Tíminn - 28.10.1956, Qupperneq 6
6
T í MIN N, sunnudaginn 28. október 1956,
tni
tJtgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Ritstjórar: Haukur Snorrason
Þórarinn Þórarinsson (áb.).
Skrifstofur f Edduhúsi við Lindargötu.
Sfmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn),
auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Kommúnistar leika á sitar og syngja
MEÐAN RÓMABORG
brann lék Neró á sítar og
söng. Það er stórkostlegasta
dæmi sögunnar um mann,
sem útilokaði sig frá attaurð-
um samtímans og lifði á öðru
plani en veröldin umhverfis
hann. í dag tarenna eldar aust
ur í Ungverjalandi, kúguð
þjóð brýtur hlekkina, alþýða
manna rís gegn útlendu her-
•valdi og leppum þess. Ný-
lendukerfi riðar til falls, nýrri
skipan í samskiptum stór-
velda og smáríkja á miklum
hluta heimstayggðarinnar
skýtur upp úr kafinu. En það
er enn hægt að leika á sítar
og syngja út í loftið.
í Þjóðviljanum i gær er for
ustugrein upp á tvo heila
dálka um uppreisn alþýðunn
ar í Ungverjalandi og Pól-
landi. Þar er hvergi minnst
á rússneskt hervald eða enda
lok Stalinstímans. Þar er
hvergi minnst á þá staðreynd
að atburðir síðustu daga eru
stórkostleg fordæming á öllu
því, sem kommúnistar hafa
prédikað og lifað fyrir undan
farin 10 ár. Kommúnistafor-
ingjar á Vesturlöndum eru í
dag á harðahlaupum undan
staðreyndunum, eins og ung-
versku borgararnir, sem eru
að reyna að forða sér undan
hrynjandi húsveggjum í
brennandi strætum höfuð-
borgar sinnar. Austur þar er
ekki lengur hægt*að skjóta
sér undan attaurðunum með
díalektísku fræðaþrugli. Neyð
in sjálf talar annarri tungu.
Hér hjá okkur, og úti um öll
frjáls lönd, engjast komm-
únistar sundur og saman í eig
in orðaneti. Allt í kring um
þá eru hrundar kennisetn-
ingar, rústir bókstafstrúar,
sem lífið sjálft er að afsanna.
En þá brestur kjark til að
horfa framan í staöreyndirn-
ar. Þá er sítarinn gripinn og
sungið út í loftið. „Kunnug-
um ber saman um-‘, ségir
Þjóðviljinn, „að alþýða
manna sé ekki að mótmæla
sósíalismanum og fram-
kvæmd hans, heldur starfs-
aðferðum og mistökum . . “
Þannig hljómar sítarlagið í
dag. Lítil er framför mann-
skepnunnar í 19 aldir.
Það sem þarna er reynt að
gera, er í raun og veru meira
en undanbrögð frá því að
horfast í augu við veruleik-
ann. Það er verið að reyna
að leika sama leikinn og í
fyrra, er Krúsjeff fordæmdi
Stalin og flest hans verk.
Með orðaleikjum og fræða-
þrugli er reynt að skera á
tengslin við fortíðina og
hlaupa frá átayrgð liðinna
daga. Hvernig geta þeir menn
sem í áratug hafa lofsungið
allt, sem gerðist austan járn-
tjalds, allt í einu hlaupiö frá
orðum sínum og hengt þau
upp á einhverjar ímyndaðar
skýringar um „mistök“? í aug
um þeirra, sem heilskyggnir
eru, er slík tilraun dæmd til
þess að misheppnast. Komm-
únistaforingjarnir hér verða
fyrr eða síðar að horfast í
augu við þá staðreynd, að
jörðin brennur undir fótum
þeirra. Allt þeirra skraf um
réttlæti og bræðralag í aust-
urvegi er marklaust. Mikil
fylla fór með Stalin og opin-
taeruninni á grimmdarverk-
um hans. Atburðirnir síðan
eru rökrétt framhald. Fyrir
100 árum kæfði rússneskur
her ungverska frelsishreyf-
ingu. Nú er tækjum tareytt,
en eölið er eitt og hið sama nú
og var 1849. Enn er um að
ræða grimmilega kúgun á
þeim, sem er minnimáttar.
Þegar búið er að svipta kenní
setningagrímunni af komm-
únistum, standa þeir opin-
beraðir sem dýrkendur valds
og kúgunar. Frá þeirri stað-
reynd geta þeir ekki flúið, og
það ekkert fremur þótt Þjóð-
viljanum takizt sú kúnst, að
birta tvo heila dálka um á-
standið í Póllandi og Ung-
verjalandi án þess að nefna
Rússa á nafn.
AUSTUR í Ungverjalandi
brenna borgir, þúsundir
manna, sem okkur var sagt
að tryðu á kommúnisma,
leggja lífið í sölurnar til að
bylta honum af sér. Sumir
vestrænir kommúnistar segja
okkur nú, að ástæðan sé „mis
tök“ nokkurra leiðtoga. Þeir
hafi ætlazt til of mikils.
Svona skrif eru nokkur kúnst.
En Neró vildi líka telja það
list, er hann lék á sítar og
söng, meðan Rómaborg
brann.
Hvert leitar hugurinn?
ÞAÐ ER fróðlegt að blaða
í tímaritum og blöðum komm
únista um þessar mundir og
horfa á eymd bókstafsþræl-
anna. f tímariti MÍR, sem
vafalaust er gefið út fyrir
rússneskt fé, stóð t.d. þessi
lýsing á hughrifum gesta á
Rauða torginu:
„Það var mér, verkakon-
anni, hamingjusöm stund.
Frá heiðurspallinum, hægra
anegin við Lenin-grafhýsið,
sá ég félaga Stalin leggja af
stað til grafhýsisins. Ég
jheyrði fagnaðarlætin, ekki
aðeins frá Sovétþjóðum, held
ur líka frá erlendum gestum.
Rauða torgið, þar sem fólkið
stóð svo þétt, að saumnál
hefði ekki getað dottið til
jarðar, komst á glaðlega, há-
tíðlega hreyfingu, þegar leið-
togi, kennari og vinur alls
vinnandi fólks kom í ljós.
Ég get ekki lýst tilfinning-
um mínum á þessari stundu
með orðum. Hjartað barðist,
augun urðu rök. Hugsanir
mínar leituðu heim, til verka
mannanna okkar, sem ég átti
að þakka að mér var veitt
þessi stund. f huganum naut
ég með þeim þessa dags, er
ég sá — aðeins nokkur skref
frá mér — frelsara lands okk-
ar, félaga Stalin, elskaðan af
öllu vinnandi fólki.
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Títóismi boðar aðskilnað kommún-
isma og rússneskrar heimsvaldastefnu
Kýtt tímabil í skiptum lýðræíiisstefnunnar og
hinnar kommúnistísku kreddu er hafið
Washington: Bandaríkjamenn hafa staðið í 8 ár í því að veita
Júgóslövum aðstoð eða allt síðan 1948, er upp úr sauð í milli
Stalins og Títós. Aðstoðin hefir verið veitt til þess að gera
Tító fært að treysta raunverulegt sjálfstæði landsins. Þaö er
nú full ástæða til að ætla, að þáð sé rétt, sem Eisenhower
forseti sagði fyrir fáum dögum, að þarna hafi tilganginum
verið náð.
Þessa grein ritaði Lippmann
rétt áður en hófust stóratburð-
irnir I Ungverjalandi.
Það skal að vísu viðurkennt, að
við vitum lítið um það, sem gerzt
hefir upp á síðkastið í skiptum
Júgóslava og Rússa, svo sem á fund
um Krúsjeffs og Títós í Belgrad,
og í ferð Títós til Jalta. En fyrir
liggur hins vegar margt til sönn-
unar því, að grundvallarhugsun
títóismans, sjálfstæði þjóðanna og
afneitun Moskvuvaldsins stendur
ekki aðeins styrkum fótum í Júgó
slavíu heldur grefur um sig í gjörv-
öllu leppríkjakerfi Rússa, einkum
þó í Póllandi og Ungverjalandi.
Aðskilnaður kreddu og
stórveldis
ÞAÐ SEM nú er að gerast, ér,
að við erum að horfa upp á að-
skilnað kommúnistmans, kreddutrú
arinnar og þjóðfélagshreyfingarinn
ar, og Ráðstjórnarríkjanna, stór-
veldisins og hins héimsveldasinn-
aða ríkis. Meðan Stalín ríkti fór
saman dýrkun kommúnista og út-
færzla á veldi Ráðstjórnarríkjanna.
Þetta var óaðskiljanlegt. Þannig er
ljóst, að járntjaldið sjálft, raun-
veruleg landamerki Rússlands, sem
markaði því stöðu inni í miðri Ev-
rópu, er gamalt rússneskt stefnu-
mark, og hefir verið keppikefli
valdhafa í Moskvu a. m. k. síðan
um miðja 19. öld. Þegar heimsstyrj
öldinni lauk og herir Stalíns höfðu
náð svo langt vestur á bóginn, setti
hann upp kommúnistiskar ríkis-
stjórnir sínum megin við járntjald
ið. En að því hníga nú öll rök, að
tilgangur hans hafi einkum verið,
að stofna rússneskt heimsveldi, og
nota kommúnistísk fræði og kenni-
setningar til þess að binda þetta
veldi saman. Á þessum tíma voru
kommúnistaflokkar í vestrænum
löndum, eins og til dæmis á Ítalíu
og í Frakklandi, einkum notaðir til
þess að efla álit og gengi Rúss-
lands fremur en til þess að út-
breiða fræði kommúnistmans
heima fyrir.
Uppreisn gegn Moskvu
HIÐ SÖGULEGA gildi títóism-
ans er, að hann er uppreisn gegn
notkun Moskvuvaldsins á kommún-
ismanum, sem tæki til þess að efla
rússneska heimsveldastefnu. Allt
frá lokum heimsstyrjaldarinar þar
til uppreisn Títós gegn Stalín
hófst, umgengust Rússar Júgóslafa
eins og heimsveldi eru frá gamalli
tíð vön að umgangast nýlendur sín
ar. En í þeim umgengnisháttum
felst, að löndunum er ekki ætlað
að þróa efnahagskerfi sín til eigin
uppbyggingar heldur eru þau gerð
að mjólkurkúm fyrir heimsveldið.
Þessi uppreisn gegn nýlendu-
stefnunni hefir fyrir löngu breiðst
út frá Júgóslavíu og hefir látið tj
sín taka í Póllandi og Urigvérj "
landi. Hennar verður einnig mjög
vart innan hins fjölmenna komm-
únistaflokks á Ítalíu.
Þeir menn, sem næstir stáfu
Stalín í Rússlandi, hafa viðurkennt
títóismann í grundvallaratriðum.
Það eru til ýmsar leiðir að tak-
marki sósíalismans, segja þeir nú,
og birtu opinberlega eftir ferð
Títós til Moskvu í júnímánuði sl.
En um íramkvæmd þessa grund-
vallarsjónarmiðs virðist hins vegar
ekkert samkomulag. Það hlýtur að
vekja nokkurn ugg í Rússlandi, hjá
leiðtogunum, og ekki síður innan
hersins, hvernig þjóðernisstefna
veður upp í Póllandi til dæmis.
ÞjóðernisSeg vakning
ÞAÐ MÁ líta á títóismann sem
hliðstæðu þeirrar þjóðernislegu
vakningar, sem fer um lönd hins
frjálsa heims allt frá Indónesíu til
Marokkó. Titóisminn er svarið
gegn nýlendustefnu og heimsvalda
stefnu komúnista. Moskvu-valdinu
tekst e. t. v. að halda honum eitt-
hvað í skefjum, jafnvel láta hann
setja niður hér og þar. En það er
samt ærin ástæða til að ætla, að í
títóismanum fremur en í stalínism-
anum — sem er rússnesk heims-
valdastefna — sé framtíð hinnar
kommúnistísku hreyfingar. En
þessu fylgir þegar nauðsyn þess,
að taka til endurskoðunar og breyt
inga ýmis þau sjónarmið, sem réðu
stefnu hins frjálsa heims á þeim
tíma kalda stríðsins, sem kenna má
við Stalín.
Annars vegar er það, að því meir
sem Moskva tapar áhrifum sem
mið miðdepill allra kommúnist-
W A l. T E R LIPPMANN
ískra áhrifa, því augljósara verður
að Rússar leika hlutverk stórveldis
og heimsveldis upp á gamlan móð
fremur en hlutverk krossíara
heimsbyltingarinnar. Þegar bendir
margt til þessarar þróunar. Hér er
engan veginn um það að ræða, að
Rússar muni hverfa frá núverandi
stefnumiöum í utanrikismálum, svo
, sem að útiloka vestræn áhrif í
nálægum austurlöndum, gerast á-
hrifaaðili á þeim slóðum og reyna
j að rífa niður Atlantshafsbandalag-
, iö. En það sem gerast mun er, að
, Rússar fara æ meira að leika ref-
skák hins grímulausa stórveldis, og
! byggja á eigin afli, og reikna mun
minna með kommúnistaflokkum út
, um allar jarðir til stuðnings en var
; á tímum Stalíns. Þétta lofar sann-
j arlega ekki alþjóðlegu samstarfi.
I En útlitið verður samt miklu
j skárra þegar kommúnisminn og
, rússneskt afl voru eitt og hið sama.
(Framhald á 8. síðu.)
Gestir í Sovétríkjunum sjá
beinlínis hvar sem er sann-
anir á hinum mikla friðar-
áhuga Sovétþjóða og leiðtoga
þeirra, og þeir afhjúpa níð
stríðsæsingamannanna“.
HVERT LEITA hugsanir
svona fólks á þessum síðustu
dögum? Eru þær enn bundn-
ar við grafhýsi Stalins? Eða
„leita“ þær til „verkamann-
anna okkar“, sem nú berjast
fyrir lífi og frelsi? Kommún-
Á skotspónura
Athafnamaður sunnan lands, sem rekur fyrirtæki
úti á landi, hefir krafizt þess af hreppsnefnd, að útsvar
hans verði stórlega lækkað.... Hefir í hótunum að
hætta rekstrinum ef ekki verði orðið við kröfunni....
Forráðamenn sveitarfélagsins telja sig í úlfakreppu....
Þetta dæmi minnir á gildi þess fyrir fólkið, að samtök
þess sjálfs hafi vald á fjármagni atvinnulífsins.... SÍS
hefir í athugun að setja upp skrifstofu í Hamborg. .. .
Sambandið hefir nú skrifstofur í New York, Leith og
Kaupmannahöfn... . Stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar
vinnur að því að undirbúa frumvarp um framtíðarskip-
un sveitarinnar og fjárhag.... ýmsar fjáröflunarleiðir
eru til athugunar. .. . Eggert Kristjánsson var felldur
úr stjórn Verzlunarráðsins.... áróðurinn gegn honum
var svo sterkur, að hann féll ekki aðeins úr formanns-
stöðu heldur alveg út úr ráðinu.... Það voru smærri
heildsalar, sem sameinuðust gegn stórveldinu.... fs-
lenzku þátttakendurnir í Ólympíuleikunum í Mel-
bourne eru nú í Svíþjóð og munu fara fljúgandi með
sænskum þáttakendum til leikanna. . . . Gísli Jónsson
sterki af Barðaströnd fór fyrir skömmu austur í Horna-
fjörð og hélt þar ræðu mikla á móti Sjálfstæðismanna
. .. ,Nú hafa Hornfirðingar og fleiri verið að velta því
fyrir sér, hvort Gísli mundi vera farinn að leggja hug
á kjördæmið, og hygðist skipta um landshorn, eftir fall
hans vestra.... Mundu þá miklir endurreisnartímar
hefjast austur þar.... hliðstæðir hinu glæsilega fram-
faraskeiði í Flatey á Breiðafirði með Gísla-grjóti og
öðru tilheyrandi.Mánudagsblaðið birti fyrir nokkru
aliharða ádrepu á iðaðarmenn fyrir okur.... f ein-
hverju næsta blaði á eftir var boðað meira af slíku, og
sagt að framhaldið kæmi í næsta blaði.... Þá brá
svo við, að Mánudagsblaðið lcom ekki út. .. . í næsta
blaði þar á eftir var ekkert um okur iðnaðarmanna...
Nú eru menn að velta því fyrir sér, hvað orðið hafi
af framhaldinu sem koma átti í blaðinu, sem aldrai
kom út. . . .