Tíminn - 23.05.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.05.1956, Blaðsíða 8
| j líp’gwnyerðuriiin er mikilsverðnr aíiliUHUIU'Jlil Læknni" áminna húsfreyjur oft um J>að, að áríðandi sé að fyrsta máltíð dagsins sé nærandi og holl. í ame- rískum 'lláskóla þóttust næringar- efnafræðingar komast að þeirri nið- urstöðu, að vinnuafköst og náms- hæfni nemenda færu nokkuð eftir því, hvert þeir létu sér nægja kaffi- bolla og brauðsneið fyrst að morgn- inum, eða borðuðu almennilega :<nál- tíð. Þeim, sem aðeins drukku kaffi, urðu fleiri mistök á, er leið að há- degi, heldur en hinum. Sama efni er rætt í grein í norsku blaði, en þar er einkum ritað um mikilvægi morgunverðarins fyrir skólabörnin. Tannskemmdir verða ckki eins algengar, ef börnin fá xétta fæðu og norsku læknarnir leggja til, að eftirtaldar tegundir matar séu á morgunverðarborðinu. Gróft brauð — rúgbrauð og heil- hveitibrauð. Hrökkbrauð. Smjör. Mjólkurostur. Lifrarkæfa, síld eða hrogn. Epli eða hráar gulrætur, íil að hreinsa tennurnar. Mjólk. Þorska I lýsi. Það eiga ungir og gamlir að taka inn aila vetrarmánuðina. sneiðarnar lagðar saman og annað hvort vafðar í vaxborinn pappír eða látnar í plastpoka (nú fáum við oft matarsalt í ágætum plastpokum), á- legginu raðað á einn disk, þá íekur J það ekki meiri tíma að koma góðum i morgunverði á borðið en lélegum. j Gulrætuf má skafa að kvöldinu og vefja þær í vaxpappír eða plastpoka. Ef brýnt er fyrir börnunum hve skaðieg sætindi eru fyrir tennurn- ar, þá ættu tannskemmdir að minnka j þegar svona fæða er almennt á morg unverðarborðinu, segir að lokum í greininni í norska biaðinu „Alle Kvinner’s". Danskar konur í Síam EAO — matvælastofnun Sam- einuðu þjóðanna, hefir nú í annað sinn ráðið danska konu til starfa austur í Síarn. Er hún næringar- og matvælafræðingur og á að kenna kónum ýmislegt, sem miðar að hollari lifnaðarháttum, bæði í matseld, húsbúnaði og vöruþekk- ingu almennt. Brauð er tiltölulega ódýr fæða, sem veitir líkamanum nauðsynleg efni, en það á helzt ekki að vera nýrra en sólarhrings gamalt, þegar það er borðað. Annars er erfitt að meita það. Mysuostur getur verið góður, en tannlæknar álíta, að í hon um sc of mikill sykur og því skyldi ekki borða hann nema þegar hráir ávextir eða grænmeti er borðað á eftir, en það hreinsar tennurnar. Úr mjólkurosti fæst eggjahvíta og kalk, úr lifrarkæfu A-vítamín, úr ln-ogn- um B-vitamín, úr síld C-vítamín. Egg og tómatar eru líka ágætt á- íegg, sem flestum börnum þykir gott. í mjólkinni eru dýrmæt nær- ingarefni, ekki sízt meðan að hún er spenvolg og ný. Ef brauð er smurt að kvöldinu, Prjónapoki Svona pólTá má sauma úr afgöng iira. Sníðið fjögur stykki eftir teikn ingunni og saumið saman á röng- unni, svo að úr verði fóðraður poki. Auðvelt er að hengja hann á stólbrík, eða smeygja honum upp á handlegginn meðan að ver- ið er að prjóna. Þá er hnykillinn ekki á ferð og flugi. Giftingaraldur franskra síúlkna Franska stjórnin heíir látið fara fram skoðanakönnun meðal ungra stúlkna um það, hvenær þær sjálf- ar telji sig komnar á giftingarald- ur. Meirihlutinn taldi, að liæfilegt væri að ganga í hjónaband þegar þær væru 23 ára gamlar, en að eig inmennirnir mættu gjarna vera 25 ára. Algengast var, að þær óskuðu að eignast þrjú börn, en að það fyrsta ætti ekki að fæðast fyrr en þær hefðu verið tvö ár í hjóna- bandi. Sjálfsagt var talið, að kon- an héldi áfram að starfa utan heim ilis þar til fyrsta barnið fæddist, en eftir það voru þær sammála um að þeim bæri fyrst og fremst skylda til að hugsa um börn og heimili. BerSinarböra Loítleiða Frá því var skýrt fyrir nokkru, að Loftleiðir hefðu ákveðið að bjóða 14 börnum frá Vestur-Berlín í kynnisför til íslands og að þau myndu valin af starfsmönnúm borg arstjórnarinnar í Berlín og umboðs mönnum Loftleiða í Þýzkalandi. Nánari upplýsingar hafa nú borizt í þesu sambandi, bæði um börnin sjálf og annað, er varðar hina vænt anlegu heimsókn þeirra. Yngsta barnið er 11 ára gamallt, en hið elzta 16 ára, eitt er 12 ára, þrjú 13 ára, fimm 14 ára og tvö 15 ára gömul. Af Ijósmyndum og öðrum upplýsingum er auðsætt, að börnin eru andlega og líkamlega heilbrigð og mörg þeirra hafa sýnt sérstakan dugnað eða eru búin miklum hæfileikum. Þau hafa því bæði verið valin með hlíðsjón af að þau væru fær um að þroskast T f MI N N, miðvikudaginn g3. njgi ,1^,6. Vestmannaeyjabréf: Hásetahlutur hefir sjaldae veriS ójafnari en á þessari vertíS Margur fagur morgunn efni í síór- fengleg málverk ir auðsjáanlega; ekki verið uniijð fyrir gíg. —,iKenngj;jjnn á „jjáan- skeiði þessu var Bjarni' i'pnssöh. Þá minnist ég þess; að 'tvéir Vestmannaeyjum, 17. maí. „Ó, hve þú ert morgunfögur", segir skáldið okkar Eyverja, Sigur- björn Sveinsson, í kvæði sínu um Heimaey. Þessi ljóðorð okkar ágæta 'oarna rithöfundar og barnavinar komu mér í hug, er ég reis úr rekkju og leit út. Glampandi vorsólin er nýkomin upp og ber yfir skallann á Eyjafjallajökli. Hún hellir geisl- um sínum yfir fjöll og fell, eyjar og sund. Allt er kyrrt og hljótt. Sjórinn er spegilsléttur. Engan bát sé ég nú gára hann. Leggi ’ég hlustir við, heyri ég fuglakvak frá bergveggjum Heimakletts. Jú, hlusti ég betur, heyri ég þungan vélanið. Hann berst mér til eyrna frá aflvélum rafveitunn- ar og vélum hraðfrystihúsanna, sem standa vörð um dýrmæta fram leiðslu Eyjabúa og verja hana skemmdum. í hraðfrystihúsunum hér eru nú geymd verðmæti, sem nema mörgum tugum milljóna. Ójafn hlutur. En nú er dok á um framleiðsl- una. Nú eru vertíðarlok og tími uppgjöi’sins. Oft hefir verið meira í pyngju sjómanna og útgerðar- manna eftir vertíð hér í kaup- staðnum en nú. Þó er ekki því að leyna, að margir hafa borið drjúg- an hlut frá borði. Hásetahlutur hér verður ekki borinn saman við hásetahlut við Faxaflóa. Hér taka sjómenn hvorki þátt í beitukaup- um útgerðarinnar né veiðarfæra- kaupum. Sjaldan hefir hlutur há- seta verið ójafnari liér en nú. Mér er tjáð, að hann nemi frá kr. 14000.00 til lcr. 37200.00 eða rúm- lega það. Þó skilar einn bátur hásetum sínum hærri hlut. Það er Gull- borg. Hlutur háseta þar nemur nær 50 þús. kr. og gæti ég trúað því, að það væri hæsti hásetahlut- ur yfir allt landið á þessari ver- tíð, með tilliti til alls. Skipstjóri á Gullborgu er hinn kunni afla- maður Benóný Friðriksson frá Gröf hér í Eyjum. Hann hefir verið aflakóngur hér nokkur und- anfarin ár. Á þessari vertíð lagði Gullborg á land 1245 smálestir, og er það sá mesti afli, sem kom- ið hefir á einn bát á vetrarvertíð í Eyjum. Næsti bátur að afla er Ófeigur 3., og aflaði hann tæpar 900 lestir. Skipstjóri á Ófeigi er Ólafur Sigurðsson frá Skuld í Eyj- um. Ófeigur er stálbátur, sá fyrsti, sem til landsins kom. Þetta er önnur vertíðin lians. Ef til vill mun ég síðar drepa á afla fleiri báta Eyjamanna. Listsýning — efni í málverk. Hér á sér nú stað sýning mynda og málverka, sem má til nýlundu telja í bænum. Tveir kennarar barnaskólans beittu sér fyrir því á s. 1. hausti að stofna til nám- skeiðs handa áhugamönnum um myndlist og meðferð lita. Þessir framtakssömu kennarar eru Páll Steingrímsson og Bjarni Jónsson. Sá fyrri er Eyjaskeggi innfæddur en Bjarni mun vera Reykvíkingur. af ferðinni og, að vegna örðugra aðstæðna myndu þau ékki í náinni framtíð hafa orðið fær um að gera sér milcinn dagamun. í gær var haldin samkoma í Berlín vegna heimboðsins. Fulllrú- ar borgarstjórnarinnar þökkuðu, barnakór söng og að lokum voru sýndar tvær kvikmyndir frá ís- landi. Auk þeirrar fyrirgreiðslu, sem ákveðin er af hálfu Loftleiða með an börnin dveljast hér hefir þeim r.ú verið boðið af fræðsluyfirvöld um bæjarins í skemmti- og kynnis- för um Reykjavik og nágrenni. Fyrri hópurinn, sjö börn og fylgdarkonan, er væntanlegur hing- að 27. þ. m. Þeir héldu svo námskeið þetta fram á vetur og sóttu það milli 20 og 30 manns. Nú ér sem sé haldin almenn sýning á ,.fram- leiðslunni". I-Iún er einsdæmi í sögu Eyjanna. Margar myndir þess ar eru athyglisverðar, og hér hef- (Framhald af 7. síðu.) alstór flutningaskip lagzt að bryggju í Súgandafirði. Hefir það mjög mikla þýðingu fyrir svo Iítið og vaxandi útflutn ingskauptún, ank þess, sem leng- ing brimbrjótsins bætir stórlega aðstöðu bátanna í höfninni við eyrina. Hefir Eiríkur Þorsteins- son alþingismaður, unnið að því að þetta ker fáist til landsins, þar sem hér er um stórkostlegt liagsmunamál byggðarinnar að ræða. Mikið félagslíf. Enda þótt Suðureyri sé yngsta kauptúnið á Vestfjörðum, er þar þó mikið og fjörugt félagslíf, sem ungir og gamlir taka virkan þátt í. Árið 1940 var þar endurstofnað kaupfélag. Tók við stjórn þess ung ur maður úr byggðarlaginu, sem sótt hafði sér verzlunarmenntun til höfuðstaðarins, en sneri síðan aftur heim í átthagana. Hefir Jó- hannes Jónsson kaupfélagsstjóri stjórnað félaginu með þeim hætti, að það hefir risið úr litlum efnum og nú opnað fallega sölubúð, þar sem vel er séð fyrir góðri þjón- ustu og einnig byggt með þarfir framtíðarinnar fyrir augum. Vegna þess að Súgfirðingar hafa gert kaupfélag sitt að traustu verzlun- arrfyrirtæki geta þeir nú gengið inn í sína eigin verzlun og valið og keypt í sölubúð, sem er hlið- stæð því, sem bezt gerist í öðrum löndum. Um þessr mundir er félagsfram listmalarar héðan úr Eyjum hafa getið sér orð og vakið eftirtekt. Það eru þeir Sverrir Haraldsson I og Sveinn Björnsson, sem er ung- ur í listihrií '".ETeírT én ég eru á þeirri skoðun, að njálararnir okk- ar ættu að.-geVa' méi’fca af því eftír- leiðis én hjngað til áí'Jéggja leið sína út í Eýjar. pg málá þar. Marg- ur fagur .sumarmorguninn á Heimaey og' hamlaiis Óveðirrsdag- ur haustsiná og atháfnadagur á vertíð mundi gefa glöggu lista- mannsauga efni í stórfengleg mál-* verk. Með kveðju guðs ög minrii. Eyverji. tak að skila öðru hagsmunamáli byggðarinnar í höfn. Er það bygg- ing myndarlegs félagsheimilis, sem byggt er við eldra samkomu- hús á smekklegan hátt og skapar ungum og gömlum aðstöðu til betra félagslífs og fjölbreyttara. Forstöðumaður þessara félags- framkvæmda er Hermann Guð- mundsson, stöðvarstjóri. Kauptúnið á Suðureyri er ungt samfélag í ganialli byggð. Menn- irnir, sem byggðu fyrstu húsin þar „á mölinni“ höfðu í liuga stærstu borgir, sem þeir höfðu spurnir af í veröldinni. Þeir voru stórhuga og djarfir í atliöfnum sínum og átökum við óblíð lífs- kjör, þar sem himinn, liaf og brattar fjallslilíðar skera tilver- unni þröngan stakk við fyrstu sýn. — En samt er hún risin borgin þeirra við Súgandafjörð. — Mótorskellirnir bergmála milli fjalla, þegar bátarnir koma og fara. — Maðurinn, sem fyrstur nam hér land, fyrir meira en þús und ' árum, Hallvarður súgandi, sem byggðin heitir eftir, kom þangað úr orrustu við Harald konung í Hafursfirði. Sjálfsagt liefir liann flutt með sér í byggð- ina þá karlmennsku og víkings- lund, sem þarf til þess að glíma við úthafsöldurnar út af Vest- fjörðrum og reisa borgir og blóm Iegt athafnalíf á mölinni, þar sem skáldin fundu áður ekkert ann- að yrkisefni, en fegurð himins- ins. — gþ. I GAROINUSTENGUR I Gardínubönd — hríngir og klemmur | fVSáSnmg & Jánivörur ( = Laugavegi 23 | i[niiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiíiiiiii[iiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Unnið að innréttingu á ný[u félagsheimili. SUÐUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.