Tíminn - 04.10.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.10.1956, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 4. október 195& <9 ÍDK Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Kitstjórar: Hnukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur I Edduhúsi við Lindargötu. Slniar: 81300, 81301, 81302 (rltstj. og blaðamesn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. PreatsmiSjan Edda h.f. Framlag Islands til Nato Á FORSlÐU Morgunblaðs íns í' gær var skýrt frá við- ræðum þeirra Emils Jónsson ar og Dulles í Washington. M. a; segir þar, að Dulles hafi sagt á blaðamannafundi, þar sem hann var spurður um þessi mál, „að hann væri von- góður um, að ísland hékb' á- íram að greiða skerf sinn til varna Nato-ríkjanna“ þ. e: ríkja Atlantshafsbandalags- íns. Út af þessum ummælum Dulles, læzt Mbl. setja upp mikinn undrunarsvip og spyr í stórri, þrídálkaðri fyrir- ,'jögn: Stóð til ,að íslands »egði skilið við Nato-ríkin? í framhaldi af þessu má vel búast við því, að Mbl. hefji nú mikil blaðaskrif, sem það byggi á því, að upp hafi kom ist ráðabrugg um, aö fsland í:æri úr Atlantshafsbandalag £nu! AÐ SJÁLFSCGÐU hefur það aldrei staöið til að ís- J.and færi úr Atlantshafs- bandalaginu og segði slitið samvinnu við ríki þess. í ályktun þeirri, sem Alþingi samþykkti síðastl. vetur um varnarmálin, er einmitt lögð áherzla á, að haldið verði á- íram þátttöku íslands í þessu samstarfi. Stefna ríkisstjórn arinnar í utanríkismálum er byggð á þessari ályktun. Utan ríkisráðherra fslands mun byggja afstöðu sína á henni í viðræðum þeim, sem nú fara fram í Washington. Það er þvi hvorki afstaða Alþingis eða ríkisstjórnar ís lands, er veldur því, að sú opurning er lögð fyrir Dulles á blaðamannafundinum, Jivort ísland ætli að segja skil ið við Nato-ríkin. Sú spurn- ing er byggð á þeim frétta- skeytum, er blaðamenn Mbl. og Vísis hafa sent út um heim þar sem ályktun Alþingis hef ur'verið túlkuð, eins og ætl unin væri, að ísland segði ;,kilið5 við Nato-ríkin. Það sýn ?.r bezt þau áhrif, sem þessi vangi fréttaburður hefur haft, að Dulles skuli vera ; ;purður slíkrar spurningar. Dulles byggir svar sitt hins- vegar auðsjáanlega á álykt- un Alþingis og segist því von góður um, að ísland haldi á :.ram að greiða sinn skerf til várna Nato-ríkjanna. Mbl. er hinsvegar samt við r,ig. Hina fráleitu spurningu, oem auðsjáanlega er byggð á Iiinum ranga fréttaflutningi blaðamanna þess og Vísis, J.iyggst það nota sem sönnun þéss, að uppvíst hafi orðið um ERLENT YFIRLIT: verskonar maður er Nixon? Hann er nú umdeildasti maSurinn í kosningahrítSinni i Bandarikjunum f 1 ráðabrugg um brotthlaup ís- lands úr samstarfi Nato-ríkj anna! EINS OG rakið er hér að framan, hefur það aldrei staö ið til, að ísland færi úr sam- starfi Nato-ríkjanna. Líkt og Lester Pearson sagði hér fyr ir nokkrum dögum, eru þær ástæður enn fyrir hendi, er á sinum tíma leiddu til þess, að Atlantshafsbandalagið var stofnað. Hinsvegar hefur starf bandalagsins borið þann árangur, að ástæðu- laust er, að ríkin leggji fram meiri skerf en gert var ráð fyrir þá. Og hver var sá skerfur, sem ísland undirgekkst að leggja til þessa samstarfs og það mun standa við eins og glöggt kom fram í ályktun Alþingis í vetur? Þessi skerfur var sá, að komi til ófriðar á Atalntshafs svæðinu, mun bandalagið fá aðstöðu til bækistöðva á ís- landi og i því skyni verður haldið við þeim varnarstöðv- um, sern fyrir eru. Það er þó alveg háð sjálfdæmi íslands hvenær og hvernig þessi að staða er veitt. Og það var al- veg sérstaklega tekið fram, — og það fengið viðurkennt af Nato-ríkjunum, — að þessu fylgdi ekki það, að hér yröi leyfð herseta á friðar- tímum. Að undanförnu hafa ís- lendingar lagt fram meiri skerf til þessa samstarfs en lofað var 1949 vegna óvenju- lega uggvænlegs ástands í alþjóðamálum. Nú hefur þetta breyzt aftur til hins betra — m. a. fyrir atbeina Atlantshafsbandalagsins, — og því er ekki lengur ástæða fyrír hendi til að leggja fram meiri skerf en lofað var 1949. Þetta sézt m. a. á afstöðu ann ara Nato-ríkja og nú allra síðast Vestur-Þýzkalands, er hefur stytt ráðgerðan her- skyldutíma úr 18 í 12 mán uði. ÍSLAND mun öruggglega standa við það, sem lofað var 1949. Það mun hvorki bregð ast þeim skuldbindingum, né öðrum, er það hefur gengist undir. Um það geta samherj ar þess ekki aðeins verið von góðir, heldur vissir. En þess er hinsvegar ekki hægt að krefjast með neinum rétti, að það geri meira en lofað var 1949, þar sem þróunin er líka sú, að önnur þátttökuríki telja sér nú fært að draga úr framlögum sínum. .. .rDSÚÖ—-v ÞÓTT ÞEIR Eisenhower og Stevenson séu höfuðkeppinautarn- ir í forsetakosningunum í Banda’ ríkjunum, er það þó hvorugur þeirra, sem er mest umdeildi mað- urinn í kösningahríðinni. Sá mað- ur, sem tvímælalaust mesti slyrinn stendur um, er Richard Milhouse Nixon, varaforsetaefni republik- ana. Aðalástæðan til þess er að sjálf- sögðu sú, að vegna veikinda Eis- enhowers er mjög óttazt, að hann muni ekki endast til að gegna for- setaembættinu allt næsta kjörtíma- bil og varamaður hans muni þá taka við. Þetta veldur því. að at- hygli beinist nú miklu meira að varaforsetaefni republikana en títt er um varaforsetaefni í íorsetakosn ingum. Venjulegast ber lítið á þeim og þeir hverfa að mestu í skuggann í kosningahríðinni. Þetta er þó ekki eina ástæðan. Það hefir jafnframt sitt að segja, að Nixon hefir alltaf verið um- deildur maður síðan hann hóf þátt tölcu í stjórnmálum fyrir 10 árum síðan. Demokratar telja því heppi- legt að beina athyglinni sem mest að honum og reyna að láta Eisen- hower gleymast sem mest. RICHARD NIXON er einn þeirra manna, sem hafa hafizt til mikils frama á óvenjulega skömm- um tíma. Hann verður 44 ára 9. janúar næst komandi. Hann lauk fremur ungur laganámi með góð- um vitinisburði og stundaði síðan lögfræðistörf að undanskildum ár- unum 1942—46, er hann var í hern um. Hann gaf sig lítt að stjórn- málum á þessum árum og virtist ekki liafa nejnn sérstakan áhuga fyrir þeim. Ástæðan til þess, að kunningjar hans lögðu að honum að gefa kost á sér til framboðs haustið 1946, var einkum sú, að republikanar áttu í vandræðum með að fá frambjóðanda, því að demokratinn, er hafði verið þing- maður umrædds kjördæmis um skeið, var talinn öruggur í sessi, enda mikilsmetinn maður. Nixon sýndi það strax í kosningabarátt- unni þá, að hann var bæði kænn og harður baráttumaður og ekki sérlega vandaður í áróðri sínum. Hann hlaut því kosningu og var þingmaður í fulltrúadeild Banda- ríkjanna fjögur næstu árin. Hann hlaut þann dóm starfsbræðra sinná að vera vel starfhæfur þing maður, fljótur að átta sig á mál- um, vinnusamur og laginn í samn- ingum. Sérstaka frægð hlaut hann þó fyrir starf sitt í þeirri þing- nefnd, er fjallaði um mál Algers Hiss, því að hann átti mestan þátt í að sanna á hann njósnir fyrir kommúnista. Það átti svo mestan þátt í því, að Nixon var valinn frambjóðandi repúblikana 1950 við kosningu á öldungadeildarmanni fyrir Kaliforníu, þótt bæði Warr- en og Knowland, sem voru þá mestir áhrifamenn republikana þar, væru heldur á móti honum. Hann háði kosningabaráttuna af mikilli hörku og þótti beita óvönd uðum meðulum. Úrslitin urðu þau ao hann bar sigur úr býtum. Á ÞINGI þótti Nixon standa nærri hægra armi flokksins 1 inn- anríkismálum, en í utanríkismálum fylgdi hann frjálslyndara armi flokksins. Hann hefir alltaf verið andstæðingur einangrunarstefnunn ar. í átökunum, sem urðu um Eis- enhower og Taft sem forsetaefni republikana 1952, fylgdi Nixon N I X O N hinum fyrrnefnda. Með því að fylgja hægri armi flokksins í inn- anlandsmálum, en hinum í alþjóða málunum, hafði Nixon skapað sér þá millistöðu í flokknum, að báðir armar flokksins gátu sætt sig við hann sem varaforsetaefni. Um það hafði verið samkomulag, að það sæti skyldi skipa ungur maður. Nixon tók mikinn þátt í kosn- ingabaráttunni 1952 og var þá gerð á hann árás, sem um skeið virt- ist ætla að ríða honum að fullu, en hann var talinn hafa misnotað sjóð, er verið hafði í vörzlu hans Hann hratt þessari árás í mjög snjallri sjónvarpsræðu og mun hún því hafa gert honum meira gagn en tjón. í þingkosningunum 1954 var hann sá leiðtogi repúblikana, er kosningabaráttan mæddi mest á. Nixon hefir sem varaforseti tek- ið meiri þátt í stjórn landsins en nokkur fyrirrennari hans, því að Eisenhower hefir viljað hafa þann hátt á. Hann hefir tekið mikinn þátt í samningum milli þingsins og stjórnarinnar og þótt laginn mála- miðlunarmaður. Þá hefir hann ferðazt víða um heim sem fulltrúi Eisenhowers og þótt koma frárn. ÞAÐ ER einkum tvennt, sem andstæðingar Nixons finna honum til foráttu. Annað er það, að hann sé tækifærissinni í skoðunum. Hann hafi byrjað sem hægri mað- ur, en síðan orðið fylgismaður Eis- enhowers. Hann hafi sjálfur enga sérstaka stefnu, heldur fari mest eftir því, hvernig vindurinn blæs. Slíkur maður geti reynzt hættu- legur í forsetaembættinu. Hitt er það, að hann sé maður óvandur að meðulum og baráttuaðferðum og sýni það, að ekki megi treysta honum. Fylgismenn Nixons halda því hins vegar fram, að Nixon hafi sýnt sig að vera maður, er sé traustur fyrir, þegar á reynir, og hann sé sem varaforseti búinn að afla sér þekkingar, er geri haiin vel færan um að taka við forseta- embættinu, ef á þurfi að halda. Þeir viðurkenna, að hann sé harð- ur baráttumaður, og geti verið ó« væginn, en tæplega gangi hann þð lengra í þeim efnum en Truman hafi oft gert, en málflutning hans hafi demokratar látið sér vel líka. SENNILEGA liggur sannleik- urinn um Nixon einhvers staðar þarna mitt á milli. Hann er tví- mælalaust gáfaður maður og eng- inn öfgamaður, þótt hann sé harð- ur í málflutningi. Hann hugsar bersýnilega ráð sitt og gerir sér jafnan vel Ijóst, hvernig landið liggur. Þess vegna reynist hann góður samningamaður og hefir tek izt að afla sér stuðnings bæði hægri og vinstri arms repúblikana. Sú hætta virðist mest í sambandi við hann, að hann geti sem forsetí reynzt of mikill tækifærissinni og farið um of eftir því, er hann á- lítur vinsælt í það og það skipti. Þessi ótti er ástæðumeiri en ella vegna þess, að Nixon er ungur og hefir aldrei verið reyndur í ábyrgð armikilli trúnaðarstöðu. Hinu verð ur samt ekki neitað, að þótt hann hafi verið óvæginn og tækifæris* sinnaður stjðrnmálamaður, virð- veljist hann jafnan hafa kunnað fót- (Framhald á 8. síðu). TSAÐsromfl Samviiman í Hreyfli ÞAU tíðindi hafa nú ýferzt í bifreiðastjórafélag- :nu Hreyfli, að fylgismenn iTramsóknarflokksins, Alþýðu lokksins og Alþýðubanda- lagsins.hafa komið sér sam- ;in um sameiginlegan lista við Jjosningu á fulltrúum til Al- Aýðusambandsþings. Áður hafa vinstri menn verið klofn ir í Hreyfli. Það hefur mjög háð verka- lýðshreyfingunni á undan- förnum árum, að vinstri menn innan hennar hafi ver ið klofnir og háð yfirboðs- baráttu hver gegn öðrum. Þetta hefur bæði veikt hreyf inguna og gert hana ábyrgð arminni en ella. Ef vinstri öflunum tækist að vinna saman innan verka lýðshreyfingarinnar, myndi þetta mjög breytast. Áhrif hennar og ábyrgð myndi styrkjast stórlega við það. Það væri því vel, ef sameig inlegi listinn í Hreyfli væri vísbending um það, sem í vændum pv. HEILL OG SÆLL Frosti! — Síð- ast þegar ég leit inn til ykkar í baðstofuna gaf ég fyrirheit um að boma þangað aftur að heyönn- um loknum og tel því tímabært að efna það loforð. Að sjálfsögðu verður rabb mitt mest kveðskap- ur eins og venjulega um hin sundurlausustu efni með viðeig- andi skýringum. Byrja ég svo á kveðskapnum. Stuttu eftir stjórn- arskiptin kvað ég eftirfarandi stökur: Illt þó vilji íhaldshljóð eyru margra lýja. Væna menn að verði góð „vinstri" stjórnin nýja. Allt sem farið illa var efalaust hún bætir. Vorrar þjóðar velferðar „vinstri" stjórnin gætir. Nóttina eftir kjördaginn s. 1. vor var ég gestkomandi í Húna- vatnssýslu að Torfustöðum í Mið- firði. Vakti ég þá nótt alla og hlýddi á úrslit kosninganna. Kvað ég þá stökur nokkrar og set hér tvær sem sýnishorn: Seyðfirðinga sýnda dáð, sjótin meta kunni. Lárus fékk í lengd og bráð lausn frá þingmennskunni, Flatur enn í Darra-dans datt hann Mýra-Pétur. Þetta er 5. fallið hans, fáir gera betur. ÉG ILÉLT síðan för minni áfram til Eyjafjarðar og Akureyrar og var þar alls staðar vel tekið að venju. — Ég var í kaupavinnu á Bægisá í Ilörgárdal hálfsmánað- artíma og var þá heyskapartíð góð. Benedikt Einarsson hús- bóndi minn er hniginn að aldri, en heiðursmaður mesti. Leið mér þar afbragðsvel. Um hann kvað ég þessa stöku: 1 Metinn vel er mönnum hjá, margra heillir styður Benedikt á Bægisá bóndi og söðlasmiður. _______' "'«i| Um Sverri bónda i Skógum, sem er dugnaðarmaður og dreng- ur góður, kvað ég eftirfarandi stöku: Hörgárdals af bændum ber, búinn kostum nógum. Sé ég aðeins sæmd hjá þér Sverrir bóndi í Skógum. Ilonum og öðrum Eyfirðingum þakka ég vinsemd og viðtökur góðar. — Þorvaldsdalur heitir af- dalur einn vestanmegin í Hörg* árdal. Blæs þaðan oft kalt á vetr> um og því kvað ég: Hlýtur stundum kvöldaval harðra veðra grillu. Þegar blæs úr Þorvaldsdal þá er von á iliu. Á AKUREYRI dvaldi ég nokkrar nætur og heimsótti ýmsa vini mína. Var mér þar vel tekið sem fyrr, m. a. af Davíð Stefánssyni skáldi, sem er mitt uppálialds- skáld af núlifandi skáldum ís- lendinga. UM MIÐJAN JÚLÍ s.l. hélt ég svo suður aftur, enda ráðinn þar syðra á Galtalæk í Skilamanna- hreppi. Er það nýbýli. Þar var ég svo kaupmaður í sumar að mestu leyti og Ieið vel. Þar yar í sumar (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.