Tíminn - 23.05.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.05.1956, Blaðsíða 6
6 ^TÍMINN, miðvikudaginn 23. maí 1956 L—— Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi viS Lindargötu. Símr.r: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaSamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323, Prentsmiðjan Edda h.f. Mauðsyn samhentrar ríkisstjómar E1 j'F SVARA ætti þeirri spurningu, hvers ;æri mest þörf í þjóðmálum ís- lendinga, leikur enginn vafi á því, hvcrt svarið ætti að vera: Það þarf sterka og samhenta stjórn til að leysa þau marg- háttuðu vandkvæði efnahags- málanna, er bíða lausnar fram- undan. Mikill glundroði hefir ríkt í efnahagsmálum íslendinga í nær tvo áratugi samfellt. Bráða- birgðaúrræði eftir bráðabirgða- úrræði hafa verið reynd til að fresta stöðvun atvinnuveganna um stundarsákir. Öll hafa þessi bráðabirgðaúrræði verið fólgin í því að ríra verðgildi pening- anna og grafa undan grundvelli efnahagslífsins. Þrátt fyrir þetta er ný stöðvun framund- an á næsta leiti — enn stór- felldari en þær fyrri. Þetta rriá ekki og getur ekki gengið þannig lengur. EF MENN reyna að gera sér grcin fyrir því, hvað valdið hafi þessum glundroða í efna- hagslífinu, liggur svarið í aug- um uppi. Síðan 1937 hefir ekki starfað sterk samhent stjórn á fsiandi. Samhentur þingmeiri- hluti hefir ekki verið fyrir hendi. Ólíkir flokkar hafa orð- ið að vinna saman. Niðurstaðan hefir orðið sú, að ekki liefir verið hægt að taka með neinni festu á efnahagsmálunum, lield ur að láta sér nægja hina hættu legu leið bráðabirgðaúrræð- anna. Af þessu lilýtur mönnum að vera það Ijóst, hvaða niðurslaða sé æskilegust og mikilvægust í kosningunum 24. júní næstkom andi. Hún er augljóslega sú, að eftir kosningar verði íyrir hendi samstilltur og öruggur þingmeirihluti. Það takmark, sem þarf að názt í kosningunum, er að binda endir á hinn stjórnmálalega glundroða, sem meira en nokk- uð annað hefir skapað það ugg- vænlega ástand, er nú ríkir í efnahagsmálum landsins. Að öðrum kosti munu málefni þjóð arinnar lenda í enn meira ó- farnaði en þegar er orðinn. Öll heilbrigð öfl þurfa því að sam- einast um það takmark, að eftir kosningarnar verði fyrir hendi samhentur þingmeirihluti, er fylki sér um ríkisstjórn, er sé nógu traust og einbeitt til að reynast fær um að leysa hinn mikla vanda efnahagslífsins. Eini mo J-jAÐ SEM hver kjósandi * hlýtur nú að spyrja um fyrst af öllu, er sam kvæmt framansögðu þetta: Get ég stuðlað að því með atkvæði mínu, að eftir kosningar verði til á Alþingi sterkur, samstæð- ur þingmeirihluti? Athugum þetta nánar. Ekki verður slíkur þingmeirihluti myndaður með því að kjósa Þjóðvarnarflokkinn, þar sem líklegast er að hann velti alveg út úr þinginu. Ekki vcrður slíkur meirihluti myndaöur mcð því að kjósa kommunistabandalagið, því að það mun í mesta lagi geta feng- ið sjö þingmenn og þó því að- ains, að Þjóðvarnarflokkurinn detti úr sögunni. Ekki verður slíkt bandalag heldur myndað með því að kjósá Sjálfstæðisflokkinn, því að allt bendir til að þingsæt- am_ hans muni fækka. ÞÁ ER eftir að athuga sein asta möguleikann — möguieika bandalags umbótaflokkanna til að fá þingmeirihluta. í seinustu kosningum fengu bessir flokkar 22 þingsæti sam- anlagt cða vantaði 5 þingsæti til að fá meirihluta. Ef þeir befðu haft með sér Svipað bandalag þá og nú, hefðu þeir fengið meirihluta. Niðurstaðan hefði einnig orðið á þann veg í kosningunum 1949. Mögúleikar bandalagsins tii að fá meirihluta nú, eru rnjög miklir. Framsóknarflokkurinn hefir góða möguleika til að vinna þingsæti í Barðastranda- sýslu, Skagafjarðarsýslu, Eyja- fjarðarsýslu, Vestur-Skafta- fellssýslu, Árnessýslu og á Seyðisfirði. Aíþýðuflokkur- inn hefir rnikla möguleika tii að bæta við sig 3—4 þingsæt- um. Jafnvel þótt einhverjir af þessum raöguleikum tapist,eru möguleikar bandalagsins til a'ð fá meirihluta samt mjög mikl- ir. íslenzkir kjósendur standa því frammi fyrir þeirri stað- reynd í kosningunum nú, í fyrsta sinn um langt skeið, að þeir hafa 'fyllstu möguleika til að skapa samstilltan þingmeiri- hluta og binda þannig enda á þann óþolandi glundroða, er ríkt hefir um skeið og er á leið með að leggja allt efnahags kerfi þjóðarinnar í rústir. Það er skylda kjósenda að hagnýta sér þann möguleika — bæði vegna þjóðarinnar og sjálfs sjji. Flokkar glundroðans E ITT STENDUR fram- ar öðru í vegi þess, að þjóðin beri gæfu til að nota bá nýju aðstöðu, sem nú er fyrir hendi til að mynda sam- stæðan meirihluta á Alþingi. Þessi hætta cr sú, að alltof margir kjósendur láti blekkj- ast af ismáflokkunum, sem sann arlega má nefna glundroða- flokkana, kommúnistabanda- laginu og Þjóðvarmírflokknum. . Hvert það atkvæði, sem þess ir flokkar fá, hjálpar til að viðhalda sundrungu og glund- roða, sem nú er, og og stuðlar þannig að því að gera þingið ó- starfhæft til að fást við efna- hagsmálin. Enginn kjósandi, sem vill af- stýra áframhaldandi glundroða og upplausn, má því leggja þessum flokkum lið. Með því væri hann a'ð vinna á móti því, ’ sem hann telur rétt. Hann væri me'ð því a'ð leiöa þjóðina lengra út í ófæruna. Allir þeir, sem vilja binda end ir á glundroðanum verða að fylkja sér um bandalag um- bótaflokkanna. Það er eina leið- in til að skápa samstilltan þing meirihluta og trausta stjórn, er sé fær um' að leysa þann mikla vanda, sem frariumdan er. Það er eina leiðin til að hindra það, að glundroðinn verði ekki frelsi þjóðarinnar að fótakefli. VValter lippmann ritar um alþjóðamál: Ný hernaðartæki og ný viðhorf Kjarnorkuvcldin gera ekki lengur rátS íyrir styrjöld sem hugsanlegum möguleika Washington: Eftir tveggja vikna dvöl í London og París virðist mér sem stjórnmálamenn hér í Wasli- ington hafi ekki áttað sig á því, hver er kjarninn í þeirri ákvörðun Sovétríkjanna að afskrá um það bil milljón menn í her sínum. „Ég tel elcki", sagði John Eoster Dulles á blaðamannafundi fyrir fáum dögum, „að það, sem Sovét- ríkin eru liér að gera.... sé ætl- að til að draga úr herstyrk þeirra að neinu sem n0mur“. Utanrík- isfá'oherrann var þarna að gefa x skyn að af þess- um ástæðum eigi ákvör'ðun Sovét- ríkjanna ekki að hafa nein áhrif á hervarnastefnu þeirra landa, sem eru í Atlantshafs- bandalaginu. Þar sem liernaðar- máttur Sovétríkjanna er eins mik- ill og hann áður var, er hættan, seru þörf er að geta mætt, alveg eins mikil og ætíð fyrr. En þannig held ég að tilkynn- ing Sovétstjórnarinnar sé ekki lesin í Vestur-Evrópu. Spurningin þar ersenniléga á þessaleið: Fyrst Rússar geta minnkað herafla sinn um milljón menn og staðið jafn- réttir hernaðarlega eftir, hversu marga menn mætti þá afskrá -- eða láta vera að skrá í Þýzkalandi — án þess að Vestur-Evrópa sé í nokkru meiri hættu en áður? Hlutleysisstefnu vex fylgi. Því betur sem Mr. Dulles tekst að sannfæra menn um að Rússar hafi ekki misst neitt með því að spara mannaflann, því eftirtektar- verðara verður fordæmi þeirra. Því að Bretland, Frakkland og Þýzkaland skortir mjög mannafla til framleiðslunstarfa. Þessar þjóð- ir líta á herþjónustu sem sóun mannafla sem raun er að horfa á. Ákvörðun Sovétstjórnarinnar mun verða skoðuð sem dæmi um raunsæa hermálastefnu fremur en sem eitthvert sérstakt framlag til friðar. Spurningin er, hvort Sovét- ríkin séu að ná frumkvæðinu í herfræðilegum stefnumörkum á þeirri byltingatíð tækni og hug- taka, sem við lifum á. Mikið hefir verið um það rætt, til dæmis hér í Washington, livort Rússar haíi tekið forustuna á einstaka sviði, svo sem á vettvangi langfleygra eldflauga. En spurningin, sem ælti að vera á dagskrá, er, hvort Rúss- ar séu ekki að breyta allri stefnu sinni fljótar en Bandaríkjamenn til að samhæfa hana hinni nýju. herfræðilegu þróun. Rússar voru fyrri til að meta pólitíska þýðingu þess, sem gerð- ist 1949, er þeim tókst að brjóta á bak einokun Bandaríkjamanna á kjarnorkusviðinu og byrjuðu að búa til kjarnorkuvopn. Þeir sáu það, sem vestrænir stjórnmáia- menn hafa lengi neitað a'ð viður- kenna, að óumflýjanleg afleiðing mundi verða, að hlutleysisstefnu mundi aukast fylgi me'ðal þjóða, sem sjálfar eiga ekki kjarnorku- vopn. Þjóð, sem ekki er varin kjarnorkuvopnum og hefir ekiíi mátt til að halc’íi andstæðingi i skefjum og engan varnarmátt sjálf í kjarnorkustyrjöld, hlýtur að þoka sér í stöðu milli kjarnorkuveld- anna. Þetta sáu Rússar fljótt og Listamannaklnbbur Vegna blaðaskrifa um Lista- mannaklúbb Bandalags íslenzkra listamanna óskar stjórn þess aö taka fram eftirfarandi: Reglur klúbbsins voru rækilega undirbúnar á stjórnarfundum Bandalagsins og sendar öllum stjórnum sambandsfélaga þess til athugunar. Síðan voru þær samþykktar ein- (Framhald á 4. síðu.) jstuddu jafnsnemma að þróun til hlutleýsis meðal þessara þjóðá. Þetta raunsæi þeirra á herfræði- legu sviði hefir stóraukið pólitjsk áhrif þeirra í Asíu. Það er fyrst nú, með heimsókn Sukarnos for- seta í Indónesíu og fyrirhugaðri heimsókn Nehrus, sem Bandaríkja- nienn eru að byrja að reyna að bæta fyrir tjón, sem röng steína hefir valdið. lierfræðilc-gt endurmat. Vesturlönd voru aftur á móti fyrri til að sjá pólitíska þýðingú þeirrar herfræðilegu byltingar, sem vetnissprengjan olli. En það var þessi seinni bylting, sem leiddi til viðurkenningar á fundi æðstu manna stórveldanna í Genf á þeirri staðreynd, að herna'ð'arlegt þrátefli ríkir í milli kjarnorkuveldanna og að þau geta alls ekki gert ráð fyrir styrjöld, sem tæki í pólitískri baráítu. NÚ ER UPPRUNNIÐ hið þriðja tímabil í þessari þróun. Þá er einkum um að ræða að samliæfa hervarnarstefnu Vestur-Evrópu því hernaðarlega þrát.efli, sem viður- kennt var í Genf. Herir Atlants- hafsbandalagsins eiga í vök að verj- ast vegna vaxandi vantrúar á því, að þeir endurspegli hina nýju her- fræðilegu hugmynd framtíðarinn- ar. Mér kom á óvart, hversu þessi vantrú er sterk og útbreidd, jafn- vel á háum stöðum, um hernaðar- legt gildi hluta, sem ekki hefir verið efast um fyrr. Sem dæmi um breyttan hugsun- i arhátt get ég nefnt, að Bretar eru j að cthuga hvort ekki sé rétt að j afnema orustuflugher sinn, en j hann var sú deild flughersins, sem mesta frægð og vinsældir gat sér í orustunni um Bretland. Rök- semcRn er. a'ð ekki sé urint að verja Bretland að gagni með orustuflug- vélum gegn riýtízku spreneiuflug- T'élum. sem fara hraðar en hljóðið. En endurskoðunin nær dýnra. Hún sneriir þegar landherinn í Þýzka- I iancli. I Þetta er baksviðið, sem ákvarð- j anir Sovétstjórnarinnar bera v.ið. Snurninsin er ekki, hvort Rússar séú að leika á okkur, eða að reýna að blekkja okkur, heldur hvort beim tekst að sannfæra þjóðir Vestur-Evrópu um að þeir viti hvernig eigi að vísa veginri til ör- ■yggis og efnahagslegrar velmegun- nr. Og með því að hefiast handa um fækkun í hinum skráða her, hefir þeim þegar orðið eitthvað ágengt. (Einkar. N. Y. Herald Tribune). Henrik Iksen, litógrafía eftir Edvard Munch, 1902. r b r Skáldsins minnst á marga og fleiri löndum í dag eru liðin 59 ár síðan skáidiö Henrik Ibsen léízt, 78 ára gamall. Norðmenn minnast hans í dag og næstu daga á ýmsan liátt ■ með leiksýningum, fyrirlestrum, sýningum og útgáfum svo að nokkuð sé nefnt. Hátíðahöldin hófust nú í morg- un með því að stór blómsveigur var lagður á leiði skáldsins í Vor Frelsers Gravlund í Osló í nafni norsku þjóðarinnar. En síðan hefst Ibsens-vika með ræðuhöld- um í ráðhúsi borgarinnar. En ráð- húsið stendur einmitt þar, sem Ib- sen bjó fyrst er hann kom til Osló sem fátækur iihgur maður. En að aðhátíðin er í leikhúsum borgar innar. Þar vcrða verk Ibsens sýnc hvert af öðrU alla vikuna. Á einn viku er hægt að sjá þessi leikri í Osló: Brúðulieimilið, Heddí Gabler, Villiöndin, Brandur, Rós mersholm, Pétur Gautur, John Ga briel Borkman, Cataline og nokk ur fleiri. Leikhúsin þrjú, Nationalteatret Det Nye Teater og Folketeatre skipía verkunum milli sín. Þá verða fyrirlestrar um Ibser og skáldskap hans og upplestrar kvöld í h.áskólanum. Kanþíélag Hvammsfjarðar endurgr. félagsmönnum 135989 kr. á si. ári Aðalfúndur Kaupfélags Hvamms fjarðar var hald'uin að Ásgarði 14. þ. m. — Hagur 'félagsins blóuigvaðist mjög á árinn. Vöru- saia jókst um eina millj. króna og innstæða hjá SÍS nemur tæp- um 2 inilijónum króiía. Innlög í innlánsdeild námii á aðra milljón króna og er sjóður innlánsdeildar lcr. 1.737.648,51. Tekjuaígangur varð kr. 135.540, 34 og skiptist þannig, að 4% renna í stofnsjóð, 2% í viðskipta- reikninga og afgangur í skuida- skilasjóð. Afskriftir af áhöldum, bifreiðiim og húsum vorii í'íflegar. Guðjóni ólaíssyni, framkvæmdastjcra kaup félagsins, voru í fundarlok færðar sérstakar þakkir fyrir dugnað 'og árvekni í starfi. Stjórn félagsins skipa: Geir Sig- urðsson, Skerðingsstöðum, formað ur; Þórður Jónsson, Iljarðarholti; Jósep Jóhannesson, Giljalandi; Jón Sumarliðason, Breiðabólstað og Finnur Þorsteinsson, Hrafnabjörg- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.