Tíminn - 23.11.1956, Side 2

Tíminn - 23.11.1956, Side 2
T f MIN N, föstudaginn 23. nóvember 1956. Yfirlýsliig EufSers s brezka fiinginu um Við ctasum allan er S.Þ. s@nda nægiiegt lið á vettvang Israelsmeiín hareSneita ac? hafa þegi<$ aístoS Frakka í innrásinni á Sínaí-skaga Stjómmálafréttaritari brezka útvarpsies kveðst hafa séð fraeskar iiðssveitir í Israel rétt fyrir iimrásina Londcn—NTB, 22. nóv. — Bufler, settur forsœfisráðherra í Bretlandi, flufti brezka þinginu í dag bráðabirgðaskýrsiu um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins. Kvaðst hann ekki geta flutt fullnaðarskýrslu að sinni, þar sem málið væri enn á dagskrá alisherjarþingsins. Sagði Butler, að brezka stjórnin fagnaði því, að herflokkar S.þ. skyldu vera komnir til Egypta- lands. Myndu Bretar nú flytja heila hersveit á brott frá Egyptalandi, þegar S.þ. hefðu sent nægilega mikið lið til landsins til þess að framkvæma allt það eftirlit, er nauðsynlegt væri myndu Bretar senda allan her sinn frá Egypta- landi. Butler kvað stjórnina óánægða með tilkynningu þá, er birt hefði verið í bækistöðvum S.þ. í New York í gærkvöldi um samkomu- lag það, er gert hefði verið á milli Hammarskjölds, framkv.- stjóra S.þ. og Nassers einvalds- herra. I*ar væri ekki tekið tillit til þeirrar miklu nauðsynjar að hreinsa Súez-skurðinn tafarlaust. Egyptar liefðu sökkt 47 skipsflök um í skurðinn, þeíta hefði verið þarflaust verk, unnið aðeins í því skyni að valda Bretum tjóni. Vissum ekkert um fyrir- ætlanir ísraels Butler neitaði því eindregið, að stjórnir Bretlands og Frakklands og ísraels hefðu átt í nokkrum samningum sín á milli um aðgerð- irnar í Egyptalandi. Brezka stjórn in hefði ekkert vitað um fyrirætl- anir ísraelsmanna, sagði Butler. ísraelsstjórn neitar aSiId Frakka Stjórn ísraels hefir harðlega neitað, að nokkuð sé hæft í þeim orðrómi, að franskir flugmenn hafi átt nokkurn hátt aðstoðað her ísraelsmanna í hernaðaraðgerðum þeirra á Sinai-skaganum. Talsmað ur utanríkisráðuneytis ísraels iýsti því yfir í dag, að enginn hern aðarvarningur af nokkru tagi hefði borizt ísraelsmönnum frá Frakk- landi í heilan mánuð, en fyrir þann tíma hefði ísraelsmenn keypt lítið eitt af frönskum vopnum, en þau hefðu verið borin af hermönn um ísraels. Talsmaður þessi neit- aði því ennfremur harðlega, að nokkrar viðræður eða samningar Rússneskir stúd- entar gagnrýna einræðisstjóm London 22. nóv. — Fregnir frá Moskva herma, að stúdentar við háskóla borgarinnar hafi op- inberlega gagnrýnt og fordæmt stjórnarfarið í landinu og kraf- hefðu átt sér stað í milli ísraels- manna, Breta og Frakka um hern- aðaraðgerðir ísraelsmanna gegn Egyptum. Ákvörðunin um innrás- ina í Egyptaland hefði verið tekin af ísraelsmönnum einum og hefðu þar engin erlend stjórn átt nokk- urn hlut að máli Fréttaritari BBC á öðru máli Um leið og þessi talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins gaf þessa yfirlýsingu, skýrði stjórnmálafréttaritari brezka út- varpsins frá því, að loksins hefðu ritskoðunaryfirvöld hers ísraels- manna leyft honum að skýra frá því, að liann hafi séð með eigin augum franskar flugvélar og franska hermenn í ísrael rét áð- ur en innrásin var gerð í Egypta land. Einnig skýrir hann frá því, að hann hafi séð frönsk lierskip úti fyrir Tel Avid. eíga fieimsmet í mjólk- urdrykkju Eftirfarandi fréttatilkynning er í té látin af mjólkureftirlitsmanni ríkisins, Kára Guðmundssyni. Alþjóðamjólkurráðstefna var haldin í Róm á Ítalíu þann 24.— 28. septembec s. 1. Á ráðstefnu þessari upplýstist m. a., að íslend- ingar neyta meiri mjólkur en nokk ur önnur þjóð í heiminum, eða nánar tiltekið % lítra á hvern íbúa á dag. Þvínæst koma í röð þessi lönd: Sviss, Holland, Noregur, Kanada, Svíþjóð, Danmörk, Banda- ríkin, Bretland, Þýzkaland, Belgía og Frakkland. Hins vegar er mjólkurneyzla á Ítalíu aðeins 1 lítri á íbúa á viku. Aðeins Grikkir, Tyrkir og íbúar Portúgals neyta minni mjólkur en ítalir. Þátttakendur á þessari alþjóða- mjólkurráðstefnu reyndust vera = Uilaraarn margir litir um 2500 talsins frá 40 þjóðlönd- ; '6 um. TRICHLORHREINSUN (ÞURRHPtlMSUN) bjuDrg SOLVALLA GDTU 74 • SIMI 3237 BARMAHLÍÐ G Þisig Saisifeands bindindisfélaga í ri Samband bindindisfélaga í skól- um heldur 25. þing sitt í Kennara- skólanum í Reykjavík næst kom- andi laugardag og sunnudag 24. og 25. nóvember. Sambandið var stofnað 16. marz MlllllIII»Ml||||lM||||||||i||^||||||||||||||||||||||||||||||||||||, \ Drengjajakkaföt 6—14 ára I í Matrósaföf og kjólar 3—8 ára 1 | Drengjabuxur—Sokkar | \ Drengjabuxur—Drengja- i peysur 1 Twink heimapermanent I ÆSardúnssængur í Sent í póstkröfu. 1932, en fyrsta þing þess var hald- ið 24. til 25. nóvember sama ár. Helzti hvatamaður að stofnun Sambands bindindisfélaga í skólum og fyrsti formaður þess, var menntaskólaneminn Helgi Schev- ing frá Vestmannaeyjum. Starfaði sambandið með miklum hlóma, sérstaklega fyrstu tíu árin. Nú eru í sambandinu 12 félög með um 1400 félagsmönnum. í tilefni þessara tímamóta hyggst sambandið gangast fyrir stofnun bindindisfélaga í nokkrum gagn- fræða-, framhalds- og sérskólum. Núverandi stjórn S.B.S. skipa: Valgeir Gestsson, form., og aðrir í stjórn: Ragnar Tómasson, Jón Gunnlaugsson, Lilja H. Sævar og Jóhanna Kristjónsdóttir. Rétfarhðld í Rém (Framhald af 12. slðu.) „Ég kenndi henni mannasiði". Skraddarinn Galateri endurtók það fyrir réttinum, að árið 1953 er Soffía Loren hafði ekki öðlast frægð sína, hafi hann saumað handa henni föt, sem öfluðu henni heimsfrægðar. „Ég kenndl henni mannasiði", sagði hann, „ég borðaði með henni á hverj- um sunnudegi og kenndi henni einnig borðsiði". Galateri heldur því fram, að Soffía hafi aldrei greitt sér grænan eyri fyrir, held ur hafi eitt sinn sent sér áritaða mynd af sjálfri sér. 1 Vesturgötu 12. Sími 3570. | Frá umrætSum á Alþisigi um togarakaupafrumv. ríkisst|émariniiar: Eítthvert mesta átak, sem gert hefir veriö til að efla jafnvægi í byggð laeidsins Frumvarp ríkisstjórnarinnar um heimild til aS kaupa til landsins 15 nýja togara og 6 minni fiskiskip var til umræðu í neðri deild í gær, og stóðu umræður um það alllengi. Lauk umræðunni, en atkvæðagreiðslu var frestað. Eiríkur Þorsteinsson, þingmaður V-ísfirðinga, kvaðst fagna því, að þetta mikla velferðarmál lands og þjóðar skuli nú loks vera viður- kennt eitt meginatriði þess að við- halda jafnvægi í byggð landsins. Minnti hann á, að frumvarp þetta væri svipaðs efnis og hann hefði flutt ásamt öðrum á síðustu þing- um. Síðan ræddi hann nokkuð um hæfni hafna á Vestfjörðum til lönd unar úr togurum og kvað aðeins sex hafnir þar færar til þess, sem sé Patreksfjörð, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og ísafjörð. Aðeins helmingur þessara staða réði yfir togurum, þótt þörf fyrir löndun á togarafiski væri brýn á hinum stöðunum. Hann minnti á, að fjöldi togara flytti fisk af hin- um fengsælu togaramiðum fyrir Vestfjörðum til annarra lands- hluta, og tæki það ærinn tíma. Svaraði hann síðan nokkrum at- riðum úr ræðum Kjartans Jó- hannssonar, þingmanns ísfirðinga, og Magnúsar Jónssonar, 2. þingm. Eyfirðinga. Kvaðst Eiríkur vona, að frum- varp þetta skapaði tímamót í at- izt afnáms einræðisins og alræð' is kommúnistaflokksins. Ásamt, i vinnumálum íslenzku þjóðarinnar stúdentum frá lepnríkjuniim I og með því væri lagður horn- lýstu stúdentar þessir yfir samúð j steinn að raunverulegu jafnvægi í sinni með ungversku þjóðinni í j byggð landsins. hörmungum hennar. Stjórnmálafréttaritari brezka Yfirlýsing, sem var fagnað útvarpsins vekur athygli á því, að j Gísli Guðmundsson, þingmaður háskólastúdentar hafa löngum ver I N-Þingeyinga, ræddi einnig allýt- ið í sérflokki yfir aðrar stéttir landsins varðandi gagnrýni á kommúnista og stjórn þeirra, Þess vegna sé rangt að álykta, að mótmæli stúdentanna muni hafa nokkra frekari ókyrrð í för ineð sér. arlega um málið. Hann benti á, að ráð væri fyrir gert, að skipum þessum yrði svo ráðstafað, að afli þeirra yrði fyrst og fremst lagður á lantf á Norður-, Austur- og Vest- urlandi, þar sem beinlínis sé tek- ið fram í frumvarpinu, að tillögur um staðsetningu skipanna skuli við það miðaðar, að auka jafnvægi í byggð landsins. Hann minnti á, að eitt af því, sem mesta athygli vakti víðs veg- ar um land við myndun núverandi ríkisstjórnar væri þau ákvæði í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar, sem fjölluöu um jafnvægi í byggð landsins og sérstakar ráðstafanir til eflingar atvinnulífinu í nánar tilgreindum landshlutum. Kvaðst hann ætla, að svo ákveðin yfir- lýsing um þetta efni hefði ekki áður verið gefin af nýrri ríkis- stjórn. Mundi sú yfirlýsing hafa átt sinn þátt í því, hve þessari stjórnarmyndun var yfirleitt vel tekið, ekki sízt í þeim landshlut- um, sem hér eiga hlut að máli. í yfirlýsingu hinnar nýju stjórnar í sumar er svo að orði komizt: Ríkissíjórnin mun beita sér fyrir og skipuleggja alliliða atvinnuuppbyggingu í landinu, einkum í þeim þrem landsfjórð- ungurn, sem nú eru verst á vegi staddir í atvinnulegum efnum. Ef frumvarp þetta verður að lögum, verður framkvæmd þess eitthvert mcsta átak, sem gert hefir verið til þess að stöðva fólksflutning úr þessum lands- fjórðungum til Faxaflóa. Rakti hann síðan nokkuð fólks- flutningana síðustu áratugi milli landshluta og kvað höfuðnauðsyn að stuðla að því, að hver lands- hluti haldi sínum fólksfjölda hlut- fallslega að minnsta kosti og helzt stuðla að eðlilegum vexti þeirra með því að veita eðlilegu fjár- magni og atvinnutækjum þangað. Hann benti á, að á Vestur-, Norður- og Austurlandi væru rúm lega 50 bæir og kauptún, sem byggðu atvinnu sína á hagnýtingu sjávarafla, og þar hefði víða verið komið upp húsum og tækjum til vinnslu afla. En mjög víða væri útgerð í smáum stíl lieima fyrir og vinnslutækin ekki fullnýtt. Gísli sagði, að þó yrði að gæta þess, að þessir nýju togarar hefðu ekki truflandi áhrif á þann at- vinnurekstur, sem fyrir væri á þessum stöðum. Margt fleira at- hyglisvert kom fram í ræðu Gísla, og verður hún e. t. v. rakin nánar síðar hér í blaðinu. Alþýðusambandsþing (Framh. af 1. síðu.) lífskjör fólksins, sem ríkisstjórn afturhaldsins tvímælalaust mundi hafa beitt, til þess að velta af- leiðingum óstjórnar sinnar og uppivöðslu gróðaaflanna yfir á bök hins vinnandi fólks. Jafnframt lýsir þingið fullum stuðningi sínum við þá ákvörðun sambandsstjórnar, sem strax hlaut ákveðinn stuðning margra særstu verkalýðsfélaganna, að ríkisstjórn in festi til bráðabirgða vísitölu og verðlag, svo sem gert var um mánaðamótin ágúst—september s. I. Þingið telur, að með þeirri ráðstöfun hafi ekki verið rýrður kaupmáttur vinnulauna. Hinsvegar gerir þingið sér Ijóst að í þeirri aðgerð felst engin frambúðarlausn efnahagsmál- anna, og leggur mikla áherzlu á, að þegar til slíkra ráðstafana kemur, verði þess vandlega gætt, að á engan hátt verði rýrð lífs- kjör alþýðu, heldur leitast við að afla nauðsynlegs fjár á kostn- að auðfélaga og yfirstétta, og stefnt verði að þeirri uppbygg- ingu atvinnulífsins, sem tryggi grundvöll að góðri lífsafkomu þjóðarinnar allrar. Fé tekicS í hús á Barftaströnd Fréttir frá landsbyggðinni REYKHOLUM. — Hér er nú kom- inn nokkur snjór en undanfarið hefir gengið á með hryðjum. Menn eru nú almennt búnir að taka fé í hús. Áður en tók að snjóa voru hér sífelldar rigningar og vegir voru víða ófærir. Skriðuföll urðu í Kollafirði og Gilsfirði og varð jarðýta að fara til móts við áætlun arbílinn þar nýlega er hann komst ekki leiðar sinnar vegna skriðu- falla. Þ.Þ. Haustflutningum Öræf inga lokitS FAGURHOLSMYRI. verið útsynningur og jeljagangur undanfarna daga, en þó hefir snjó ekki fest að ráði. Fé gengur enn- þá úti. Vegavinnu, sem hér var í sumar og haust er nú lokið að mestu. Flutningum er lokið í haust og gengu þeir með bezta móti. S.A. 9 þús. fjár slátraft á Hólmavik HÓLMAVÍK. — Nokkuð er búið að flytja burtu af kjötinu frá slát- urtíð hér, en samt munu vera eftir um 6 þús. skrokkar. Alls var slátr- að um 9 þús. Meðalþunginn var 17,2 kg., en þyngsti skrokkurinn var 28,2 kg. Beztan meðalþunga hafði Jón Níelsson, Víðivöllum, 21 kg. StirÖar gæftir á Hólmavík Hólmav. — Hér hafa verið stöðugir stormar að undanförnu og gæftir þar af leiðandi stirðar. Þrír bátar Hcr hefir róa þegar gefur ,en aflinn í haust er heldur lítill. Verið er að pakka saltfisk til útflutnings. Einnig er verið að pakka nokkru af roðum sem Lagarfoss á að taka hér og flytja til Bandaríkjanna. Hann mun líka taka hér nokkuð af frystri ýsu. Vatnajökull kom hingað nýlegaJÍg tók nokkuð af freðfiski. J.B.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.