Tíminn - 02.11.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.11.1956, Blaðsíða 8
3 TÍMINN, föstudaginn 2. nóvember 1956. Nýtt sjúkrahús tekur senn til starfa á Norðfirði Eíías Eyvindsson læknir rá^inn anstur og kominn fianga'ð til aí st]‘órna nitSursetningu tækja Frá fréttaritara Tímans á NoröfirSi. Sjúkrahúsið, sem undanfarin ár hefir verið í byggingu á Norðfirði, tekur nú senn til starfa og er hinn nýi sjúkrahús- i .eknir, sem ráðinn hefir verið til að veita sjúkrahúsinu for- stöðu, korninn austur til að stjórna undirbúningi. Læknirinn er Elías Eyvindsson, rem stjórnað hefir blpðbankanum í Reykjavík og flytur hann bú- f ^rlum austur til Norðfjarðar. Um þ ;ssar mundir er verið að ganga frá lækningatækjum, sem fyrir nokkru eru komin. í sjúkrahúsinu verður fullkom- in skurðstofa búin góðum tækjum og verður þar hægt að fram- kvæma margvíslegar læknisaðgerð ir þegar til kemur. Samtals verða um 30 sjúkrarúm í sjúkrahúsinu og bætir það úr mjög brýnni þörf, þar sem áður þurfti að flytja flesta sjúklinga, sem þurftu á sjúkrahúsvist að halda, burt úr kaupstaðnum. Voru flestir fluttir alla leið til Reykja- víkur, þar sem ekkert sjúkrahús hefir verið ó Norðfirði íyrr en þetta tekur til starfa. Sjukrahúsið stendur á íallegum stað í svoneíndu Preststúni. Ekki er að fuliu ráðið hvenær sjúkrahúsið getur tekið íil rtarfa, en vonir standa til að það verði um mánaðamótin. Er aðaliega eft- ir að ganga frá ýmsu smálegu, svo sem fyrir lyftu og öðru slíku, þeg- ar búið verður að ganga frá lækn- ingatækjum, sem nú er unnið að Bókmenntasaga Norðurlanda, höfuðrít Bukdahls í nýrri útg. á 69 ára afmæli hans Islenzkum bókmenntum genS gó<! skil. Islendingum botSitS aft gerast áskriíendur cg heiíra hinn ágæta bókmenntafræðing Jörgen Bukdahl rithöfundur, er reynzt hefir drengilegastur mál- svari íslenzku þjóðarinnar meðal Dana í handritamálinu, verður sex tugur 8. desember næstkomandi. Verður þess afmælis minnst um Oll Norðurlönd, því að hann á ein- læga vini í öllum löndunum. í tilefni afmælisins kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Arnkrone höfuð- r t Bukdahls, sem er Bókmennta- saga Norðurlanda, og hefir hann unnið að henni í mörg ár. Þar eru í lenzkar bókmenntir í jafn háum sessi og bókmenntir annarra Norð urlandaþjóða, og má geta þess, að l aflinn um íslenzku bókmenntirnar verður að vöxtum um tveir þriðju á móts við bókmenntasögu Dana. Margar myndir verða í bókinni, en t:ú stærsta er af Matthíasi Joehums syni. Bókin mun koma út um miðjan nóvember, og kosta kr. 85.00 ís- lenzkar. Arnkrone útgáfan hefir ákveðið, að allur hagnaður af sölu bókar- innar skuli renna til höfundarins sem afmælisgjöf. Hafa verið stofn aðar nefndir á öllum Norðurlönd- um til þess að greiða fyrir sölunni. í dönsku nefndinni eru þeir Erik Eriksen fyrrv. forsætisráðherra, Julius Bomholt menntamálaráð- herra og formaður danska ritliöf- undafélagsins. I íslenzku nefndinni eru þeir Valtý’r Stefánsson ritstjóri Guðmundur Gíslason Hagalín rit- höfundur og Árni Óla ritstjóri. Ætla má að margir íslendingar vilji eignast bók þessa og sýna höf undi jafnframt vináttuvott með því að kaupa hana. Eru þeir beðnir að skrifa nöfn sín á lista hjá skrif- stofu þessa blaðs, eða í Bókaverzl- un ísafoldar í Austurstræti 8, eða snúa sér beint til nefndarmanna. Þetta þarf að gerast fyrir miðjan nóvember, því að þá verða áskrift arlistar sendir til bókaútgáfunnar. Um 300 þúsund vinnuslys árlega í Sví- þjóð, talið 700 millj. króna tjón Um 300 þúsund vinnuslys eiga sér árlega stað í Svíþjóð. Þjóðhagslega er þetta um 700 milljóna króna tap yfir árið fyrir sænsku þjóðina. Leonard Goldberg prófessor við Stock- hólms-háskóla upplýsti þetta í ræðu, sem hann flutti nýlega á fundi félags bæjarstarfsmanna Stokkhólmsborgar, jafnframt því sem hann gerði grein fyrir nýjum rannsóknum sínum á þætti áfengisneyzlunnar í sambandi við slys við vinnu. Prófessor Goldberg er heims- kunnur fyrir rannsóknir sínar á I neyzlu áfengis og afleiðingum hennar. í þessu tilfelli hefir hann lagt 11 grundvallar 429 vinnuslys. Sam- kvæmt opinberum skýrslum voru aðeins 4% þeirra talin eiga rætur sínar í áfengisneyzlunni. En nán- ari rannsókn leiddi hins vegar í Ijós, að þar var 11,1% sem rekja mátti til áfengisins og að liinir rlösuðu höfðu neytt sem svaraði þrem staupum af því. Einstaklings- athugun sýndi og að meira en helmingur heyrðu til flokki síneyt- enda. Það er því Ijóst, sagði próf., r.ð flestir þeirra, sem fyrir slysum • urðu, eru þeir sem misnota áfeng- ið. Hann benti á hinn skaðlega ]>itt „afréttarans“ á þróun drykkju íkapar. Einn mikilvægasti þáitur- i,',.n í viðreisn drykkjumannsir.s er ri, að fá hann til að hætta við að , hressa sig“ með áfengj, rétta sig af, eins og það er rie'fht. Méðál, sem npta skal gegn ölvímu og ann- arri vanlíðan eftir sumbl, er á leið- inni, sagði prófessorinn að lokum. Margir skólar starfa í Siglufirði i vetur Tekinn er til starfa tónlistar- skóli í Siglufirði og stunda margir nemendur þar nám. Kennari skól ans er Guðlaugur Jörundsson. Barnaskólinn í Siglufirði tók til starfa síðasta laugardag og stunda þar 420 börn nám í vetur. Auk þessara skóia eru svo starfandi gagfræðaskóli og iðnskóli, svo til tölulega margir Siglfirðingar sitja á skólabekk í vetur. Fundur var haldinn í Rithöfunda félagi íslands í Naustinu við Vest- urgötu þann 30. þ. m. — Fundur- inn samþykkti eftirfarandi álykt- un: ■ Furidurinn fagnar því að n|ðst hafa samningar við Ríkisútvaýþið, Sauðfjárbúskapur (Framhald af 7. síðu.) bæði haft hyggindi og þrek til að taka á þeim vandamálum, sem upp komu við mikinn fjölda búfjárins. Þegar búfénu fækkaði aftur, féll ítala í haga að mestu niður, og var ekki tekin upp aftur, er búfé fjölg- aði á 19. öld. En nú virðist skyn- samlegt, ef ekki óhjákvæmiiegt, að hverfa aftur að fornu ráði. Þetta yrði hvort tveggja í senn til þess að tryggja það, að lönd spillist ekki og fari í auðn sökum ofbeitar, og hitt um leið, að sem mestar nytjar verði að sauðfénu. En ítala ein í haglendi nægir ekki. Jafnframt verður að taka upp eftirlit með sumarbeit sauðfjárins því til trygg ingar, að það safnizt ekki á hag- leysur, t. d. við girðingar, svelti þar eða hálfsvelti. Þar sem féð hef- ir orðið margt í högum, hefir rýrð þess víða komið fram á þann hátt, að mikill hluti fjárins hefir reynzt mjög holdvana, og lömbin jafnvel ekki náð neinum teljandi vexti, en nokkur hluti fjárins hefir hins veg- ar náð allgóðum, jafnvel ágætum vænleika. Verið geta til þess fleiri ástæður en ein, en líklega er aðal- ástæðan oftast sú, að talsvert mik- ill hluti fjárins lendir beinlínis í svelti einhvern hluta sumarsins, stundum við girðingar, stundum á öðrum hagleysum. Víst er, að þetta kemur eigi fyrir í stórum stíl, þar sem rúmt er í högum, og í góðum sumrum kemur það varla fyrir þar. Ef litið er eftir fénu í sumarhög- um þess, á þetta ekki að þurfa að koma fyrir. A bíUsýningunni í París vakti þriggja hjóla bíllinn „Avoietti" mikla at. hyg!i 03 forvitnir áhorfsndur þvrptust a3 honum, e3a kannske hafa sumir fátækari sýningargestir eygt þarna sinn „draumabíl", því að þessi litli franski b:!l er bæði ódýr í rekstri og kostar ekki mikið fé í innkaupi. Fjölgun fylgir mikill vandi Þetta, sem hér hefir verið rifjað upp, á að vera bending á þann vanda, er fylgir því að fjölga fénu verulega úr því sem nú er orðið, þar sem það er flest. Enginn efi er á, að þar verða menn að gæta vel að mörgu, sem lítill gaumur hefir verið gefinn hingað til. Fyrst af öllu verða menn að fylgjast vel með vænleika f járins frá ári til árs. því að vænleikinn talar sönnustu og hreinskilnislegustu máli um það, hversu margt má setja í hag- ana að skaðlausu. Svo verða menn að gæta sín að láta ekki blekkjast af tylliástæðum fyrir því, hvers vegna vænleika fjárins lirakar, ef á þann veg snýst. Þar sem búhugur er í mönnum, vilja þeir öllu öðru heldur trúa um orsakir til rýrðar fjár síns en því, að það sé of margt fyrir þá haga, sem því eru fengnir. Menn kenna um spóahretinu, því að óveður hafi komið í ágústlokin, að gróður hafi sölnað of snemma, gleymnir á það, að allt þetta hafi komið áður, meðan féð var vænt, heldur en viðurkenna fyrr en í fulla hnefa, að of þröngt sé orðið í högum, eða illa hafi um féð farið þar. Þessu veldur óskhyggja, sem flestir eru haldnir af meira eða minna. En til þess að ná góðum fjárhagslegum árangri af sauðfjár- búskap hér á íslandi á komandi árum dugar áreiðanlega ekki ósk- hyggja ein, heldur verður að hafa vakandi auga á hverjum hlut, skilja hlutina rétt og haga sér sam kvæmt því. Við verðum að geta haft vænt fé án mjög mikils fóðurs, og við eigum ekki að hafa fleira fé en svo, að við getum haft það vænt án óhófslegs tilkostnaðar í fóðri. SiglfirSing&r vllja komast í ömggt akvegasamband Þar er nú' snjékust hæst upp í fjöll, en skaflar loka veginum í SiglufjanSarskartii Siglfirðingum þótti það tíðind- um sæta, að í fyrradag var þar hlýjast í allri Norður-Evrópu. Þá var 15 stiga hiti á Siglunesi, og snjólaust upp í hæstu fjöll. Þykir Siglfirðingum þetta óvænta sumar- veður góð viðbót við sumardagana og eiga ekki oft slíku sumarveðri að vetri að venjast. Vegurinn yfir Siglufjarðarskarð er samt illfær, vegna skafla, sem eru á veginum. Eru þeir svo stórir að bílar komast ekki hjálparlaust yfir.-,Erp, Siglfií’ðingaa- óánægðir með þá ráð?t.öfún að mqka ekki skarðið, þégar svd vel viferar sem nú er. Innilokun vetrarins er oftast löng 1 í Siglufirði og samgöngumálin eru j eitt af þeim málum, sem efst eru! á baugi í Siglufirði. Lagning vegar, j sem orðið getur öruggur vetrar- í fer á lögreglunám- skeið i Ameríku og væntir þess, að hér sé upphaf meiri og betri samvinnu milli rit- höfunda og Ríkisútvarpsins en ver- ið hefir á undanförnum árum. í stjórn Rithöfundasjóðs Ríkisút- varpsins, sem stofnaður var með samningi þessum, var kjörinn Ja- kob Benediktsson magister. Ennfremur var samþykkt eftir- farandi tillaga: Vegna erinda, sem fram hafa komið frá formanni Bandalags ís- lenzkra listamanna og Félagi ís- lenzkra rithöfunda um sameiningu rithöfundafélaganna, felur fundur- inn stjórninni í samráði við stjórn Félags íslenzkra rithöfunda, að haldinn verði sameiginlegur fund- ur beggja félaganna til að ræða möguleika á samstarfi þeirra, og til að kanna vilja félagsmanna til sameiningar. . Hallgrímur Jónsson . Hallgrímur Jónsson, lögreglu- maður, er nú á förum vestur til Bandaríkjanna, þar sem hann mun verða á lögreglunámskeiðum næstu mánuðina. Er hér um að ræða boð j af hálfu Randaríkjastjórnar. Sækja þessi námskeið lögreglumenn úr nokkrum löndum Vestur-Evrópu. Munu þátttakendur dvelja á ýms- um stöðum í Bandaríkjunum og kynna sér framkvæmd löggæziu, og einnig verður bóklegt og verk- legt nám. Hallgrímur Jónsson hef- ir starfað í Reykjavíkur-lögregl- unni um fjögurra ára skeið. Gerfiefni vegur er eitt af þeim nauðsynja framkvæmdum, er gera þarf í sam göngumálunum tl þess að kaupstað urinn geti verið í akvegasambandi allan ársins hring. Kokteilstúka — krá Kirkjubóli, Önundarfirði, 26. októbér 1956. ,,f blaðaviðtali við orðabókar- nefnd Háskólans, — kom í ljós, aS samkomulag hafði orðið um að nota orðið „kokteiIstúka“ yfir ,,kokteilbar“ í flugvélum", segir í Tímanum 14. október. Þessi frétt vildi ég vona að væri byggð á misskilningi. Kokte ll er orð, sem mér finnst engin ástæða til að þola í máiinu og er bar miklu þolanlegra orð. Annars er það alveg þarflaust því að við höf- um gamalt og gott orð. yfir slíkt, þar sem er orðið krá. „Á sunnudögum gekk dillandi dans, svo að dunuðu næstu krár“, segir Matthías. Það sem málsljóir menn hafa nefnt vínbar eða kok- teilbar og þeir, sem vilja vera hug- kvæmnir málbótamenn ætla nú að nefna kokteilstúku, heitir á góðri og gildri íslenzku drykkjukrá, vín- krá eða drykkjukró. Kró er raun- ar svipaðrar merkingar að upp- runa og stúka, það sem er króað eða stúkað af stærri byggingu. Reglur, sem kölluðust í heild rnusteri, nefndu einstakar deildir eða félög sín stúkur og allir þekkja konungsstúku í leikhúsi og kró í fjárhúsi. Það er smekksatriði, hvort menn vilja nota orð, sem tengd eru við tign og virðuleika yfir drykkju- staðina fremur en önnur. En þó að við höfum auðvitað mikla þörf fyrir nýyrði, er engum greiði gerð- ur með því að böggla saman nýj- um orðum með ljótari slettu eins og kokteil að uppistöðu og ætla þeim óskapnaði að útrýma göml- um ágætisorðum, ramíslenzkum og grónum í bókmenntum. En þoli menn einhverra orsaka vegna ekki að nota orðið drykkju- krá mætti benda þeim á gömul orð, sem fallin eru úr notkun, svo sem hjúhólf og skytning. Halldór Kristjánsson. 1 lisfcvaknmg (Framhald af 6. síðu) markaðan hita. Og hinir eftirsóttu kostir eru háðir því að hitanum sé stillt í hóf. Er brot eru gerð í: flík úr orloni við ákveðið hitastig, haldast þau endalaust. En ef strok- járn er notað heitara en vera ber, missir efnið eiginleika sinn og er ekki hægt úr að bæta. (Lauslega þýtt). (Framhald af 4. síðu) vinnur byggingarefni úr leir, hafa litla áheyrn fengið eða enga. En ég vona þó, að það, sem ég hefi fengið áorkað, hafi verið til góð.s — og að það, sem mig hefir dreymt um komizt í framkvæmd þótt seinna verði. — Jó..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.