Tíminn - 05.10.1956, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.10.1956, Blaðsíða 1
Jylgizt með tímanum og lesið TÍMANN. Áskriftarsimar 2323 og 8X300. Tíminn flytur mest og fjöl- breyttast almennt lesefni. 40. árgangur 12 síður Reykjavík, föstudaginn 5. október 1956. Frakkar og Alsírmálið, hjá S. þ. bls. 5. Fulltrúar 8 kaupstaða á fundi bls. 5. 225. blað. Viðtal Emils Jóessoiiar við blaðamenn í Wasfiington: ingar reiðubúnir a ¥Íð rekstri Keflavíkurfiugvallar Yrði hægt að nota völlinn sem fíugbækistöð með litlnm fyrirv. Til þess þarf sérfræðinga Nefnd ákveuir stærð togaranna Hin 1. þ. m. skipaði ráðuneytið nefnd fimm manna til þess að gera tillögur til ráðuneytisins um gerð og stærð þeirra fimmtán togara, sem gert er ráð fyrir að smíðaðir verði samkvæmt mál- efnasamningi núverandi ríkis- stjórnar. f nefndinni eiga sæti Iljálmar Bárðarson, skipaskoðun arstjóri, sem er formaður nefnd arinnar, og skipstjórarnir Sæm- undur Auðunsson, Bjarni Ingi- marsson, Hannes Pálsson og Steindór Árnason. (Frá sjávarútvegsmálaráðuneyt- inu.) Hreindýr með skot- sár í hrygg leitar til byggða Frá fréttaritara Tímans í Reyðarfirði. í fyrradag kom sært hreindýr niður undir byggð við Reyðarfjörð og var lagt þar að velli. Hafði það leitað ofan af heiðunum sært und an skoti veiðimanna og farið ein- förum á slóðir, þar sem hreindýr hafa ekki sézt í mörg ár. Það var Ólafur Jónsson bóndi í Seljadal, sem kom auga á hrein- dýrið, er hann var í smalamennsku og sá strax, að ekki var allt með felldu um ferðir þess. Gerði hann eftirlitsmanni hrein- dýra þar um slóðir aðvart og fór hann þá með hjálparmenn og tókst þeim að leggja dýrið að velli. Var þetta fullorðinn tarfur, sem hafði leitað ofan af heiðunum særður af skoti veiðimanna. Hafði hann feng ið skot í hrygginn og var mikiö særður. NTB —Osló, 4. okt. — Emil Jónsson, sem um sinn gegnir störfum utanríkisráðherra í íslenzku ríkisstjórninni, sagði á föstudag í viðtali við blaðamenn í Washington, að stjórn sín væri fús til að talca við viðhaldi og rekstri Keflavíkurflugvall- ar af bandarísku hersveitunum, sem nú eru þar. Ráðherrann sagði ennfremur á blaðamannafundi þessum í Washington, þar sem hann hefir átt viðræður við John Foster Dulles, að ísland væri fært um að halda flugvellinum í því ástandi, að hægt yrði með stuttum fyrirvara að nota hann sem bækistöo fyrir herflugvélar. Til þessa þyrfti samt nokkuð af sérfræðingum og tæknimenntuðum mönnum. Að hve miklu leyti þess- ir sérfræðingar yrðu bandarískir, og hvort þeir yrðu í hermannabún ingi, eða sem óbreyttir borgarar, myndi ákveðið í samningaviðræð- um Bandaríkjamanna og íslend- inga í Reykjavík, sem fram fara í nóvember, sagði Emil Jónsson. Um herstöðvarmálið að öðru leyti lét Emil Jónsson svo um mælt, að því er segir í frétta- skeyti AFP, að það væri hefð- bundin stefna íslendinga að forð ast staðsetningu erlendra her- sveita í landi sínu. Engu að síð- ur óskuðum við, sagði ráðherr- ann, að vera aðilar að NATO og styrkja markmið og varnarvið- leitni samtakanna. Yfirlýsing utanríkisráðherra. Hér fer á eftir, í þýðingu blaðs- ins, skrifuð yfirlýsing, sem Emil Jónsson las upp á blaðamanna- fundi þeim í Washington, sem áð- ur er nefndur. Barst hún blaðinu í fréttatilkynningu frá upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna hér á landi. „Ég vil einkum láta í ljós ánægju mína yfir að hafa átt þess kost að hitta hr. Dulles, utanríkis- ráðherra ásamt öðrum háttsettum embættismönnum í stjórn Banda- ríkjanna og skýra fyrir þeim hin- Myndin hér að ofan er tekin i plastverksmiðjunni að Reykjálundi og sýnir tvo menn, sem eru að vinna að því að plasteinangra ídráttarvír. — í Skagafiröi Frá fréttaritara Tímans í Skagafirði og Svartárdal, A-Hún. Foráttuveður og norðan stórhríð með feikna fannkomu geisaði í Skagafirði eins og víðar á Norðurlandi, frá því seint á þriðjudag og þar til seint í gær, að farið var að létta til, þótt veður yæri enn þungbúið. Óttazt er að eitthvað hafi fennt af fé, þótt enn sé erfitt að gera sér grein fyrir þvi, þar sem fjárskilum er ekki að fullu lokið og erfitt var um allar smala- mennskur í óveðrinu. Fréttaritari blaðsins á Sauðár- królci símar, að vegir hafi teppst, vegna fannkomunnar og engir bíl ar hafi komið til Sauðárkróks í fyrradag. Fyrsta bifreiðin, sem fór fram héraðið eftir hríðina, var á- ætlunarbifreiðin sem fór í gær til Varmahlíðar og mun hafa gengið sæmilega. Bifreiðaumferð teppist um Sauðárkrók. Jafnvel innanbæjar á Sauðár- krók var fannkyngið það mikið, að ekki var fært bifreiðum til slátur hússins eða bryggjunnar, þar sem Brúarfoss lá og lestaði kjöt. Varð að hætta við að skipa fram kjöt inu á miðvikudagsnótt 'og ekki hægt að byrja að nýju fyrr en eft ir Hádegi í gær. Veðuroísinn var slíkur, að skipið var í hættu við bryggjuna cg héldu fjórir menn vörð við landfestarnar, Slátrun féll niður í fyrradag og einnig varð bærinn rafmagnslaus, vegna krapa vaðals í ánni. Fé alls staðár úti. Fréttaritarar bláðsins á Sveins stöðum í Tungusv.eit símar, að fé (Framhald á 2. síðu.; ar sérstöku aðstæður okkar og af- stöðu og skiptast á skoðunum við þá. Mér er það einnig ánægja, að hitta yður, blaðamenn, og þá ekki síður fyrir þá sök, að mér hefir stundum undanfarna mánuði virzt gæta nokkurs misskilnings í banda rískum blöðum varðandi afstöðu okkar. Ég á við stórar blaðafyrirsagnir, sem hér hafa birzt, þar sem sagt er, að íslenzka ríkisstjórnin sé óvinveitt Bandaríkjunum. Þetta er á misskilningi byggt. Mér er full- vel kunnugt, að tveir af stjórnar- flokkunum vilja eiga vinsamleg samskipti og samvinnu við Banda- ríkin og NATO. Við skulum gera okkur ljósan muninn á því að vera andvígur hernaði — ef til vill væri heppilegra orðaval: ekki hern aðarsinni — og hinu að vera óvin- veittur einhverri þjóð. íslendingar bera engar slíkar tilfinningar í brjósti. Það er nú eins og alltaf áður, hefðbundin stefna íslands að forðast dvöl hersveita á íslandi, enda þótt við óskum þess í ein- lægni að taka þátt í NATO-sam- tökunum og viljum styðja mark- mið þeirra og varnaraðgerðir. Þegar ég heimsótti Washington 1949, ásamt tveim öðrum íslenzk- um ráðherrum úr öðrum stjórn- málaflokkum í því skyni að at- huga möguleikana á þátttöku ís- lands í NATO, þá tókum við skýrt fram þegar í upphafi þessa hern- aðarlega óvirku afstöðu íslands og á hana var fallizt af öllum ríkjanna, sem við sömdum við og á hana var þar að auki fallizt af öllum öðrum aðildarríkjum. Okk- ur er engu að síður Ijóst, að að- stæður hafa breytzt síðan 1949 og það er eitt af vandamálum dagsins í dag, hvernig leysa skuli og ráða fram úr málinu eins og það horfir nú við. Það var megintilgangur farar minnar að þessu sinni til Washington, að skýra þessi viðhorf íslenzku ríkisstjórnarinnar íyrir bandarískum stjórnarvöldum og leitast við að tryggja, að ramning- ar þair, sem fram eiga að fara i náinni framtíð, byggist á fullum og gagnkvæmum skilningi beggja aðila, og flýta þannig fyrir, aö samningar :negi '.akast. er n.k. sunnudag Vinnuheimilið er nú tólf ára og þar verða framleiddar vörur fyrir sjö millj. kr. í ár Merkjasöludagur Sambands íslenzkra berklasjúklinga er næstkomandi sunnudag. Ágóða af merkjasölunni verður varið til þess að fullgera þær byggingar, sem eru í smíðum að Reykjalundi og ganga endanlega frá þeim, sem þegar eru komnar upp. Fjárhagur vinnuheimilisins að Reykjalundi er góður og atvinnureksturinn gengur vel. Áætlað er að á þessu ári nemi vörusalan um 7 millj. króna. Forstöðumenn Reykjalundar ræddu í gær við fréttamenn. Þórð ur Benediktsson framkvæmdastjóri Reykjalundar og forseti SÍBS, sagði að starfið á vinnuheimilinu geng nú frábærlega vel og að fjár hagur þess væri mjög góður. Fjár öflun hefði gengið vel á árinu og Vöruhappdrættið hefði einnig geng ið að óskum. Þórður gat þess, að nýlega hefðu tveir menn, sem mikið og heilla drjúgt starf hafa unnið í þágu berklasjúklinga, verið gerðir heið ursfélagar SÍBS. Þeir Helgi Ingvars son yfirlæknir að Vífilsstöðum og Jónas Rafnar fyrrv. yfirlæknir að Kristnesi. Alls eru heiðurfélagar SÍBS nú sjö talsins. Vaxandi iðnaður að Reykjalundi. Árni Einarsson skýrði nokkuð frá iðnaðinum og þá einkum plast iðnaðinum, sem hefir gengið mjög vel að undanförnu. Fyrir nokkru síðan var fangin ný plastvél frá Sviss og er nú hægt að framleiða stærri hluti en áður var. Framleiðsla búsáhalda úr plasti hefir gengið vel og líkað ágætlega enda verðið verið hagstætt. Þá var sú nýjung tekin upp að framleiða vatnsrör úr plasti, en ekki eru meira en 3—4 ár síðan fyrst var hafist handa um slíka framleiðslu. „Það má því segja að við hér á landi séum með frá býrj un“, sagði Árni. Vatnsrörin, sem framleidd voru í ár, voru 15 þús. metrar, en efni í meira er ekki til. Plaströr eru talin mjög handhæg, og ekki er hætta á að þau springi við frost. Helmingur vistmanna vinnur að plastframleiðslunni, en auk henn ar er járnsmiðja og saumastofa að Reykjalundi. í iðnaskólanum, sem starfræktur er að Reykjalundi stunda milli 10 og 20 manns nám að staðaldri. Batnandi heilsufar vistmanna. Oddur Ólafsson yfirlæknir að (Framhaid á 2 síðu.) Fyriríestur fimisks prófessors Prófessor Tauno Tirkkonen frá háskólanum í Helsingfors flytur fyr irlestur kl. 5,30 í dag í fyrstu kennslustofu háskólans. Fyrirlest urinn fjallar um meðferð einka mála samkvæmt finnskum rétti. Öllum er heimill aðgangur. Bráðabirgðagangstéttir verði lagðar við f jölfarnar en ófullgerðar götur Þörður Björnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins ræddi nokkuð um vandkvæði og slysahættu gangandi fólks á þeim götum, sem eru ófullgerðar enn og engar gangstéttir hafa verið lagðar um. Kvað hann brýna nauðsyn að bæta til bráðabirgða úr þessum vanda á fjölförnustu götunum og flutti eftirfarandi tillögu, sem vísað var til umferðamálanefnd- ar með 8 atkv. gegn 7. „Bæjarstjórn leggur áherzlu á| að hraðað verði að leggja gang-l i stéttir meðfrr.m aðálumferðagötum i bæjarins og aðalvegum til og frá I honum. Fyrir því samþykkh- bæjarstjórn:! 1. að hafizt verði þegar handa | um að fullgera gangstétlir með- j fram Suðurlandsbraut og Reykja | nesbraut að hinum nýju mörkum j þjóðvega við Holtaveg og hitaveitu stokk á Öskjuhlíð, 2. að beina því til bæjarverkfræð ings að lagðar verði gangstéttir til bráðabirgða, þar sem þörfin er brýnust og ekki þykir fært áð full gera ganstéttir, með ’því að raða gangstéttarhellum í einfaldri eða tvöfaldri röð, þar sem gangstéttir eru fyrirhugaðar, og 3. að fela forstöðumönnum pípu gerðar bæjarins að kosta kapps um að fyrirtækið auki svo framleiðslu sína á gangstéttarhellum að full nægi auknum þörfum bæjarins.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.