Tíminn - 08.06.1956, Síða 6

Tíminn - 08.06.1956, Síða 6
6 T í MIN N, föstudaginn 8. júni 1956 r p o mn Úígefandi: Framsóknarflokkurinn. Kitstjórar: Haukur. Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Ckrifstofur I Edduhúsi viS Lindargötu. 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsing«r 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. ERLENT YFIRLIT. Fjandmenn dreifbýlisins FORINGJAR Sjálfstæð- isflokksins hafa að indanförnu haldið fundi víða am land og hefir á þeim orðið mjög .tíðrætt um, hve þen- væru miklir og góðir vinir fólks insú dreifbýlinu. Alveg sérstau- lega hafa þeir þó látizt vera miklir vinir og velunnarar bændastéttarinnar. Þegar til þess hefir Iiins vegar komið, að þeir þyrftu að færa sannanir fyrir þess- um fullyrðingum sínum, hefir orðið býsna lítið úr þessum fullyrðingum. Þeim liefir þá ekki tekizt að benda á eitt ein- asta framfaramál dreifbýlis- ins, sem þeir liafa haft for- ustu um. Öll þau mál, sem þeir hafa bent á, hafa verið borin fram og leidd til sigurs af andstæðingum Sjálfstæðis- manna — og þó fyrst og fremst Framsóknarflokknum, — og flest þeirra hafa sætt harðri mótspyrnu Sjálfstæðis- flokksins meðan hann gat og þorði. ÞANNIG ER ÞETTA með öll helztu framfaramál land- búnaðarins. Þegar Sjálfstæðis- menn fóru einir með völd á ár- unum 1924—27 voru öll fram- faramál landbúnaðarins strá- :felld af Alþingi. Þegar Fram- sóknarmenn settu lánálöggjöf landbúnaðarins á árunum 1927 ••‘-‘31, börðust Sjálfstæðismenn gegn henni eins hatramlega og þeir gátu. Á sama hátt beittu þeir sér gegn sifurðasölulög- unum, er sett voru 1934—37. Þegar þeir fengu svo stjórn landbúnaðarmálanna í sínar hendur 1944—46, þrengdu þeir kosti landbúnaðarins á allan hátt, Lánasjóðir bænda voru sveltir, bændasamtökin svipt aðstöðu til að ráða nokkru um afurðaverðið, tillögur um raf- væðingu dreifbýlisins felldar og áburðarverksmiðjubyggingin stöðvuð. Landbúnaðurinn var á allan hátt gerður að olnboga- barni. Á þessu hefir orðið full breyting seinustu árin eða síð- an Framsóknarflokkurinn kom i ríkisstjórnina að nýju. Það er hins vegar ekki Sjálfstæðis- mönnum neitt að þakka, því að þeir hafa verið knúðir til að fallast á þetta með hótunum am stjórnarslit. Ef þeir hefðu einir fengið að ráða, hefði verið fylgt áfram fjandskapar- stefnunni frá 1944—46. SVIPUÐ IIEFIR aðstaða Sjálfstæðisflokksins verið til bprpanna og kaupstaðanna í 'dreifbýlinu. Þeir hafa ekki sýnt neinn áhuga fyrir eflingu þessara staða. 5 Dýrtíðartillögur þær, sem Ingólfur Jónsson bar fram fyrir skemmstu, sýna ef til vill betur en nokkuð annað afstöðu forkólfa Sjálfstæðis- flokksins til dreifbýlisins. Þær eru í stuttu máli á þann veg, að fjár til aukinna nið- urgreiðslna á vöruverði skuli aflað með því að draga úr verklegum framkvæmdum rík isins, cn þær eru að la'ng- mestu leyti í dreifbýlinu, þ. e. hafnargerðir, vegabætur, brúarsmíði, raforkufram- kvæmdir, framlag til ræktun- ar og atvinnuaukninga í sjó- þorpum. Þetta voru framkvæmdir, sem forkólfar Sjálfstæðisflokks ins töldu að vel mætti draga úr á sama tíma og fólksstraum urinn liggur frá þessum stöð- um. Slík er hin rétta afstaða þeirra til dreifbýlisins. SÁ FJANDSKAPUR for- sprakka Sjálfstæðisflokksins til dreifbýlisins, sem hér er rak- inn, þarf ekki að koma nein- um á óvart, er kryfur málin til mergjar. Stórgróðamennirnir, sem nota Sjálfstæðisflokkinn til að ganga erinda sinna, sjá eftir fjármagninu, er rennur til dreif býlisins. Þeir vilja nota það í höfuðstaðnum til að byggja fyrir það Faxaverksmiðjur og Morgunblaðshallir og annað það, sem þjónar hagnaðarvon þeirra. Þeir vilja sjálfir fá þetta fé til ráðstöfunar á þann hátt, sem þeir telja að henti sér bezt. Þetta þarf fólkið í dreif- býlinu — í sveitum og kaup- túnum — að skilja. Það má ekki láta blekkjast af áróðr- inum um dreifbýlisvináttn íhaldsins líkt og kommúnist- ar, sem blekktust af áróðr- inum um ágæti Stalíns. Fólk- ið í dreifbýlinu verður að skilja, að stórgróðamennirnir eru helztu keppinautar þess um fjármagnið og hafa því jafnan beitt sér gegn málum þess, þegar þeir hafa getað. Það er því að vinna gegn hagsmunum sínum, ef það greiðir Sjálfstæðisflokknum atkvæði. Hlutur dreifbýlisins verður aðeins vel tryggður með sigri bandalags umbóta- flokkantia, því að forustu- menn þess hafa jafnan sýnt mikinn áhuga fyrir því að tryggja velgengni og jafn- rétti fólksins þar. I Óviðkomandi verkalýðnum 'T'ORKÓLFAR Alþýðu- bandalagsins svo- íefnda eru öðru hvoru að bendla sig við verklýðshreyf- ingu. Slíkt er þó með öllu rangt. Verklýðshreyfingin hef- ir enga átyllu gefið til þess, að hún sé bendluð við þetta flóttafyrirtæki kommúnista. Þetta sést bezt á því, að for- cólfar Álþýðubandalagsins neit .tðu að verða við óskum um aukaþing Alþýðubaindalagsins. Þeir vissu að þar myndi meiri- hlutinii taka afstöðu gegn þessu tiltæki. Því fer líka fjarri, að Al- þýðubandalagið bjóði fram verkamann til þingsetu. Allir þeir frambjóðendur þess, sem hafa einhverjar vonir um þing- setu, eru það, sem Þjóðviljinn kallar ,,fínir menn“, þ. e. að þeir tilheyra ekki verkalýðs- stéttinni lengur. Hér í Reykja- vík var t. d. verkamaður lát inn þoka úr vonarsætinu á lista bandalagsins og settur í stað- inn „fínn“ maður, sem aldrei hefir nálægt verklýðsmálum komið. Það er því algerlega rangt, að þetta fyrirtæki sé eitthvað bendlað við verkalýðinn eða líta beri á það sem einhvern fulltrúa hans. Þetta er ekkert annaö en ný útgáfa af Sósíal- istaflokknum, sem taldi sig orð inn svo óhreinkaðan af Stalín, að honum væri ekki annað fært en að breiða yfir nafn og núm- er, eins og Kveldúlfstogarinn forðum. Sparsamnr fjármálaráðherra Fritz Scháffer lætur hvorki Adenauer né A-banda!agið segja sér fyrir verkunS SÁ ATBURDUR gerðist ný- lega í V.estur-Þýzkalandi, að banka vextir voru hækkaðir þar gegn vilja Adenauers kanslara. Ákvörð- unin um vaxtahækkunina var tekin af Fritz Schaffer fjármála- ráðhei-ra og Ludvig Erliard við- skiptamálaráðhei’ra, án þess að þeir bæru hana undir Adenauer. Adenauer brást í fyrstu mjög reið ur við og lýsti opinberlega van- þóknun sinni á hækkuninni. Um skeið þótti líklegt, að hann myndi láta þá Schaffer og Erhard fara úr stjórninni og sýna þannig í verki, að liann væri enn hinn „stcrki maður“ Þýzkalands. Hann féll þó frá þeirri fyrirætlun, enda myndi hún sennilega hafa klofið flolck hans. Ilann mun þá hafa reynt að fá þá Schaffer og Er- hard til að breyta ákvörðun sinni, en árangurslaust. Atburður þessi þykir mikill pólitískur ósigur fyrir Adenauer og ábending um, að póli- tískri forustu hans muni brátt lokið. Þessi atburður hefir hins veg- ar beint stórlega aukinni athygli að þeim manni, sem í vaxandi mæli er nú farið að tala um sem hinn „sterka mann“ Vestur-Þýzka lands. Það er Fritz Schaffer fjár- málaráðherra. Lengi vel var á- litið, að það væri Ludvig Erhard viðskiptamálaráðherra, er réði mestu um efnahagsmálastefnu! stjórnarinnar. Að undanförnu virð' ist það hins vegar hafa komið bet- ur og betur í Ijós, að Fritz Schiiff- er hafi verið „sterki maðurinn“ á bak við Erhard og ráðið mestu um stefnuna. SEGJA MÁ, að athygli er- lendra blaðamanna hafi fyrst beinzt verulega að Scháffer á síðastl. vetri, þegar hann tilkynnti á ráðs- fundi í Atlantshafsbandalaginu, að Vestur-Þýzkaland myndi ekki verja nema 9 miljörðum þýzkra marka til endurvígbúnaðarins á árinu 1956, en það var að áliti sérfræðinga bandalagsins alltof lág upphæð. Eftir nokkurt þóf var þetta þó látið gott heita. Nýr vandi kom svo til sögunnar, þeg- ar Scháffer lét tilkynna, að Vest- ur-Þjóðverjar myndu ekki lengur taka þátt í kostnaði við hersetu Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Vestur-Þýzkalandi. Spunnust út af þessu miklir og strangir samn ingar, sem lyktuðu með því, að Scháffer vann sigur að mestu leyti. Meðal bandalagsþjóða Þjóðverja vekur það vaxandi gremju, að Vestur-Þjóðverjar skuli ekki vilja verja meiru en 9 miljörðum marka til vígbúnaðarins í ár, en það eru um 5,5% af þjóðartekjunum, en bæði Bandaríkjamenn og Bretar verja yfir 10% af þjóðartekjun- um til hermálanna. Bandamenn hafa því mjög hvatt stjórn Vest- ur-Þýzkalands til að auka þessi framlög og hafa bæði Adenauer og von Brentano viljað ganga til móts við það sjónarmið. Scháffer hefir hins vegar setið við sinn keip og enn haft betur. Fyrir vikið nýtur hann nú vaxandi vinsælda meðal landa sinna. FRITZ SCHAFFER er fædd- ur í Miinchen 1888, þar sem faöir hans var póstmeistari. Hann lauk laganámi. og var síðan í hernum alla fyrri heimsstyrjöldina. Eftir styrjöldina gerðist hann starfsmað ur þess opinbera og hóf jafnframt þátttöku í stjórnmálum. Hann var einn af stofnendum þjóðflokks Bæj- aralands og foringi hans frá 1929. Flokkur þessi var að verulegu leyti byggður upp sem kristilegur bændaflokkur. Þegar nazistar komu til valda, var flokkurinn bann aður og Scháffer fyrirskipað að hafa ekki nein afskipti af stjórn- málum. Hann fékkst eftir þetta við lögfræðistörf og lét lítið á sér bera. Þó höfðu nazistar illan bif- ur á honum og héldu honum í Fritz Schaffer fangabúðum síðustu mánuði styrj- aldarinnar. Þegar Bandaxúkjamenn komu upp sérstakri stjórn í Bæjaralandi eftir stríðslokin, gerðu þeir Scháff er að forsætisráðherra hennar. Scháffer kvaddi þá til samvinnu við sig nokkra menn, sem áður höfðu verið í flokki nazista, en þó látið lítið á sér bera. Hann taldi sig ekki geta rnyndað starfs- hæfa stjórn öðruvísi. Eisenhower, sem þá var yfirmaður hers vest- urveldanna í Þýzkalandi. neitaði hins vegar að fallast á þetta, og varð Scháffer þá að víkja. Það dró hins vegar ekki úr áliti hans, að honum hafði bæði verið út- skúfað af nazistum og Bandaríkja mönnum. SCHAFFER hóf að nýju af- skipti af stjórnmálum strax að styrjöldinni lokinni og gerðist for- vígismaður kristilegs flokks í Bæj- aralandi, er síðan gekk sem eins- konar deild í hinn kristilega flokk Adenauers. Flokksdeild þessi, sem á sterk ítök í Bæjaralandi, er sögð fylgja Scháffer í einu og öllu og skapar það honum styi-ka aðstöðu í stjórninni í Bonn. Þess vegna m. a. hefir hann getað leyft sér að standa uppi í hárinu á Aden- auer. Fritz Scháffer varð fjármálaráð- herra Vestur-Þýzkalands 1949 og hefir verið það síðan. Hann þykir hafa verið mjög traustur fjármála ráðherra og spai’samur með af- brigðum. Undir stjórn hans hefir fjármálaráðimeytið orðið einskon- ar ríki í ríki. Öll hin ráðuneytin hafa orðið að sæta því, að fjár- málaráðuneytið hefði óskorað vald um fjárveitingar þeirra. Kunnugir menn telja, að á þennan hátt hafi Schaffer tryggt sér öllu meiri völd en nokkur annar maður hafi nú í Vestur-Þýzkalandi. Dugnaði hans og vinnusemi er viðbrugðið, og er haft á orði, að hinar smá- vægilegustu greiðslur ríkisins fari ekki framhjá honum. SCHAFFER er sagður manna sparsamastur í einkalífi sími og ganga orðið margar gamansögur um sparsemi hans. Ein er sú. að hann hafi farið í mál við skatt- heimtumenn ríkisins. því að þeir hafi áætlað honum að greiða tæp- um 100 kr. meira í skatt, en hann taldi réttmætt. Önnur er sú. að Scháffer hafi gert margháttaðar ráðstafanir til að hindra smygl á sígarettum, svo að ríkið yrðí ekki hlunnfarið á þann hátt, en sjálf- ur reyni hann þó að afla sér smygláðra sígaretta, en reykingar stundi hann þó mjög í hófi, því að mest leyfi hann sér að reykja eina sígarettu á dag. Hann telji sig ekki hafa efni á meiru. Sagt er, að þá hafi hann gerzt rausn- arlegastur, er hann gaf dóttur eins meðráðherra síns brúðargjöf, sem var fjögurra marka virði! Þessar gamansögur um sparsemi Schaffers munu hins vegar síður en svo spilla fyrir honum. Þjóð- verjar vita vel, að þeir eiga hina skjótu viðreisn sína ekki sízt að þakka því, að þeir hafa ástundað sparsemi og nýtni öðrum þjóðum fremur. Þess vegna finnst þeim vel viðeigandi, að hægt sé að benda á fjármálaráðherrann sem fyrirmynd í þeim efnum. SAGT ER, að fjármálastefna Schaffers byggist á tveimur grund vallaratriðum: Traustu gengi pen inganna og hallalausum ríkis- rekstri. Frá þessu tvennu víkur hann ekki. Það er sama, þótt hann þurfi að berjast við Adenauer eða Atlantshafsbandalagið til þess að framfylgja þessari stefnu sinni. Meðan hann er fjármálaráðherra verður fjármálastefnan hyggð á þessum grundvallaratriðum. Banka vextir verða að hækka, ef það þykir nauðsynlegt til að styrkja markið, og gildir einu hvort sú ráðstöfun er vinsæl eða óvinsæl. Vígbúnaðarútgjöldin mega ekki verða hærri en svo, að ríkið verði hallalaust áfram, hvað sem herr- arnir í Atlantshafsbandalaginu segja. Þegar allt kemur til alls, verður það heilbrigt og blómlegt efnahagslíf, er veldi Þjóðverja mun grundvallast á, en ekki her- inn. Sú er a. m. k. skoðun Fritz Schaffers. Stefnufesta, seigla og sparsemi Schaffers eiga sameiginlega þátt f í því, að hann er nú meðal þeirra jfáu fjármálaráðherra, er njóta vaxandi vinsælda. f seinni tíð hef- ir sá orðrómur færzt meira og meira í aukana, að láti Adenauer af stjórnartaumunum fyrir þing- kosningarnar, sem fara fram haust ið 1957, muni Schaffer líklegastur til að taka við þeim. Þjóðverjar vilji hafa „sterkan mann“ 1 for- sætinu og Scháffer hafi sýnt sig að vera „sterkur maður“ á þann hátt, sem nú samræmist bezt ósk- urn þjóðarinnar. Þ. þ. Margir gæðingar og gæðingaefni á kapp reiðum Léttis á Akureyri, s. 1. laugardag Akureyri í gær. j SíSast liðinn laugardag fóru fram kappreiðar á skeið- vellirium við Eyjafjarðará; Hestamannafélagið Léttir sá um kappreiðarnar. Veður var kalt, og átti það sinn þátt í því, að árangur varð ekki eins góður og skyldi. Átján hestar voru skráðir til keppninnar. Kappi-eiðarnar liöfðu verið aug- lýstar áður, en frestað vegna flóð anna í Eyjafjarðará nú fyrir skemmstu. Þarna gat að líta marga úrvals gæðinga og gæðingaefni. Eflaust hefði hlaupið orðið enn skemmti legra, ef veður hefði ekki verið svona kalt og hvasst. í stökki, 250 metra sigraði Mósi, eyfirzkur að ætt. Eigandi Sigurbjartur Sveins- son. Annar varð Ljóska, einnig eyfii-zk, eigandi Vilhelm Jónsson. Þriðji varð Háfeti, eign SigUrðar Jónssonar f 300 m. stökki voru engin fyrstu verðlaun veitt, þar eð enginn hest (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.