Tíminn - 28.10.1956, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.10.1956, Blaðsíða 1
t ■i Fylgizt með tímanum og lesið TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 og 81300. Tíminn flytur mest og fjöl- breyttast almennt lesefni. 40. árgangur. 12 síður Skrifað og skrafað, bls. 7. Lippmann ritar um alþjóðamál, bls. 6. Mál og menning, Munir og minjar, Lífið í kringum okkur, bls. 5. Reykjavík, sunnudaginn 28. október 1956. 40. árgangur. Ungverska þjóðaruppreisnin magnast, en rússnesk ur her streymir að og beitir æ meiri grimmd Uppreisnarhugur í ö$rum leppríkjum Rússa: A-þýzkir stúdentar beimta lýSræSi og kommúnistaleiStogar víki Varsjá og Berlín, 27. okt. — Fregnir frá Varsjá herma, að mikil ólga sé undir niðri með þjóöinni, þóít kyrrt sé á yfirborðinu að kalla. Margir af leiðtogum kommúnista í verkalýðsfélögum og bæjar- og sveitarstjórnum hafa verið reknir fyrir andstöðu við lýðræðislegri stjórnarhætti. Þá er og sagt frá vaxandi ókyrrð fólksins í A-Þýzkalandi og i Tékkóslóvakíu. ________________________j Þannig hafa íramkvæmdastjórar flokksdeildarinnar í Varsjá og j þrem öðrum borgum verið sieydd- ; J ir til að segja af sér, sökum þess J að þeir beittu sér gegn lýðræðis- ■ legri stjórnarháttum. Einnig hefir formaður pólska verkalýðssam- bandsins verið rekinn. Frestað hefir verið för pólsku samninga- nefndarinnar, sem fara átti til Moskvu ?. 1. föstudag til að semja við Rússa um sambúð landanna og brottflutning hersins. Er það vegna atburðanna í Ungverjalandi. Stúdentar mótmæla í Barlsn. Frá V-Berlín 'berast þær fregnir, að mikil ókyrrð geri vart við sig í A-Þýzkalandi. Stúdentar í A- Berlín hafa haldið útifund og kraf izt þess að kommúnistaforingjum landsins verði vikið frá völdum og lýðræði komið á í landinu. Fyrri fregnir skýrðu írá miklum (Framh. á 2. síðu.i Dr. Þorkell Jóhannesson, háskóiarektor. ERNO GERO Uppreisnarmenn skutn Gerö? VÍNARBORG, 27. okt. — Járn- brautarstarfsmenn, sem komu til Austurríkis í dag, til að sækja sjúkravörur fyrir heri uppreisnar- manna, höfðu þær fregnir að flytja, að Gerö, sem vikið var úr stöðu framkvæmdarstjóra kommúnista- flokksins í fyrradag, hefði í dag orðið á vegi uppreisnarmanna og verið skotinn. „Við eigum aðeins í höggi við Rnssa“, segja uppreisnarmenn. Múgmorð rússneska hers- ins á varnaríausu fólki, konum og börnum Nagy reynir aS bjarga sí jóm srnni, rekur 15 Stalínista og leitar til ann- arra flokka Búdapest og Vínarborg, 27. okt. — Baráttustyrkur ung- versku þjóðarinnar í uppreisn sinni gegn erlendu valdi og innlendri kúgun, færist enn í aukana. í dag er 5. dagur upp- reisnarinnar og fregnum ber saman um, að flestar stærri borgir og héruð V-Ungverjalands séu algerlega á valdi bvlt- ingarmanna, sömuleiðis suðurhluti landsins. Bardagar fara harðnandi í höfuðborginni, norðvesturhluti hennar er sagð- ur á valdi uppreisnarmanna. Fréttaritari brezka útvarpsins segir uppreisnina orðna „að múgmorðum á saklausu fólki.“ Mikill rússneskur herafli er sagður hraða för sinni sem mest hann má til Ungverjalands. Hátíðíeg setning Háskóla íslands \ gær: Brýn nauðsyn, að Isiendingar leggi meiri rækt við náttúruvísindi, 'sagði dr. Þorkell Jóhannesson, rektor, í ræðu sinni. - Taldi einnig ath.virði, að menn Íykju stúdentsprófi fyrr en nú tiðkast Háskóli íslands var settur með hátíðlegri athöfn í hátíða- sal skólans í gær, fyrsta vetrardag. Forseti íslands var við- staddur athöfnina ásamt allmörgum boðsgestum, starfsliði skólans og að sjálfsögðu stúdentum. Háskólahátíðin hófst með því, að dómkirkjukórinn og Guðmund- ur Jónsson fluttu háskólakantötu Páls ísólfssönar við texta eftir Þorstein Gíslason, og stjórnaði Páll sjálfur flutningi kantötunnar. Þá flutti rector magnifieus, dr. Þor- Erfu búinn að seinka klukkunni? Þegar klukkan var tvö s. I. nótt, var henni seinkað um eina klukku stund og tekin upp rétt klukka ó ný, þar sem vetur er genginn í garð. Það er því ráðlegast fyrir livern og einn að líta á klukkuna og vita, hvort hann er búinn að seinka henni, svo að hann fylgist með tímanum. kell Jóhannesson, prófessor, ræðu skýrði frá starfi liáskólans og mannaskiptum í kennsluliði og bauð nýja kennara velkomna til starfa. Hann gat og erlendra gesta, er sótt hefðu skólann heim, og skýrði sérstaklega frá starfi vík- ingafundarins, er haldinn var á veg um háskólans og þjóðminjasafns- ins í sumar. Þá Jrakkaði hann og gjafir, er skólanum hafa borizt frá Davíð Scheving Þorsteinssyni lyf- sala, ekkju og afkomendum Páls Briem og ríkisstjórn Bandaríkj- anna, en Bandaríkjamenn gáfu skólanum dýrmætt safn bóka um kjarnfræði og atómvísindi í sam- bandi við stofnun íslenzkrar kjarn- fræðinefndar. Gildi náttúruvísindanna. í ræðu sinni vék rektor að nauðsyn þess að leggja meiri rækt við náttúruvísindi hérlcndis en verið hefir til þessa. Ilann kvað þjóðinni lífsnauðsyn í framtíðinni að liafa á að skipa færum mönnum í þessum grein- um, en nú væri svo háttað, að tæpast fengjust hæfir menn til kennslu þeirra í skólum lands- ins og væri þó hlutur þeirra of lítiil í námsskrám skólanna. ís- lendingar geta ekki vænst þess að verða forustuþjóð á sviði nátt- úruvísinda, en þeir verða þó að vera færir um að hagnýta sér reynslu annarra þjóða í þessuin efnum, sagði rektor. Hann gat þess að sett hefði ver- ið á stofn nýtt prófessorsembætti í lífeðlisfræði við læknadeiidina og yrði prófessor skipaður á næst- (Framh. á 2. síðu.) Fréttaritarar frá vesturlöndum eru komnir til Ungverjalands og fregnir farnar að berast frá þeim, þótt enn sé af skornum skammti. „VIÐ VILJUM BANDARÍSK VOPN‘. Brezka útvarpið hefir eftir fréttaritara, sem ræddi við leið- toga uppreisnarmanna í vestur- hluta landsins: „Við viljum fá bandarísk vopn, en ekki áróðurs- pésa“. Offursti, sem stjórnaði her uppreisnarmanna nálægt austur-1 rísku landamærunum sagði frétta j mönnuin, að aliar helztu borgir I vestan til við höfuðborgina væru I á valdi uppreisnarmanna, svo og mestur hluti norður héraðanna. Að því. er liann bezt vissi, væri einnig mesturhluti Suður-Ung- verjalands á valdi uppreisnar- manna. „VIÐ BERJUMST EIN- UNGIS VIÐ RÚSSA“. Nú er svo komið, sagði þessi foringi, að við berjumst aðeins gegn rússneskum hermönnum. — Herinn er annaðhvort með okkur, eða þá hlutlaus. Öryggislögreglu- mennina höfum við annaðhvort drepið eða handtekið“. „Við höldum íii Búdapest“. Samkvæmt öðrum heimildum sögðu foringiar uppreisnarmanna á þessum slóðum fréttamönnum, að þeir byggju sig nú undir að stefna til Búdapest „til að hjálpa félögum sínum þar“, og lil ann- arra borga, þar sem rússneskt her lið hefir náð undirtökunum. Ferðanienn og starfsmenn er- lendra sendiráð’a, sem komu í morgun á bílum frá Búdapest til Austurríkis segjast hvarvetna hafa mætt stórum skörum upp- reisnarmanna. Báru þeir fyrir sér ungverska þjóðfánann, úr honum var skorið einkennismerki það, sem kommúnistar settu í hann. Þá sáu þeir einnig margt ung- verskra hermanna, sem voru með uppreisnarmönnum. Einnig þeir höfðu skorið af einkennisbúning- um sínum einkeunisstafi flokks- ins. Frá höfuðborginni berast þær fregnir, að rússneski herinn beiti þar og annars staðar í landinu óskaplegri grimmd. Ferðamenn segjast hafa séð skriðdreka skjóta á hópa af varnarlausu fólki, konur og börn. Hafi fólk legið í valnum ýmist látið eða sært hundruðum saman. Rússar hafi sett raðir af vélbyssum á austurbakka Dónár í Búdapest og stjórni allri umferð á helztu (Framh. á 2. síðu ) Líkunum kastaö í hrönnum í Dóná LONDON, 27. okt. — Fregnir, sem borizt hafa frá brezka sendi- ráðinu í Búdapest, herma, að blóðbaðið í Búdapest sé óskap- legt. Einkum beiti rússneski her- inn nú vægðarlausri grimmd og skjóti á mannfjöldann. Fleiri mönnum en þremur er bannaö að safnast saman. T. d. um þaö, hversu margir hafi fallið, er sagt, að hersveitir hafi sézt vinna að því að kasta líkum hrönnum saman í Dóná. — Þá segir einnig í fregnum frá Búdapest, að hungur sverfi mjög að borgarbú- um. Matarflutningar til borgar- innar hafa engir verio þá 5 daga, sem uppreisnin liefir staðið. Vesturveldin kæra Rússa fyrir SÞ New York, 27. okt. — Ríkis- stjórnir Bretlands, Bandaríkj- anna og Frakklands hafa kært aðfarir Rússa í Ungverjalandi fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóð anna. Kemur ráðið saman á morgun, sunnudag, til að ræða kæruna. Megin atriði liennar er, að Rússar hafi gerzt sekir um vopnaða íhlutun i Ungverjalandi og gerzt sekir um brot á friðar- samningum við landið, og enn- fremur brotið gegn almenmun mannréttindum. Vitað var, að vesturveldin höfðu þessa ráðstöfun í liuga. Hafa ríkisstjórnir landanna rætt málið í dag og gær. Lester Pear son utanríkisráðherra Kanada lýsti yfir þeirri skoðun sinni í dag, að kæra bæri Rússa fyrir öryggisráðinu vegna ofbeldis- verka rússneska liersins á ung- versku þjóðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.