Tíminn - 23.11.1956, Page 4
■’l
TÍMINN, föstudaginn 23. nóvember 1956.
iiMimiMMMiir
BÆKDR OG HÖFUNDAR
„Enn á heimíeið“
Botvinnik og Smyslov efstir
í Moskva
RITSTJORI: FRIÐRIK OLAFSSON
iii
mm tm mn -*• ^
ÞEIR BOTVINNIK og Smyslov
skiptu með sér fyrstu verðlaunum j
í skákmótinu í Moskvu nýlega. I
Þessi úrslit verða að teljast mjög j
sanngjörn og koma heldur engum!
á óvart, því að þau sýna það svartj
á hvítu, sem áður var álitið, að j
þessir tveir skákjöfrar standa nú i
fremstir allra skákmanna í heim-
inum. Fyrir þá sök verður einvígi
þeirra um heimsmeistaratitilinn,
sem væntanlega hefst næstkomandi
marz, ennþá skemmtilegra og tví-
sýnna en ella og erfitt að segja fyr
ir um úrslit. Botvinnik hefir sjald-
an verið betri en nú, það sýnir
taflmennska hans í þessu móti. Fyr
ir síðustu umferð, var hann ein-
um vinning fyrir ofan skæðustu
keppinauta sína, Smyslov og Tai-
manov, og nægði því jafntefli til
að verða efstur, en tapaði þá fyr-
ir hinum gamla keppinaut sínum
Keres. Smyslov virðist aftur á
móti ekki hafa teflt af jafn mikilli
hörku og Botvinnik, en þó af sinni
gömlu og alkunnu seiglu, og með
því að sigra Stahlberg í síðustu
umferð, tókst honum að vinna upp
forskot Botvinniks. Kunningi okk
ar Taimanov varð þriðji og var
greinilega vel að því kominn.
NÚ VIL ég birta skák þeirra
Smyslovs og Botvinniks frá þessu
móti, ekki vegna þess, að hún sé
neitt .fullkomin, því að það er hún
alls Ækki, heldur vegna þess, hve
áþreifanlega hún sýnir taugaspenn
ing keppenda. Skákin var að vísu
tefld snemma í mótinu, en hún
varð eins konar forleikur að loka
sprettinum. Botvinnik er mun á-
kveðnari í byrjun og vinnur peð,
eftir að Smyslov hefir leikið
nokkra meiningarlausa leiki. Stöðu
yfirburðir eru svo augljósir, að mað
ur þarf ekki vitnanna við. En þá
skeður það, sem sjaldan skeður,
Botvinnik verður óþolinmóður og
hyggst knýja andstæðing sinn til
uppgjafar í einu vetfangi. Þetta
reynist hins vegar frumhlaup eitt,
sem Smyslov notar sér dyggilega
og vinnur brátt peð sitt aftur. —
Smyslov hefir nú heldur betra tafl
og leitar ýmissa bragða á and-
stæðingi sínum, en heimsmeistar-
inn er vandanum vaxinn og vísar
öllu slíku á bug. Smyslov sér fram
á tilgangsleysi aðgerða sina og
keppendur verða ásáttir um jafn-
tefli:
SIKILEYJAR-VÖRN
Hv.: Smyslov — Sv.: Botvinnik
1. e4—c5, 2. Rf3—Rc6, 3. d4
—cxd, 4. Rxd4—g6 (Þetta er
eitt af uppáhaldsbrögðum
heimsmeistarans. Smyslov svar-
ar því á þann hátt, sem bezt er
talið, með Maroczy-leiknum c4),
5. c4—Bg7, 6. Be3—Rf6, 7. Rc3
—Rg4, 8. Dxg4, (Ef 8. Rxc6
þá Rxe3, 9. Rxd8—Rxdl), 8. —
Rxd4, 9. Ddl—e5 (Þessi leikur
hefir mest yerið rannsakaður og
notaður af rússneska skákmeist
aranum Simagin, en annars allt-
af verið álitinn fremur vafasam-
ur. Ekki tekst þó Smyslov að
sýna fram á í þessari skák,
hvers vegna svo sé, nema síður
sé). 10. Bd3—d6 (Botvinnik tel
ur þennan leik sinn ekki alger-
lega réttmætan, nákvæmara
hefði verið strax 10. —-a6 og
I síðan Hb8). 11. 0—9, — 0—0,'
12. IIcl—BeS, 13. b3—a6, 14.
Bbl! (veitir a-peðinu stuðning
og grefur jafnframt undan ridd
aranum á d4). 14. —Hb8, 15.
Khl (alltof seinvirkt. 15. Re2—
RxR, 16. DxR—f5, 17. f3 er tví-
mælalaust betra. Nú tekur Bot-
vinnik til sinna ráða á drottn-
ingarvæng og hrifsar til sín
frumkvæðið). 15. —b5! 16. cxb
4-axb, 17. Dd3 ;(Ennþá er Re2
. b.etra); 17. — b4„A8. Rd5 (Eða
18. Bxd4—exd4, 19. Ré2—d5,
, 20. e5—Bxe5, 21. Rxd4—Df6 og
svartur stendur betur). 18. —
Bxd5, 19. exd5—Da5 (Það er
greiniiegt, þótt furðu sæti, að
Smyslov forsmáir jafntefli í
þessari stöðu. Gerði hann sig
ánægðan með jafntefli, mundi
hann drepa riddarann á d4 og
tryggja 'sér þannig mislífa bisk-
upa). 20. Dc4 (Nærtæk'ast vár
20. Bxd4—exd4, 21. Df3 III>5,
22. Hc4 til að tryggja jafhjéfli).
20. —IIb5, 21. Bd2 (Enn á sama
athugasemdin við). 21. —IIfb8,
22. Dc8-j- (Fallega leikið! Svart
ur hótaði að útiloka drottning-
una með Hc5, svo að hvítur gat
ekki beðið aðgerðarlaus). 22.
—Bf8 (En ekki 22. —HxD, 23.
HxH-|----Bf8, 24. Bh6). 23. Dd7
(Hótar nú Hc7 svo að Botvinnik
verður að láta d5-peðið eiga sig
um stundarsakir), 23. —H5b7,
24. Dg4—f5, 25. Dh3 (Sterkara
hefði verið 25. Ddl—Dxd5, 26.
Be3 með það fyrir augum að
tryggja sér mislita biskupa). 25.
—Dxd5, 26. Be3—Rb5 (forðar
riddaranum í flýti, en hefir jafn
framt augastað á c3-reitnum).
27. Hfdl—Df7, 28. Bd2—d5, 29.
Bd3 (Botvinnik hefir nú yfir-
burða stöðu, allt miðborðið er
á hans valdi og vinningurinn
því eingöngu tímaspursmál. —
Næsti leikur hans virðist við
fyrstu sýn ákaflega eðlilegur en
er í raun og veru megnasti af-
leikur. Við skulum sjá, hvernig
Smyslov notfærir sér þessa ó-
nákvæmni). 29. —e4? 30. Bxb5
—Hxb5, 31. Bf4 (Nú dynja á
svörtum margs konar hótanir,
sú hættulegasta er —Hc7), 31.
—Hd8, 32. Hc7—Hd7, 33. Hc8
(Hótar Bh6). 33. — Hc5, 34.
Ha8—Ha7 (Báðir keppendur
eru nú sennilega í tímahraki og
þráleika til þess að vinna tíma).
35. IIb8 (Eklci 35. HxH—DxH,
36. Be3—d4. 37. Bxd4—Hd5, 38.
De3—Bg7 og hvítur tapar
manni). 35. —Hb7, 36. Ha8—
Ha7, 37. Hb8—Hb7, 38. Ha8—
Dd7, 39. De3—IIc8 (Svartur á-
kveður að gera hvíta hrókinn á
a8 óvirkan á kostnað d-peðs
síns. Allar þær leiðir, sem hann
hefir til umráða til að halda d-
peðinu, leiða til ófarnaðar).
De2—Dc6, 44. Ha5—Hd7, 45.
Dc4-j---DxD, 46. bxD og hér
sömdu keppendur jafntefli.
Þá kemur hér stutt vinningsskák
eftir Smyslov, þar sem hann vinn-
ur hinn unga austur-þýzka meist-
ara Uhlmann á all sannfærandi
hátt.
DROTTNINGAR-INDVERSK- vörn
Hv.: Uhlmann — Sv.: Smyslov
1. d4—Rf6, 2. c4—e6, 3. Rf3—
b6. 4. g3—Ba6 (Algeng-
asta leiðin nú, upphaf-
lega notuð af stórmeistaran-
um Nimzovitisch). 5. b3 (Þessi
leikur gefur hvítum enga von
um að ná frumkvæðinu, trygg-
ara er Rbd2). 5. —d5, 6. Bg2—
Bb4+ (Ekki dxc vegna 7. Re5)
7. Rfd2—c5, 8. dxc—Bxc5, 9.
Bb2—9—0, 10. 0—0—Rc6, 11.
Rc3—Hc8, 12. cxd? (Afgerandi
afleikur. Svarti biskupinn á a6
verður nú áhrifamikill maður,
jafnframt því sem e-línan opn-
ast svörtum til hagræðis), 12.
—exd, 13. Ra4? (Hvítur er enn
við sama heygarðshornið), 13.
—Rd4?, 14. Rc3 (Það er ein-
kenni góðra skákmanna að við-
urkenna yfirsjónir sínar) 14. —
De7, 15. Hel (Uhlmann álítur
nú að öllu sé óhætt og valdar
sitt e-peð. Næsti leikur hlýtur
,rþvi>iiað hafa;: komið eins og
þruma úr heiðskíru lofti). 15.
—Rc2!
iVl
m
« -ifcv ■ 'WM
m. m m
1 Y'/W/
! \Wm.
i
'ww/.
wm ■ Wm.
■ái * B
É Hf * * ,is
smJÍ
sa*i
16. Hfl (Uppgjöf. Ef 16. Dxc2
þá —Bxf2+ 17. Kxf2—Rg4
+ , 18.Kgl—De3+, sem leiðir
til kæfingarmáts. — Lesendn’-
ættu að spreyta sig á því sjálf
ir). 16. —-Rxal, 17. Dxal—Hfd8
18. Bf3—Ba3 og hvítur gafst
upp.
í skákinni Taimanov—Sliwa úr
sama móti kom upp eftirfarandi
staða.
®p * m
É1 w Wm.
ÞESSU NAFNI heitir annað
bindið af hinni einkar skemmtilegu
sjálfsævisögu Vilhjálms Finsens
sendiherra, sem nýhlaupið er af
stokkunum.
í þessari bók segir fyrst frá
hernámi Noregs, flótta Noregskon
ungs og ríkiserfingja til Bret-
lands, en um sama leyti varð Fin
sen sem opinber sendimaður ís-
lands einnig að yfirgefa þetta land
og fluttist til Stokkhólms.
Meginefni bókarinnar segir frá
Svíþjóðarárum sendiherrans, störf
um hans þar fyrir land og þjóð,
kynnum hans af erlendu fólki, en
einnig eru innskotsþættir um sitt-
hvað sögulegt, svo sem um konuna
grunsamlegu, sem skotin var og
sökkt í sjó, en menn greinir á,
hvort verið hefir njósnari eða ekki.
Eihnig er þarna spennandi frá-
sagnir um tvo frægustu njósnara
Þjóðverja og Rússa, sem störfuðu
á Norðurlöndum stríðsárin. En
merkust er bókin fyrir hve greina
góð hún er um hin margvíslegu
störf sendiherrans og kynni hans
af stéttarbræðrum og sögulegum
atburðum, er menn í þessari að-
stöðu hljóta að komast í kynni við.
BÓKIN ER eins og flotin úr
penna, svo létt og lipurt er hún
rituð, málfarið prýðilegt og frá-
sagnargleðin heillandi.
Liggur við að maður fagni því
að Finsen er eins og enn í víking
meðan hann segir sögu sína, sem
vissulega er efnisrík og í frásögu
færandi.
En einn af víkingum okkar ald-
ar er Vilhjálmur Finsen. Hann fer
til háskólanáms og velur sér brezka
tungu að aðclnámsgrein. Þegar
Marconi kemur til sögu, gengur
Finsen honum á hönd og starfar
að hans mikilsverðu samgöngubót
um árum saman, lýtur jafnframt
erfðalögmálinu, að vera sístarf-
andi, eins og margir forfeður hans
en Finsen hefir starfað við stór-
blöð víðsvegar um Norðurlönd. —
Skreppur síðan heim og grundvall
ar hér Morgunblaðið. Hverfur til
Noregs og verður þar fulltrúi í
utanríkisþjónustu Dana meðan hún
fór enn einnig með íslandsmál og
lýkur löglegum starfsaldri með því
að verða um áratug sendiherra
þjóðar sinnar í tveim miklum þjóð
löndum.
Finsen væri illa í ætt skotið, ef
hann ekki gyldi tarfalögin sinni
viðburðarríku ævi með því að
koma henni á bók, enda ætlar hon
' um að auðnast það.
. G. M.
. WM/ ■ /m
WM. - ;-MM. íÆ/-^~ ..W/
á iÉ! ^ im ili
I HH
'//m, 'WM
mw/.
m
in & I
a ym wm
■
ÍíM/
m
YBMfé/ wm
Svartur lék hér 1. —Da5. Hvers
vegna má hann ekki drepa á e2?
Svar í næsta þætti.
Fr.Ól.
Feríugsafmæli kven-
féSagsius á Rauf-
arhöfn
RAUFARHOFN, 14. nóv. — Þann
13. þ. m. var 40 ára afmæli Kven-
félagsins Freyju á Raufarhöfn. í
tilefni þess efndu félagskonur til
hátíðahalds, að kvöldi afmælisdags-
ins. Hófst það með sameiginlegri
kaffidrykkju fyrir félagskonur og
gesti þeirra. Formaður kvenfélags-
ins, frú Hólmfríður Friðgeirsdótt-
ir, bauð gesti velkomna með ræðu.
Undir borðum skemmtu menn sér
með söng og ræðum. Frú Hólmfríð
ur Árnadóttir sagði frá stofnun fé-
lagsins og rakti starfssögu þess.
Tvo starfsþætti hefir borið hæst:
liknarstarfsemi og framlag til
kirkjubyggingar á Raufarhöfn og
kirkjugripa.
Kvenfélagið Freyja var stofnað
1916 af 8 konum á Raufarhöfn og
nálægum sveitabæjum. Aðeins ein
þeirra er nú á lífi, frú Rannveig
Lund, Raufarhöfn. Sat hún hófið
og var hyllt af félagskonum. Fé-
lagskonur eru nú 48 að tölu. Aðrir
ræðumenn í hófinu voru: Lárus
Guðmundsson kennari og Pétur Sig
geirsson skrifstofustjóri. Snrebjörn
Einarsson skáld flutti félaginu
kvæði. Að lokinni kaffidrykkju var
gengið í Raufarhafnarbíó, þar sem
konur sýndu leikþátt á sviði og 6
konur sungu nokkur lög, með gítar-
undirleik Sigurbjargar Hólmgríms-
dóttur. Að lokum stíginn dans.
Fór afmælishátíð þessi með ágæt
um fram.
í stjórn kvenfélagsins Freyja
sitja nú: Hólmflúður Friðgeirs;:
dóttir, formaður; Hlaðgérður Odd-
geirsdóttir, ritariýlWghildur GUð
mundsdóttir, féhirðir. — H.H.
LJðsmyRdatskninni fieygir stöðugt frams
Filma, sem tekur myodir í alit að því
myrkri, komin á markaðinn
í kapphlaupi myndavörufyrirtækjanna nátSi Ge-
vaert forskoti meS fiimunni Gevaert 41 BSÍ
Samkvæmt upplýsingum frá hinum þekktu verksmiðjum
Gevaert í Belgíu, hefir þeim nú tekizt að framleiða filmu,
sem tekur öðrum fram um ljósnæmi. Áður hafði fyrirtækið
sent á markaðinn filmu, sem hafði lj,ósnæmið 35 it.S.Í. eða
sem samsvarar 250 ASA. En sú nýjasta sem að framan get-
ur hefir styrkleikann 41 BSI og hefir fram að þessu aðeins
verið notuð í myndatökum fyrir sjónvarp.
Sérfróðir menn tc’ia að með
þessum hraða filmunnar sé í raun
og veru hægt að taka myndir við
næstum öll skilyrði bar sem nokk-
ur glæta er á annað borð.
Það er t. d. í frásögur færandi
að náðst hafa góðar myndir á stöð-
um, sem fram að þessu hafa verið
látnir í friði af myndatökumönn-
um, svo sem af áhorfendum í leik-
húsum, og af íþróttum leiknum að
kvöldi til og í myrkri.
Enn sem komið er mun þessi
hraða filma einungis vera fram-
leidd fyrir kvikmyndavélar, sem
notaðar eru til myndatöku fyrir
sjónvarp.
Ekki er ólíklegt, að innan
skamms verði hún einnig fáanleg
fyrir venjulegar myndavélar og
gerir það notkun sérstakra ljósa
við myndatökur, t. d. í heimahús-
um, óþörf.
Ekki er blaðinu kunnugt um
hver kornastærð hinnar nýju
filmu er, en viðbúið er að hún sé
nokkuð gróf.
GEVAPAN 36, sem fram að
þessu hefir verið með hröðustu
I
filmu á markaönum, er nú einnig
framleidd fyrir 35 mm. vélar, en
hefir undanfarið aðeins fengist í
! rúllum og plötum.
) Ekki er að efa, að liinir mörgu,
sem við myndagerð fást og nota
35 mm. vélar fagna því, en segja
) má, að hver ný filma, sem fram
kemur, gefi ljósmyndurum aukin
tækifæri, og að hægt sé að leysa
ýmis þau viðfangsefni sem fyrir
nokkru síðan voru fjarri veruleik-
anum.
vetrarstarfsemi
Fyrir nokkru hóf félagið Ger-
manía vetrarstarfsemi sína með
i kvikmyndasýningu, en fyrsti
skemmlifundur félagsins verður í
dag, þriðjudag, í Sjálfstæðishús-
inu. Er hann helgaður minningu
Roberts Schumanns, í tilefni 100.
ártíðar hans á s. 1. sumri. — Mun
dr. Páll ísólfsson flytja erindi um
hið fræga tónskáld, en frú Jórunn
Viðar leika verk eftir Schumann.
•»*.*.-.*.*
.VAV.V.VW.V.
'.V.V/.V.V.V
í
Þó að langt sé síðan 22. ágúst, þá æíla ég að þakka »
■ ykkur öllum innilega alla vinsemd mér sýnda á 70 ára ‘
aí'mæli mínu.
Böðvar Tómasson,
Stokkseyri.
VA-AV.-.V.V
Hjartans þakkir til ailra, er auðsýndu okkur samúð vi3 andlát
og jarðarför
Æsu Gerðu Þorláksdóttur
t **-■•-nw'pffi'
frá Kúfsskerpi. ‘
í'icszoi’ iriyl rnog .síiiiBm iiTotglis ■•öb iirpilg ihí'fma
b ■: ebnfiJg(' Kiáilvab i,^R^menn- ;