Tíminn - 21.02.1956, Page 7

Tíminn - 21.02.1956, Page 7
TÍMINN, jhriðjadaghm 21. febrúar 1956. ViS hv. 1. þm. Eyf. (T.A.) flytj- um saman frv. það, sem hér ligg- ur fyrir til 1. umr., um heimild fyrir rikisstj. til þess aS láta gera leit að jaröhita til virkjunar. Báðir höfum við mikinn áhuga fyrir þessu máli, af því að það er þýðingarmikið lifsþægindamál fyr ir fjölda fólks og hagsmunamál fyrir þjóðarheild na. Við leyfum okkur líka að vænta þess, að málið verði áhugamál allra hv. þingmanna. Jarðboranir hef jast hérleadis. Jarðboranir eftir heitu vatni munu hafa byrjað hér á landi ár- ið 1928. Var það Rafmagnsveita Reykjavíkur, sem þá lét bora við Laugarnar í Reykjavík. Árið 1932 var hafizt handa um, að bora að; Reykjum í Mosf ellsssveit. Talið er. að hitaveita Réykjavíkur öll nái nú tii 35 þús. a£ íbúum höfuðborg- arinnar eða þess svæðis, sem sá mannfjöldi býr á. Séu 62 þús. í- búa í Reykj.avik, eins og mér skilst að muhi vera, þá eru enn um 27 þús. manns utan hitaveitusvæðis- ins hér. Jarðboranir á vegum rikísins hefjast. Jarðboranir á vegum ríkis.ins byrjuðu árið 1930, Lííið var þó um framkvæmdir, fyrr en 1943, en þá hafði rannsóknarráð ríkisins tekið við þeim verkefr.um. Það hafði verkefnin með höndum til ársins 1945. Tók þá jarðborunardeild raforkumáiastjórnarinnar við þeim og sér um þaú 'enn. Jarðborunardeildin hefir nú orð ið jarðeðlisfræðileg mælitæki, sem hún getur fundið með, hvar likur eru til, að hægt sé með borunum að ná til jarðhita Auk þess hefir hún haft jarðbori, sem hún hefir látið vinna með að jarðhitaleit, eftir pöntunum frá hlutaðeigandi aðilum. Þessir borir eru nú 2 eða 3 Hafa þeir verið að verki vegna gufuleitar til iðnaðarframleiðslu, t. d. í Námaskarði við Mývatn, þar hefir ríkið kostað rannsóknirnar. Einnig hafa þeir verið í þjónustu bæjarfélaga, sem hafa fengið þá til þess að leita að heitu vatni til híbýlahitunar, fev’o s'e'm Ólaxsfjörð ur og Sauðárkrókur. Þessir borir eru ekki djúpborlr. Með þeim mun vera hægt að bora 200—300 metra, allra mest 500 m., og eru þó borirnir varla nægilega traustir til þess að bora svo djúpt, nema jarðlög séu sérstaklega auð- unnin. En bessir horir hafa samt gert mikið gagn, þnr sem allauð- velt hefir verið að ná til jarðhit- ans. agið verður að sjá ura i iandsins hagnýtist <;h Ákveði'ð að ríki'ð kaupi djúpbor. Nú hefir verið ákveðið, aS ríkið kaupi djúpbor, sem á að vera hægt að bora með 1500 metra djúp ar holur, ef með þarf. Fé hcfir verið veitt á nýafgreiddum fjárl. til kaupa á þessum bor og til rekst urs hans seinni hiuta ársins 1 ár. Kostnaðnr við. jar'ð- boranir. Ég hefi séð þess getið í skilríkj- um frá ‘jarðhprunardeildinni, að núverandi kóstnhSur vtS jarðbor- un sé frá 300 kr. og urp í 1000 kr. á hvern boraðan metra. Eftir því getur 500 metra borkola koslað hálfa milljón króna. Það- segir sig sjálft, að fyrir einstök byggðar- lög. sc.'u ekki eru því fjölmennari. hvað þá einstök býli, er það mikil fjárhagsleg óhætta að leggja í gaun gæfilega ieit að heitu vatni, ef til þess harf boraadr í stórum stíl. Beri ekkí leitin árangur, get- úr tiikostnaðurinn orðlð dráps- klyíjar. Þetta leiðir til þess, að rr.enn þeir, sem þó búa þar sera hin jarð eðlisfræðilegu mælitæki jarði>or- unardeildarinnar gefa vonir, hika við að ganga út í áhættuna, telja róttilega, að þeir hafi ekki bol- magn til þess að rísa undir til- kostnaði, sem ekki beri árangur, þótt þeir hins vegar yrou þess vel megnugir, ef sæmilagur árangur næðist. Ræða Karls Kristjánssonar við 1. um- ræðu frumvarps Framsóknarmanna Karl Kristjánsson eru 35 þús. í Reykjavík, eins og ég gat um áðan. Alls cr þetta um það bil Vi íbúa landsins. Talið cr, að jarðhitinn, sem notaður er til hí- býlahitunar hjá þessu fólki, spari þjóðinni eins og nú háttar verð- lagi, 28. millj. kr. í erlcndum gjaldeyri, ef miðað er við verðlag á olíu. Það er ekki lítið hagræði þjóðarheildinni. Slík heimaföng Jarðeðlisfræðileg mælitæki og djupborinn, sem rikið kaupif, stórauka likur fyrir ár- angursríkri leit áð jarðhita, en kostnaður er einstökum byggðarlögum ofviða. Hve mikili gjaldeyrir; þarf að auka sem mest engu síður sparast? Ég hefi það eftir góSuni he:mild um, að um 40 þús. landsmanna búi nú við þau miklu þægindi að hita híbýli sín með jarðhita. Af þeim Gufan þeytist upp úr borholunni með ógnarkrafti. Þarna er fyrirheit um orku og e, t. v. verðmæt efni. Verður þungt vatn framleitt með * orku jsirðlíita hér á landi í framtíðinni? en útflutningsframleiðsluna. Aðstoð ríkisins að undanförnu. Ríkið hefir á undanförnum ár- um stutt menn til leitar að heitu vatni og til hitaveituframkvæmda með þrenns konar aðstoð. í fyrsta lagi með því að fela fyrst rannsóknarráði og síðan jarð borunardeildinni að leiðbeina mönnum í þessum efnum og taka að sér rannsóknir og jarðboranir á þeirra kostnað, sem um hafa beðið. í öðru lagi með því að greiða nokkrum sinnum helming kostn- aðar við boranir, þegar fé var til þess veitt á fjárl. Þetta var gert skv. lögum frá 1943, en hefir ekki átt sér stað á seinustu árum. í þriðja lagi mcð því að ábyrgj- ast slofnkostnaðarlán fyrir hita- veitur, allt að 80% af stofnkostn- aði. Um það er til heimild í lög- um frá 1953. En þetta er ekki nægilegt eftir- leiðis. Áliættusamari leit- irnar eru eftir. Þeir, sem hafa bezta aðstöðu lil þess að beizla jarðhitann til hí- býlahitunar, hafa þegar gert það. Áhættusamari hitavatnsleitirnar eru eftir. Ekki má þó láta þær far ast fyrir. Þar verður ríkið að koma enn meir til sögunnar en það hef- ir áður gert. Gæði landsins verð- ur þjóðfélagið að sjá um að hag- nýtist. Gjaldeyrissparnaður sá, sem vinnst með liverri hitaveitu, er ekki sérstaklega ávinningur þeirra, sem á hitaveitusvæðinu búa, heldur allrar þjóðarinnar, eft ir því sem hún þarf á erlendum gjaldeyri að halda. Þjóðfélagið nýtur um ár og aldir. Vel má líka hugsa sér, að sums slaðar geti orðið um iðnaðarfram- leiðslu að ræða til útflutnings sam hliða húsahitun. Heitt vatn, sem næst úr iðrum jarðar í þjónustu manna til híbýlahitunar og iðn- aðar, vcrður væntanlega ekki íyr- ir eina kynslóð heldur líka fyrir koniandi kynslóðir. Þjóðfélagið nýtur þeirra framkvæmda, ef að líkum lætur, um ár og aldir. Með slíkum framkvæmdum er í raun og veru verið að nema landið, gera það eftirsóknarverðara og byggilegra, breyta jafnvel ókostum þess í kosti. Það er: láta mikið gott leiða ár og sið af hinum reiði gjarna Loga, sem Jónas Hallgríms son talar um í kvæðinu Skjald- breiður. Greiðsia í lilutfalli við árangur. í frv., sem hér liggur fyrir, er ætlazt til, að ríkisstj. fái heimild til þesS að láta bora eftir heitu vatni fyrir byggðarlög eða ein- staka bæi, ef jarðborunardeildin og rannsóknarráðið telja það væn legt til ávinnings. Hlutaðeigandi aðilar, sem eiga að njóta fram- kvæmdarinnar fyrst og fremst, greiði kostnaðinn, ef tilætlaður árangur næst eða í hlutfalli við hann, ef hann verður ekki metinn svara öllum kostnaðinum. Annars greiði ríkið kostnaðinn. Ég tel þetta miklu heppilegra og e'ðli- legra en að kostnaður skiptist til helminga, hvernig sem gengur, eins og nú er gert ráð fyrir í lög- um. Þau lög virðast líka vera orð- inn dauður bókstafur í reyndinni. Fáist heitt vatn við borunina, geta hlutaðeigendur eða fyrirtæki það, er upp rís, undir flestum kring- umstæðum borgað. Annars er, ef árangur verður ekki, hlutaðeig- endum kostnaðurinn venjulega um megn. Allt hið auðunnasta er bú- ið, eins og ég tók áðan fram. Hér eftir verður varla unnið nema með dýrum og stórvirkum tækjum, dýr ari og stórvirkari en notuð hafa verið, og út í kostnaðaráhættu í leit með slíkum tækjum er tæp- lega leggjandi nema fyrir ríkið, enda sanngjarnt eftir ástæðum, að áhættan hvíli á því og óhjákvæmi legt, að það sé þannig, til þess að af athöfnum verði, og ekki bíði ó- notuð um langa framtíð náttúru- y gæði þau, sem hér um ræðir og hægt cr að hagnýta. Gert er ráð fyrir, að gera megi samninga við ríkið um að greiða borunarkostnað með afborgunum og ætlazt til, að þá séu einnig greiddir vextir af slíkum stofn- kostnaðarlánum. Alþingi ráði hve hratt er fariö. Að sjálfsögðu er ekki ætlazt itl, að ríkisstj. gangi lengra í fram- kvæmdum þessum en fé leyíir, sem á fjárl. er veitt til jarðborana hverju sinni. Á Alþingi þannig samkvæmt frv., svo sem einboðið er iíka, að ráða, hve hratt er farið. Hliðstæða rafvæðing- arinnar. Ég leyfi mér að vænta þess, að UNNIÐ MEÐ JARÖBOR. Gömlu borarnir eru of liílir, nú er ríki'ð að kaupa djúpbor, seim nær á mikið dýpi. í djúpinu eru fyrirheit um aukinn kraft. Alþingi taki frv. þessu vel og þetta verði almennt áhugamál hv. þm. Efni málsins er að ýmsu leyti hliðstæða virkjunar fallvatnanna og rafvæðingar landsins. Að lokinni þessari umr. óska ég, að frumvarpinu verði vísað til 2. umræðu og háttvirtrar iðnaðar- málanefndar. Þar hafa víst venju- lega a'ð undanförnu slík mál sem þetta, verið athuguð. New York Times birtir grein um skáksigra Friðriks Olaíssonar Segir FritJrik vaxandi skákmeistara Þann 12. febrúar birtist grein um Friðrik Ólafsson skák- meistara í bandaríska stórblaðinu New York Times. Það er heldur sjaldgæft, að birtar séu greinar um íslendinga í því víðlesna og viðurkennda blaði. Hér fer á eftir hluti greinar- innar: ,.Friðrik Ólafsson er vaxandi skákmaður. Ungur ís- lendingur stígur stórt skref í áttina til stórmeistaratignar- innar.“ Svo hljóðar fyrirsögnin. En síðan segir: „Þó að hann sé a'ðeins tvítugur— þessi Friðrik Ólafsson úr Reykja vík — hefir hann þegar náð undra- j verðum árangri í skáklistinni, þann! ig, að hann er farinn að nálgast | stórmeistaratignina. Enn hefir; hann ekki komizt í félagsskap beztu skákmanna heims, en eftirí afrekum hans að dæma á hann skýlausan rétt til að ganga í þann íélagsskap. Norðurlandameistari. Árið 1953 var'ð hann þriðji í röðinni í alþjóðaskákkeppni ung-; linga og sama ár vann hann Norðurlandameistaratitilinn. Þessi glæsilegi árangur var þá aðeins forleikur fyrir öðru meira. Á skák mótinu í Hastings varð hann í fyrsta sæti með Rússanum Korsch- noi — þar vann hann sigur yfir (Framhald á 8. síðu.) Friðrik Olafsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.