Tíminn - 24.05.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.05.1956, Blaðsíða 8
 ;□ □ □oOoOoODDaDoQaOaDoOoOilDDoOaDoClDOoDDQDQoOaDo □ o □ ,□ □ □ * _ _ _ □ *" ’ ■ □ 1 í slendin.galjættir D o □ o □ DoDoDoDoQoDoDoD □ 0DOQCDOQODOQa □ Sjötiigiir: Steingríimir Sannielsson Heinabergi Á síðasta þriðjungi næstliðinn- ar aldar bjuggu í Miklagarði í Saur þæ í Dalasýslu hjónin Guðbrandur Torfason, ættaður úr Breiðafjarð- areyjum, og Guðrún Tómasdóttir írá Steinadal í Kollafirði í Stranda sýslu. Heiti jarðarinnar, Mikligarð- •ur, gæti bent til þess að þar væri um höfuðból að ræða. Svo var pó ejgi. Samkvæmt jarðatali Johnsens vár Mikligarður aðeins 7 j4 hundr- að að dýrleika, og var engin jörð í sveitinni lægri en það í mati. En í jarðamati 1861 var dýrleikinn lækk aður niður í 4i/2 hundrað. Var þar «g ærið landþröngt og túnið ekki annað en þúfnakragi kringum b.X; inn, en slægjur nærtækar. — Þau Guðbrandur og Guðrún voru fá- tæk, eins og flestir leiguliðar á þeirri tíð. Þau bjuggu og við mikla ónregð, en með dugnaði og fyrir- Jiyggju tókst þeim að koma börnum sínum vel til manns. Og skapferli þeirra var af þeirri gerð, sem frem vir ástundar að vera veitandi en þiggjandi. Vorið 1887 bar gest að garði í Miklagarði. Það var ársgamall sveinn, systursonur húsfreyjunnar, Ouðrúnar Tómasdóttur. Steingrím- Tir hét hann, fæddur 24. maí 1886 á /Kleifum í Gilsfirði. Foreldrar lians voru Samúel Guðmundsson, síðar bóndi í Miðdalsgröf í Stranda sýslu, og Kristín Tómasdóttir frá Steinadal. Ekki var um það að villast, að atgervisfólk stóð að drengnum í báðar ættir. Langafar Samúels í móðurætt voru þeir Orm •ur Sigurðsson frá Fremri-Langey, iettfaðir Orms-ættarinnar breið- iirzku, og Eggert Ólafsson í Her- gilsey. Og móðir Steingríms, hin jnikla starfskona, Kristín Tómas- <Jóttir, bar það með sér, að hún var af tápmiklu fólki komin. Hún lézt á Heinabergi hjá Steingrími syni sínum 25. nóv. 1948, nær Iiálf- tíræð að aldri. Steingrímur Samúelsson lcom ekki í stutta orlofsferð að Mikla- garði þetta harða vor, 1887, heldur liöfðu þau Miklagarðshjón ákveðið að taka hann í fóstur. Varð það og «kkert hálfverk af þeirra hendi, því að þau reyndust honum sem beztu foreldrar. Ekki var horft til annarra launa en þeirra, að fóstur- syninum mætti farnast sem bezt í bráð og lengd. Það kom líka fljótt í ljós, að þau þurftu engu að kvíða um framtíð hans, ef eigi bæri ó- iyrirsjáanlegt áfall að höndum. Starfshugur drengsins óx hraðar en líkamsþroskinn og eftir því var um iramtak og kjark til úrræða. Níu •ára gamall sat hann hjá kvíaám irammi á Traðardal, sem er um 1— iy2 klst. ferð. Tólf ára gamall slétt- aði hann ásamt með eldra fóstbróð ur sínum, fyrstu flötina í túninu, um 100 ferfaðma, með ófullkomn- ustu tækjum, grasljá, torfljá og skóflu. Var þetta einkum gert til þess að fá þurrkvöll. Áður varð að þurrka alla töðuna í lágþýfi. Þeg- ar ristuspaðarnir komu nokkru síð- .ar, varð hægara um vik." Var þá æ meira tekið fyrir til sléttunar með hverju nýju vori. Fimmtán ára gamall tók Stein- grímur að mestu við umsjá heim- ilisstarfa úti við. Átján ára tók !hann að öllu leyti við búsforráð- um, en fósturforeldrar hans voru lijá honum, meðan þau lifðu. Fékk liann lífstíðarbyggingu fyrir jörð- inni, án þess 'að honum væru sett uokkur skilyrði með byggingar- bréfi. Var Mikligarður þá — eins «g öll Staðarhólstorfan — eign Saurbæjarhrepps. Mun það vera fágætt, ef eigi einsdæmi, að 18 ára unglingar njóti slíks trausts, eins og forráðamenn í Saurbæ sýndu Steingrími, er þeir veittu honum lífstíðarbyggingu skilyrðislaust. En það mun og hafa verið um þessar mundir sem Torfi í Ólafsdal lét svo um mælt, að Stéingrímur væri eiít hið mesta bóndaefni, sem hann liefði þekkt. Það sem Iiér að framan hefir ver- ið sagt, er aðeins forsagan að starfssögu Steingríms Samúelsson- ar. f dag er hann sjötugur og hef- ir verið bóndi í 52 ár. Og þá vand- ast málið, ef lýsa ætti ævistarfi hans á þann veg, sem rétt og skylt væri. Það er í raun og veru irem- ur efni í bók en í blaðagrein. Skjal- leg rök munu vera til um flestar framkvæmdir Steingríms, fram að síðustu árum, en hvort tveggja er, að þau eru ekki við höndina, enda ekki tími til að vinna úr þeim. í stuttu máli er hægt að segja það, að í augum okkar, sem verið höf- um sveitungar og nágrannar Stein- gríms, jafnvel þótt um stutt tíma- bil væri, og síðan höfum fylgzt með framkvæmdum hans og þekkt þann anda, sem ríkjum hefir ráð- ið í starfsheimi hans, — í augum okkar er starfssaga hans eins og ævintýri, sem við getum varla bú- izt við að ókunnugir skilji til hlít- ar eða leggi fullan trúnað á. Þegar ég kom fyrst að Mikla- garði, fyrir 40 árum, var þar stórt tún, allt slétt. Þá voru liðin 9 ár síðan fyrsta hlaðan var byggð, en 5 ár síðan byggðar voru tvær hlöður og fjárhús yfir 100 fjár, með járn- þaki. Allar stundir höfðu verið notaðar til ofanafristu á vetrum, þegar þökuþykkt var þíð; kappið mest, að rista klaka. Alltaf var þó tími til að sinna gestum. Og þegar Steingrímur gaf sér tíma til að líta heim til nágrannanna, gaf hann sér að vísu ekki tíma til langrar viðstöðu, en það líf og fjör, sem hann þá flutti með sér, mun seint gleymast. Og þannig er það enn í dag eftir meira en hálfrar aldar strit og slit. Það gefur að skilja, að þröngt varð um Steingrím á svo lítilli jörð sem Mikligarður var. Hann vantaði athafnasvið. Árið 1922 fékk hann umráð jarðar framar í Staðarhóls- dal, sem komin var í eyði. Jörð þessa, Kjarlaksvelli, hafði hann með í 14 ár, þótt erfitt væri og lang sótt. En á þessu tímabili gerði hann túninu þar sömu skil eins og áður 1 Miklagarði. Steingrímur var leiguliði til vors 1936. En þann vetur hafði hann keypt Heinaberg á Skarðsströnd á- samt 1/4 af Akureyjum. Fluttist hann búferlum að Heinabergi á af- mælisdegi sínum, er hann varð 50 ára. Hefir hann því nú búið á Heinabergi í 20 ár. Þar fékk hann athafnasvið við sitt hæfi. Þar hefir gerzt sama sagan eins og áður í Miklagarði, en þó að sjálfsögðu í miklu stærri stíl. Ekki þarf að lýsa því fyrir kunnugum, en ókunnug- um læt ég eftir að neyta ímyndun- arafls síns og álykta út frá því, sem að framan er sagt um búskap Steingríms í Miklagarði og á Kjar- laksvöllum. Hér verður ekki farið í mannjöfnuð, en ekki mun ofmælt, að Steingrímur sé einn hinn mesti jarðabótamaður, sem verið hefir í Dölum, síðan er þær framkvæmdir hófust. Og þess má geta, að Stein- grímur hefir aldrei tekið eyris lán „Þá vorið kemuru Vorsól gljáa, vermir kinn, vakna strá með kæti. Valda hái veturinn víkja má úr sæti. Elfur hljóða, ísa skel undan flóði spryngur. Eggjamóðir vökul vel vori óðinn syngur. Sólin græðir sveit í hag, sagga flæðir úði. Hálsasvæði, dalir, — drag dýru klæðist skrúði. Laxar skorða list ei þá að leika í storðarröstum. Lagar borði lyftast frá létt með sporðaköstum. Lambamæður léttstígar leika um svæði hjalla. Sauðir æða yfir, hvar elfur skæðar falla. Frjóvgað renna um foldarkraf, fremsta nenna að holti, sýnast brenna sumir af séreinkenna stolti. Lömbin þíðu létta á stjá lenda í stríði þættu. Urðalýður illur þá ungum býður hættu. Hanar gala hlöðum á hátt frá smala lætur. Fram til dala folöld smá fagna svala nætur. Allir róla að iðju á ný eftir gjólu stranga. Betri kjól og buxum í börn á hólinn ganga. Röðull blátt í ránarsvið rennur þrátt að kveldi. Allt fer lágt, en yljast við alheimsmáttarveldi. Guðjón Jónsson, Hermundarstöðum. til þeirra framkvæmda og umbóta, sem hann hefir af höndum innt. Eina lánið, sem hann hefir tekið um ævina, var bústofnslán, 150 kr., sem hann tók endur fyrir löngu og greiddi fljótlega. Þó er það fjarri skapi Steingríms að vera nurlari eða peningasál. Hann miðar ávöxt starfs síns við umbætur, en ekki aura, við menningarbrag og hags- bætur fyrir þá, sem landið eiga að erfa, en ekki við dautt safn, sem fúnar og eyðist. Hann er samvinnu maður af lífi og sál og hefir átt sæti í stjórn kaupfélags. í félags- málum öllum hefir hann verið á- hugasamur, en kunnað þar bezt við sig sem óbreyttur liðsmaður. Þó hefir hann átt sæti í hreppsnefnd í 30 ár og verið formaður skóla- nefndar næstum jafn lengi. Féhirð ir ungmennafélags hefir hann og verið um áratugi. En er eftir að geta þess, sem sízt má gleymast, þegar um ævi og starf Steingríms á Heinabergi er rætt. Hann kvæntist 9. júlí 1921 Stein- unni Jakobínu Guðmundsdóttur, bónda síðast á Felli í Kollafirði, Einarssonar. Hún er ágæt búsýslu- kona, eins og hún á kyn til, en einnig bókhneigð og vel að sér, Ijúf í viðmóti og þó stjórnsöm. Er það víst, að Steingrímur telur að heill og farsæld heimilis þeirra sé mest henni að þakka ,auk þess sem börn þeirra og fósturbörn hafa lagt fram sinn skerf, eftir að þau komust til þroska. Þau hjón eiga sjö uppkom- in börn, og eru þau þessi: Bogi, verkamaður í Búðardal; Kristinn, bóndi í Tjaldanesi; Guðrún Borg- hildur, gift Árna Gíslasyni trésmið í Reykjavík; María Guðrún, stund- ar ljósmóðurnám; Kristrún Brandís gift Halldóri Magnússyni trésmið í Reykjavík; Sigríður Magga og Guð mundur. Fóstursynir þeirra hjóna eru Lárus Magnússon og Bogi Thor arensen. Árið 1936 voru Steingrími veitt heiðursverðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs níunda. En stærsta heiðursviðurkenningu á hann í hugum sveitunga sinna, að fornu og nýju, og annarra, sem kynnzt hafa honum og ævistarfi hans. Ósérhlífni hans og dáðrík störf munu lengi verða í minnum höfð. En þó að yfir það fyrnist, þá yrði munað það, sem enn meira er um vert: drengskapur hans og vin- artryggð, hve einlægur hann er og hjartahreinn. Heill Steingrími Samúelssyni og fjölskyldu hans. Jón Guðnason. Grein Áka T í M 1 N' N, fimmtudaginn 24. mai 195$, i .oiá'áÉ (Framhald af 7. síðu.) ur hefir alltaf liaft ríkan hæfileika til að ná valdi á mönnum og hafa skoðanaleg yfirráð yfir þeim. — Kommúnistaflokkurinn var ekki búinn að starfa lengi, þegar til átaka kom, hver skyldi verða þar ráðamestur. í flokknum risu of- boðslegar deilur. í þeim deilum tókst Brynjólfi að brjóta Einar 01- geirsson algerlega undir sig, en hrekja aðra úr störfum, sem ógn- uðu valdi hans og nokkra úr flokknum. Síðan hefir Brynjólfur mótað skoðanir Einars Olgeirsson- ar. Þetta var ekki eins áberandi á meðan Sigfús Sigurhjartarson lfiði og starfaði með þeim. Sigfús var það sterk persóna, að hann veitti Brynjólfi fullt viðnám, éf því var að skipta, enda hafði Brynjólfur sig minna frammi í flokknum, með an hans naut við. Eftir að Sigfús féll frá á árinu 1952 og raunar sumarið 1951, því að þá hætti hann störfum vegna veikinda þeirra, sem leiddu hann til dauða, keyrði um þvert bak. Þá urðu völd Bryn jólfs alger, þá kom það í Ijós, hve gersamlega hanh mótaði skoðanir Einars OIgeirssonar“. Brynjólfur hirti uppskeruna Enn segir Áki: „Það voru margir undrandi yfir hinum miklu áhrifum Bíynjólfs Bjarnasonar í Sósíalistaflokknum en þau byggðust á þeirri brotalöm í persónu Einars, sem gerði hann skoðanalega ósjálfstæðan gagnvart Brynjólfi. Þannig varð það, að þau völd, sem kjósendur fengu Sósíalistaflokknum vegna trausts á Einari Olgeirssyni, Sigfúsi Sigurhjartarsyni o. fI., féllu í hendur Brynjólfi Bjarnasyni, þó hann hefði sjálfur aldrei getað aflað sér þeirra valda hjá almenningi. Þetta hefir orðið til þess, að Einar Olgeirsson, sem um eitt skeið var einn glæsilegasti og efnilegasti stjórnmálamaður á íslandi, hefir ekki fyllt þær vonir, sem við hann voru tengdar. Þar með hefir Sósíalistaflokkurinn einnig brugð- izt þeim vonum, sem við hann voru tengdar. Eina alvarlega tilraunin Ekkert er eðlilegra úr því leiðir mínar og Sósíalistaflokksins skildu en að ég gengi til samstarfs við Alþýðuflokkinn. Vafalaust hefir sá flokkur sína galla, eins og aðrir flokkar, en ég er sannfærður um það, að eins og nú er komíð fjár- hags- og atvinnumálum þjóðarinn- ar er Álþýðuflokkurinn betur tiJ þess fallinn en aðrir flokkar að beita sér fyrir lausn á efnahags- málum þjóðarinnar æsingalaust og af réttsýni. Bandalag Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins er eina alvarlega tilraunin, sem gerð hefir verið í mörg ár til þess að reyna að skapa meiri- hluta á Alþingi, er leysi hin miklu vandamál, sem þjóðin hefir átt við að stríða á sviði atvinnu- og efnahagsmála", segir Áki Jakobsson að lokum. (Allar leturbreytingar, fyrirsagn- ir og millifyrirsagnir gerðar af blaðinu). Iþróttir ' ; (Framhald af 5. síðu.) hlaupum, kúluvarpi og hástökki. Gefin verða stig fyrir árangur, frá einu og upp í 10 stig, og er það hærri stigafjöldi en áður hefir ver ið, en lágmarksafrek hafa verið lækkuð. Til þess að hljóta stig þarf að hlaupa 100 m á 15,5 sek., 1500 m á 6:10,0 mín., varpa kúlu 7 metra og stökkva 120 cm í há- stökki. Það héraðssamband sigr- ar, sem flest stig hlýtur miðað við livern einstakling í sambandinu. HalIormssta($askóIi (Framhald af 4. síðu.) 33 í einkunn. Handavinna þessara stúlkna, sem einnig höfðu verið hin ar afkastamestu, hvor í sinni deild, var sýnd sérstaklega. Voru yfir 40 munir á sýningu Halldóru. í vetur störfuðu við skólann auk forstöðukonu, tveir fastir kennar- ar, Ingunn Björnsdóttir, handa- vinnukennari, og Guðrún Jensdótt- ir, sem kehnir matreiðslu. Voru gestir á einu máli um það, að handavinnusýningin og veitingar þær, sem framreiddar voru að lok- inni skólauppsögn, bæru hæfni þeirra og alúð ljósan vott. Tveir tímakennarar störfuðu við skólann. Frú Þórný Friðriksdóttir, fyrrv. forstöðukona kenndi vefnað, en hún er sérstaklega fær í þeirri grein. Sigurður Blöndal, skógar- vörður, kenndi reikning og íslenzku við miklar vinsældir nemenda. | Góður húsakostur. Heilsufar nemenda var yfirleitt gott og félagslíf ánægjulegt. Skipst var á heimsóknum við gagnfræða- deild Eiðaskóla. Haldin var sam- koma fyrir fólk af næstu bæjum, farnar skemmtiferðir upp í Fljóts- dal, að Grímsárvirkjun og víðar. Mesti kostnaður fyrir báða vet- ur (að þessu sinni 11 mán.) varð 7.300 krónur, bækur meðtaldar og handavinnuefni að nokkru. Hallormsstaðaskólinn var reistur á einum fegursta stað á landinu og er nú í fremstu röð um húsakost og búnað. Hann rúmar um 30 nem endur. Má gera ráð fyrir að hann verði framvegis fullskipaður og hafa þegar borizt allmargar umsókn ir fyrir næsta vetur. imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiii^ I Tilkynning \ um lóðahreinsun 1 I MeS vísun til auglýsinga í dagblöðum bæjarins 3. þ. m. 1 I eru lóðaeigendur (umráðendur) hér með áminntir um að j | flytja nú þegar burtu af lóðum sínum allt, er veldur 1 1 óþrifnaði og óprýði. Hreinsunin verður að öðrum kosti 1 j framkvæmd á kostnað þeirra, án frekari fyrirvara. I Hlutir þeir, sem þannig kunna að verða fjarlægðir á s j vegum heilbrigðisnefndar og eitthvert veðrmæti hafa 1 1 að dómi þeirra, sem framkvæma hreeinsunina, verða i i geymdir til 1. sept. n. k. á ábyrgð eigenda. Að þeim tíma i i liðnum má vænta þess, að hlutir þessir verði seldir fyrir i i áföllnum kostnaði. i 1 Upplýsingar í skrifstofu borgarlæknis, sími 3876. I Reykjavík, 23. 5. 1956. | Heilbrigftisnefnd. j fiiiiiiÞUiiiuMiiiiiiiiiniiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiniiiiiiiiiiiimiiiiMiiiiiiiiiiiiii^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.