Tíminn - 29.05.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.05.1956, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, þriðjudaginn 29. maí 195S, m,%WT Ú-'/efandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinssoa (áb.). Ckrifstofur I Edduhúsi við Lindargötu. S'---■: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), augiýsinf«r 82523, afgreiðsla 232.it. Prentsmiðjan Edda h.f. Ótti og örþriíaráð TjAÐ VANTAÐI ekki. að andstæðingar Al- jýóuflokksins og Framsóknar- flokksins reyndu að bera sig borginmannlega, þegar fyrst varð kunnugt um bandalag þess ara flokka. Kömmúnistar gáfu því óðara nafnið „hræðslubanda lag“ og átti nafngift þessi að tákna það, að flokkarnir hefðu orðið ásáttir um samvinnuna fyrir hræðslu sakir. Undir þessa nafngift var tekið af Sjálfstæð- ismönnum og Þjóðvarnarmönn- um. Með þessari nafngift, sem andstæðingar bandalagsins sam einuðust um, hugðust þeir geta leynt sínum eigin ótta á klók- . legan hátt. Þeir þóttust vera hinir vonglöðu og óhræddu menn. Bandalagsmennirnir áttu hins vegar að vera hræddir og vonlitlir. EFTIR ÞVÍ, sem meira hefir liðið á kosningabaráttuna, hefir það komið betur og bet- ur í ljós, að andstæðingar banda lagsins hafa ekki getað dulið þann ótta, sem reynt var að breiða yfir með hreystiyrðum og brígslum um hræðslu banda iagsmanna. Málflutningur Morg unblaðsins, Vísis, Þjóðviljans, Útsýnar og Frjálsrar þjóðar hefir einkennzt af vaxandi ótta við bandalagið og fylgi þess. Öllum árásarmætti þessara mál- . gagna hefir verið beint gegn því í sívaxandi mæli, svo að . þau hafa í seinni tíð ekki virzt sjá annan andstæðing en banda lagið. Þessi viðbrögð andstæðinga- blaðanna eru ekki neitt und- arleg. Allar vonir þeirra um það, að bandalagið myndi mæta misjöfnum móttökum Fram- sóknarmanna og Alþýðuflokks- manna, hafa gersamlega brugð- izt. Þvert á móti hefir það sann azt, að slíkt samstarf myndi hljóta beztu undirtektir liðs- mannanna, ef foringjar bæru gæfu til að koma sér saman. Til viðbótar hefir svo fjöldi manna, er áður fylgdi öðrum Elokknum, skipað sér um banda lagið. Allt hefir þetta valdið því, að óttinn við bandalagið Jxefir gripið meira og meira um sig meðal forustumanna andstæð- inganna.^^ . ^ ^ ^ ttHlMB AUGLJÓSASTA DÆMIÐ um það, hve fullkominni ör- væntingu þessi ótti hefir valdið, sr sú krafa, er Sjálfstæðisflokk- urinn bar fram við landkjör- stjórn, að hún úrskurði Fram- sóknarflokkinn og Alþýðuflokk- inn einn flokk og úthlutaði upp ' bótarsætum samkvæmt því. Hve fjarstæð og furðuleg þessi ki’afa sr, má bezt sjá á því, að Sjálf- stæðisflokkurinn og Bænda- ' flokkurinn höfðu með sér hlið itæð samvinnu í kosningunum Á sveíí meS íhaldiim TljORGUM MUN hafa þótt það hljóma einkennilega, þegar útvarpið sagði frá því, að kommúnistar Dg Þjóðvarnarmenn hefðu snú- izt á sveif með Sjálfstæðis- flokknum og umboðsmenn , þeirra hjá landskjörstjórn tekið undir kröfur hans um að xirskurða tvo elztu stjórn- ;:málaflokka landsins einn flokk. Þetta þarf hins vegar engum að koma á óvart, sem eitthvað íhugar málin. Það er ekki að- eins í þessu máli, heldur í allri 1934 og höfðu þá engir neitt við hana að athuga. í umræð- um, er fóru fram á Alþingi 1953 um kosningabandalagsfrv. Gylfa Þ. Gíslasonar, héldu full- trúar Sjálfstæðismanna því líka hiklaust fram, að slík kosn ingabandalög væru fullkomlega lögleg samkvæmt kosningalög- unum og stjórnarskránni, og frv. Gylfa væri því þarflaust. Blöð Sjálfstæðismanna í vor hafa líka skrifað margt og mik ið gegn bandalaginu, án þess að ympra á því einu orði, að það væri ólöglegt. Til viðbótar þessu öllu ber svo síðast, en ekki sízt, að nefna það, að í kæru Sjálfstæðis- flokksins er hvergi vitnað í lagabókstaf, er réttlæti hana. Ástæðan er einfaldlega sú, að hún hefir livergi stúðning í lögum né stjórnarskrá! AF FRAMANSÖGÐU er það vel ljóst, að það er hræðslan við vaxandi fylgi bandalagsins, sem hefir valdið því, að for- ráðamenn Sjálfstæðisflokksins gripu til þess óyndisúrræðis, sem kæra þeirra til landskjör- stjórnar var. Það hefir svo stutt þá til þessa gerræðisverks, að bæði kommúnistar og Þjóð- varnarmenn voru orðnir jafn hræddir og því fáanlegir til að styðja ofbeldisverkið. Örvænt- ingin sameinaði þessa þrjá flokka um að krefjast þess af landskjörstjórn að fremja stjórnarfarslegt ofbeldisverk, er á margan hátt mætti líkja við hreina byltingu. Landskjörstjórnin hefir nú að sjálfsögðu hafnað kærunni. Margir Sjálfstæðismenn eru þegar byrjaðir að skammast sín fyrir kæruna og bera því við, að hún hafi orðið til vegna um- mæla, sem þeim hafi borizt til eyrna og höfð voru eftir manni, sem er löngu landsfrægur fyrir önuglyndi og sérvizku og mun nú byrjaður að kalka í þokka- bót! En engar slíkar afsakanir duga til að réttlæta jafn aug- ljósa tilraun til ofbeldisverks. Af kærunni má bezt ráða, hvern ig hér myndi háttað fi’am- kvæmd kosningalaganna, ef íhaldið fengi eitt að ráða. Þá myndi henni ekki háttað ósvip- að og víða í Suður-Ameríku, eins og oft hefir verið bent á hér í blaðinu. En framar öllu sýnir þetta ofbeldistilræði hinn taumlausa ótta andstæðinganna við banda- lag umbótaflokkanna. Það sýn- ir betur en nokkuð annað, hve sterkar líkur eru fyrir því að dómi þeirra, að bandalagið fái hreinan meirihluta. Sannarlega má sú vitneskja vera fylgis- mönnum bandalagsins hvatning um að herða baráttuna fyrir sigri þess, því að hann er viss, ef þeir liggja ekki á liði sínu. kosningabaráttunni, sem þessir flokkar eru á sveif xneð íhald- inu. Sprengiframboð þeirra í hinum ýmsum kjördæmum gera engum gagn nema íhaldinu. Alveg eins yrði betta eftir kosningai-, ef þessir flokkar hefðu oddaaðstöðu. Líklegasta niðurstaða þess yrði sú, að ríkjandi glundroði héldist áfram til hagsbóta fyrir íhaldið eitt. Þetta geta kjósendur hins vegar komið í veg fyrir. Með því að forðast að veita þessum á daáskrá á Hálf milljón Karela krefjast þess að komast heim á ný - ræða möguleika á nýjum flnsk-róss neskum landamærum Þegar Finnar voru neyddir til að afhenda Rússum mest- an hluta Karelíu með vopnahléssamningunum 1944, mátti kalla að það vseri dautt land, sem Rússar fengu. Allir íbú- arnir að kalla mátti, um 430.000 taisins kusu heldur að yfir- gefa heimili sín og veraldlegt góss en búa við rússneska stjórn. Það varð stórfellt verkefni og vandamál fyrir finnsku þjóðina að fá öllu þessu fólki hús og starf á skömmum tírna. En hvort tveggja tókst, fyrir mikla fórnfýsi og óbil- andi dugnað. Þegar styrjöldinni lauk 1945 og farið var að ræða um friðarsamn- inga þá og 1946 reyndu Karelar að korna málum sínum á dagskrá. Þeir vildu að Finnar reyndu að fá land- ið á ný með samningum. En til- raunir í þessa átt fundu engan hljómgrunn. Það var talið gersam lega tilgangslaust, jafnvel hættu- legt. Máliö var síðan ekki rætt op- inberlega. Paasikivi forseti lét það á sér skiljast, að hann teldi óviðurkvæmilegt að ræða frekar um að Karelar gætu horfið heim á ný. Þar með féll járntjaldið þungt til jarðar á landamerkjum Finna og Rússa. Menn fóru að reyna að sætta sig við þá hugsun, að Karcl- ía mundi um aldur og ævi lúta rússneskum yfirráðum, þar á með- al finnsku bæirnir Viipuri, Sorte- vala og Kákisalmi. Breyttur tónn. Nú á síðustu tímum — síðan nýju stefnunni svonefndu skaut upp á yfirborðið í Rússlandi — hef ir orðið veruleg breyting í þessu efni í Finnlandi. Mörg finnsk blöð, sem eru hlynt Karelum, halda því nú fram, að opinberar og málefna- Jegar umræður um málið séu ekki aðeins mögulegar og leyfilegar heldur líka nauðsynlegar. í beinu framhaldi af þessum skrifum var það svo, sem Þjóðarsamband Kar- ela (Karjalan Liitte) sem er sam- band flóttaíólks, samþykkti álykt- un í málinu á ársþingi sínu 23. api-íl s. 1. í ályktuninni er m. a. komist svo að orði: „Óskin um enöurskoðun þeirra pólitísku samninga, sem gerðir hafa verið í milli Finnlands og Sovétríkjanna, liefir lengi lifað í brjósti karelsku þjóðarinnar. Og mögulcikarnir til þess að fá fram endurskoðun hafa líka stór- aukist eftir atburði s. I. sumars, er Porkkala-svæðið vai- afhcnt aft ur og þar með staðfestur góður vilji Sovétstjórnarinnar. Fram- lxald þessarar stefnu gæti leitt til þess, að Karelía yrði aftur feng- inn sinn upphaflegi, sögulegi og þjóðréttarlegi réttur og sú er ein lægasta ósk gjörvallrar karelsku þjóðarinnar. Þess vegna her að rannsaka nákvæmlega, að hve nxiklu leyti aðstaðan er nú breytt, sú aðstaða, sem Sovétríkin töldu réttlæta að hernema Karelíu af lxerfræðilegum ástæðum.“ Þessi ályktun Karela hefir vakið mikla athygli og hefir verið til um- ræðu i blöðum og á mannafundum síðan. Er heldur ekki að undi-a, þótt slík ályktun sé umtalsverð, þegar nýliðin er sú tíð að þctta mál þótti þannig vaxið að varla mætti nefna það uppháít. Nú er rneira aðgert en nefna það. Nú er sett fram skýr og afmöi-kuð ósk eða tillaga. Og aðalstuðningsblað Kekkon- ens forseta, bændablaðið „Maa- knnsa“, hefir lýst samúð með ályktun Karela. Hins vegar er lxeldur enginn hörgull á þeún, sem vilja að varlega sé farið og ekki rasað um ráð fram. Karel um sc bezt að hafa hægt um sig í bráð, ef nokkur von eigi að vera um árangur. Nú í þessuxn mánuði gekk nefnd Knrela á fund Kekkonens forseta, að ræða málið við har.n. Þróunin í Karelíu síðustu árin. í framhaldi af þessu er fróðlegt ar, sem hafa sérstök erindi a5 reka í Leningrad, hafa fengið að koma við í Viipuri. enda ster.dur bærinn við járnbrautina í milli Helsinki og Lcningrad. Þessir Fir.u ar hafa farið um bæinn og sumir hafa auk heldur getað tekið Ijós- myndir. Og hvað hafa þeir svo séð? Bærinn er lítið breyttúr frá því sem hann var, er Rússar tóku vlð honum 1944. Þá. var hann mjög í rústum vegna stríðsins. Engin end urreisn hefir átt sér stað. Þessi gamli og sögufrægi höfuðstaður Karelanna, sem eitt sinn iðaði af lífi og starfi, er orðin daufleg og þýðingarlítil landamærastöð. AÖeins Hiipuri og Nesið, Sama máli gengir um Karelska nesið svonefnda, sem var vettvaixg- ur stríðsins og sést frá járnbraut- inni. Þar virðist flest með sama sniði og það var, þegar Rússar her- tóku landið. En allt landsvæðið fyr >r. norðan ViÍDuri er lokað land. Þar hafa engir Finnar fengið að koma. Þeir vita ekkert, hvernig þar lítur út. Af þessu draga sumir þá ályktun. að verði um að ræða að heyra, hve Finnar vita um þró að fá aftur Karelíu verði það aldrei un málá í Karelíu síðan landiðlandið allt heldur aðeins Viipuri komst undir rússneska stjórn. Aog"Nesið. Á þeim grundvelli þykj- allra síðustu tímum hefir það komast ýmsir eygja möguleika til nýrra ið fyrir, að nefndir eða einstaklingsamninga. Karelía er landsvæði það, sem liggur í suoaustui horni Finnlands, í miill svörtu iinunnar og punktalínunnar. íslendingar og Óiympíuleikarni! sprengiflokkum stuðning, en fylkja sér þeim mun fastar um bandalag umbótaflokkanna, geta þeir komið í veg fyrir, að þessir flokkar geti framvegis lagzt á sveif með íhaldinu svo að nokkru nemi. Vissulega ætti þetta að vera takmark allra þjóðhollra og vinstrisinnaðra manna í kosningunum. — Fyrri grein — Upp úr þátttöku íslands í Vetr- ar-Ólympíuleikunum í Cortína í vet ur spunnust nokkrar umræður, blaðaskrif og jafnvel útvarpser- indi um það, hvort íslendinguni væri ekki vansæmandi að taka þátt í Ólympíuleikunum nxeð eins lé- legri frammistöðu eins og þeir hefðu sýnt á Vetrarleikununi. Fannst sumum þeirra blaðamanna — því það voru aðallega þeix-, auk eins iþróttaleiðtoga, er ræddu mál ið frá annarri hlið — þáttaka íslands óhæf, þjóðinni til skamm- ar og heiðri hennar teflt í voða með slíku. Fæi'ðu þeir þá ástæðu fyrir þessu viðhoríi sinu, að frétt ir hex-mdu, að íslenzkir keppend- ur hefðu verið síðastir allra í keppninni og væri slíkt hin mesta hneisa. Var ólvmpíunefnd álasað fyrir þetta og fleira. (Grein þessi er ekki svar við þeim ádeilum, en tekur til at- hugunar — frá hinni hliðinni — sum þau atriði, er þar var kastað fram með nokkrum þjósti). Þó skal því kröftuglega móímælt, að íslenzkir keppendur hefðu verið síðastir, aö undanskildri einni keppni, annarri göngunni, heldur stóðu þeir sig oftast mjög sæmi- lega, og einn keppandinn, Eysteinn Þórðarson, með ágætum í hinni afarhörðu og erfiðu keppni sém aípagi-einarnar voru. Eir.nig stóð hinn eini kvenkeppandi okkar, Jakobina Jakobsdóttir, sig með prýði, þóit hún yrði fyrir óheppni, eins og fleiri stallsystur hennar. Því miður var enginn möguleiki til að prófa hæfni keppenöa hér heima. þvx snjólaust var um allt land langt fram eftir vetri, varð því að senda þá, sem líklegastir þóttu, utaxi, til að fá þennan mæli- kvarða. Var farið eftir tillögum Skíðasambands íslands í þessu efni — er aðallega varð að styðjast við árangra frá fyrra vetri um geta væntanlegra keppenda — og Framhald á bls. 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.