Tíminn - 16.05.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.05.1956, Blaðsíða 2
2 T í M I N N, miðvikudagurinn 16. maí 1956. Heildaraflinn í Keflavik m 21000 lestir á vertíðinni \lgengastur afli á bát yfir vertíðina er 4Ö0-5Ö0 lestir og er það mun minni afli, en menn eiga venjast í Kefíavík Frá fréttaritara Tímans í Keflavík. Vertíð er nú lokið í Keflavík og varð hún með lakara móti !?ngu að síður kom þar mikill fiskur á land á vertíðinni, enda nikill fjöldi báta, sem þaðan sótti sjó í vetur. Heildaraflinn á vertíðinni er um 11 þúsund lest og er það mun ninna en í fyrra, þegar aflinn v'arð 11 þúsund lestir. Nú voru um og yfir 40 bátar, sem reru með línu og auk þess 7—11 bátar með nel, ,sm lögðu upp afla í Keflavík. Aflahæsti báturinn af línubátum er Guðmundur Þórðarson frá Gerð im með 673 lestir. Skipstjóri á aátnum er Eyjólfur Kristinsson Og 5r aflamagnið miðað við slægðan :isk. Aflahæsti netabáturinn er Geir goði meeð 642 lestir miðað /ið óslægðan fisk, eins og venja jr, þegar talinn er afli netabáta. Allur fjöldinn af bátunum í iSeflavík hafði 400—500 lestir í afla á vertíðinni. Um hásetahluíi lætur nærri, að hann sé um 44 krónur fyrir hverja smálest af slægðum fiski. Allir bátar eru nú hættir veiðum :í Keflavík, aðkomubátarnir, sem /oru margir farnir heim og eins vertíðarfólk, sem þangað kom til starfa. Björgunarbáiutinn bíð- m enn í Færeyjum Björgunarbáturinn Gísli J. John sen er enn í Færeyjum og bíður þess að veður kyrrist, svo hægt sé að halda áfram ferðinni heim iil íslands. Er báturinn búinn að vera nokkra daga veðurtepptur í Færeyjum. Komst hann þangað eft ir erfiöa sjóferð frá Svíþjóð og var margra daga í hafi og hafði sterkan mótvind. Ferðin gekk þó að öðru leyti vel og reyndist bát- urinn gott sjóskip. Undanfarna daga hefir verið mik ið hvassviðri á hafinu suður af ís- landi og eru ekki taldar horfur á að veðrið batni næstu daga .Virð- ist svo sem vestansíormur sé stöð ugur á stóru svæði á hafinu suður af íslandi. Kunnur bandarískur vís indamaður heldur íyrir lestra í Háskólanum í dag er væntanlegur hingað til Reykjavíkur kunnur bandarískur vísindamaður, Dr. John W. Rowen að nafni, sérfræðingur í fýsískri efnafræði, og mun hann halda hér fyrirlestra á vegum læknadeildar Háskólans. Fyrirlestrar þessir, sem eru hávísindalegs eðlis, fjalla m. a. um rannsóknir dr. Rowens á makrómólikúlum og gammageisl- um og notkun þeirra til lækninga. Dr. John Rowern er forstöðu- maður þeirrar deildar hins kunna háskóla í Los Angeles, Kaliforníu, sem fjallar um kemíska lífeðlis- fræoi og rannsóknir á því sviði. Hingað kemur dr. Rowen frá Norðurlöndum, en hann hefir að undanförnu haldið fyrirlestra við háskólana í Uppsölum, Osló og Kaupmannaliöfn, og er nú á leið vestur um haf. Ilinn ameríski vís- indamaður heldur fyrirlestra sína hér í boði forseta læknadeildar Háskóla íslands og velður fyrra erindið flutt í Háskólanum í kvöld fyrir lækna og læknastúdenta Lepprikisstsfna (Framhald af 1. síðu). um hver nauðsyn. það er vegna sjálfstæðis og fraintíðarheillar þjóðarinnar, að hersetunni Ijúki. Hvernig halda menn að ipundi horfa í því máli, ef flokkurinn fengi vilja sínum framgcngt og efnahagslífið allt yrði enn fastar bundið við tekjurnar af erlend- um her og hernaðarframkvæmd- um en nú er orðið? Stefna Sjálfstæðisflokksins, sem fyrst og fremst er byggð á peninga sjónarmiðum, þótt aulin sé eftir mætti með „stríðshættu“ og alls- konar blekkingarskrifum um við- horf annarra þjóða, íniðar að því að gera landið að ósjálfstæðu lepp- ríki, þar sem auðmenn maka krók inn í skjóli erlends aðila, en heil- brigt atvinnulíf hrörnar unz ekki verður aftur snúið. í þessu við- horfi eru foringjar Sjálfstæðis- flokksins naumast hóti skárri en kommúnistar, sem hafa sama lepp- ríkissjónarmið gagnvart austur- veldunum. Hin íslenzka stefna er mörkuð af umbótaflokkunum. Hún er, að hér skuli ekki vera her á frið- artímum og tímabært sé, vegna breytts ástands í veröldinni, að herinn, sem kom hingað á tím- um Kóreustríðsins, hverfi nú á brott. En þjóðin snúi sér af alefli að endurreisn atvinnulífsins í þeirri öruggu vissu, að hamingja og fram- tið þjóðarinnar sé bundin mold- inni og fiskimiðunum og því, hvern ig okkur tekst að hagnýta þau auðæfi, sem landið geymir og kalla á manndáð okkar og sjálfstæði. Hótanir Sjálfstæðisforingjanna uin hrun og eymd ef hernaðargróð- anum linni — jafnvel þótt undir þær sé skotið erlendum stoðum — hljóta að verða til þess eins að skerpa þann ásetning allra Is- lendinga, að efla liina íslenzku stefnu í Iandinu, en varpa lepp- ríkishugmyndum gróðaafla og kommúnista út í yztu myrkur. Fatfuglar fara til gróðursetningar í Þórsmörk að vanda um hvítasunnuna Úndanfarin ár hefir Bandalag íslenzkra farfugla unnið að skógrækt á Þórsmörk og plantað þúsundum trjáa og grisjaö stór svæði. Farfuglar hafa til umráða Slippu gil á Þórsmörk til skógræktar en þar hefir verið íastur ijaldstaður farfugla um mörg undanfarin sum- ur og þangað hefir verið farin íslendingar þátítakender í mikilli fiskveiðasýningu í Kaupmannahf n Þar geta sýningargestir sjálíir veitt fisk í sofölS og heilt reykhús starfar á sýningarsvæíinu, Jiar sem gestum sr gefin nýreykt síld í nestií Á föstudaginn verður opnuð í Kaupmannahöfn stór fisk- veiðasýning, þar sem íslendingar hafa stóra sýningardeild. Sýning þessi, sem er alþjóðleg, verður í Forum í Kaup- mannahöfn og verður opin dagana 18.—27. maí. Útlit er fyrir að aðsókn að sýn- stærstu sýningardeildina af íslenzk ingunni verði mjög mikil. Dönsku ríkisjárnbrautirnar hafa skipulagt aukaferðir með sýningargesti frá fiskveiðabæjunum á Jótlandi. Auk þess koma hópar gesta frá hinum Norðurlöndunum, Skotlandi, Þýzka landi og víðar að. Þannig hafa til- kynnt komu sína fiskkaupmenn frá Grikklandi, ttalíu, Spáni og Portú- gal og jafnvel alla leið austan frá Indlandi og Ástralíu er von á gest- tim á sýninguna. íslendingar hafa stóra sýningar- deild, eins og áður er sagt. Þátt- taka íslendinga var að vísu ráðin nokkuð seint, þannig að undirbún- ingstími var heldur naumur, en engu að síður er reynt að vanda vel til íslenzku deildarinnar. Verða þar til sýnis sýnishorn af franv ieiðslu okkar af sjávarafurðum og ýmsar upplýsingar þar að fá. Mörg reykhús starfandi á sýningunni og íslenzk útflutningsfyrirtæki taka er sýningargestum jafnóðum gefin þátt í sýningunni og mún Samband síld í nestið, þegar síld er tekin íslenzkra samvinnufélaga hafa úr reyk. um aðilum. Islenzka sýningardeild in er sett upp af dönskum mönn- um, en Skarphéðinn Jóhannsson er í Kaupmannahöfn til að fylgjast með uppsetningu sýningarinnnr, auk fulltrúa frá Fiskifélaginu og nokkrum sýningaraðilum. Af erlendum blaðafregnum er ijóst, að mörg dönsk fyrirtæki vanda mjög til þátttöku sinnar á sýningunni. Þannig hefir danskur fiskkaupmaður komið fyrir 30 fer- metra stóru fiskakeri, eða þró á sýningunni, þar sem daglega er hleypt út í 500 lifani fiskum, aðai- lega silungum og öðrum fiskum, sem menn eru sólgnir í að veiða og geta sýningargestir sjálfir veitt sér í soðið af brú einni mikilli, sem liggur yfir fiskaþróna. Dönsku reykhúsin hafa heilt sumarleyfisferð á hverju sumri og aitíð verið fjölmenn og vel heppn- uð. Um hverja hvítasunnu undanfar- in ár hafa farfuglar farið til Þórs- merkur og unnið þar að skógrækt í gilinu sínu og hefir Skógrækt ríkisins lagt til plöntur og ýmsa fyrirgreiðslu, auk þeess sem skóg- ræktin hefir leiðbeint um starfið. Plönturnar á Þórsmörk hafa þrifizt mjög vél og hefir stundum allt að 90% plantnanna lifað, en nokkuð vantar á að ferðafólk taki tillit til nýgræðingsins, treður plönturnar niður og tjaldar stund- um yfir þær en vonandi verður þar á breyting til batnaðar. Núna um hvítasunnuna leggja farfuglar upp í enn eina skógrækt- aríerð og liggur fyrir mikið verk- efni að planta, grisja og ekki sízt að reyna að hefta uppblástur, en mikil skógarsvæði á Þórsmörk liggja undir stórfelldum skemmd- um vegna uppblásturs og er mjög aðkallandi að hindra að slíkt haldi áfram og að meira tjón hljótist af. Mollet og Pineau í Moskvu Moskvu, 15. maí. Mollet og Pin- eau forstæis- og utanríldsrájjherrar Frakklands komu í dag til Moskvu i 5 daga opinbera heimsókn. Búl- ganín, Moiotoff og fleiri ráðamenn rússneskir tóku á móti þeim á flug- vellinum. Mollet sagði í ræðu, að Frakkar myndu standa við allar skuldbindingar sínar gagnvart ríkj- unum í A-bandalaginu. Þeir tryðu því hins vegar að góð sambúð myndi takast milli Frakka og Rússa enda hefði svo löngum verið í gegnum margar aldir. amningar m ír NTB—London, 15. maí. — Samningar þeir um framtíðar stjórnskipun brezku nýlendunnar Singapore og stöðu hennar innan brezka samveiedisins, sem staðið hafa yfir í London undanfarnar þrjár vikur, fóru út um þúfur í dag án þess að nokkur árangur hefði náðst. Strandaði fyrst og fremst á því, að Bretar töldu nauðsynlegt að áskilja sér rétt til að taka stjórn nýlendunnar í sínar hendur hvenær sem hernaðarlegt öryggi á þessum slóðum gerði slíkt nauðsyniegt. Kunna þessi málalok að draga dilk á eftir sér fyrir Breta þar eystra og valda miklu róti meðal Singapore-búa. Gefizt var endanlega. upp við samningatilraunir í dag, eftir að setið hafði verið á fundi í eina cg hálfa klukkustund. Var sá fundur mjög sögulegur og hiti í samninga- mönnum. Marshali vonsvikinn. Marshall forsætisráðherra Singa pore var formaður samninganefnd- arinnar af hálfu Singapore-búa. Úr slitin eru mikil vonbrigði fyrlr liann, þar sem flokkur hans hafði gert sér vonir um að geta fært héraðinu sjálfstjórn. Hann kvaðst nú halda heim, sem skjótast og biðjast lausnar fyrir stjórn sína. Mun nú vafalaust aukast fylgi þeirra manna, sem vilja harðskeytt ari stefnu gagnvart Bretum og eru þeim óvinveittari en Marshall og fiokkur hans. Kommúnistahættan. Bretar voru fúsir að veita Singa- nore fulla sjálfstjórn um innan- landsinál, en áskildu sér rétt til herstöðva- og þess að grípa inn í stjórn landsins, hvenær sem þeim virtist öryggi þar eystra gera slíkt nauðsynlegt. Þetta væri nauðsyn- legt vegna þess, hversu mikil árás arhætta stafaði af kommúnistum. Að þessu töldu samningamennirnir frá Singapore sig ekki geta gengið og vildu heldur hverfa heim tóm- hentir. Akureyringur hlaut I. verðlaun í rit- gerðasamk. um Ásgrím og verk hans Úrslit eru nú kunn í ritgerða- samkeppni þeirri, sem Æskulýðs- nefnd Reykjavíkur og Sýningar- nefnd Asgrímssýningarinnar efndu til í sambandi við yfirlits- sýningu á verkum Ásgríms Jóns- sonar í marzbyrjun sl. Fyrstu verðlaun voru málverk eftir Asgrím. Auk þess voru veitt tvenn jöfn aukaverðlaun, 500 kr. í pcningum hvort. Afrit af grein- argerð dómnefndar fylgir hér með: Við undirritaðir, sem kvaddir vorum til að dæma samkeppnis- ritgerðir unglinga um Ásgrím Jóns son og verk hans, höfum lesið vfir þær 47 ritgerðir, sem okkur bár- ust í hendur úr samtals 11 slcól- um. Þátttaka í samkeppninni er þó miklu meiri en tala þessi gefur til kynna, því að sumir skólarnir sendu okkur aðeins úrval úr þeim ritgerðum, sem þeim bárust. Ritgerðirnar báru því vitni. að nemendur hefðu kynnt sér afmæl issýningu Ásgríms rækilega og margir hverjir gert sér far um að afla sér fróðleiks um æviatriði hans og lagt sig fram um að skilja list hans. Ritgerðirnar voru yfir- leitt skipulega samdar og vandað- ar að frágangi. Við höfum orðið sammála um, að 1. verðlaun skuli hljóta Hjörtur Pálsson, f: 1941, nemndi í 2. bekk Gagnfræðaskóla Akureyra* Tvenn jöfn verðlaun skal veita þeim Lilju Jóhönnu Gunnarsdóttur, nem enda í 3. bekk Kvennaskólans í Reykjavík og Ottó Schapka, nem- anda í 3. bekk Gagnfræðaskólans við Vonarstræti í Reykjavík. Reykjavík, 6. maí 1956. Kristján Eldjárn Magnús Gíslason Slmon Jóh. Ágústsson Þúsund ára barátta íslendinga við eld eg ís í skuggsjá náttúrufræðings Vandaí og handhægt fræðslurit MenningarsjótSs eftir dr. Sigurí Þórarinsson, jarðfræ<Sing Út er komið hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs rit, er nefnist The Thousand Years Struggie against lca and Fire (Þúsund ára stríðið við eld og ís). Höfundur er dr. Sigurður Þórarins- son og er ritið að efni til tveir fyrirlestrar, sem hann hélt í Lundúnum í boði Lundúnaháskóla 1 febrúar 1952. í fyrri fyrirlestrinum rekur höfundur sögu þjóðar sinnar í þúsund ár í ljósi náttúrufræðilegra staðreynda, svo sem loftslags- breytinga, breytinga á útbreiðslu hafíss og jökla, eyðingu jarðvegs vegna uppblásturs, o. s. frv. Eldgos og jarðskjálftar koma og að sjálfsögðu hér við sögu. í fyrir- lestrarlok er yfirlit um þróun at vinnuvega landsins á þessari öid. Er það bæði til að sýna, að landið er betra en e. t. v. mætti ætla af ýmsu því, er á undan er sagt, og svo til að sýna, hversu ör þróunin hefir verið síðan íslendingar tóku fjárforráð í sínar eigin hendur, en höfundurinn telur þó, að ekki megi gleyma því, að hin öra þróun á þessu sjálfstæðistímabili eigi einnig sínar náttúrufræðilegu or- sakir á sama hátt og blómaskeið þjóðveldistímabilsins og að barátt- an við náttúruöflin eigi einnig sinn drjúga þátt í niðurlægingu einokunaraldanna. Síðari fyrirlesturinn fjallar um Austur-Skaftafellssýslu og er að vcrulegu leyti dreginn saman úr greinaflokki, er birtist fyrir nokkr- um árum í Lesbók Morgunblaðs- ir.s, en efnið er fært hér í vísinda- legri búning án þess þó að vera þungt aflestrar. í ritinu er fjöldi korta og línu- rita, auk 16 ljósmyndá prentaðra á myndapappír. Ritið er prentað í pientsmiðjunni Hólum og vandað um frágang. Útlendingar, sem til íslands koma, og hafa hug á að kynnast iandi og þjóð, kvarta oft, og ekki að ástæðulausu, yfir því, að lítið sé af nýlegum upplýsingaritum um landið á eriendum tungum. Rit Sigurðar kemur hér í góðar þarfir, þ\d að óhætt er að mæla með því við útlendinga, er fræðast vilja um landið og þjóðina. Auk þess rná líklegt telja, að einhverjum íslendingum leiki forvitni á að kynnast sjónarmiðum náttúrufræð- ings á sögu landsins, sem húman- istar hafa að mestu fjallað um hingað til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.