísu; komnar út eftir hann þrettán bækur, skáldsögur og smásagnasöfn. Skáldsaga sú, sem nú birt- ist frá hans hendi, nefnist Gangvirkið og gerist í Reykja vík á útmánuðum 1940. Ung- ur maður segir þar söguna. Hann er almn upp í fjarlæg- um firði, draumlyndur og í- stöðulítill, en lendir nú í hinni harðsoðnu Reykjavík- Hann verður blaðamaður af tilvilj un og lendir í miklum raun- um um það hvern dag, hvort hann á heldur að hlýða kenn ingum ömmu sinnar og sam- vizkunnar eða ritstjóranum, Valþóri Stefáni Guðlaugssyni. Þetta er svo einnig ástarsaga þessa unga mannsv Svo virðist, sem Ólafur ætli nú að seilast töluvert í stétt blaðamanna eftir sögupersón- um, því að á saurblaði er þess getið, að hann hafi í smíð- um bók, líklega framhald þess arar, er nefnist Glæpurmn (Ævintýri blaðamanns). Smásagnasafnið, sem nú kemur fyrir almenningssjónir, nefntst A vegamótum og er þetta fjórða smásagnasafn höfundar, enda lætur Ólafi Paló frá Grænlandi — skemmtileg barnabók Bókaútgáfan Norðri hefir sent frá sér einkar snotra barnabók, sem vafalaust verð ur vel þegin af yngstu les- endunum. Bókm nefnist Paló írá Grænlandi rituð af Knud jHermansen með ’teikningum eftir Ernst Hansen en Örn .Snorrason kennari hefir þýtt. 'Frásögnin er mjög einföld og leistír'a:/ iDéíin; sem eru íafnif ' aáT sfáutá ’og' í hverri opnu er falleg litteikning úr iífi eskimóadrengs. það listform einkar Vel og hafa margar snjallar smásög ur eftir hann birzt. Þessi litla bók hefir að geyma fjórar smásögur er nefnast: Gömul frásaga, Bruni, Trufl og Hvolp ur. Höfundur telur æskúegt, að þessar smásögur og Gang- verkið íylgist að til lesenda, og því séu þær látnar verða samferða. Don Camilo Nýjar sögur af Don Cam- >IIo, eftir Giovanni Guar- eschi, þýðandi Andrés Björnsson. Útgefandi Bókaútgáfan Fróði. Verð kr. 50.00. Sagan Heimur í hnotskurn hlaut miklar vinsældir hér á landi sem annars staðar, og kvikmyndin ekki síður. ítalski presturinn og viðureign hans við bæjaryfirvöld kommúnista í litla italska bænum er á margra vörum, og menn kíma að viðbrögðum hans og dást að honum um leið. Á s. 1. ári kom út framhald þessarar sögu og nefndist Nýjar sögur af Don Camillo. Kvikmynd hefir einnig verið sýnd hér af þeirri þók. Það er hið sama að segia um þessa bók ög hina fyrri, að frásögnin er *einkar skemmtileg. Don Camillo lend ir enn í mörgum vanda en hreinsar sig vel af öllum heimsins vélabrögðum og stendur sigurreifur að lokum. Það bezta við þessa sögu er, að hvergi er farið í öfgar. Þótt samúð höfundar sé eindregin með hinum kaþólska preláta og sigur hans sé ótvíræður, eru óvinirnir hvergi gerðir ómannlegir, heldur viðkvæm- ar og góðar sálir inn við beinið, ’éigihléga'ekkert verri en Don Cariiillo sjálfur- Péppöh'e fær sína uppreisn í hreinleik hjartans. Frumskóga Rútsí Nýlega er konrin á bóka- markaðinn og jólamarkaðinn óvenjuleg barna- og unglinga saga eftir hinn víðkunna rit höfund Carlota Carvallo de Nufiez frá Perú, í þýðingu Kjartans Ólafssonar. Þetta er hugnæm ævintýra bók, enda er þessi útgáfa helguð minningu ástsæls æv- intýraskálds, Sigurbjarnar Svein.ssonar, kennara. Frumskógar Suður-Amer- íku eru miklir dularheimar. Þeir eru ekki aðeins fullir af hinum furðulegustu dýrum jarðar, heldur búa þessir heimar yfir verum, ósýnileg- um mennskum áugum. í hin_ um miklu fijótum þessarar álfu ríkja konungar með þegnum sínum, háum og lág um, lífsreyndum og nægju- sömum, og öðrum fáráðari og forvitnum, fullum af þrá eft ir að kynnast heimi mennskra manna, lífi þeirra og atferli. Rútsí litli er einn hinna síðar nefndu. Lítill fljóta- andi, er ólmur og uppvægur vill breytast í mann og kanna heimkynni þeirra, siðu og hætti. Bókin er um reynslu hans í mennsku gervi og í mannheimum. Hann leggur leið sína út úr djúpum frum- skóganna og fljótanna, um fjöll og firnindi, eyðimerkar og úthöf, til borganna, þar sem múgurinn Ufir, berst fyr ir tilveru sinni, lýtur lögmál- um lífs, sem í flestu er mótað af harðri baráttu, samkeppni eigingirni og sjálfselsku. Mörg spennandi atvik og ævintýri bíða Utla, eftirvæntingarfulla fljótaandans á för hans um veröld mannanna. Margt finnst honum furðulegt í fari þeirra, flest ólíkt því, sem hann hefði gert sér í hugar. lund. Öllum vill hann hjálpa, sem bágt eiga. Ýmsir verða t'l að hjálpa honum í ólíkustu erfiðleikum, er að honum steðja. En því nánar sem hann kynnist mannlífinu með öll- um sínum breytileik, því ljós ar standa honum fyrir hug- skotsaugum annmarkar þess, böl og kvöl, og því skýrar rísa í minningu hans fljótaheim. kynnin heima, friður hinna djúpu skóga, ró og hugsvölun vatnaheimanna og sú ham- ingja, sem þar ríkir. Hann fer :ið þrá heim á ný, burt frá hávaðanum og baráttunni, sv'kum og sjálfselsku mann- anna, þótt misjafnir séu. Frumskóga Rútsi er bók full af góðleik, fögrum hugs. unum, hugljúfum ævintýrum. Hún er góður lestur öllum, vngri .sem eldri. Þýðingin er á góðu máli, enda er Kjartan Ólafsson, kennari, fyrri. að skrifa sterka, þróttmikla ís- lenzku. Jónas St. Lúðvík&son í .Vest mannaeyjum, sem er ráðandi tnaður fyrir bókaútgáfunni Hrímfell. gefur bókina út. Hún er 196 síður með mynd- um og káputeikningu eftir Matta Ástbórsson. Öllu holl- ari jólalestur í formi skemmti ieerar unglingabókar er naum ast hægt á að benda. H. J. Sjö ár í Tíbet Svo nefm'st nýkomin bók, er segir frá ferðum og dvöl í hinu einangraða og undar- lega þjóðríki á „þekju“ heims ins. Landið hefir löngum ver ið stranglega lokað útlend- ingum, einkum þó hin helga höfuðborg, Lhasa. Lýsingar á landi og þjóðlífi Tíbetinga eru þvi bæði fágætar og for- vitnilegar. Góðar ferðasögur svíkja aldrei lesendur sína. Þær eru í senn fróðlegar og skemmti- legar, ýta við ímyndunarafl- inu og vikka sjóndeúdarhring inn. Væri betur, að íslenzkir bókaútgefendur legðu meiri rækt við þær hér eftir en hmgað til. Sjö ár i Tíbet er ferðabók sem hefir margt til síns ágæt is og vel má mæla með. Hún er rituð af austurrískum menntamanni og fjallagarp, sem var staddur í Indlandi, þegar stríðið skall á. Bretar settu hann í fangabúðir, en þaðan flýð' hann og komst eftir mikla hrakninga og harð ræði ásamt einum félaga sinna til Tíbet. Þar tókst þeim að fá landvistarleyfi eft ir mikla vafninga og tor- tryggni ,og loks voru þeim fal in ýms verkleg störf fyrir landsstjórnina. Höfundur bók arinnar gerðist jafnvel kenn ari og vinur höfuðprestsins, Dalai Lama. Fékk hann því alveg einstætt tækifæri til að kynnast hugsunarhætti, þjóð siðum og innstu helgidómum Tíbetinga. Bókinni lýxur á því, er höf. varð að hrökklast úr landi á fiótta undan inn- rásarher kínverskra kommún ista. Eftir dvöl sína í Tíbet og kynni af þjóðinni, segir nöf- undur svo í bókarlok: ,Ég mun alltaf þrá að komast til Tjþots, hvar sem ég er. Það er einlæg ósk mín, að bók þessi megi skapa nokkurn skiining á þjóð, sem hefir tek izt að öðlast svo Utla samúð í liirðulausum heimi. þrátt fyrir löngun sína til að búa víð frið og frelsi.“ Sýna þessl orð, að bókin er rituð af hlý- hug til efn'sins, en þao er skilyrði fyrir því að ferðabók verði geðþekk, . Hersteinn Pálsson hefir. þýtt bókina á lipurt mál, þótt sums staðar hefði mátt betur vanda. Fjöldi góðra mynda prýðri bókina, og er í heiid til sóma fyrri BÖkfe! Isú ,g;áfu r.'i Jón Eyþórsson. Húnvetninga - Ijóð þtRARmítlcnsscii LÖGGILTUR SRiALAÞYOANDl • GG D0MTVJlK.uk 16NSUJ • | HUJUaTOLl - uai 81655 Húnvetningaljóð eftir 66 höfunda. Tileinkað Húnvetningafélaginu á Akureyri. Umsjármenn Rósberg G. Snædal og Jón B. Rögnvaldsson. Verð kr. 85 ób. 340 bls. Þetta er mikið ljóðasafn og margir höfundar. í formáls- orðum segi-r Rósberg G. Snæ- dal: „Fyrir okkur, sem staðið höfum að útgáfu Húinvetinga ljóða, vaktl það eitt að safna í handhæga bók sýnishornum af ljóða- og vísnagerð þerira núlifandi skálda og hagyrð- inga, sem eiga það sameigin- legt að hafa fengið uppeldi sitt í húnvetnskum sveitum og teljast Húnvetningar, hvar svo sem þeir byggja garð nú“. í þessu safni er því að finna skáld og hagyrðinga Húnvetn inga, sem á lífi eru, jafnt hehna menn sem brottfluttna. Að því leyti er þetta safn byggðaljóða með öðrum hætti en t. d. ljóðasafn Þingeyinga, sem leiddu aðeins þá, sem á lífi voru og búsettir í hérað- inu. Eins og að líkum lætur eru ljóð þessi ærið misjöfn að gæðum, en auðsætt er þó, að Húnvetningar eru ljóðasmið- ir góðri og einkum liðtækir hagýrðingar, því meira mun vera af ferskeytlum og stök- um í safni þessu en nokkru öðru safni byggðaljóða, sem út hefir komið, og má vera að því ráði freihur'smekkur velj- endá en þa’ð, 'að þar sé um auðugri garð að gresja en í öðrum héruðum, sem byggða ljóð hafa komið frá. Tel ég, að það auki fremur gildi bók arinnar en hitt. Bók þessi er vel úit gefin og frágangur góður. Þó virðist manni, sem útgefendur hefðu mátt vera djarfari við að lag færa og leiðrétta ýnisa hina smærri ágalla máls og forms, sem gera annars góð kvæði leiðari álitum og tUheyrir í raun og veru að búa verkið til prentunar. Myndr eru í bók- nni af öllum höfundum. Slíkt safn byggðaljóða —■ ekki sízt þetta — er skemmti leg mynd af héraði sínu, og þótt gUdi þess sé að sjálfsögðu mest fyrir héraðsbúa sjálfa heima og heiman, og þeir muni fletta því mest, er bæöi gagn og gaman fyrir utan- garðsmenn að blaða í því. — Með því kynnist hver og einn þessu héraði miklu nánar á vissan hátt en hægt er með öðru móti. Það er gaman að farma um héruð, sjá yfir- bragð þeirra og fólksins og m.æla það málum, en af slikri kynningu kemst gesturinn ekki að kjarnanum, yeit lítt hvað inni fyrir býr. En gefst sýn í þann heim. Það er gam an að fá að lesa þannig í hug nokkurra . Húnvetninga, sem menn hafa skipt orðum við áður eða séð á förnum vegi. Þess vegna er lestur slíks safns byggðaljóða skemmti- ferð í héraðið með öðrum og áhrifaríkari hætti en kostur er á öðrum farartækjum. AKi Tvær vantar í Vifilsstaðahælið strax. — Upplýsirigár gefur yfirhjúkruriarkoriári f éirifá 5611, milU kl. 2-^3'á öagtón;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.