Tíminn - 22.03.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.03.1956, Blaðsíða 7
TíMINN, fimmtudaginn 22. marz 1956 7 HeiEdaráætlun um framkvæmdir úti á landi á að verða til á nokkrum árum nm stuSœing við einstakar framkvæmdir í gær var hér í blaðinu rakið aðalefni frumvarpsins um ráðstafanir til að auka jafnvægi í byggð landsins, er þeir hafa samið Gísli Guðmundsson alþingishíaShr og Gísli Jóns- son alþm., og lagt var fram á Alþingi 1 fyrradag. í greinargerð þeirri, er þeir láta fylgja frv., koma fram ýmsar at- hyglisverSar upplýsingar um mál- ið allt og athuganir þær, sem þing mannanefndin lét gera til undir- búnings málinu. Hér er um að ræða mjög þýðingarmikið málefni fyrir þjóðfélagið í heild. Þykir Tímanum því rétt að birta megin- efni greinargerðarinnar. „.... MeS bréfi ríkisstjórnarinnar, dags. 29. júní 1954, var undirrituð- um „með skírskotun til þingsálykt- unar, sem samþykkt var á Alþingi hinn 4. febrúar 1953, um undirbún- ing heildaráætlunar í þeim titgangi j að skapa og viðhalda jafnvægi í byggð landsins" — falið að „vinna að undirbúningi og semja heildar- áætlun um framkvæmdir í þeim landshlutum, sem við erfiðasta að- stöðu búa sökum erfiðra samgangna og skorts á raforku- og atvinnutækj- um, samkvæmt því, sem lagt er til í þingsályktuninni." Fyrsta fundinn héldum við 12. júlí 1954, en höfum nú haldið samtals 44 fundi. Fundarstað höf- um við haft í alþingishúsinu. Starfsmenn höfum við ekki haft, en Framkvæmdabanki íslands hef- ir unnið fyrir okkur úr ýmsum gögnum, sem aflað hefir verið. .Skrifstofa Alþingis hefir séð um vélritun og útsendingu bréfa. Höf- um við yfirleitt reynt að haga svo störfum, að ekki yrði af þeim stór- felldur kostnaður fyrir ríldssjóð, a. m. k. ekki á fyrsta stigi málsins, . á meðan það enn hlaut að vera nokkuð í óvissu livernig vinna skyldi að verkinu. Verkefnið. Um verkefni það, sem okkur var falið, þykir rótt að fara nokkrum orðum. Það var, eins og í erindis- bréfinu stendur, að undirbúa og semja (heildar)áætlun um fram- kvæmdir í þeim landshlutum, sem við erfiðasta aðstöðu búa af sér- stökum nánar tilgreinduifl orsök- um, þ. e. vegna erfiðra samgangna og skorts á raforku og atvinnu- tækjum. Jafnframt var það fram tekið, að tilgangurinn með því að undirbúa og semja slíka fram- kvæmdaáætlun væri sá að „skapa og viðhalda jafnvægi í byggð lands ins“. Af almenningi mun verkefn- ið yfirleitt hafa verið skilið svo, að okkur væri ætlað að benda á leiðir til að skapa þetta jafnvægi og viðhalda því. Sjálfir reyndum við þegar í öndverðu að hafa störf- um þannig, aö ætla mætti að þau gætu orðið að gagni, livort sem um væri að ræða að gera tillögu um sérstakar ráðstafanir, áætlanir eða heildaráætlun þá, sem nefnd er í erindisbréfinu og ályktun Al- þingis. 1 erindisbréfinu var okkur sór- staklega fálið að hafa „samráð við Fiskifélag íslands, Búnaðarfélag Islands og Landssamband iðnaðar- manna eftir því, sem ástæður þykja til." Þegar á fyrsta fundi var ákveðið að skrifa þessum að- ilum og í bréfi, sem þeim var ritað 13. júlí 1954, var m. a. leitað álits þeirra um nánari skilgreiningu á landshlutum samkvæmt þingsálykt uninni A. febrúar 1953. Ekki bár- ust ákveðin svör um það atriði, en hins vegar gagnlegar upplýsing ar og greinargerðir um margt, sem , máli skiptir, einkum frá Búnaðar- félagi Jslands. Gögn og álifsgerðir. Störf okkar hafa aðallega verið í því fólgin að safna gögnum og leita álita. Skal nú liins helzta getið: 1. Skýrsla frá Hagstofu íslands um fólksfjölda í núverandi hrepp- um, sýslum~ög kaupstöðum árin 1910, 1920, 1930, 1940 og 1953 á- samt útreikningi um fjölgun eða fækkun, %, á hyerjum stað. Skýrsla þessi er gleggsta heimild- in um breytingu þá, er orðið hefir til ójafnvægis í byggð landsins um nokkra áratugi, og fylgir hún grein argerð frumvarpsins. 2. Svör Búnaðarfélags íslands, Fiskifélags íslands cg Landssam- bands iðnaðarmanna, þau er íyi'r voru nefnd, ásamt skýrslum og á- bendingum, er í þeim felast. Þá var og leitað álits Iðnaðarmála- stofnunarinnar um ýmis nánar til- greind atriði varðandi möguleika til iðnrekstrar í dreifbýlinu og á- lit hennar í té látin. 3. Skýrslur og greinargerð frá landnámsstjóra, m. a. um eyðijarð-1 ir og nýbýlamál. 4. Skýrslur um skiptingu útlána, | fastra lána og lausra árið 1954, ! eftir sýslum og: kaupstöðum, svo , og um ríkisábyrgðir og greiðslur, ríkissjóðs af ríkisábvrgðarlánum. ■ Skýrslur þessar. eru frá bönkum, ríkissjóði og ýmsum opinberum sjóðum og stofhunum. Höfum við látið vinna úr skýrslum þessum heildarskýrslu til bráðabirgða um skiptingu fastra lána og lausra eft ir sýslum og kaupstöðum. 5. Skýrslur um meðaltal skatt- skyldra tekna einstaklinga pr. ibúa í hverjum hreppi og kaupstað árin 1952 og 1953. Skýrslur þessar eru gerðar af Hagstofu íslands. 6. Yfirlit um áætlaðan koslnað við rafvæðingu þess hluta landsins er ekki hafði rafmagn 1. jan. 1955. Yfirlitið er frá raforkumálastjóra. 7. Greinargerð um hafnar- og löndunarskilyrði ívrir togara á Austfjörðum, Norðurlandi og Vest fjörðum. Greinargerð bessi, eins og hún nú liggur fyrir, er tekin saman af Iðnaðarmálastofnuninni í sambandi við athugun á skilyrð- um til fiskiðnaðar. En í smíðum er hjá vitamálastjóra fyllri skýrsla um hafnir og fyrirhugaðar hafnar- framkvæmdir og áætlaðan kostnað við þær. 8. Skýrsla um vegakerfi landsins og lausleg áætlun um kostnað við að ljúka uppbyggingu þess. Skýrsl- an er frá vegamálastjóra. 9. Skýrslan um símakerfi sveit- anna ásamt áætlun um kostnað við Hreppar, þar sem fólks- fækkunin er meiri en 50% Fróðárhreppur 68,3% ' Helgafelissveit 55,1% Skógarstrandarhreppur 52,0% Hörðudalshreppur 50.3% Haukadalshreppur 51,2% Skarðshreppur 59,6% Flateyrarhreppur 55,2% Rauðasandslireppur 59,6% Ketildalahreppur 61% Auðkúluhreppur 72,8% Ögurhreppur 63,7% Reykjafjarðarlireppur 55,6% Nauteyrarhreppur 61,5% Snæfjallahreppur 77.6% Grunnavíkurhreppur 72,6% Sléttuhreppur 100% Hrófbergshfeppur 59,4% Engilílíðarhreppur 59,2% Vindhælislireppur 53,8% Skefilsstaðahreppur 57,9% Fjallahreppur 53,1% Sauðaneshreppur 60,6% Loðmundarfjarðarhrepp. 79,2% Mjóafjarðarhreppur 51,9% Helgustaðahreppur 55,9% Bæjarhreppur 55,3% Mýrahreppur 51,6% Grafningshreppur 50,5% sínialagnir til býla, sem ekki hafa síma. Skýrsla þessi og áætlun cr frá póst- og símamálastjóra og sundurliðuð eftir hreppum og sýsl um. 10. Skýrsla verðgæzlustjóra um verð nokkurra helztu vörutegunda á einstökum verzlunarstöðum. Bréf til sveitastjórna. Skýrslur þær og greinargerðir sem getið er hér að íraman, bárust okkur flestar síðari hluta árs 1954 og fj^rri hluta árs 1955. Hinn 15. júní var svohljóðandi bréf fjöl- ritað og sent 184 sveitastjórnum: „Reykjavík, 15. júní 1955. Ríkisstjórnin hefir falið undirrit- uðum að vinna að áætlun um „framkvæmdir í þeim landshlut- um, sem við erfiðasta aðstöðu búa sökum erfiora samgangna og skorts á rafmagni og atvinnutækj- um“, sbr. ályktun Alþingis 4. febr. 1953 um „undirbúning heildará- ætlunar í þeim tilgangi að skapa og viðhalda jafnvægi í byggð lands ins." Með tilliti til þess verkefnis, sem okkur er falið, höfurn við iát- ið gera ýmiss konar skýrslur, þar á meðal um mannfjölda og eyði- jarðir. Mannfjöldaskýrslurnar eru byggðar á manntölum 1910, 1920, 1930, 1940, 1950 og 1953. Ef íbúa- tala í hreppi yðar árið 1953 er borin saman við hæstu íbúatölu tímabilsins 1910—1950, kemur í ljós, að ibúum hreppsins hefir fækkað um ....%. Eyðijarðir í hreppnum voru .... í fardögum 1952. Með tilvísun til þess, sem að framan greinir, viljum við hér með fara þess á leit, að þér svarið eft- irfarandi spurningum: 1. Hver var íbúatala hreppsins við manntal 1954? 2. Hefir orðið breyting á tölu eyði- jarða síðan í fardögum 1952, og þá hver? 3. Hafa verið byggð nýbýli í hreppnum siðan 1936, og þá hvenær? Eru nokkur þeirra í eyði. 4. Hverjar teijið þið meginorsakir til fólksfækkunar í hreppnum? 5. Eru, að óbreyttum framleiðslu- og atvinnuskilyröum, líkindi til þess, að íbúatala hreppsins fari enn lækkandi? Ef svo er, hvaða ráðstafanir eru þá, að yðar dómi, hentugastar og viðráðan- legastar iil að koma í veg fyrir fólksfækkun? 6. Hver væri, að yðar dómi, hæfi- leg íbúatala í hreppnum, miðað við þá nytjun lands eða annarra náttúrugæða, sem þér teljið hæfilega og framkvæmanlega innan 5—10 ára? 7. Væri það, að yðar dómi, til hagsbóta fyrir hreppinn sem heild, að eyðijarðirnar, allar eða einhverjar, yrðu byggðar á ný? Hverjar? (í þessu sambandi getur t. d. þurft að athuga land- X’ými til fjárbeitar). 8. Er hægt að fjölga jörðunum með stoínun nýbýla, og þá hve margra? 9. Er hægt að auka framieiðslu- og atvinnumöguleika í hreppnum á annan hátt en með eflingu land- búnaðar og þá hvérnig? 10. Getið þér að öðru leyti bent á hentugar, og að yðar dómi viðráðanlegar ráðstafanir til að skapa sæmileg afkomuskilyrði fyrir vaxandi tölu íbúa í hreppnum? 11. Á hvaða úrræði, sem vikið er að hér að framan, viljið þér leggja mesta áherzlu? Hvers konar upplýsingar aðrar eða tillögur, sem þér teljið rétt að láta okkur í té og miðað geta að því að skapa og viðhalda jafn- vægi í byggð landsins, eru þakk- samlega þegnar. Svör yðar óskast send svo fljótt sem þér hafið tök á, helzt fyrir lok júlímánaðar þ. á. Virðingarfyllst." Eins og bréfið ber með sér var það sent sveitarstjórnum í öllum þeim hreppum, þar sem íbúar voru færri árið 1953 en þeir höfðu ein- hvern tíma áður verið samkvæmt manntali 1910—50 eða jörð eða Grænlendingum veiðitækni hagnýtari en söguþekking ÁlititS að nýtt kuldatímabil sé at> hefjast þar Það væri mjög óheppilegt, ef Grænlendingar gleymdu meS öllu hinum gömlu veiðiaðferðum sínum, sagði dr. phil. Jörgen Troels-Smith á fundi Grænlandsfélagsins fyrir skömmu, þar sem hann hélt fyrirlestur um gamla og nýja menningarhætti eskimóa á Grænlandi. Að hans áliti væri betra fyrir Grænlendinga nútímans, að læra að fara með húðkeip (kajak) að hætti forfeðra sinna, en þótt hann lærði eitthvert hrafl í mannkynssögu. jarðir í eyði í fardögum 1952 sam- kvæmt skýrslum landnámsstjóra. Nú í lok febrúarmánaðar 1956 hafa okkur borizt svör frá 105 af þeim 184 sveitarstjórnum, sem skrifað var 15. júní 1955. Á síðast- liðnu hausti var gert yfirlit um efni þeirra svara, er þá höfðu bor- izt. Jafnframt höfum við haft til at hugunar hina fjölrituðu skýrslu at vinnumálanefndar ríkisins um at- vinnulíf, framkvæmdir o. fl. í bæj- um og þorpum, sem send var al- þingismönnum og ríkisstjórn á sín- urn tíma. Hcildaráætlun ekki tímabær. Nú í vetur höfum við gert nokkra heildarathugun á gögnum þeim, sem við nú höfum í höndum sam- kvæmt framansögðu og því, sem úr þeirn hefir verið unnið. Við þá athugun höfum við komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé tíma- bært að svo stöddu og við þau starfsskilyrði, sem fyrir hendi hafa verið, að gera tilraun til að semja heildaráætlun þá, sem þings ályktunin frá 4. febrúar 1954 ger- ir ráð fyrir. Við erum þeirrar skoð unar, að til þess að hægt sé að semja slíka áætlun, svo að hún komi að verulegu gagni, þurfi að koma á fót fastri, skipulagðri starf semi við skýrslu- og áætlunargerð með aðstoð ríkisstofnana, sem afla upplýsinga hver á sínu sviði og hafa sérfróða menn í þjónustu sinni. Við teljum, að gögn þau, er safnað hefir verið, séu mikilsverð undirstaða slíkrar starfsemi í byrj- un og veiti margs konar upplýsing- ar um, hvernig þeirri starfsemi skuii haga. Hins vegar lítum við svo á, að athuguðu máli, að rétt sé og aðkallandi, að ríkisvaldið geri nú þegar sérstakar ráðstafanir, sem séu til þess fallnar að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, og að ekki sé ástæða til að draga að hefja slíkar ráðstafanir, þangað til heildaráætlun er tilbúin um „fram kvæmdir í þeim landshlutum, sem við erfiðasta aðstöðu búa sökum erfiðra samgangna og skorts ,á raf orku og atvinnutækjum". Við hyggjum það eðlilega framvindu í því máli, að slík heildaráætlun verði til smám saman á nokkrum árum, og byggist þá að sjálfsögðu á minni áætlunum um framkvæmd ir á takmörkuðum sviðum eða svæðum. Að þessu verða sérfróðir menn að vinna, a. m. k. að ein- hverju leyti. Þeir, sem að því vinna, munu a. m. k. stundum þurfa að dvelja um lengri eða skemmri tíma á þeim stöðum, sem hlut eiga að máli, og hafa samráð við sveitarstjórnir eða íbúa hlut- aðeigandi byggðarlaga. En jafn- frarnt því, sem unnið er að heild- aráætlun eða einstökunx þáttum hennar, cr nauðsynlegt að hefjast þegar handa með stuðningi við ein stakar framkvæmdir eða aðrar um- bætur, sem auðsætt þykir að stuðli að jafnvægi og að vera muni í sam ræmi við áætlanir, sem búið er að gera eða unnið er að. Stofnun framkvæmdasjóðs. Samkvæmt þessu sjónarmiði skrifuðum við ríkisstjórninni 3. jan. s. 1. og lögðum til, að lagt yrði fram nokkurt fé til stofnunar fram kvæmdasjóðs í því skyni að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, og gátum þess jafnframt, að við rnyndum innan skamms senda rík- isstjórninni frumvarp til laga um starfsemi slíks sjóðs. Samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar hefir A1 þingi síðan heimilað ríkisstjórn- inni að verja allt að 5 millj. kr. af greiðsluafgangi ríkissjóðs árið (Framh. á 8. síðu.) Fyrirlesarinn kvað það stað- reynd, að sjávarhiti færi lækk- andi við strendur Grænlands og jöklarnir færu vaxandi síðari árin. Kuldatímabil að hefjast. Hann taldi mjög margt benda til þess, að kuldatímabil færi í hönd á Grænlandi og öðrum norð lægum löndum. (Það virðist lítið verða vart við slíkt hér á íslandi) Kuldinn mundi leiða til þess, að fiskurinn, sem nú gengur inn í firði Grænlands hyrfi þaðan. Þá myndi aftur verða mikil not fyrir húðkeipana og hinar gömlu veiði- aðferðir. Grænlendingar ættu allt- af að vera sjálfkjörnir sigurvegar- ar í keppni á húðkeipum á Ólym- píuleikunum. Lífsbaráttan var hörð. Hann kvað það gott, ef unnt væri að finna leiðir til að fiski- menn gætu fylgt fiskinum eftir á þessum slóðum og sumir teldu að það væri hægt. Allir myndu þó ekki geta þetta. Saga norrænna manna á Grænlandi væri athyglis- verð. Þegar loftslag kólnaði, tor- tímdust þeir í samkeppninni við eskimóana, sem lifðu af og áttu þann sigur að þakka betri veiði- tækni við þau skilyrði, sem græn- lenzk náttúra hefir upp á að bjóða. (Úr Informationen) Kaupmannahöfn, 12. marz. íslendingafélagið hélt íslend- ingamót laugardagskvöldið 10. marz. Formaðurinn, Höberg Peter- sen, setti mótið mcð ræðu og lýsti því yfir, að Þorfinnur Kristjánsson prentari og ritstjóri hefði verið kjörinn heiðursfélagi íslendinga- félagsins fyrir 28 ára starf í þjón- ustu félagsins. Þorfinnur Krist- jánsson er fæddur í Reykjavik fyrir um það bil 70 árum og dvaldi þar öll æskuár sín. Hann lærði prentiðn í Reykjavík, en gerðist svo ritstjói'i „Suðurlands" á Eyrar- bakka. Nokkru eftir að hann hætti því, fluttist hann til Ilafnar og hefir dvalizt þar síðan. Á mótinu flutti Aðalgeir Kristjánsson cand. mag. erindi um Víga-Hrapp. Erik Sjöberg söng við mikla hrifningu — einnig sagði hann fi'á kynnum sínum við þá félaga sína við Kon- unglega leikhúsið, Einar Kristjáns- son og Stefán íslandi. Þorfinnur þakaði hrærður fyrir þann heiður, sem honum hafði verið sýndur. Helgi Þórðarson, fornx. fclags ísl. stúdenta í Höfn, færði Þorfinni þakkir fyrir hönd stúdentafélags- ins, svo og þeir Ármann Kristjáns- son og Ólafur Albertsson, sem færðu Þorfinni þakkir fyrir ágætt samstarf á liðnum árum. Fundur- inn þakkaði Þorfinni sérstaklega fyrir ritstjórn hans á blaðinu „Heima og erlendis", svo og fyrir stöx'f hans og stjórn á „Islandsk Pi-essebureau". Þorfinnur hefir unnið dyggilega að því að hjálpa fjölmörgum íslendingum til að komast til íslands og heimsækja landið, sem margir þeirra höfðu ekki séð í áratugi. Að loknum fundinum var dans- að að venju fram yfir miðnætti. Aðils.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.