Tíminn - 23.05.1956, Page 5
l'i , ->; '*» <:. ¥ • ”
-----TÍÍVITNTV, migyjkudaginn 23. maí 1956
„Fégiirö landsins og litir, þjóðin, sem
hér býr, menning hennar og saga...“
Endúrminning, sem aldrei gleymist, sagði
frú Bodi! Begtrup ambassador Dana, sem
kvaddi Isiand í gær eftir siö ára síarf
Ambas'-:ador Dana á íslandi, írú
Bodil Begtrup, flutti þetta
kveðjuávarp í ríkisútvarpinu
fyrir íielgina. Frúin liélt heim-
leiSis tiI Danmerkur me'ð Gull-
fossi í gær.
VKf.IR SKILJAST, og kveðju
stundin er runnin upp. í minja-
sáfn' okkar Bætisf endunninningin
ufn 'sjo%rsæl'ár á íslandi. Fegurð
þéssa.'láfitís og litir, þjóðin, sem
liér býr,' hienning hennar og saga
— alít hefir þetta fengið okkur
mikiis og mun ekki gleymast.
Við hugsum til vina okkar á
landsbýggðinni, og ég rninnist þá
fyrst Éyrarbakka. Þar vorum við
gestir í -,,Húsinu“ svonefnda, sem
svo margár minningar eru vi'ð
tengdar, og ég lifði það að sigla
þar inn úr brimgarðinum, eins og
gömlu mennirnir, á leið úr Vest-
mannaeyjum. í Eyjum var mér
vel fagnað, og ég var þar einnig í
félagsskap Færeyinga.
VIÐ MINNUMST ferðar inn á
Þórsmörk í roki og rigningu, öku-
ferðar með suðurströndinni til
Víkur og Kirkjubæjarklausturs og
flugferðar til Hornafjarðar, en það
an fórum við yfir fjallið á sólhýr-
um sumardegi og vorum við vígslu
stórbrúar á Jökulsá í Lóni.
Einnig heimsóttum við Neskaup
stað og Seyðisfjörð, fengum þar
góðar viðtökur og nutum frábærr
ar gestrisni. Ógleymanlegur verð-
ur okkur hinn dásamlegi Hallorms-
staðarskógur, sem veitir fögur
fyrirheit um, hvað vaxið getur hér
á landi í framtíðinni. Og nætur-
gistingin á Egilsstöðum. Sá staður
minnir á danskan lýðháskóla. Og
ekki að gleyma bóndanum í Möðru
dal og ævistarfi hans, kirkjunni,
sem hann reisti guði til dýrðar og
forfeðrum sínum til vegsemdar.
Þá vil ég nefr.a Grímsstaði, en þar
er framleidd bezta sýra á landinu,
að því er samferðafólkið sagði. A
þessum slóðum gnæfir Herðubreið
í baksýn eins og þögull minnis-
varði.
Á FERÐINNI í sumar lögð-
um við leið okkar austur á bóginn
ti! Vopnafjarðar. Þar rættist sú
ósk mín að mega gista í íslenzk-
um torfbæ frá fyrri tíð og búa þar
við sama híbýlakost sem íslenzkir
bændur gerðu í þúsund ár. Dag-
ana, sem við vorum hjá bóndan-
um á Burstarfelli og frú Jakobínu
stóð tíminn kyrr í „voraldar ver-
öld“ og fortíð og framtíð runnu
saman.
Á heimleiðinni um Mývatnssveit.,
sem drottinn hefir sýnilega haft
sérstakt dálæti á, átti ég þess kost
að vera viðstödd vígslu félagsheim
ilisins Skjólbrekku, og þar hitti
ég í fyrsta skipti nöfnu, Bóthildi
Benediktsdóttur. Ég dáðist að á-
huga fólksins, sem hlustaði í lang
an tíma á flutning eða lestur kvæða
þó að æskulýðsins biði borðhald
og dans.
EITT SINN lá leið okkar einn-
ig til Húsavíkur. Þar gerði Júlíus
Havsteen sýslumaður ekki enda-
sleppt við okkur, hann fylgdi okk-
ur alla leið í Ásbyrgi. Ég minnist
Akureyrar og. töfra liennar, bæjar-
ins, sem við nefndum fyrr meir
Öfjord,. og var heimili margra
Dana. Nú keppjst þessi höfuðborg
Norðurlands v-ið að vaxa og verða
mikiivæg. Ég sá ullarverksmiðjuna
og bragðaði á osti og súkkulaði.
Skagafjarðar minnast allir, sem
þaðan koma, með hrifningu og
viðkvæmni. Þar fara hestar lands-
ins í stórhópum, og sögupersón-
urnar þyrpast fram í hugann. Við
liugsum okkur dalinn þéttskipað-
an fólki, og ógleymanleg er sú
stund, þegar forna biskupssetrið
Hólar með gpmlu kirkjuni, sem
Thura gerði uppdrátt að, kemur í
Ijós af þjóðveginum.
Ég minnist dvalarinnar í Vatns-
dalnum, sem er einhvers konar dul
arfull paradís á kyrrlátum sólskins i
degi. Ég var þar með Sigurði Nor- j
dal og Niels' Bohr, og við sáum
dalinn í ljómánum af bernsku- ,
minningum Sigurðar og frásagna1
hans af Ingimundi gamla.
AF MIKILLI VARFÆRNI var
ekið yfir fjöllin frá Borðeyri á
stöðvar Laxdælu. Sú ferð var eins
og pílagrímsför :neð bókina í
hendi. Það fékk á okkur að sjá
Hvamm í Dölum, hinn' dýrðlega
bústað Auðar djúpúðgu, og Sæl-
ingsdalstungu, ihéð "þá' torráðnu
gátu í huga, hvers vbgná Snorri
hafði landskipti við 'Cuðrúnu Ó-
svífursdóttur. Við 3aú-m-'‘Höskulds-
staði og fengum á því-ht-aíðféstingu,
að I-Iöskuldur gát - stáðiðj?’ttti "og
horft á ferð Ólafs pá inléð ókvik-
fénaðarlest sína hekíi—í-IIjarðar-
holt.
Allt var þetta rifjað upp með
fróðlegum frásögnmn um kvöldið
hjá Þorsteini sýslumanni, r.em Jif-
að hefir á þessum slóðum mikinn
hluta ævinnar.
Þaðan brugðum við okkur iil
ísafjarðar, lentum þar í flugvél
á pollinum og hlutum svo góðar
viðtökur í þessum notalega bæ, að
það er auðskilið, að allir ísfirð-
ingar hafa heimþrá. Mér þótti
vænt um, að þar á Dansk-íslenzka
félagið flesta félagsmenn utan
Reykjavíkur.
Á HEIMLEIÐ með ströndinni
komum við í Stykkishólm og ger.g-
um á Helgafell án þess að líta
aftur klukkan tólf á hvítasunnu-
nótt, hugsuðum til fornmanna og
nutum þessarar dularfullu dýrðar-
stundar á mörkum dags og nætur.
Heim var ekið um Borgarfjörð.
Þar sáum við árnar renna gegnum
hraunið fyrir framan Gilsbakka,
og við hugsuðum til Snorra Sturlu
sonar og Egils Skallagrímssonar á
Borg.
Oft var lialdið til Akraness, Siglu
fjarðar, Hafnarfjarðar og annarra
staða, sem luku upp fyrir sjónum
okkar íslandi eins og það er á
vorum dögum og athafnalífi þjóð-
arinnar, sem hér býr. Við dáðumst
að atorku hennar, bæði sjómann-
anna, sem sækia auð í greipar Æg-
is, og hinna, sem leggja á ráðin
og sjá um framleiðsluna, svo að
senda má íslenzka fiskinn út í
heim sem gulls ígildi í skiptum
fyrir margar vörur, sem þjóðin
þarfnast og girnist.
Víðs vegar um landið sáum við
blómlegan iðnað, orkuver og
frystihús, verksmiðjur og síldar-
söltun.
LEIÐ OKKAR lá oft fyrir
Ilvalfjörð, þegar heim var snúið
til hvíta hússins í Reykjavík, bæj
arins, þar sem nýtt og gamalt tog
ast á með svo merkilegum hætti,
og hver áfangi á framfarabraut
veldur fögnuði. Að öllum skraut-
hýsum ólöstuðum er þó Viðeyjar-
stofa ef til vill fegurst.
Það hefir verið mér óblandiö
fagnaðarefni á þessum árum að
verða þess vör, hvernig margar
þungbærar minningar um sam-
skiptin við Dani hafa smám sam-
an hörfað úr hugum manna og
góðum íslendingi er nú ekki fram
ar nauðsyn að minnast þess sí og
æ, sem miður hefir farið. Og það
er ánægjuefni að vita til þess, hve
vel íslendingar kunna við sig í
Kaupmannahöfn, og sjá ættir
beggja landa tengjast hjönabönd-
um.
Með konungsheimsókninni fyrir
skömmu, sem svo vel tókst til um,
er tímaskeið á enda runnið með
virðulegum hætti, og nú er opin
leið til þess, að við getum sökkt
okkur niður í sameiginlega sögu
og sótt þaðan fjársjóðu, sem ekki
verða til þess eips að gera okkur
livora öðrum fráhverfa.
BODIL BEGTRUP
ÉG KOM til íslands af íund-
um Sameinuðu þjóoanna bg -nann-
réttindanefndarinnai', og margir
hafa spurt þess, hvað ég ætlaðist
fyrir í Kaupmannahöfn. Því er til
að svara, að ég mun, eins og segir
í Bóthildarkvæðinu forna, setjast i
helgan stein — í utanríkisráðu-
neytinu heima til þess að vinna
þar að ýmsum málum, sem varða
Norðurálfubúa, og gefa mig aftur
að mannróttindamálum.
Af þakinu á Danmerkurhúsinu
við Hverfisgötu sjáum við út yfir
borgina með öllum stjórnar- og
menningarstofnunum hennar og
framar öllu heimilunum, þar sem
svo margir góðvinir okkar búa, og
við viljum bera fram alúðarþakk
ir fyrir allt, sefn við höfum lifað
þessi sjö ár á íslandi. Þegar við
nú hverfum héðan, höfum við að
veganesti vináttu íólks, sem okk-
ur hefir liðið vel með. Gáfur þess
og hugarhlýja hefir oft glatt okk-
ur. Mér er ljúft að þakka sérstak-
lega löndum mínum hér fyrir gest
risni og góða viðkynningu, og
dönsku ræðismönnunum fyrir
stuðning í þeirri viðleitni að
treysta bræðraböndin með þessum
frændþjóðum. Á því sviði er vissu-
lega yfrið verkefni framundan.
OKKUR HJÓNUNUM mun oft
verða hugsað til íslands, og við
munum fagna viðgangi þess og
velsæld.
Bodil Begtrup.
Aðalfimdur Félags
Suðurnesjamanna
í Reykjavík
Friðrik Magnússon
endurkjörinn formað-
ur félagsins
13. aðalfundur Félags Suðurnesja
manna í Reykjavík var haldinn þ
25. apríl 1956.
Félagsstarfið á liðnu ári hafði
verið með svipuðu fyrirkomulagi
og undanfarin ár, þó nokkuð víð
tækarar, og voru haldnir allmarg
ir skemmtifundir og spilakvöld.
Nú hafa verið gróðursettar alls
um 36 þúsund trjáplöntur í rækt-
unarland félagsins að Háabjalla
suðaustur af Vogum á Suðurnesj
um og dafna þær yfirleitt vel.
Tii að annast ræktunarfram
kvæmdir þar framvegis stofnuðu
félagsmenn á árinu sérstakt félag,
er nefnist Skógræktarfélagið Hái-
bjalli.
Félagið gaf fjárupphæð kr. 10.
000,00 til Slysavarnadeildarinnar
„Þorbjörn“ í Grindavík, til bygg-
ingar væntanlegs stefnuvita við
höfnina (Hópið) þar, og vildi með
því um leið heiðra minningu síra
Odds heit. Gíslasonar,: frumkvöð-
uls slysavarna hér á landi, sem var
Á víðavangi
Byggingar þeirra
„efnalitlu".
Ileildsalabíaðið Vísir telur
það eitt helzta einkenni fjár-
festingarinnar liér að undan-
förnu, að „efnalitlum mönnum“
liafi -verið gert kléift að 'koma
upp eiglfl liúshæði. Er' braðið
með þessu að reyna að telja
fólki trú upi að 'meira beri á
sináíbúðáíliýerfinu í Reykjávík
eða Hjýnjijun: byggingafram-
kvæmdum í Kópavogi, pg úti um
lar.d en villúhierfunúm nýju í
útjöðrum Reykjavíkur og Morg-
unblaðshöllin sjálf hverfur nú í
hkðSgtWók bMgfeöiÍ bmþlsal-
Þpir „éfna-
litlu“ sem háfa'vérið áð b'ýggja.
Sennilegá'' cigá þeir; þ’á fíka
,jsmáíftffðarhtérfið“, scm- -íhald-
ið> segist. .-Vörai-að konfa >upp í
MþL-höIIinni. til að þomaat í
kring um fjárféstihgáreftiriitið.
Skrifum Vísis um fjárfestingu
er bezt sváráð með því að
ininha ’ a crð ræðismanns - ís-
láhds "í Sviss, sem-ftér var á
ferð a dögununi. Hann sagði
að slíkar byggingafi'amkvæmdir
og hér væri unnið að í einu
mundu þykja Stórtíðindi í Sviss.
Ekki þarf að væna þennan
mann um flokkssjónarmið hér.
íhaldið misnotaði frelsið sem
veitt var herfilega. Þá hpfu
gróðamenn kapplilaup um bygg
ingaframkvæmdir, sem ýtti
undir dýrtíðina og gerði efna-
litlu fólki mjög erfitt og oft -ó-
kleift að byggja. Kapphlaupið
um vinnuafl til bygginga er svo
dýrt og hættulegt að jafnvel rík
ustu þjóðir Evrópu munipekkr
telja sig liafa efni á því> » » - *»'
Framkvæmdir stöSvaðar.
Heildsalablöð og áróðursmenn
halda því líka fram um þessar
mundir að ábendingar „hræðslu
bandalagsins“ um skaðsemi
höinlulausrar fjárfestingar jafn-
gildi því að stöðva eigi viðreisn
landsins ef þessir flokkar nái
meirililuta. Þarna lætur. íhald-
ið eins og slíkar framkvaemdir, j
eins og raforkumálaáætljuhín, j
og bygging fiskiðjuvera ‘'öj‘'i.J
frv. standi með miklum blófttan
eins og er. Sannleikurinmer,- að:
dýrtíð og gjaldeyrisskortur. hef .
ir þegar að verulegu leytí stoSv j
að ýmsar slíkar framkvæm'dfri
meðan enn nýtur við leiðsögu
Sjálfstæðisforingjanna. Þáð er
búið að hleypa öllu í strand. í-
haldið talar um að aðrir muni
reka sig á sker, einliverntínia
síðar en vill ekki ræða siglingu j
strandkaptcinsins nú, sem þeg- j
ar hefir brotið skip sitt. Ástand .j
ið er svo slæmt eins og horfir, j
að jafnvel útlendar sprautur, j
sem íhaldið setur niest traust á j
um þessar mundir, duga ekki.
Síldin er í sjónum, - við Jmrfum aS
læra aS ná henni
Síldveiði við Norðurland hefir ^
undanfarin 11 sumur verið mjög
treg. Útgerðarmenn, sjómenn,
verkafólk og þeir aðrir, er að j
miklu liafa byggt fjárliagsafkomu :
sína á síldveiðum hafa því orðið '
mjög hart úti. Sjávarþorp og
kaupstaðir norðan lands hafa
misst mikla og góða tekjustofna.
Atvinnuleysi og örbirgð hefiv
myndazt á þessum stöðum. Það er
talið að hefði meðal síldveiði s. I.
11 sumur verið lík og áður, þá rná
áætla að útflutningsverðmæti síld
arafurða hefði orðið um 2 þús.
miljónir umfram það, sem það
hefir verið. Og varla mun annar
atvinnuvegur landsmanna geía
meiri nettó gjaldeyristekjur.
Það þarf því engan dð undra,
þótt víða sé hart í búi.
Áður fyrr hélt síldin sig við
ströndina, inni i fjörðum og fló-
um, synti í yfirborði sjávarins og
óð sem kallað er í smáum og stór-
um torfum.
En undanfarin sumur hefir síld-
in hagað sér á allt annan hátt.
Hún hefir fjarlægzt landið, haldið
sig í djúpi hafsins og lítið komið
í yfirborðið. Það má segja að síld
veiðar undanfarin sumur hafi
verið úthafsveiðar. Og það má
ætla að svo verði enn um tíma.
UNDANFARIN ÁR hefir ver-
ið aflaleysi en ekki síldarleysi.
Síldarmagnið hefir verið í sjónum
líkt og áður. Lífsvenjubreyting
prestur í Grindavík um 20 ára
skeið, en þ. 8. apríl 1956 voru lið-
in 120 ár frá fæðingu hans, og var
fjárupphæðin afhent daginn fyrir
afmælið.
Félagið hefir ýms önnur verk-
efni með höndum, er átthagana
varða. f stjórn voru kosin: Friðrik
Magnússon, stórkaupm., formaður
(endurkosinn); Þorsteinn Bjarna-
son, kennari, varaform.; Halldór
Þórarinsson, innheimtum., gjald-
keri (endurkosinn); Adolf Björns-
son, bankastarfsmaður, ritari. —
Meðstjórnendur: Frú Sveiney Guð
mundsdóttir, (endurkosin); Jón
Guðmundsson, skrifstofum.; Þor-
björn IClemenzson, húsasmíða-
meistari (endurkosinn). — Heim-
ildin frá formanni félagsins.
hefir aðeins átt sér stað hjá síld-
inni. Menn hafa ekki getað eða
viljað átta sig á þessu. Þess hefir
verið vænzt í byrjun hverrar ver-
tíðar að síldin yrði sú sama og
áður, kæmi að ströndinni, fyllti
flóa og firði og skvetti sér í yfir«
borði sjávarins.
Við verðum að horfast í augu
við þær líkur að síldveiðarnar
verði að stunda sem úthafsveiðar.
Síldarrannsóknir og athuganir
ýmsar svo og veiðitilraunir fram-
kvæmdar af v;<rðskipinu „Ægi“
og norska rannsóknarskipinu G.
O. Sars hafa leitt í ljós að nóg
er til af stórum síldartorfum í
hafinu. Skipstjórar íslenzku sild-
veiðiskipanna er útbúin væru góð
um síldarleitartækjum staðfesta
hið sama. Sumir þeirra hafa þeg-
ar veitt síld, án þess að sjá hið
minnsta til hennar, aðeins með
hjálp tækjanna.
ÞAÐ MÁ slá því föstu að síld
artorfur smáar og stórar syndandi
djúpt niðri í sjónum má finna af
síldveiðiskipi, sem útbúið er as-
dic-tæki og með hjálp bergmáls-
dýptarmælis má sjá hversu marga
metra síldin er niðri í sjónum.
En það sem vantar til að veiða
síldina með er gott veiðarfæri.
Líkur og allt að því fulívissa
benda til að bezta veiðarfæríð til
að veiða mikið magn af síld séu
stórar snurpu- og hringnætur að
líkri gerð og nú eru notaðar en
allt að því helmingi lengri og dýpri
eða 250 til 350 faðmar á lengd og
50 til 70 faðmar á dýpt. Þegar
næturnar eru orðnar þetfa stórar
verður að gera þær úr mjög
grönnu garni sem þó um leið verð
ur að vera sterkt, t. d. næloni,
til að fyrirbyggja að þær Verði
um of þungar. Með nefndum-veið-
arfærum má án efa ná síld sem
stendur djúpt í sjónum, og sem
mannsaugað fær ekki greint né
séð.
ÉG ER SANNFÆRÐUR ,um
að þetta er það er koma skal. Og
ég er ennfremur sannfærður um
að gott og vel útbúið veiðiskip,
með asdic-tæki, bergmálsdýptar-
mæli og stórri síldarnót er fært
að færa meiri hagnað af síldveið-
um en hinni beztu þorskvértíð.
Steindór Hjaltalín.