Tíminn - 09.02.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.02.1956, Blaðsíða 7
33. blað. TÍMINN', fimmtudaginn 9. febrúar 1956. J Hvar eru skipin Skipadeild S. i. S. Hvassafell fór væntanlega í gær- köldi. áleiðis til Reykjavíkur. Arnar- fell fór 3. þ. m. frá New York áleiðis til Reykjavíkur. Jökulfell kemur til Boulogne í dag. Dísarfell kemur til Piraeus í dag. Litlafell er í olíuflutn ingum á Faxaflóa. Helgafell er á "Þorlákshöfn. H.f. Eimskipafélag íslands. Brúai'foss fór frá Hull 5.2. til Reykjavikur. Dettifoss fer frá Rott- erdam 9.2. til Reykjavíkur. Fjallfoss er í Rotterdam. Goðafoss fór frá Sauðárkróki 3.2. til Ventspils og Hangö. Gullfoss fer frá Reykjavík kl.8 í kvöld 8.2. til Leith og Kaup- mannahafnar. Lagarfoss hefir vænt- anlega farið frá New York 7.2. tit Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá Reykjavik í morgun 8.2. til Akraness, Keflavíkur, Hafnarfjarðar, Akureyr- ar, Seyðisfjarðar, Norðfjarðar, Djúpa vogs og þaðan til Rotterdam og Ham borgar. Selfoss fór frá Reykjavík 1.2. Væntanlegur til Ghent síðdegis í dag 8.2. Tröllafoss fór frá Reykjavík 6.2. til New York. Tungufoss fer frá Rott erdam í dag 8.2. til íslands. Flugferðir Flugfélag íslands h.f. í dag er ráðgert að fljúga til Ak- ureyrar, Egilsstaða, Kópaskers og Vestmannaeyja. — Á morgun er ráð gert að fljúga til Akureyrar, Fagur- liólsmýrar, Hornafjarðar, Kirkjubæj- arklausturs og Vestmannaeyja. Loftleiðir. Edda millilandaflugvél Loftleiða var væntanleg til Reykjavíkur kl. 7 í morgun frá New York. Fiugvélin fer áleiðis til Gautaborgar, Kaup- mannahaínar og Hamborgar kl. 8. Ur ýmsum áttum Kvenfélag Langholtssóknar. Aðalfundur kvenfélags Langholts- sóknar verður næstkomandi þriðju- dagskvöld kl. 20,30 í kjallara Laug- arnessóknar. Týndur fannst. í færeysku blaði segir frá því, að þangað kom íslenzkur togari til þess að sækja menn. Er leið að hinum á- kveðna brottfarartíma og allt var til búið vantaði kokkinn. Upphófst nú leit allmikil í landi, en allt kom fyr- ir ekki. Kokkurinn var gjörsamlega horfinn. Um kvöldið lét samt togar- inn úr höfn og um svipað leiti fannst kokkurinn. Færeyska blaðið segir orðrétt: „Kokkurinn sum íslendski trolarin lá og bíðaði eftir henda dagin, varð funnin umborð. Hann iá avdottin í proviantrúminu,“ (Úr Degi). Bolvíkingafélagið í Reykjavík heldur aðal- og skemmtifund að Tjarnarkaffi uppi í kvöld, kl. 20,30. FáskrúftsfjörtSiir (Framhald af 8. síðu.) nýjú var keyptur í fyrra, hefir atltaf síðan verið gerður út frá Fáskrúðsfirði og leggur þar upp afla; Lagði til dæmis upp mikið af ágætum fiski í janúar, mcðan almennt róðrarbann var í verstöðv um syðra. Er það danskur bátur um 50 lestir, Ingjaldur S.U. 80. Nýlegur bátur með nýrri vél, keyptur frá Danmörk. Næsti báturinn, sem kom var trébátur, byggður í Danmörk og kom heim s.l. sumar. Heitir hann Stefán Árnason og er 60 lestir. Fyrir skömmu kom svo fyrri stál- báturinn frá Ilollandi, Sigurbjörg, sem er um 70 lestir og loks nú um helgina Búðarfell, sem er eign Kaupfélagsins ,eins og Ingjaldur. Búðarfell og Sigurbjörg, sem báðir eru stálbátar frá sömu skipa smíðastöð, Holland Launch, Amst erdam, eru svipaðir að stærð og búnaði öllum. Glæsileg fiskiskip. Fjskibátar þessir eru hin glæsi- legustu skip og búnir nýjustu tækj um til siglinga og veiða, meðal annars bæði með línu- og neta- vindum. Upphitun í þeim er með olíu og rafmagni. Aðalvélar þeirra eru 200/240 hestafla diselvélar. í éinum glugga á stýrishúsi er hringsnúningsgluggi, sem alltaf er hægt að sjá út um, hvernig sem viðrar. Innviðir allir eru úr fægð- um harðviði. Yfir þilfarinu, sem er úr stáli er 60 mm þykkt harð- viðarþilfar. Með komu þessara tveggja báta eru komnir til landsins fimm stál- Greinar (Framhald af 1. síðu.) fyrr og nú og rekur sögu þessa elzta þjóðþings í heiminum. Enn- fremur sí^'rir Bjarni frá því, að mikill meiri iiluti þjóðarinnar vilji samvinnú við aðrar frjálsar þjóð- ir — þess vegna hafi ísland geng- ið í NATO. Bjarni ritar einnig nokkuð i&n flokka á íslandi og hlutföllin í undanförnum kosning- um. Agnar Kl. Jónsson ritar litla grein um hernaðarlegt mikilvægi íslands vegna landfræðilegu þess í miðju AHanzhafi. Margar aðrar greinar eru í‘ rit- inu m. a. Ferðaþáttur frá Reykja- vík eftir ritstjórann, 1100.ára saga íslands éftir próf. Peter Foote. Hinir göfggu vinir mínir — ís- lendingar^— eftir Njálufræðinginn frá Wale‘1; Gyýyn Jones. Grein um bókmennur ísíendinga eftir próf. Turville í^ter. Margar aðrar grein ar eru í pðssu fróðlega og skemmti lega tímáriti, svo sem eftir Paul Henry Spaak, Lester Pearson, Rene Mayer. H. C. Hansen o. fl. Fjölda mörg íslenzk fyrirtæki aug'lýsa I tímaritinu, sem fæst í Bókaverzjun Snæbjarnar Jónsson- ar hér í bæ. Kýpur (Framhald af: 8. síðu.) um miskunnarlaust gegn ungling- unum í Famagústa og megi marka það af því, hve margir særðust. Bretar neita þessu og segja að að- eins hafi Verið hleypt af tveim skotum Og annað hitt unglinginn, sem bana beið; Er auðséð að þeim þykir illt að eiga við mótspyrnu ungmennanna. — Makaríos erki- biskup hélt ræðu í dag og kvað Kýpurbúa ekki mundu sætta sig við neitt minna en fullan sjálfs- ákvörðunarrétt. Tillögur brezku stjórnarinnar væru óljósar og illt að henda reiður á þeim. Samkomulag um fiskverð á Akranesi Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. Akranesbátar eru engir á sjó í dag, enda ekki talið sjóveður í gærkvöldi. Raunverulega er verk- fall enn, þar sem ekki hafði verið gengið formlega frá samningum milli sjómanna og útgerðarmanna. En ekki er nú um neinn teljandi ágreining að ræða. Sjómenn gengu að tilboðum útgerðarmanna hvað fiskverð snerti með 66 gegn 28 atkvæðum, eú vildu fá þeirri kröfu framgengt að vigt væri op- in við höfnina allan sólarhringinn. Að þeirri kröfu höfðu útgerðar- menn ekki gengið í gærkvöldi, en gert gagntilboð varðandi vigtina. bátar frá Uöllandi. Líka þeir all- ir vel, enda hafa Ilollendingar langa og giftudrjúga reynslu að baki um byggingar stálskipa. Hafa byggt alla sína stærri fiskibáta úr stáli síðan á ‘öðrum tug þessarar aldar. Stálbátar táldir heppilegir. Bátarnir fengu báðir aftaka veð- ur á heimleiðinni, reyndust hin beztu sjóskip. Þeir eru rafsoðnir í vatnsþéttum hólfum og er að því mikið öryggi, þegar bruna, eða leka ber'að höndum í rúmsjó. Áhugi útgerðarmanna fyrir stál bátum er nú mjög vaxandi bæði hér á landl og víðar. Stafar það ekki sízt af því, að viðhaldskostn- aður þeirra er talinn miklu minni en tréskipanna, en auk þess eru menn áhyggjufullir vegna þurra- fúans, sem nú gerir í vaxandi mæli vart við sig t' eikarbátunum og tal inn er stafa af því, að ekki er fá- anleg lengur til skipasmíða eik af þeirri gerð, sem heppilegust er talin, hvað aldur snertir. Tveir íslenzkir aðilar búa sig nú undir það að byggja fiskiskip úr stáli. Eru það Stálsmiðjan og Landssmiðjan, sem mikla reynslu hefir í byggingu fiskibáta úr tré. Eru skepnurnar og heyið tryggt? McCarran-lögunum verði breytt Washington, 8. febrúar. — Eisen- hower foi'seti hefir sent þinginu sér stakan boðskap, þar sem hann hvet- ur til breytinga á innflytjcndalögun um. Eru þær helztar, að innflytj- endatalan verði hækkuð úr 166 þús. upp í 220 þús. árlega, dregið verði úr ýmsum ráðstöfunum sem tryggja áttu öryggi Bandarkjanna, t. d. verði hætt að taka fingraför manna er koma til stuttrar dvalar i Iandinu. Dómsmálaráðherra 1 verði einnig fengið meira vald til að ákveða i einstökum tilfellum, hvort einhverj- um skuli veitt dvalar- eða landvist- arleyfi í Bandaríkjunum. Ný réttarrannsókn í Klakksvíkurmálinu Landsrétturinn í Færeyjum kemur saman í byrjun marzntán- aðar og rannsakar að nýju mál hinna átján Klakksvíkurbúa, sem dæmdir voru fyrir hlutdeild í róst unum þar í vetur. Yfir tuttugu ný vitni verða yfirheyrð og er búizt við að ýmislegt komi fram, sem varpi nýju ljósi yfir deiluna í heild. Aðils. Malakkaskagi verður samveldisland Lundúnum, 8. febr. — Lokið er í Lundúnum ráðstefnu fulltrúa ríkjanna á Malakkaskaga og brezkra yfirvalda. Fallast Bretar á að sambandslýðveldið á Malakka- skaga fái fullt sjálfstæði innan brezka samveldisins ekki síðar en í ágúst næsta ár. Malajar skuli þá sjálfir leggja til hermenn til land- varna og baráttu gegn kommúnist- um, en yfirhershöfðinginn verður brezkur. Bretar fara fyrst um sinn með utanríkismál og hafa rétt til herstöðva í landinu. Ný hljómplata Filadelfíukvartettinn í Reykjavík syngur: Hvar er mitt barn Hve ljúft það nafnið Fæst hjá Filadelfíu, Hverfisgötu 44, Reykjavík, og Hljómplötudeild Fálkans, Laugaveg 24, Reykjavík. Frá Byggingasamvinnu- félagi Reykjavíkur Miðhæð og rishæð hússins Bakkagerði 1 hér í bæ er til sölu — Húsið er byggt á vegum félagsins og eiga félagsmenn forkaupsrétt að því, lögum samkvæmt. Þefr, sem vilja nota forkaupsréttinn, skulu senda skrif- legar umsóknir til félagsstjórnarinnar fyrir 14. þ. m. Félagsstjórnm Afengisvarnaráð hefir fengií nýtt símanúmer 82405 S$$S$Í$*?Í3$SSSSSSSSSSS$SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS$SSSSSSSSSSSS$$SSSS$SSS$ Stórt fyrirtæki hér í bæ óskar að ráða til sín stúlkur til skrifstofustarfa. Verzlunarskólamenntun eða hlið- stæð menntun nauðsynleg. Góð byrjunarlaun. Umsókn með upplýsingum og mynd, sem endursendist, sendist blaðinu fyrir hádegi n. k. laugardag merkt „Vand- virkni“. ^ssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssei Reglusaman mann vantar á næturvakt. Afgreiösla TÍMANS Sími 2323. Unglinga vantar til að hera blaðið út til kaupenda í Rauðarárholt. Afgreiösla TÍMANS Sími 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.