Tíminn - 05.10.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.10.1956, Blaðsíða 7
T f MI N N, föstudaginn 5. október 1956. FuUtníar 8 kaupstaða á Norður- og Austurlandi á ráðstefnu Eitt helzta mál fundanna var tekju- stofn bæjarfélaga ©g aukið atvinnu- öryggi - fulltrúanefnd ræðir við ríkis- stjóraina. þess aö standa undir meginút- gjöldum sínum og ví'ðast hvar má telja eina tekjustofn þeirra, hefir á undanförnum árum verið skert- ur svo að engar líkur eru til þess lengur, að sveitarfélög landsins — sérstakiega kaupsta'ðirnir, — sem allur meginþungi félagsmáia útgjaldanna, framfærslubyrð- anna og framfærslukosínaðarins í landinu hvílir á, fái staðið undir þessum útgjöldum að óbreyttri löggjöf um tekjustofna sveitarfé- laga. ísafirði: — Hér er nýlega lokiS ráðstefnu fulltrúa frá 8 kaupstoðum á Norður- og Austurlandi og voru þar rædd sam eiginleg hagsmunamál og gerðar ýmsar ályktanir varðandi þau. Fundurinn stóð í 3 daga, frá 26.—28. september og voru atvinnuaukningar mættir fulltrúar frá eftirtöldum bæjarfélögum: ísafirði, Sauð- stofnun bankaútibúa árkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri, Húsavík, Seyðis- firði og Norðfirði. Ennfremur mætti á fundinum Jónas Guð- mundsson, framkvæmdatjóri Sambands ísl. sveitarfélaga, og loks mætti Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra á fund inum og flutti ávarp. Birgir Finnsson forseti bæjarstjórnar ísafjarðar var forseti ráðstefnunnar. Að loknum störfum kaus fund- urinn 4 manna nefnd til að kynna stjórnarvöldum álit og niðurstöð- ur fundarins og eru í nefndinni Steinn Steinsen, Akureyri, Bjarni Þórðarson, Neskaupstað, Guð- mundur Guðlaugsson, Akureyri og Birgir Finnsson, ísafirði. Mun nefnd þessi þegar hafa haldið til Reykjavíkur til að gegna hlutverki sínu og ræða við ríkisstjórnina um helztu niðurstöður fundarins. Útsvör — þörf nýmæla Á meðal helztu mála, sem fund- urinn afgreiddi, er ítarleg ályktun um útsvör og jpörf nýmæla á því sviði. Segir á þessa leið í ályktun fundarins um þetta efni: „Fulltrúa fundur kaupstaðanna á Norður- og Austurlandi, haldinn á fsafirði í september 1956, skorar á ríkis- stjórnina að hlutast til um að breytt verði lögum, sem snerta út- svör samkv. eftirfarandi tillögu: 1) Lögð verði útsvör á ýmsar stofnanir, sem ekki eru bundn- ar við ákveðin sveitarfélög, svo sem ríkiseinkasölur, samvinnu- sambönd, tryggingafélög, sölu- sambönd, banka o. s. frv. Út- svör þessi renni í sérstakan sjóð, sem gangi til sveitar- og bæjarfélaga samkv. reglum, er þar um verða gerðar. 2) Sett verði ákvæði um útsvars- greiðslur fyrirtækja, sem reka verzlun eða atvinnu víða á land- inu. Ákvæði þessi tryggi að sveitarfélög í dreifbýlinu verði ekki útundan um útsvarsgreiðsl- ur frá þessum fyrirtækjum. mark rekstursútsvara verði á- kveðið með lögum og reglu- gerð, er samin verði í samráði við Samb. ísl. sveitarfélaga. Á- lögð rekstursútsvör verði frá- dráttarbær frá skatt- og út- svarsskyldum tekjum fyrirtæk- isins. 3) Bæjarfélögum og sveitarfélög- um, þar sem samvinnufélög eru staðsett, heimilist að leggja veltuútsvör á rekstur samvinnu- félaga á sama hátt og rekstur einstaklinga og hlutafélaga. Há- Nýir íekjustofnar Þá var samþykkt eftirfarandi á- lyktun um nýja telcjustofna bæjar- félaga: — Fundurinn skorar á ríkis stjórnina að hlutast til um að þar til lögfestir hafa verið nýjir tekju- stofnar fyrir bæjar- og sveitarfé- lög, taki ríkið að sér að greiða sum þau gjöld, sem á undanförn- um árum hafa verið lögfest á bæj- ar- og sveitarfélög, svo sem greiðsl ur til Almannatrygginga, greiðslur til Atvinnuleysistryggingasjóðs o. fl. Ennfrcmur sjái Tryggingastofn- un ríkisihs um inhheimtu barns- meðlaga og taki ríkið að sér að greiða öll barnsmeðlög, sem ekki innheimtast hjá viðkomandi barns- feðrum. Þá var samþykkt ályktun um að þar sem bæjarstjórnin hafi eng- in umráð yfir störfum lögreglu- þjóna séu þeir að öllu leyti laun- aðir af ríkínu og þurfi að breyta lögum að því marki. Um nýja tekjustofná og breytingar á lögum að því marki var ennfremur gerð eftirfarandi ályktun: Fundurinn skorar á ríkisstjórn- ina að láta fara fram endurskoð- un á sveitarstjórnarlöggjöfinni og að þeirri endurskoðun lokinni verði lagt fyrir Alþingi frv. að nýrri sveitarstjórnarlöggjöf. Haft verði samráð við Samb. ísl. sveit arfélaga um breytingarnar. í þessu sambandi bendir fundur- inn á, að tryggja þarf sveitarfé lögum nýja tekjustofna því að sá tekjustofn, útsvörin, sem sveitar- félögum landsins er ætlaður til Af öðrum tillögum má nefna, að skorað var á stjórnarvöld að lilut- ast til um að fjárveiting á næsta ári til að bæta úr atvinnuörðug- leikum verði eigi lægri upphæð en 10 millj. og verði framleiðslubóta- fé þessu eingöngu varið til þeirra landshluta, sem frekast þurfa að- stoðar við sakir atvinnuskorts. Verði leitast við að verja fénu sem mest til öflunar nýrra fram- leiðslutækja. Þá var samþykkt á- lyktun um að smíða ætti allar síld- artunnur innanlands og selja þær sama verði hvar sem er á landinu. Fundurinn skoraði á ríkis- stjórn og Alþingi að hlutast til um að einhver aðalbank- anna setji upp útibú í þeim kaupstöðum norðan og aust- an lands, sem ekki hafa bankastofnanir. Lifhgow Osborn Fulltrúi bandarískra samtaka, sem vilja aukið samstarí Atlantskaísríkja Samvinna um vegagerð Stjórn Sambands ísl. sveitarfé- laga var falið að hefja undirbún- ing að því að komið verði á sam- tökum kaupstaða utan Reykjavík- ur um kaup og rekstur nýtízku tækja til gatnagerðar. Jafnframt verði athugað, hvort unnt sé fyrir kaupstaðina að taka sameiginlegt lán til langg tíma vegna vegagerða framkvæmda og skipulagsbreyt- inga, sem af þeim kunna að leiða. Þá var skorað á stjórnarvöld að hækka fjárframlög til malbikunar og steypu gatna í kauptúnum og kaupstöðum og nemi hækkunin hlutfallslega þeirri hækkun a. m. k., sem orðið hefir á benzínskatti. Hér á landi er stödd um þessar mundir frú Stella Brunt Osborn, fulltrúi bandarískra samtaka, sem hafa á stefnuskrá sinni að efla samstarf Atlantshafsríkj- anna. Nefnast samtök þessi „Atlantic Union Comittee“, og eru ýmsir nafnkunnir menn í stjórn þeirra samtaka, m. a. Lithgow Osborn, forseti American Scandinavian Foundation í New York. Að undanförnu hafa samtökin aðallega barizt fyrir því, að efrit yrði til ráðstefnu allra NATO- ríkja tíl þess að ræða hvernig tak- ast megi að gera ákvæði 2. gr. Atlantshafssáttmálans áhrifaríkari en er í dag, en í þessari grein er eir.kum rætt um aukna efnahags- og menningarlega samvinnu ríkj- anna. Ýmsir áhrifamiklir þing- menn hafa talað fyrir því á þjóð- þinginu að forselinn taki að sér að gangast fyrir slíkri ráðstefnu, m. a. Kefauvér og George öldungardeild arþir.gmenn, og hefir málið verið til velviljaðrar athugunar hjá ríkis stjórninni. Frú Osborn er ekkja Chase S. Osborn, sem var fylkisstjóri í Michigan og er sjálf kunnur rit- höfundur, með langan feril að baki við rit- og útgáfustörf. Hún er hér til að vekja áhuga sem flestra íslendinga á málefnum þeim, sem Atlantic Union-nefndin berst fyrir. Fermingarböm í Langholtspresta- kalli í Fríkirkjunni 7. okt. kl. 10,30 Prestur séra Árelíus Níelsson Ýmsar tillögur Af öðrum ályktunum fundar- Viðhorf Hvassviðri og íitill afSi Eyjabáta Fáeinir bátar eru byrjaðir þorsk veiðar á línu frá Vestmanneyjum, en afli er mjög tregur, eða 3—7 lestir í róori. Virðist nokkuð sama hvar menn leita fyrir sér með lín una, afli er alls staðar tregur og virðist svo sem nú sé mjög fisk lítið. Hvassviðri var mikið í Eyjum í gær og ekki sjéveður. Eru menn að vona að við umrót, sem verða kann í norðangarðinum, sem nú gengur yfir kunni breyting að verða á STULKUR: Bára Oddsteinsd., Efstasundi 13. Björg Pétursdóttir, Steinagerði 8. Díana Nancy Herberts, Efstas. 32. Elsa Kristín Jónsdóttir, Skipas. 47. Guðrún Sigríður Gunnarsdóttir, Bústaðavegi 107. Ingibjörg Friðbertsdóttir, Lang- holtsvegi 19. Ingveldur Guðrún Sigurðardóttir, Hlégerði 15. Sigríður Helga Guðmundsdóttir, Hlíöargerði 22. Sigríður Vilhjálmsdóttir, Laugarás vegi 65. Sigrún Ágústsdóttir, Nökkvav. 23. Sigrún Stefánsdóttir, Laugarnes- kamp 23. Sólveig Þóra Ásgeirsdóttir, Suður- landsbraut 91F. Svava Ágústsdóttir, Nökkvavogi 23 Valgerður Gunnarsd., Hraunteigi 7 Þóranna Halla Bjarnfreðsdóttir, Ferjuv. Í9. Þórunn Bjarndís Jónsdóttir, Bræðraparti v/Engjaveg. Rannveig Pétursdóttir, Laugagerði 76. . PILTAR: Baldur Ægir Gunnarsson, Bústaða vegi 107. Garðar Erlendsson, Langholtsv. 16. Garðar Guðjónsson, Karfavogi 58 Gunnar Þór Kristjánsson, Skipa- sundi 40, Hallgrímur Rafn Pétursson, Steina gerði 8. Heiðar Kristinsson, Skeifu v/Breið holtsveg. Hermann Sigurður Sigurðss., Efsta sundi 39. Ólafur Erlendsson, Langholtsv. 16. Sigurður Gústavsson, Kambsvegi 5 (Framhaid af 6. síðu) Andans hreysti á hún til, augun gneistum skjóta. Þessi vísa þarf ekki skýringar við: Mitt þó oft á mörgum stað misjafnt reynist gengi. Feginn vil ég eiga að alla góða drengi. Svo er hér ein nýlega kveðin: Löngum það hjá lýðum sést, lífs í ölduróti. Guð og lukkan gagna bezt gangi eitthvað móti. Eftirfarandi vísa er kveðin að lcvöldi dags: Leggst til hvíldar lúin drótt lífs af ströngum önnum. Guð á hæðum góða nótt gefðu þreyttum mönnum. i NÆSTA VÍSA er kveðin eftir að hafa rætt við Magnús Kristjáns- son smið í Ólafsvík, en hann er fróðleiksmaður mikill: Góðum málum leggur lið — lærði gömul fræði, Er ég mæli Magnús við, margt ég á því græði. ins má nefna samþykkt um a'ð | haida veröi fast á rétti lands- manua um aukna friðun fiskimiða og stækkun fiskveiðilandhelgi. Lýst var ánægju yfir því starfi, sem unni'ð hefir verið að fiski- rannsóknum og talið nauðsynlegt að halda áfram leit að fiskimið- um og athugun nýrra veiðitækja. Ennfremur að haldið verði uppi margvíslegri tilraunastarfsemi i sambandi vi'ð tæknileg vandamál sjávarútvegsins. Talið var nauðsyn legt að halda áfram rannsóknar- ■ starfi með m.s. Ægi og síldarleit úr lofti. Fundurinn taldi að staðsetja bæri nýja togara, sem til lands- ins koma, á Vestur-, Norður- og Austurlandi, og þannig væri bezt að vinna gegn árstíðabundnu at- vinnuleysi. Nokkrar fleiri ályktanir voru gerðar, er einkum snerta samslcipti bæjarfélaganna og Almannatrygg- inganna. Næsti fundur fyrir austan Ákveðið var að næsti fundur kaupstaðanna skyldi haldinn að ári og á Austfjörðum. Var kjörin 3 manna nefnd til að undirbúa þann fund. Að lokinni ráðstefnunni bauö bæjarstjórn ísafjarðar fulltrúum til kveðjuhófs að Uppsölum. Dag- inn eftir héldu flestir fulltrúa heim á leið. r a fundum með sveitar- stjórnum Ilannibal Valdimarsson, félags- málaráðherra, heíir að undanförnu verið á ferðalagi um Vestfjrði. Hef ir hann heimsótt verkalýðsfélögin í kauptúnunum þar og rætt við stjórnir þeirra um félags- og at- vinnumál. Einnig hefir hann rætt við sveitarstjórnir á ýmsum stöð um um atvinnumál sveitarfélag- anna og félagsmál. Hélt hann alls staðar fundi með sveitarstjórnum á þessu svæði . Baðstofan (Framhald af 5. síðu.) um við varnarliðið. Forráðamenn hinnar voldugu menningarþjóðar vestursins, sem hlut á að þessu máli, hafa sýnt skilning á sjónar- miðum okkar, þegar þau hafa ver- ið túlkuð fyrir þeim. Reyndin hef- ir líka orðið sú, að allur fjöldinn af landsbúum hefir ekkert haft af varnarliðsmönnum að segja, og hvorki heyrt þá né séð, enda ber oft meira á öðrum útlendingum hér en Bandaríkjamönnum, þrátt fyrir dvöl liðsins hér á landi. Að lokum kemur ný staka: hér svo ein Breyta rétt oss bjarga má, biðja þétt og vaka. Veitist léttar lyfting þá lífsins Grettistaka. f guðsfriði. — Refur bóndl. Rússar haía tekið boðinu um að fylgj- ast með handarísku kosningunum Bjóða ti! endurgjalds amerískum Iréttamönnum til a<$ íylgjast með kosningum í Rússlandi Washington 3. október: Utanríkis j og ferðast um þvert og endilangt ráðuneytið í Washington hefir til kynnt, að rússneska stjórnin hefði þegið boð bandarísku stjórn arinnar um að senda fréttamenn til a'ð fylgjast með bandarísku forsetakosningunum og kosninga baráttunni. 2—3 rússneskir fréttamenn mun koma til Washington 21. október ríkið á 2 vikum. Rússneska stjórn in hefir einnig tilkynnt, að hún vilji bjóða amerískum fréttamönn um til Rússlands til að fylgjast me'ð kosningum til þings Ráðstjórnar- ríkjanna. Stjórnir annarra komm únistaríkja, sem boðið var að senda fulltrúa í sama skyni hafa enn ekki svarað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.