Tíminn - 15.04.1956, Blaðsíða 6
T f M I N N, sunnudaginn 15. apríl 1956.
r
Rithöfundurinn Arthur Köstler
Útgefandi: Framaóknarflokkurinn.
Ritstjórar: Haukur Snorrason.
Þórarinn Þórarinsson (áb.).
Skrifstofur I Edduhúsi við Lindargötu.
Slmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn),
auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Brugðið upp mynd
SJÁLFSTÆÐISMENN
og Þjóðvarnarmenn
.eppast við að endurprenta um-
mæli kommúnista um formann
Alþýðubandalagsins, sem hefir
Eengið það hlutverk að leiða
auðtrúa sálir í kommúnistaher-
búðirnar. Er á það minnt, að
varaformanni Alþýðubandalags-
ins og öðrum stórvezírum komm
únista hafi þótt lítið til Hanni-
bals koma, og talið hans ráð
Elausturslegt og vanhugsað fram
til þess er hann gerðist þeim
handgenginn og var dubbaður
upp í formann í fyrirtæki komm
únistaflokksins, án þess að hafa
prókúruumboð fyrir flokkinn.
Þetta er nokkur fróðleikur allt
saman, en rétt er að minna á,
að fortíðin er fleiri stjórnmála
leiðtogum en Hannibaí óþægur
Ijár í þúfu, og nægir þar að
mirina á „kollsteypuna" 1944,
er formaður Sjálfstæðisflokks-
ins leiddi- kommúnista upp í
stjórnarráð og fékk þeim æðstu
völd í mikilvægum málum, og
svo má um leið gjarnan rifja
upp samstarf kommúnista og
Sjálfstæðismanna í verkalýðs-
hreyfingunni. Sagan er lær-
dómsrík og íhaldsmenn þurfa
sannarlega að umgangast hana
með varúð ekki síður en komm-
únistar.
MIKLU GLEGGRI og skýr-
ari mynd af hlutverki Hanni-
bals en hægt er að sjá í lang-
lokum Mbl. og Þjóðvarnarblaðs-
ins, er dregin upp í örfáum setn
ingum í stórblaðinu New York
Times á sunnudaginn var.
Fréttamaður blaðsins sat á
fundi með Brynjólfi Bjarriasyni
og Edvarð Sigurðssyni og
spurði Brynjólf margs um menn
og málefni á íslandi. Aðeins
einu sinni í öllu samtalinu brá
fyrir glettni og brosi á stein-
hörðu andliti þessa gamla komm
únisfaforingja, segir fréttaritar-
inn. Það var þegar hann var
spurður um álit sitt á ummæl-
um, sem höfð voru eftir vopna-
bróður hans, 'Hannibal Valdi-
marssyni, að hann mundi snúa
kommúnistum fylkingarinnar
til nýrrar trúar. Það lá við að
Brynjólfur hlægi hátt, er hann
heyrði þennan brándara, og svo
hristi hann kollinn yfir heimsku
sumra manna.
SAGAN ER EKKI LENGRI
en myndin er skýr. Kommúnist-
ar viía hvað þeir vilja og þykj-
ast reikna sín dæmi rétt. En ör-
lög Hannibals minna á ferðir
einfaldra og fljótfærinna trú-
boða inn í myrkviði frumskóg-
anna. Þeir héldu að orð postul-
anna mundu fara fyrir þeim
eins og eldstólpi og vernda
þá fyrir mannanna grimmd.
En sumir þeirra komu
aldrei aftur út úr myrkrinu.
Slóð þeirra er til viðvörunar og
hefir minnt seinni tima menn
á, að málóðir prédikarar fara
fyrstir í pott mannætanna.
Alit önnor tóntegund
GREINAR ÞÆR, sem
New York Times
er um þessar mundir að
birta um íslenzk stjórnmál, og
æsmgaskrif Mbl. um samþykkt
Alþingis í varnarmálunum, eru
tvær lærdómsríkar andstæður.
„Ályktun íslendinga lýsti í
eðli sínu ekki fremur andúð á
Bandaríkjunum eða Atlants-
hafsbandalaginu, en t.d. á Sviss.
Hefði kosningin staðið í milli
Bandaríkjamanna og Rússa, er
ekki neinum vafa undirorpið,
að Banjlaríkin mundu hafa sigr-
að með yfirgnæfandi (over-
whelmingly) meirihluta“.
Þetta hófsamlega og skynsam
lega mat hins erlenda blaðs á
atburðunum hér, minnir á um-
mæli forustumanna Bandaríkj-
anna um daginn, sem einnig
voru í allt annarri tóntegund en
æsingaskrif Sjálfstæðismanna.
Það er því ekki út í hött, að
segja, að Mbl. og forustumenn
Sjálfstæðisflokksins séu að
verða „amerískari en Ameríku
menn“ í öllum málflutningi.
Hrollur í „sjálfstæSisheijum^
jPN MBL LÆTUR
ekki þar við lenda.
Eftir að hafa heimtað að íslend-
ingar leggðu sjálfsákvörðunar-
rétt sinn í varnarmálinu í hend-
ur erlendra þjóða og mælt fyrir
hersetu um ófyrirsjáanlega
Eramtíð, hvað sem líður yfirlýs-
ingunum frá 1951 og aðstæðum
i veröldinni, og gengið feti fram
ar en nokkur ábyrgur aðili í
Bandaríkjunum í öllu þessu,
bætir það gráu ofan á svart með
því að brígsla andstöðuflokki
sínum í stjórnmálabaráttunni
hér um kommúnisma. Þannig
haga siðlausir áróðursmenn sér,
þegar í óefni er komið og búið
ar að knésetja þá í málefnaleg-
um umræðum: Þú ert bölvaður
kommúnisti, er síðasta hrópið
i flóttanum.
Morgunblaðið smíðar sér
sjálft stökkpallinn til þess að
geta steypt sér út í þennap áróð-
ur. Það skrökvar ummælum
upp á einn af þingmönnum
Framsóknarflokksins og leggur
síðan út af þeim í þeim anda,
að flokksþing Framsóknar-
manna, sem ^aarkað* ákveðaa
afstöðu í innanlands- og utan-
ríkismálum, hafi verið eins og
„samkoma í einhverri kommún-
istasellu". Hafa menn nú heyrt
annað eins í opinberum mál-
flutningi? Og þessi -hróp koma
frá sama fólkinu, sem leiddi
kommúnista inn í stjórnarráðið,
í fyrsta og eina skiptið, sem þeir
hafa þangað komið.
ÞESSI SIÐLAUSU og jafn
framt heimskulegu skrif Morg-
unblaðsins munu' sprottin upp
af hræðslu. Hræðsla peninga-
kónganria og venzlafólk þeirra,
að nú muni senn Ijúka vistinni
við kjötkatla ríkis-, nefnda- og
bankavalds, yfirskyggir dóm-
greindina, hrekur Mbl. út í að
skrökva ummælum upp á nafn
greinda menn (og setja tilvitn-
unarmerki utan um þau) og upp
nefna andstæðinga sína.
Hræðslufylking íhaldsins virð
ist ekki vita sitt rjúkandi ráð.
Stundum setur hroll að auðug-
um mönnum á elliárum. íhaldið
er farið að hugsa um „annað
líf“ eftir kosningarnar, og því
geðjast ekki að því, sem það sér.
Hann steypti sínii skurSgoSi af stalli
fiegar fyrir stríS, og Iiefir síSan
manna mest varaS viS ofbeldisfiyggjn
kommónismans
Ætla mætti að maðttr, sem ritað hefir fjórar bækur um
æviferil sinn, lýst þar skapferli sinu, tilfinningum og skoð-
unum, hefði skilið eftir allskíra og fullkomna mynd af sjálfum
sér og þeim persónuleika, sem hann býr yfir.
Þetta er þó ekki með öllu víst.
Oft og einalt hefir raunin orðið
sú, livort heldur það er viljandi
eða ekki, að sjálfsævisagan hefir
verið notuð eins og eins konar
reykský, sem hin eiginlega innri
persóna rithöfundarins getur notað
sér til skjóls og falið sig í.
Vægðarlaus við sjálfan sig.
Fáir eða engir rithöfundar vorra
tíma hafa venð opinskárri um sjálf
an sig en Arthur Köstler. Það virð
ist sem enginn hafi ílett jafn
vægðarlaust ofan af sjálfum sér,
ef svo mætti að orði komast, en
hann. Vart er heldur hægt að eí-
ast um, að tilgangur hans hafi ver-
ið annar en Sá að segja okkur
sannleikann — allan sannleikann.
Þó er það ætíð þannig, að sjálfs-
myndir virðast ávallt vera gæddar
einhverjum sérstökum og fremur
afskræmandi eiginleikum. Við
þekkjum til dæmis ofur vel ákveð-
in svipbrigði í andliti Rembrandts,
eins og þau birtast í sjálfsmyndum
hans, en myndum við þekkja mann
inn af þessum myndum, ef við
mættum honum Ijóslifandi á göt-
unni?
í þessum bókum birtist Köstler
sem fremur taugaóstyrkur hug-
sjónamaður, gæddur kaldhæðnis-
legu raunsæi, sem gáfaður andans
maður, er berst við hin djúpu og
róttæku öfl hins innra manns.
Köstler er einkennilegt sambland
af heimsrnanni og ungum skóla-
pilti í stuttbuxum, snilling og
barnalegum sjálfbirgingi, skörpum
fræðimanni og tunguliprum sjón-
hverfingamanni. Enginn efast þó
um gáfur og hæfileika mannsins.
Köstler er lítill maður vexti,
með hrafnsvart, hrokkið hár. And-
litið ber jöfnum höndum vott um
þreytu og skerpu. Fáir rithöfund-
ar vorra tíma hafa fengið nokkra
svipaða reynslu af samtíð sinni
eða lært jafn mikið af þeirri
reynslu.
Umbrotátíð æskuára.
Arthur Köstler er Ungverji að
uppruria, fæddur í Búdapest 5.
september árið 1905. Hann hlaul
menntun sína aðallega í Vínarborg.
Á árunum 1926 til 1931 starfaði
hann sem frét'taritari í Mið-Austur
londum, Paxús og Berlín. Árið 1931
tók hann þátt í leiðangri Zeppelin
gi-eifa til Suðurheimskautsins. Elt-
ir það dvaldi hann í Rússlandi, og
ferðaðist mikið þar og í Mið-Asíu.
Árin 1936 til 1937 var hann írétta-
ritari enska blaðsins News Chron-
iele í Spánarstyrjöldinni. Það end
aði með því, að Franco lét taka
hann fastan og varpa honum í
far.gelsi. Honum tókst þó að kom-
ast undan til Suðui’-Frakklands, en
þar tók þá ekki betra við, því að
, Viehystjórnin lét þegar í stað
: setja hann í fangelsi. Er hann
losnaði úr þeirri prísund, gerðist
hann liðsmaður í útlendingaher-
j sveitinni frönsku í Afríku. Á ár-
unum 1941 og 1942 er hann síðan
hermaður í vinnusveitum brezka
hersins.
í ’
iSrieri baki við kommúnismanum
I Þannig hefir æviferill Köstlers
!verið í hæsta máta margbrotinn
■ og litríkur. Hann hefir verið flugu-
I maður rússneska kommúnista-
Tlokksins og bóndi meðal Gyðinga
í eyðimerkurbyggðum Palestínu.
Köstler sneri hins vegar baki við
kommúnismanum og liefir ætíð síð
an verið fremstur í flokki þeirra
menntamanna og rithöfunda, sem
harðast hafa barizt gegn yfirgangi
kommúnismans og því, sem nefnt
hefir verið hið alþjóðlega komm-
únistasamsæri. Þeir eru fáir, sem
hafa jafn mikilvæga reynslu að
baki sér og eru betur færir um að
taka sér þetta hlutverk fyrir hend-
ur, og fáir hafa gengið til verks
af jafn miklurn ötulleik. Komm-
únistar hafa heldur ekki sparað
nein meðöl til þess að reyna að
þagga i-aust Köstlers, en án árang
/JJP-
'ú t*i
Mynd eftir Ilerbiock í Washington Post.
Nafnið á fófstallinum er: Stalín. Arthur Köstler steypti sínu goði af stalli
þegar fyrir stríð. Nú feta kommúnistaleiðtogar um víða veröld í fótsporið
ARTHUR KÖSTLER
urs. Jafnvel George Qnvell, brezki
rithöfundurinn, sem nú er látinn,
og var vinur Köstlers, hefir ekki
jhaft rneiri áhrif en Köstler í þá
átt nð vekja rithöfunda og mennía
menn á vesturlöndum af þeim
draumadansi, sem þeir hafa tekið
þátt í með kcmmúnistum á undan-
förnum árum.
Franx á ritvöllinn 1939.
Iíerferð Köstlers gegn kommún-
istum hófst með útkomu fyrstu
bókar hans árið 1939, sem var í
skáldsöguformi og nefndist „The
Gladiators“, en þar lýsir hann
hinni smánarlegu niðurlægingu
hinnar hugsæiskenndu uppreisnar-
stefnu af mestu snilld með saman-
burði á henni og þrælauppreisn
Spartakusar. Ári síðar kemur út
bókin „Myrkur um miðjan dag“,
sem er ekki aðeins bezta skáldsaga
Köstlers, heldur einnig að öllum
líkindum bezta pólitíska skáldsag-
an, sem rituð hefir verið á undan-
fömum áratugum. Hið óvenjulega
og þanda jafnvægi, sem gerir vart
við sig í þessari bók, er nærri
undravert, þegar tillit er tekið til
þess, að tilgangur höfundarins var
að sýna fram á þá vonzku og hat-
rammlega eðli, sem fyrirbæri það
,er nefnt hefir verið „pólitískur
kommissar", hlýtur að hafa í för
með sér. Listamaðurinn í Köstler
gerði bók þessa að ennþá skemmti
legri frásögu en þetta viðbjóðslega
mannfyrirbæri gefur tilefni til, því
honum tekst að fá lesandann til.
þess að sjá og skilja, að deilan
millum hins unga kommissars og
hins aldna, menntaða bolsévikka á
sér djúpar rætur og verður ekki
auðveldlega leyst með slagorðum
hvors um sig. (Þessi saga er til
á íslenzku).
Síðan hefir Köstler ritað þrjár
skáldsögur, og þó margt sé golt
unx þær að segja, þá getur engin
þeirfa talizt eins góð og „Myrkur
um miðjan dag“. Auk þess hefir
hann ritað fjöldann allan af grein-
um og ritgerðum og hafa sumar
þeirra verið gefnar út í bókar-
formi, „The Yogi and the Comm-
issar“ (1945) og „The Trail of the
Dinosaur (1955), og vel má vera,
að þegar tímar líða verði bessi rit-
gerðasöfn talin rnestu afrekin á
rithöfundarferli Köstlers.
Snýr sér nú að mannúðarmálum.
Köstler er nú að mestu hættur
að rita um koinmúnisma. Hann
telur að hann hafi nú lokið við
að flytja heiminum boðskap sinn,
að annað hvort hafi rithöfundar
og aðrir menntamenn á vesturlönd
uni þegar gert sér grein fyrir því,
að kommúnisminn er þjóðhættuleg
falskenning, eða að þeir muni
halda áfram að daðra við hana og
leika sér þar með að eldinum.
Arthur Köstler hefir þó á engan
hátt lagt rit.störfin á hilluna. Hann
hefir nú snúið sér æ meir -að ýms-
um mannúðarmálum, eins og t. d.
afnámi dauðarefsingar í Bhetlandi,
þar §em hann er nú búsettur og
öðrum skildum þjóðþrifamálum,
og þar sem annars staðar kemur
skýrt fram hin óvenju mikla skarp
skyggni og sterka tilfinning, sem
gert hefir Köstler að einunx öflug-
asta talsnxanni þeirra, sem unnið
hafa að því að vara heiminn við
hættunni, sem hor.um stafar af út-
| breiöslu hinnar kommúnistísktt
1 kenningar.