Tíminn - 12.07.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.07.1956, Blaðsíða 5
W&í IYEJ;N~ISÍ, £immtudaginn 12. júlí 1956. & r s ðasta íeikári sóttu 96582 ningar í Þjóðleikhúsinu nuno'l Flestir sáu „Kátu ekkjuna“, „Góða dát- ann Svæk“ og „íslandsklukkuna“ Léikár Þjóðjeikhússins lauk síð ast liðinn sunnudag með sýningu á ópérettunni „Káta ekkjan“. tlafði þáð þá' Staðið 8 dögum leng ur en verijá er, vegna þess, hve mikil aðs'ökn var að óperettunni, sem sýrid var 28 sinnum og jafn- an fyrir fúllu húsi. Fer hér á eftir skrá um sýningar og tölu leik- húsgésta ýfi'r ' allt leikárið. LEIKÁRIÐ 1955 TIL 1956: 1. Er á meðan er eftir M. Hart og G. Kaufman, leikstjóri Lárus Pálsson, tekið upp aftur frá íyrra ári. 13. sýningar, 4616 sýningar- gestir. 2. Góði dátinn Svæk eftir J. Has- ek, leikstjóri Indriði Waage. 31. sýning, 15791 sýningargestur. 3. Fædd í gær eftir G. Kanin, leikstjóri Jndriði Waage, íekið upp aftur frá fyrra ári. 4 sýning- ar, 1423 sýningargestir. 4. í deiglunni eftir A. Miller, leikstjóri Lárus Pálsson. 13. sýn- ingar, 4577 sýningargestir. 5. Kínversk ópera, heimsókn. 5 sýningar, 3387 r-ýningargestir. 6. Jónsmessudraumur eftir W. Shakespeare. Leikstjóri W Hudd. 23 sýningar, 11343 sýningargestir. 7. Maður og kona eftir E. Thor- oddsen og I. Waage. Leikstjóri Indriði Waage. 24. sýningar. 13078 sýningargestir. 8. Islandskiukkan eftir Hallídór K. Laxness, sýnt í tilefni Nóbels- verðlauna höfundar. Leikstjóri Lárus Pálsson. 25 sýningar. 14794 sýningargestir. 9. Vetrarferð eftir C. Odets. Leik stjóri Indriði Waage. 10 oýning- ar. 2755 sýningargestir. 10. Cavalleria Rusticana eftir Mascagni. Leikstjóri S. Edward- sen. Hátíðarsýning í iilefni kon- ungskomunnar. 1. sýning. 661 sýn- ingargestur. 11. Djúpið blátt eftir T. Rattigan. Leikstjóri Raldvin Halldórsson.- 10 sýningar. 2741 sýningargestur. 12. Káta ekkjan — óperetta eftir Lehár. Leikstjóri Sven Áge Lar- Spánska listdanssýningin. DÁNARMINNING: Þorleifiír Jónsson í Bókim Guðíaugur Rósinkranz sen. 28 sýningar. 18292 sýningar- gestir. 13. Spánski ballettinn Rosario, 8 sýningar. 3124 sýningargestir. Sýningar alls á árinu 195. Sýningargestir á árinu 96582. íþróttakennaranám- skeið að Laugarvatni Dagan 29. ágúst til 6. sept. n. k., mun að Laugarvatni fara fram nám skeið fyrir íþróttakennara á vegum íþróttakennaraskóla íslands. Á námskeiðinu mun verða kennt: Fimleikar með undirleik og hrynj andi-æfingar (rythmik), körfu- knattleikur, stökk, gönguæfingar og dansar. Aðalkven-íþróttakennari íþrótta- háskólans í Köln, mun kenna á námskeiðinu. Þá munu þau Sigríð ur Þ. Valgeirsdóttir og Árni Guð mundsson einnig annast kennslu. Erindi flytur dr. Broddi Jóhann esson og efnt verður til samræðu funda og funda í íþróttakennarar félagi íslands og nemendasambandi iþróttakennaraskólans á Laugar- vatni. Þá munu íþróttakennarar í sam- bandi við námskeið þetta kveðja Björn Jakobsson sem skólastjóra skólans. Spora — Reykjavík 4:1 Ég var ungur þegar ég kynntist fyrst Þorleifi Jónssyni í Hólum. Þó ég hefði ekki mikla dómgreind, þá fann ég þó að hér var maðúr, sem gott var að kynnast. I-Ians sterka félagshugsun, manndómur og drenglund var til fyrirmyndar að mér fannst. Síðar átti ég þó kost á að kynnast Þorleifi betur. í nær þrjátíu ár störfuðum við saman í stjórn Kaupfélags Aust- urTSkaftfellinga. Á þeim árum valt á ýmsu með hag og horfur félagsins, þá var gott fyrir mig, yngan og lítt reyndan í félagsstörf um, að standa við hlið Þorleifs, þessa lífsreynda og góðgjafna manns. . . Ég, segi. það. ekki af því, þó Þorleifur sé nú horfinn af tafl- borði lífsins, heldur af margra ára yfirvegun, að ég tel að kynni mín við hann hafi verið mér sá skóli í félagsmálurri, sem ég sótti mest og bezt til, og þegar ég nú, á sjötugsaldri, renni huga yfir far- inn veg, þá finn ég bezt, hvers Virði það var að hafa kynnzt Þor- léifi í Hólum, og öðrum slíkum iri'öhrium,1 sém settu félagshugsjón jna öllu ofar, Ég finn þetta því betur nú sern ég vefð greinilegar var við, að félagsskapurinn er að líða skipbrót á ýmsum sviðum fyrir þeim upplausnaröldum, sem á honum skella, og því miður alll of mörgúm hættir við að sogast undir. Það er illa komið fyrir þjóð vorri, þegar meiri eða minni hluti hepnar verður þannig rekald þeirra hvata, sem lítt styðja að uppbyggingu hins andlega lífs. Þegar svo er komið, þá getur mað ur ekki varizt því, að hugsa til Þorleifs í Hólúm og hliðstæðra! mar.na, sem tóku undir með störf | um sínum það, sem Tómas Sæ-' mundsson sagði til þjóðar sinnar j á banadægri: ,,Ég bið ykkur um-1 fram allt að muna eftir fóstur-! jörðinni og kenna það börnurn ykkar og barnabörnum.“ Leið mín lá oft heim að Hólum. Þar var ævinlega gaman að koma. Heimilið var í livívetna til fyrir- myndar, og húsbóndinn, sem heíir verið þar lengst minnar tíðar, Þor- leifur Jónsson, var maður, sem alltaf var jafn ánægjulegt að hitta. Vit hans og menntun gat alltaf leitt umræðurnar inn á bá braut, sem þeim henti bezt, sem við var rætt. Siðast í nóvember í vetur gisti ég í Hólurn. Þá var Þorleifur enn reifur og hress, þó að aldurinn væri hár. Allt kvöldið skrafaði hann við gesti heimilisíns. Enn lifði andinn frjáls og óháður elli. Talið leiddi hann meðal annars að því, sem vel hefði verið gert fyrir land og þjóð, og hvað nú þyrfti að gera í því efni. Glöggt mátti finna, að enn geymdi þessi aldni héraðshöfðingi „vor og sól í sál sinni“. Nú er Þorleifur horfinn yfir landamærin miklu. Einmitt þá er tækifæri fyrir Austur-Skaftfell- inga að rifja upp í hug sínum, hvað sá maður vann fyrir þá, bæði innan héraðs og utan. Og þó að ryk gleymskunnar hafi hvirflað í slóð hans nú um tíma, síðan hann lagði niður störf fyrir aldurs sak- ir, þá hljótum við þó greinilega að sjá gegnum þá móðu, þegar við stöndum við gröfina hans og rifjum upp minningar liðinna ára, og það sem hann hafði fyrir okk- ur gert í félags- og menningar- málum. Steinþór Þórðarson. í öðrum leik sínum hér sigraði Lúxemborgarliðið Spora úrvalslið Reykjavíkur með 4—1, og gefur sú markatala nokkuð glögga hug- mynd um gang leiksins. Spora sýndi nú mun betri leik en gegn Þrótti á dögunum, og hélt því allan leikinn, en í fyrsta leiknum sýndi liðið aðeins skemmtilegan leik í fyrri hálfleik, en síðan var leikur ' þess í molúm. Nokkrar breytingar' voru gerðar á liðinu, sem voru til hins betra. Talsverðar breytingar voru á Reykjavíkurliðinu frá því, sem það var upphaflega ákveðið. Sig- urður Bergsson og Gunnar Guð- mannsson gátu ekki leikið með sökum meiðsla og í þeirra stað komu Hörður Felixson, Val, og Marinó Dalberg. Hins vegar mun val liðsins hafa komið mörgum á óvart, einkum og sér í lagi, að Hörður Óskarsson, sem sýndi írá- bæran leik í fyrsta leiknum gegn Spora, var ekki valinn og sökn- uðu margir áhorfendur hans mjög. Vörn Reykjavíkurliðsins opnað- ist hvað eftir annað í leiknum mjög illa, og komust leikmenn Spora oft fríir að markinu. Það má teljaast heppni, að þeir skyldu ekki skora fleiri mörk, úr slík- um stöðum, en Ólafur stóð vel í stöðu sinni í marki og bjargaði því sem bjargað varð. Vörn Þrótt- ar stóð sig miklu betur gegn Spora, þótt þar léki aðeins einn landsliðsmaður, en öll aftasta vörn Reykjavíkurliðsins var með í Finnlandsförinni. í fyrri hálfleik skoraði Spora þrjú mörk en úrvalið ekkert. Að vísu voru tvö þeirra heppnismörk. Fyrsta markið skoraði hægri inn- herjinn, sem komst frír-að mark- inu, og renndi knettinum fram- hjá Ólafi, sem kom lilaupandi á móti honum. Annað markið var hálfgert sjálfsmark. Aukaspyrna var dæind á úrvalið rétt utan víta- teigs. Knettinum var spyrnt í átt að marki, en hafnaði í einum varn arleikmanni, og flaug óverjanjli í hornið. 1 riðja markið var -.skor- ' að með spyrnu af 16—18 metra færi, og lenti knötturinn innan á stöng í mótstæðu horni.Á /- i - « i I síðari hálfleik var -leigurinn jafnari. Hilmar Magnússo'n kom þá inn á í stað Harðar, sem hafði verið algjörlega miður sín, og kom Hilmar nokkru lífi í frámlínuna fyrst í stað, en það stóð ekki lengi. Á þeim tíma skoraði liðið sitt eina mark. Sigurður Sigurðs- !son fékk knöttinn í góðu færLog i spyrnti fast á markið. Knötturinn 1 straukst við varnarleikmann og i breytti stefnu, svo hinh ágæti 1 markmaður Spora fékk ekki varið. Síðast í leiknum skoraði. Spora fjórða markið, og kom það á all- i óvenjulegan hátt. Aúkásþyrria var dæmd á Spora fyrir' farigstoðu í vítateig. Gunnar Leóssón tök spyrnuna strax, en spýrriíi' beint til Sporaleikmanns, ðg fyrr en varði var knötturinn kominn inn í vítateig, þar sem tveir leikmenn Spora voru fríir, en vörnin, alveg óviðbúin, og reyndist létt. aö skora. Eins og áður segir var vörn Reykjavíkurúrvalsins mjög opin. Gunnar Leósson átti óvenjulega slæman leik, og Einar og Árni voru langt frá sínu bezta. Halldór Halldórsson stóð sig prýðilega sem framvörður og var bezti maður liðsins, en Reynir Karlsson var frekar óvirkur. Reynir fór út a£ er um 15 mín. voru eftir áf leik, og kom Björn Kristjánssori í hans stað, og gerði stöðunni ekki síðri skil. Framlínan var lélég, og Sigurður sá eini, sem lék af venju legri getu. Gunnar Gunnarsson var nú ekki svipur hjá sjón mið- að við Þróttarleikinn, enda varð hann fyrir miklum sþaþkjföllum í leiknum. Dómari var Hannes Sigurðsson, og dæmdi hann mjög vel, ákveð- inn og strangur. Næsti leikur Spora er í kvöld við Akurnesinga, og má búast við skemmtilegum leik. i Héraðsmót UMF Vestfjarða Héraðsmót U. M. F. Vestfjarða var haldið að Núpi dagana 30. júní og 1. júlí. Undankeppni í í- þróttum fór fram á laugardag. Á sunnudag kl. 14 setti formað- ur sambandsins, Halldór Kristjáns son bóndi á Kirkjubóli, mótið með ræðu. Síðan fór íram úrsl. íþrótta keppni. Sveinn Gunnlaugsson, skólastjóri á Flateyri, flutti ræðu. Keppt var í mælskulist og átt- ust við flokkar sveita og kaup- túna. Sigruðu sveitamenn með 25,5 stigum gegn 24. Dansað var bæði kvöldin. Veð- ur var mjög gott, mótið fjölsótí og fór hið bezta fram. Keppendur voru um 40 frá þess um félögum: íþrf. Stefni, íþrf. Gretti, Umf. Mýrahrepps;, íþrf. Höfrungi og Umf. 17. júní. Úrslit íþrótta: Langstökk: Emil Hjartarson, G. 5,96 Viggó Björnsson, S. 5,65 Jón Fr. Hjartar, G. 5,56 Ólafur Þórðarson, 17. júní 5,40 Hástökk: Emil Hjartarson, G. 1,58 Jón Fr. Hjartar, G. 1,53 Hreinn Jóhannessson, S. 1,43 Viggó Björnsson, S. 1,44 Þrístökk: Emil Hjartarson, G. 13,01 Viggó Björnsson, S. 11,66 Bergur Torfason, M. 11,46 Jón Fr. Hjartar, G. 11,08 Stangarstökk: Páll Bjarnason, S. 2,80 Hreinn Jóhannesson, S. 2,70 Gísli Kristinsson, H. 2,6é Jón Fr. Hjartar, G. 2,4(1 Spjótkast: Jón Fr. Hjartar, G. 46,75 Hreinn Jóhannessson, S. 43,60 Ól. Þórðarson, 17. júní 39,03 Emil Hjartarson, G. 38,52 Kúluvarp: Ól. Þórðarson, 17. júní 13,99 Emil Hjartarson, G. 12,71 Hreinn Jóhannesson, S. 11,52 Gísli Kristinsson, G. 11,50 Kringlukast: Ól. Þórðarson, 17. júní 36,40 Emil Hjartarson, G. 33,51 Jón Fr. Hjartar, G. 28,99 Hreinn Jóliannesson, S. • ■ 26;,25 100 m lilaup: Emil Hjartarson, G. ; , 12,3 Jón Fr. Hjartar, G. 12,5 Guðbjörn Björnsson, S. 12,5 1500 m hlaup: Viggó Björnsson, S. 5:06.0 Emil Hjartarson, G. 5:30,4 Hjalti Þorvarðarson, H. 5:31,0 Jón Fr. Hjartar, G. 5:31,5 4x100 m boðlilaup: Sveit Höfrungs 55,2 Sveit Grettis 55.9 2197 stig Fimmtarþraut: Emil Hjartarson, G. Jón Fr. Hjartar, G. 1líi(,iíVO 80 m hlaup: ^nd: Jónína Jensdóttir, H. : brý 12,2 María Ólafsdóttir, H, 1-2,4 Vilhelmína Sólbergsdóttir, á. 13,0 Guðrún Bóasdóttir, G. 13,0 ' I (US . i |Jo 4x80 m boðhlaup: Sveit Höfrungs, Sveit Grettis Langstökk: María Ólafsdóttir, H. Jónína Ingólfsdóttir, S. Jónína Jensdóttir- H. 52,7 -154,7 O'J <> ■ '4,24 4,07 .. .3,97 (Framhald á 6. clðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.