Tíminn - 22.01.1956, Side 8

Tíminn - 22.01.1956, Side 8
8_______ ' ________' ! TÍIHINN, sunnudaginn 22. janúar 1956. m ÆmST IslendingaþættÍT Dánarminning: Þorsíeinn Jónsson, símstjóri, Dalvík í dag er til moldar borinn að Upsum í Svarfaðardal, Þorsteinn Jónsson, símstjóri og póstafgreiðslu maður í Dalvik. ^ Við fráfall Þorsteins á sveitin öll — Svarfaðardalur — á bak að sjá þeim manni, sem tvímælalaust var mestur athafnamaður sinnar samtíðar þar í hreppi og hefur markað mörg spor og glögg, sem sýnileg munu og metin að verð- leikum löngu eftir hans daga. Ung- ur að árum hóf Þorsteinn athafn- ir og var afkastamaður á borð við þá, sem voru mörgum árum eldri en hann Innan við tvítugs aldur varð hann formaður á sexæringi föður síns til sjóróðra, og þess minnist ég að faðir minn, sem þá hafði verið háseti hjá Þorsteini, sagði síðar sögur af djarfri sókn og tvísýnum atburðum, sem stund- um var við að etja, en allt fór vel undir hinni ágætu stjórn Þor- steins. Foi’mennskan á sexæringnum Kára var upphaf þeirrar útgerðar, sem Þorsteinn rak um áratuga skeið Hann keypti og gerði út fyrstu vélbátanna, er komu til Dalvíkur 1906, reisti þar bryggju og verbúð- ir á nútíma vísu og lagði með því grundvöll að nýtízku útgerðar- höfn í Dalvík, í upphafi þessarar aldar, þá milli tvítugs og þritugs að aldri. Er fram liðu stundir færðist sú útgerð í aukana með fjölgun fiskibáta og stundum með útgerð stærri skipa. Er árin færð- ust yfir hallaðist þó athafnaþrá Þorsteins meir frá útgerð yfir á svið landbúnaðar og bygginga á bújörðum. Þorsteini voru í vöggugjöf léðir margir góðir hæfileikar. Jón faðir hans var ágætur smiður og það var Þorsteinn líka. Lagði þó ekki mikla stund á það starf en stóð því meira í stórræðum um byggingarfram- kvæmdir. Um aldamótin stundaði hann þó smíðar út í Kaupmanna- höfn ein vetur, en skömmu eftir heimkomu reisti hann sér íbúðar- hús í Dalvík, slíkt, er um áratugi var hið stærsta og veglegasta í sveitinni, en síðar lét hann reisa margar byggingar bæði í Dalvík og á jörðum þeim, er hann eign- aðist og hýsti hverja af annarri að meira eða minna leyti, en að jarðeignum hans og umbótum á því sviði skal sti-ax vikið. Samtímis útgerðinni stundaði Þorsteinn verzlun á tveim fyrstu áratugum aldarinnar og þvi fylgdi honum kaupmannsheitið, sem hann var auðkenndur með Iöngu eftir að hann hætti athöfnum á því sviði. í okkar sveit voru framkvæmdir Þorsteins langtum stórfelldari en nokkur hafði séð, þegar hann stóð í byggingarframkvæmdum, og rak útgerð og verzlun samtímis. Spunn uzt; í sambandi við þetta, meðal áhorfenda, sögur um, að æfintýra- leg; heppni með happdrættisvinn- ing; hefði skapað frumrót að öll- umi þessum framkvæmdum. Svo mun þó ekki hafa verið. Hitt mun sannast mála, að menn, sem áttu fjátmuni, voru glöggskygnir á at- hafnaþrá og stjórnhæfni Þorsteins, áráéði lians og hagsýni, trúðu hom um; fyrir fé til hinna miklu og fjölþættu framkvæmda. Ég átti noþkrum sinnum í einrúmi við- ræður við Þorstein um þessi mál og tjáði hann.mér, að á fyrstu árunum hafi hann átt margar Vöku- naétur vegna þess, að vandséð var stiíþdum hvernig greiðsla slculd- bintlinga yrði framkvæmd til þess að.rbregðast ekki trausti lánar- drþttna. En Þorsteinn brást '.ekki. þeirra trausti og hann sá líka helzt, að;'skuldunautar sínir stæðu í skil um!t en hjá því varð ekki komizt, að. í' umfangsmikilli athöfn yrði haiþi einatt lánardrottinn. Dýpstar rætur í hug og hendi átfí, allt það, er varðaði framtak og-tunbætur á bújörðum þeim, er hann eignaðizt. Á meðan Þorsteinn stundaði verzlun og útgerð varð til vísirinn að ræktunarhneigð hans. Hann lét ílytja slóg og hausa á svartan sand og sótti þökur um langvegu til að gera grænan blett þar, sem áður var eyðimörk. Frjó- efnasnauða leirmóa tók hann til meðferðar og breytti í iðgræn tún. Og það tjáði hann mér hin síðustu ár, að sársaukalaust væri sér það ekki að sjá þessa grænu bletti, sem með ærnu erfiði og kostnaði hefðu verið skapaðir. gerða að göt um og brytjaða í byggingarlóðir vaxandi sjávarþorps. o En Þorsteinn færði ræktunar- athafnir sínar langt út fyrir mörk Dalvíkurkauptúns. Hann keypti jarðir, rak á þeim búskap og gerði stórvirki á sumum með miklum byggingarframkvæmdum. Hann átti um skeið jarðir á Árskógs- strönd, í Hrísey, Ólafsfirði, Héð- insfirði og í Svarfaðardal. í enga þein-a lagði hann þó svo mikla fjármuni og framtak eins og Karlsá. Um stund hugði hann á miklar athafnir í Vík í Héðins- firði, en auðn þess staðar skyldi þó verða endir þar. Þorsteinn var fæddur á Grund og átti þá jörð á síðari árum æv- innar. Sjötíu og fjögurra ára að aldri sat hann andspænis mér í stofu minni og tjáði, að ósk sín væri heitust sú að mega lifa þá stund, að sjá rísa riýtt býli með víðum ræktuðum löndum á Grund- arbökkum, því að nógu væri Grund stór til skipta, þegar allt yrði rækt- að. Hann hafði markað fyrsta spor- ið í þá átt með byrjun ræktunar, en fékk ekki þá ósk uppfyllta að sjá þar rísa sjálfstætt býli með víðum, vel yrkturn ekrum. Þorsteinn bar brennandi athafn- arþrá í brjósti fram á síðustu ár. Laust eftir að ég hafði skrifað í blaðið Dag á Akureyri greinina um veg fyrir Ólafsfjarðarmúla, ár- ið 1950, en það var fyrsta tillagan sem opinberlega kom fram um það efni, kom Þorsteinn til mín gagngert til þess aö tjá mér hrifn- ingu sína og fullkomna sannfær- ingu um, að af þessu framtaki yrði, þó hann yroi þá máske kom- inn yfir í aðra tilveru. En hann tjáði mér einnig. að meginþorri manna teldi þetta fásinnu. ,,En það er gamla ságan. Þeir, sem ékkert vilja á sig leggja eigá aldrei neina framfaraþrá eða fram tíðarhugsjónir,“ bætti hánri við. Þorsteinn kauþmaður var aldrei i þeim flokki stjórnmála, sem til framsókriar teljast, en hann var alla tíð; í orði og þó sérstáklega á borði, sá íHéstj írarnsóknarmað- ur í öllum athöfnlim og umbótum, sem Svarfdælingar hafa átt á þess- ari öld; enda ber sveitin og kaup- túnið þess mcrg. 'merki. Það hlaut iíka áð falla í. hans hlut, að standa í opinberum störf- um fyrir sveit sína. Hann sat í hreppsnefnd í áraraðir og mun hafa verið oddviti hennar um 20 ára skeið. -Var það ekki feitLstarf né vinsælt, en Þorsteinn tók á sig óþægindin og að flestra dómi fórust honum þau störf úr hendi eins og önnur — með sóma. Hann var í stjórn sparisjóðs, skattanefnd armaður og gengdi fleiri störfum í sveitinni. Símstjóri var hann í Dalvík frá því sími kom þar og til 1954, og auk þess póst- afgreiðslumaður eftir að faðir hans lét af starfi, eða um 20 ára skeið. Þegar Þorsteinn Raupmaður nú er horfinn, veit ég að margir þeir er minnast athafnasamasta tíma- bils ævi hans, skoða það skeið sem hið framfaradrýgsta í okkar sveit, allt frá tilveru þorpsins, sem Böggvisstaðasands með mörgum ; lorfkofum, til þess að verða veg- i legt Dalvíkurkauptún með reisu- legum byggingum. Tíminn breiðir blæju sína yfir framfarasporln hans Þorsteins, en þau eru svo mörg og djúp, að seint mun í þau fenna að fullu, og þegar saga sveitarinnar verður skráð hlýtur hún að tengja margar akkerisfestar. í undirstöður þær, sem Þorsteinn lagði. Hann byggði ekki starf sitt og afrek á skóla- göngu, en skóli lífsins skóp úr ágætum efnivið hinn ágætasta mann, ekki gallalausan, en gjörv- an og góðviljaðan þar sem hugur hans hneigðist að. Hann fór ekki almannaleiðir í öllum málum og átti því mótherja við að etja, en ég held að enginn hlutur hafi verið honum fjær en notkun óheiðarlegra vopna í við- skiptum. Og Þorsteinn var sannur vinur vina sinna — hjálpfús í þeirra garð er þurftu. Þungur harmur var að Þorsteini kveðinn við ástvinamissi, er mann- vænleg börn hans tvö urðu her- fang hins hvíta dauða með nokk- urra ára millibili. Þeir atburðir færðu hug hans inn á vettvang andlegra efna, sem hann þó helzt kaus að eiga fyrir sig. Heimili þeirra Ingibjargar og Þorsteins var löngum stórt og þar bar að garði gesti marga og gang- andi, sem með viðeigandi gest- risni var greiði veittur. Því var það þekkt langt út fyrir takmörk sveitarinnar. Því er hér rakinn athafnafer- illinn úr lífsvef Þorsteins kaup- manns, að sá þáttur var sterkast- ur allra í fari hans og óvenju- legur. Að rekja aðra þætti einnig væri viðeigandi en sRal ekki hér gert. ★ Þorsteinn kaupmaður, — en svo var hann jafnan nefndur heima í sveit sinni, — fæddist að Grund í Svarfaðardal þ. 29. september 1879. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson, síðar pósíaígreiöslu- Skrifstofustúlks óskast í sýsluskrifstofuna á Selfossi til skemmri eða lengri tíma. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar veittar á sýsluskrifstofunni. Sýslumaður Árnessýslu. Umboð almannatrygginganna fyrir Kópavogskaupstað verður í skrifstofum bæjarfógeta Neðstutröð 4. Bóta7‘ greiðslur hefjast miðvikudaginn 25. janúar. Skrifstof- an verður opin til afgreiðslu virka daga kl. 10—12 f.h. og 1—3 e.h., laugardaga þó aðeins kl. 10—12. Tryggingastofnun ríkisins. essssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssi JARÐÝTA óskast til kaups. Helzt T. D. 9 eða samsvarandi stærð. Tilboð merkt: „Jarðýta11 sendist afgreiðslu Tímans fyrir 1. marz n. k. í Dalvík, og kona hans Rósa Þor- steinsdóttir. Þorsteinn kvæntist árið 1902, Ingibjörgu Baldvinsdóttir frá Bögg visstöðum. Bjuggu þau í Dalvík alla tíð, en Ingibjörg dó árið 1950. Þau eignuðust 4 börn: Hannes og Þórarinn, sem búsettir eru í Dal- vík, Hildigunni og Friðþjóf, sem bæði dóu ung. Tvö fósturbörn ólu þau upp: Ingunni Sigurjónsdóttur og Marinó Þorsteinsson, er sættu sömu umönnun og ef verið hefðu börn þeirra hjóna. Eftir stutta legu lézt Þorsteinn á sjúkrahúsi Akureyrar þann 1. janúar síðastliðinn. 18. janúar 1956. Gísli Kristjánsson. 1 U' V/O ABNAKUÓL I I nuiMiiiiiisiimiiiiiiiiiuuuuuuuiiiiiiiiiiiiiiiiiifii***Mom Aualýsið í TIHWIM NÆLONSOKKAR NÆLON- CREPSOKKAR ULLARSOKKAR karla og kvenna Heildsölubirgðir: íslenzk-erlenda Verzlun . Sl rr. Síffi 5333. osssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.