Tíminn - 16.05.1956, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.05.1956, Blaðsíða 12
Veðri3 í dag: Minnkandi norðaustanátt, léttir ' til en þykknar síðan upp með vaxandi suðaustanátt í kvöld. 40. árg.___________________________ Biti á nokkrum stöðum klukkan 18: Reykjavík 2 stig, Akureyri 1, Osló, 13 stig, Kaupmannahöfn 14 París 18, New York 23 stig. Miðvikudagurinn 16. maí 1956. Nú sumrar á Norðurlandi og me3 sumrinu hefst undiraúningur undir síldarvertíðina, sem eitt sinn var höfuð- vlðburður ársins og er enn mikilvægur, þótt ekki sé n tma svipur hjá sjón. Tjnnuverksmiðjan á Akureyri smiðar tununr allan veturinn, en þegar vegir eru orðnir vei færir, fara stórir bílar fullhlaðnir tunnum til söltunarstöðvanna á Norð-Austurlandi og við Eyjafjö.ð. Þessi myndarlegi hlaði stendur á planinu á Höpfners- bryggju á Akureyri og bíður flutnings. Nú vorar á Norðurlandíi hafna arkapphiaupi við Rússa Dulles segir fækkun í Rauíahernum áróSurshragí. Auk þess sé þörf fyrir hermennina í verksmiíjum og viíS landbúnatSarstörf Washington, 15. maí. — Dulles utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, ræddi á blaðamannafundi sínum í dag um tilkynn- ingu rússnesku stjórnarinnar, að fækkað yrði í rússneska hernum um 1,2 millj. manna fyrir 1. maí næsta ár. Dulles var með skrifaða yfirlýsingu. Sagði hann m. a., að hánn kysi fremur að vita af rússneskum hermönnum við varðgæxlu en starfandi í verksmiðjum til að framleiða kjarnorkusprengj- ur. Bandaríkjastjórn myndi ekki draga úr herafla sínum. hvað sem Rússar gerðu. Þeir myndu meta það mál sjálfir og ekki leggja á það neinn áróðursmælikvarða. Framboð ákveðin í Suður-Múiasýslu Á aðalfundi Framsóknarfélags Suður-Múlasýslu, sem haldinn var í Reyðarfirði í fyrradag, var ákveðið framboð Framsóknar- flokksins í sýslunni og verður listi flokksins þannig skipaður: (Endurt. vegna prentvillu í frá- sögn í gær): 1. Eysteinn Jónsson, ráðherra, Rcykjavík. 2. Villijálmur Hjálmarsson, bóndi og alþm. að Brekku. 3. Stefán B. Björnsson, bóndi á Berunesi við Reyðarfjörð. 4. Stefán Einarsson, flugaf- greiðslumaður, Egilsstöðum Alþýðuflokkurinn býður ekki fram í sýslunni og styður fram- boðslista Framsóknarflokksins. Flytur erindi um skjólbeltarækt Skógræktarfélag Reykjavíkur lieldur aðalfund sinn í kvöld í Tjarnarkaffi kl. 8,30. Auk venju- legra aðalfundarstarfa mun Einar E. Sæmundsen, framkvæmdastjóri félagsins, flytja erindi um skjól- ■þeltarækt á Jótlandi, en hann hefir um nokkurt skeið dvalist þar við að kynna sér slíka ræktun og mun fara utan á ný til þess síðar í sum ar. Nýtur hann dansks styrkt til þéssa. Þá var liann spurður um sein- asta fund bandalagsins í París og sagði að fljótt á litið kynni yfir- lýsingin, sem gefin var út að fund- inum loknum að valda mönnum vonbrigðum, en ef hún væri lesin niður í kjölinn, þá væri greinilegt, að fyrir hendi væri alger eining um það sjónarmið, að óverjandi væri að standa nú uppi berskjald- aður og breyta um stefnu, sem Hann kvað þetta skref ekki koma sér á óvart. Vitað væri, að Rúss- ar þyrftu nú mjög á auknum mann- afla að halda við landbúnaðar- og verksmiðjustörf. Ráðstöfun þessi væri því vafalaust sprottin af efna- hagslegri nauðsyn. Áró'ðursbragð. Þá væri áróðurshlið málsins, sem Rússar vafalaust legðu mikið upp úr. Þeir vonuðu, að aðrar þjóð ir myndu blekkjast til hins sama. Sérstök nefnd ynni nú að athugun loks virlist gefa von um góðan árangur. Vondaufur um efnahagssamvinnu. Þá var hann spurður um hin nýju áform á sviði efnahagslegrar samvinnu. Virtist hann fremur von daufur um árangur, en sagði, að hann væri viss um, að Lange og þeir, sem með honum ynnu að því máli, myndu finna einhverjar leið- ir, ef þær væru finnanlegar. á því, hver væri orsökin til fækk unarinnar í rússneska hernum. Jafnframt væri einnig stöðugt fylgst með því af bandarísku stjórn inni, hve fæst mætti vera í banda ríska hernum, þannig, að hann gæti þó veitt nægilegt öryggi til varnar. Þá sagði Dulles, að hern- aðarstyrkur Rússa yrði ekki mæld ur réttilega með því að líta á fjölda hermanna. Þar kæmu til greina þau nýtízku vopn, sem Rússar leggja svo mikið kapp á að framleiða. Misjafnlega tekið. Fækkun Rússa í hernum er nokk uð misjafnlega tekið á vesturlönd- um. Yfirleitt er henni þó fagnað og talin skerfur til að bæta sam- búð austurs og vesturs. Lange ut- anríkisráðherra Noregs fagnaði þessari ákvörðun í dag, en kvað þó vert að minnast ummæla Krust joffs í Bretlandi á dögunum, þar sem hann fullyrti að Rússar ættu fjarstýrð flugskeyti, sem farið gætu á milli heimsálfa. 68 myndir seldust Málverkasýningu Veturliða er nú lokið. Sýninguna sóttu um 3 þúsund manns. Alls seldust 68 myndir og voru það nær allar þær myndir, sem á sýningunni voru. Mun þetta einhver sú mesta sala, sem orðið ehfir á málverka- sýningu hér á landi. í viðtali við blaðið kvaðst Veturliði nú hafa ákveðið að taka boði, sem honum hefir borizt um að sýna I Osló í haust. Hyggst hann þá halda ferð inni áfram lengra og sýna í fleiri borgum, m. a. í París. Ismay lávaríur á bla'Saraannaíundi í Osló Þegar Rússar eru ðiæfir í A- bandalagið, er þess ekki þörf NTB—Osló, 15. maí. — Ismay lávarður framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kom í dag í heimsókn til Noregs á vegum norska utanríkisráðuneytisins. Á blaðamannafundi lét hann svo ummælt, að þegar Sovétríkin væru orðin hæf til að gerast aðilar að bandalaginu, þá væri grundvöllurinn að til- veru þess úr sögunni og aðildarríkin gætu haldið áfram sam- starfi sínu innan vébanda S. Þ. „Ég held“, sagði Ismay, „að samvinna okkar á sviði varnarmála hafi ekki verið til einskis. Rússar hafa ekki lagt undir sig þumlung lands síðan banda- lagið var sett á stofn“. Siglfiröingar fylkja sér fast um framboð Áka Jakobssonar Nær fimm hondruð manns þar á fundi umbóía- manna, og ýtarlegri ræðu hans um viðskilnað hans við kommúnista mjög fagnað Frá fréttaritara Tímans í SiglufriSi í>gaer. Áki Jakobsson, frambjóðandi Alþýðuflokksins á Siglufirði, boðaði til almenns kjósendafundar þar i, gærkveldi, og varð fundurinn geysifjölmennur, einhver alfjölmennasti fundur, sem þar hefir verið haldinn, hátt á firnmta hundrað manns. Fékk Áki hinar ágætustu undirtektir, og var rökfastri og snjallri ræðu hans um viðskilnað hans V.ið kommúnista og ástæður til þess að hann gat ekki átt sanrleið með þeim leng- ur, afbragðsvel tekið. í framsöguræðu sinni rakti Áki þessi mál greinilega og fletti ofan af óþjóðhollri starfsemi kommúnista rökfast og hlífðar- laust. Stóð ræða hans hálfa aðra klukkustund. Endurtók liann fyrri yfirlýsingu sína um það, ao aldrei hefði komið til mála, að hann gæfi kost á sér til fram- boðs fyrir Alþýðubandalagið í þessum kosninguin og lýsti allar gróusögur og skrif kommúnista- blaða um það tilhæfulausar með öllu. Á eftir Áka báðu sjö kommún- istar um orðið í einu og fluttu skrifaðar ræður. Var auðséð, að þetta átti að vera undirbúin her- ferð, en fór öll í handaskolum, þar sem þeir hröktu ekki í neinu það, sem Áki liafði haldið fram í ræðu sinni. Einnig tók til máls Sigurjón Sæ- mundsson en síðan komu í pontuna þrír íhaldsmenn með bæjarfóget- ann í broddi fylkingar. Var fcr þeirra engu betri en kommúnista, og fengu þeir daufar undirtektir. Fundurinn sýndi gerla, að Áki á yfirgnæfandi meirihluta að fagna á Siglufiröi og umbótamenn standa fast saman um framboð hans og eru staðráðnir að gera sigur hans glsilegan. Fundurinn var haldinn í Nýja bíó og var húsið svo fullt sem rúmazt gat þar. Auðsætt fylgisleysi kommúnista á fund- um bandalags umbótaflokkanna á Austfjörðum Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn efndu til almennra stjórnmálafunda á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði í fyrrakvöld. Voru fundir þessir afburða vel sóttir og bera vott um ein- dreginn stuðning við bandalag Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins. Frummælendur á Reyðarfjarðar- fundinum voru þeir Daníel Ágúst- ínusson og Guðmundur í. Guð- mundsson, sýslumaður. Fundar- stjóri var Þorsteinn Jónsson kaup- félagsstjóri. Var ræðum frummæl- enda mjög vel tekið af fundar- mönnum. Því næst kvöd-du sér hljóð: Páll Hermannsson, fyrrv. alþingismaður, Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri og Lúðvík Jóseps- son, alþingismaður. Auðsætt var, að kommúnistar áttu engu fylgi að fagna með fund armönnum og þótti Lúðvík fara erindaleysu. Allur var fundurinn hinn fjörugasti og stóð til klukk an eitt um nóttina. Sama sagna á Fáskrúðsfirði. Á Fáskrúðsfjarðarfundinum fluttu þeessir framsöguræður: Vil hjálmur Hjálmarsson, alþingismað ur og Stefán Gunnlaugsson, bæjar stjóri. Fundarstjóri var Jón E. Guðmundsson, sveitarstjóri að Búð um. Kommúnistar reynd að hafa sig í frammi á fundinum ,en fóru hin ar mestu hrakfarir. Var auðsætt, að þeir áttu engu fylgi að fagna. Mbl. læzt ekki vita, að mörg ágrein- ingsefni ern innan A-bandalagsins Kemur upp um algert ósjáifstæði forustunoar Mbi. heldur áfram að skrifa um NATOfundinn af fullkominni van þekkingu. Eftir að utanríkisráð- herra hefir flutt skýrslu sína um fundinn og störf hans og drepið á rangar og villandi fréttir liér lieima, sem Mbl. hefir einkum staðið að, tilkynnir blaðið lesend um sínum í gær með stórri fyrir- sögn, að ráðherrann liafi staðfest allt sem blaðið liafði áður sagt!! Þá þykir blaðinu það merkilegt ef ágreiningur væri uppi í banda- laginu um samþykkt Alþingis, rétt eins og það væri nýlunda að 15 sjálfstæðar þjóðir, líti ekki ætíð sömu augum á málin. í frásögn New York Times af umræðum á fundinum 7. maí sl. eru talin upp mörg ágreiningsefni, ekki sízt í sambandi við stefnuna í hinum nálægari Austurlöndum, og segir blaðið að fundinum hafi lokið í „þungu andrúmslofti“ eftir langvarandi deilu um orðalag yfir- lýsingarinnar, sem út var gefin. Svo kemur Mbl. og hneykslast á því, að við skulum ekki í einu og öllu á sama máli og útlendingar um okkar sjálfstæðismál! í þessu viðhorfi Mbl. felst svo mikill undirlægjuskapur og ó- sjálfstæði að með fádæmum er. Þar rís leppríkjastefna blaðsins og „sjálfstæðisforingjans hæst énn sem komið er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.