Tíminn - 12.07.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.07.1956, Blaðsíða 4
m T í MIN N, fimmtndagiim IZ.Vj&tír X9g6. Á lí- Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). «> Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Ötti íhaldsins við vinstri stjcrn MAÐUR, sem hefir bersýni- lega mikla skapsmuni, skrifar forustugrein Mbl. í gær og vandar Framsóknarflokkn- um ekki kveðjurnar. Grein- ina kallar hann „Ólánsferil Framsóknar“ og er efni og gpdi greinarinnar í samræmi við þá fyrirsögn. Það er að sjálfsögðu alveg ástæðulaust að fara að svara þeim áburði ítarlega, sem kenmr fram í grein þessa skapmikia rithöfundar. Rit- smíðin öll byggist á skaps- munum í stað raka. Uppi- staða hennar er sú, að Fram- sóknárflokkurinn hafi brugð- ist öllum samstarfsflokkum og ekki megi því treysta hon- um í samstarfi. Ekki er minnstur snefill af rökum færður fyrir þessum áburði, því að það er allt annað að rjúfa samstarf með gildum rökum og fullum fyrirvara en að bregðast samningum. Með því að rjúfa stjórnarsam starf 1949 og 1956 rauf Fram sóknarflokkurinn ekki neina samninga, er hann hafði gert við aðra flokka, heldur fór að öllu bæði á drengilegan og formlegan hátt. Ákæra hins skapheita manns fellur þvi 'alvé'g''ii'm sjálft sig. Ef hinn skapheiti maður vill, er hins vegar hægt að rifja það upp, hverjir hafi svikið gefin drengskaparlof- orð, unnin með uppréttum fingrum, i sambandi við stjórnarslit. Tíminn mun þó ekki rifja það upp ótilneydd- ur, því að bezt er fyrir við- komandi aðila, að slíkir at- burðir fyrnist. En svo lengi getur verið hægt að halda uppi órökstuddum svikabrigsl um, að upprifjun slíkra at- burða verði nauðsynleg. ÞAÐ, sem einkennir annars mest þessa grein Mbl., er taumlaus reiði í garð Fram- sóknarflokksins. Það leynir sér ekki heldur, hvað veldur þeirri reiði. Forkólfar Sjálfstæðisflokks ins telja Framsóknarflokk- inn réttilega hættulegasta andstæðing sinn. Það er Framsóknarflokkurinn, sem hefir staðið í vegi þess, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihlúta. Undir forustu Framsóknarflokksins hefir sókn Sjálfstæðisflokksins ver ið hrundið í hinum dreifðu héruðum landsins. Undir for- ustu Framsóknarflokksins hefir verið hafist handa um að sameina hin sundruðu vinstri öfl með þeim árangri nú þegar, að íhaldið hefir misst fimm kjördæmi, er það vann 1953 vegna sundrungar andstæðinga þess. Undir for- ustu Framsóknarflokksins er nú unnið að myndun stjórnar vinstri manna. Foringjar Sjálfstæðisflokksins sjá fram á, að óeðlileg völd auðmanna og milliliða verða brotin á bak aftur, ef sú stjórnar- myndun heppnast. REIÐISKRIF Mbl. um Fram- sóknarflokkinn eru vissulega sönnun þess, að hann er enn sem fyrr sá andstæðingur í- haldsins, sem það óttast mest og hatar mest. Þess vegna skal nú ekkert látið ógert til að rægja hann og ófrægja sem mest. Vegna stjórnarsamninga þeirra, sem nú standa yfir, grípur hinn skapheiti rithöf- undur Mbl. helzt til þess rógs, að Framsóknarflokkur- inn sé svikull í samstarfi! Þetta á að vera til aðvörunar fyrir þá, sem Framsóknar- flokkurinn er nú að semja við. En tvennt geta menn haft til samanburðar um það, hvort Sjálfstæðismönnum eða Framsóknarmönnum má betur treysta í samstarfi. Ann að er samningurinn frægi, sem Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson gerðu við Björn Ólafsson 1946 um tryggt sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, en létu svo fella hann með út- strikunum. Hitt er hið trausta fylgi Framsóknarmanna við frambjóðendur Alþýðuflokks ins í þeim kjördæmum, þar sem samið var um að styðja þá í nýloknum þingkosning- um. Ótrúlegt er því, að nokk- ur íhaldsandstæðingur gangi þeirra erinda íhaldsins að láta umræddan róg Mbl. blekkja sig og hindri þannig það samstarf, er þj óðin þarfn ast nú mest og þó alveg sér- staklega hinar vinnandi stétt ir landsins. Otímabær deila TALSVERÐ deila er nú um þ)^ð"milli Alþýðublaðsins og Þjbðviljans, hvort Alþýðu- flokkurinn eða Alþýðubanda- lagið sé ttleira fylgjandi því, að mynduð verði vinstri stjörn. ! Úm deilu þessa má segja að hún sé til lítils gagns á þessu stigi, og reynslan skera bezt úr því á sínum tíma, hvort blaðið hafi rétt- ara fyrir sér. Hins vegar má benda á það, að Alþýðubanda lagið hefir enn ekki afneitað samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn eins og bæði Framsóknarflokkurinn og A1 þýðuflokkurinn hafa gert, hvað, sem því kann að valda. Rétt er þó að geta þess, að mjög margir fylgjendur Ai- þýðubandalagsins eru slíkri samvinnu algerlega andvígir og myndu ekki styðja það lengur, ef til hennár kæmi. Þögn Alþýðubandalagsins um þetta mál, þarf því ekki að þýða það, að það geti hugsað sér samstarf við Sjálf stæðisflokkinn, þótt ýmsum þyki hún tortryggileg. Antony Head- nííverandi hermálaráðiierra Breta var eitt sinn óbreyttur hermiaðiir Ráðherrann er mikiíl yinnuþjarkur - Tóm- stundaiðja: Hestamennska og nátt- úrufræðirannsóknir Á ÁRINU 1945, þegar Antony Head gekk úr hernum til að verða frambjóðandi íhaldsmanna í Car- shalton í Surrey flutti hann allar ræður blaðalaust og með öllu und- irbúningslaust að því er virtist. Hann kom aldrei með punkta með sér — treysti aðeins á minnið. Eitt sinn er hann var að halda ræðu í miðri kosningabaráttunni kom nokkuð skemmtilegt atvik fyrir. I miðri ræðunni heyrði hann í hesti, sem sýnilega hafði fælzt og knapinn hafði dottið af baki og lá á hlaupabrautinni. Þeg- ar Antony sá þetta, hætti hann í miðju kafi, hljóp að hestinum, stöðvaði hann og stökk síðan á bak og reið til baka þar sem knapinn lá á brautinni. Segja má með sanni, að atvik þetta sé dæmigert fyrir stjórn- málamanninn Antony Head — ró- legur að eðlisfari, sem gefur sér tíma til að hugsa hlutina og þó að hann sé stundum dreyminn get ur hann verið fljótur til, þegar þess er þörf. Tekur vandamálunum með rósemi í embætti hermálaráðherra, þegar hann heyrði um brott- rekstur Glubb pasha, var ekki að sjá á honum merki geðshrær- ingar — hann er þeirrar skoðun- ar, að öllum vandamálum stjórn málanna verði að taka með ró og stillingu. Hermáiaráðuneytið ber ekki aðeins ábyrgð á stjórn alls hersins^ heldur liefir það einnig með höndum áætlanir og framkvæmd hernaðaraðgerða, ,þjálfun hersins, öflun allra mögulegra upplýsinga um hern- aðarmál og meðferð og notkun margra miljóna punda af fé og eignum almennings. Mikill hestamaður Antony Head er fæddur 1906 og er hann af ríku foreldri. Hann las við Eton og fór síðan á hinn konunglega herskóla að Sandhurst. Antony hefir alla tíð haft mik- inn áhuga á hvers kyns útilífi, sérstaklega reiðmennsku og veið- um. Honum þykir mjög vænt um hesta, þó að hann hafi nú ekki eins mörg tækifæri og áður að fara í útreiðartúra og áður, þeg- ar hann var hestasvéinn. Hann varð hestasveinn um tvítugt að eigin ósk, er honum var ráðlagt að vera meira úti undir beru lofti heilsu sinnar vegna, en þá réðst hann til eins frægasta tamninga- manns Breta, Atty Persse að nafni. Persse hefir látið svo um mælt um Antony, að hann sé „stórkostlegur vinnuþjarkur, sam- vizkusamur og sívinnandi.“ Sjálfboðaliði í lífvarða- sveifum Antony Head er ævintýraþráin í blóð borin. Hann stundaði mikið sjómennsku, sigldi meðal annars til Ástralíu. Árið 1934 var hann ANTONY HEAD knapi á hinum miklu Grand Natio- nal-kappreiðum í Englandi. Skömmu síðar kom það ein- kennilega fyrir, að verðandi her- málaráðherra landsins lét skrá sig í herinn sem óbreyttur hermað- ur. Hann gérðist sjálfboðaliði í líf- varðasveitunum frá 1934 til 1937. Honum líkaði starfinn mjög vel og hafði mjög gaman af að ríða hinum svarta gæðing sínum í skín andi herklæðum lífvarðanna. Ár- ið 1940 var hann skipaður majór í 20. Ijfvarðasveitinni. Síðar var hann skipaður aðstoð arfulltrúi í hermálaráðuneytinu. Árið 1942 varð hann yfirmaður í þeirri deild ráðuneytisins, sem hafði umsjón með sameinuðum hernaðaraðgerðum og frá 1942 fram til D-dags, ér innrásin var gerð í Frakkland var hann hátt- settur fulltrúi í hernum. Hann ferðaðist mikið, aðallega um Mið- Austurlönd, Norður-Afríku og Frakkland. Það hefði verið eðli- leg þróun, ef Antony Head hefði verið skipaður hershöfðingi. Hann var ivímælalaust gæddur þeim gáfum og hæfileikum, sem nauðsynlegir eru iil hershöfð- ingjastarfans. En íhaldsmenn sáu, að hann bjó yfir öðrum gáf um og margir þeirra, eins og Saíisbury Iáýarður og Beaver- brook lávarður, sáu í honum ungan og efnilegan forustu- mann íhaldsnianna, sem nauð- synlegt var að styðja og efla til valda þegar tími væri til kom- inn. Kosirm á þing árið 1945 í kosningunum 1945 var hann kosinn á þing í Carshalton með 1000 atkvæða meirihluta. t næstu kosningum árið 1950 jók hann mismuninn upp í 8000 atkvæði og árið eftir munaði nærri 10 þús- und atkvæðum á honum og fram- bjóðanda verkamgnnafíeðíksins. Eftir kosningarnarí ‘ ífoi': Var hann skipaður hermálaráðherra og af skynsamlegum á.stæðum . afsal- áði hann sér ölluih ' hérnaðártitl- um og kallaði sig, einfalúlega mr. Head. Aldrei síðan. 19Í6, þegar Kitchener lávarður, var hermála- ráðherra, hefir það komið fyrir, að venjulegur hermaður hafi orð- ið hermálaráðherra. Áð vísu var Winston Churchill hermaður á sinum tíma, en Áritony Head var hermaður í hvorki meira né minna en 20 ár. Ásfæðan til þess, að ekki þykir heppilegt að fyrr- verandi hermaður verði hermála ráðherra er sú, að náin tengsli hans við æðstu herforingja geri það að verkum, að völd hans verði ekki eins mikil og ætlazt sé til í starfi hans sem hermálaráð- herra. Enginn, sem þekkir Antony Head óttast nokkuð slíkt. Hers- höfðingjarnir hafa : engin áhrif á hann og ekki ér nokkur vafi á því, að hann tekur ákvarðanir sínar í samrænii við samvizku sína og einlægá sköðuii. Antony Head er kvæntur lafði Dorotheu Ashley Cooper, sem er afkomandi hins mikla velgjörðar- manns, Shaftesbury lávarðar, sem m. a. lét reisa Eros-styttuna á Piccadilly Circus. Þau eigá 3 börn og hafa til skamms tíma búið í fallegu húsi í Windsor, en eru ný- lega flutt inn í borgina. Áhugamaður um náttúru- fræði Antony les bækur um alvarleg efni í tómstundum sínum, hann hefir sérstakan áhuga á bókum um náttúrufræðileg efni. Hann á mikið skordýrasafn, sem hann lætur sér mjög annt um' og gríp- ur hvert tækifæri sem gefst til að auka það að gæðum og fjöl- brevtni. . Engin hætta er á því, að hann skapi alvarlegt fordæmi, ef lion um skyldi einhverju sinni verða á skyssa, en segja má með sanni um Antony Head, að hann er sannkölluð Iífi gædd afsönnun á athugasemd fransks stjórnmála manns til Lloyd George: „STRÍÐ ER ALLTOF ALVARLEGUR HLUTUR, TIL AÐ IIERMENN GETI SKIPT SÉR AF ÞVÍ.“ (Þýtt úr Everybody’s.) Lögðu róðrabátunum og fóru á síld til Siglufjarðar Frá fréttaritara Tímans á Hofsós. Algjört aflaleysi er nú hjá opn- um bátum, sem róá til fiskjar frá Hofsós. Búið er að leggja fjórum fiskibátum á land og áhafnir þéirra farnar norður til Siglufjarðar í síld. Margt fólk frá Hofsósi er farið norður í síldina. Miklir flutningar á bílum og önnur umferð er um veginn til Siglufjarðar og er auð- séð að þar er loksr,feomið líf í tusk- urnar eftir langvarandi síldarleysi. FYRIR SYNDAFLÓÐIÐ. Trípólíbíó sýnir. — Hvað segir Truman: Hvað líður heimsfriðnum: Hvernig hefir Kóreustyrjöldin það? Þetta er frönsk mynd, sem gerist að miklu leyti meðal sveimhuga unglinga í París, þegar pólitískir spekulantar í austri og vestri, friðarsinnar og andfriðarsinnar með friði, spurðu um Truman og Kóreustyrjöld og hvernig friðnum liði. Hvernig það getur blandast afbrotum unglinga og hvernig það verður skýrt hvort með öðru er undirrituðum óskilj- anlegt, nema þá ungiingaglöp verði skýrð með þeirri lífsóværu, sem er samfara friðarpólitík og andfriðar- sinnapólitík með friði. Ekki er þó hægt að segja það svo opinskátt og tengslalítið og gert er í mynd- inni. Eins og þarna er farið að ráði sínu verkar bralliö eins og móður- sýki en ékki sem tákn þeirra tíma, sem spilla æsku tuttugustu aldar og hlýtur að eiga vera grundvallar- atriði, geðlægt sem utanáliggjandi. ---------------* Þa'ð hefir hvarfla'ð meir og meir að allmörgum undanf.-rið, að Frakk ar séu móðursjúkari en almennt gerist um þjóöir og kannske er sköpuður myndarinnar að undir- strika einmitt þetta. Yíirleitt verk- ar myndin hlægilega á mann, eins og aðrir misheppnaðir harmleikir. Og þótt undirritaður sé ekki póli- tískur og hvorki friðarsinni né and- friðarsinni með friði, finnst hon- um andstæðingar vámarliðsflokks- ins á íslandi hefðu átt að fá þessa mynd til sýningar fyrir< kosningar, ef það hefði orðið til.þess að mesti stríðshrollurinn hqfði farið úr Reyk víiiingum og Suðúrnesjáuronnum. ~^----—---- ★ Áður en myndinni lýkur er Kóreu- styrjöld lokið, stolið hefir verið frí- merkjum, kona hefir misst elsk- huga sinn fyrir aidur .fram að eigin áliti, næturvörður hefir v.erið drep- inn og dreng drekkt í baðkeri, en þá hefst upp nýtt hróp um olíu- stríð. Það er sern sagt ekki and- skotalaust ef stríðsvonin váerí tek- in frá fólki, eða hVað skyldi Tru- man segja? — I. G. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.