Tíminn - 14.12.1956, Page 4

Tíminn - 14.12.1956, Page 4
T í MI N N, föstudaginn 14. desember 1956. Af crlsnfa bókamarkaði: Sugl frá nýjs i speg þeldökkra höfnnda, þeirra Rieþards Wrsghts og Clemenfs Richers Kynþátíadeilur. Kynþáttahatur. Kynþáttaofsóknir. Hér heima á.íslandi þekkjum vi3 ekki þessi hugtök nema af af- spu: n. við búum einir í landi 'okkar og höfum engan að deila vjð réttm.n til að lifa í landinu nema þá sjálfa okkur. En við höfum iðulega spurnir af kynþáttadeilum í öðrum heims- hornum, við lesum um það í blöðum hvernig hinn þeldökki meirihluti í Suður-Afríku er kúgaður af hvítum minnihluta og við kcnnumst við baráttuna í Bandaríkjunum fyrir jafn- rétti kynþáttanna og eru þá aðeins þekktustu dæmin nefnd. í fyrra kom út hérlendis skáld- saga um kynþáttamálin í Suður- Afríku góð skáldsaga að mörgu leyti, þótt sumum fyndist nokkuð vatnsgrautarbragð að henni. Sú bók var skrifuð af hvítum manni. En úr hópi þeldökkra manna hafa kom'^ állmarFr’r góðir rithöfundar og skal nokkuð rætt um tvo þeirra hér á eftir. Svertingadrengur Ameríski negrinn og rithöfund- urinn Richard Wright er löngu víðkunnur fyrir bækur sínar. Hann skrifar um negrana í Bandaríkjun- um, líf þeirra, gleði og sorgir og baráttu þeirra til að ná jafnrétti við hvíta manninn, sigra þeirra og ósigra. Þeú sem álíta að negrar séu einhvers konar stór börn sem hvíta manninum beri að vera föð- urleg forsjá, mættu gjarna lesa lýsingar Wrights á baráttu svert- ingjans fyrir menntun, fyrir betri lífskjörum og hvernig hann er stöð ugt dæmdur til að bíða ósigur og hlýtur að lokum að láta sér lynda að skipa óæðri sess í þjóðíélaginu en hinn hvíti samlandi hans. En svar' Wrights við öllum þessum staðreyndum er þó alltaf hið sama: haráttan, frekari barátta fyrir frelsi .og jaínrétti. í skáldsögu sinni Sonur hinna svörtu segir Wright söguna af negranum Bigger Thomas, sem af slysi verður hvítri konu að bana. Bókin er i senn ágætur skáldskap- ur og á'tríðufull reikningsskil við kynþáttnkúgunina í Bandaríkjun- um. Þe.ssum reikningsskxlum hélt hann áfram í skáldsögunni Svert- ingjadrengur, sem byggð er á æskuminnum sjálfs hans og flyt- ur óvægilega ádeilu á bandarísk kynþáttamal. Sú bók kom út á ís- lenzku á vegum Máls og menning- ar fyrir nokkrum árum og er því væntanlega nokkuð kunn hér- lendis. Af afstöðu Wrights til kynþátta- málanna leiddi, að hann nálgaðist kommúnista á tíma en þau tengsl urðu þó ekki langvinn. I síðustu bók sinni The Outsider (1954), sem er mesta verk Wrights til þessa, gerxr hann heiftarlega árás á kommúnismann. Bókin er skrif- uð í París, þar sem Wright hefir búið undaníarin ár og er talin bera sterk merki af hinum franska car- tesianisma svokailaða. Örlög negr- anna í Ameriku vorra tíma verða þar speg.lniynd af örlógum manns- ins á Öllum timum og bókin er skrifuð af orku, sem minnir á sjálf an Dostojevaki. Vxtnið er ugglaust ein hin merkasta skáldsaga síðari ára, og væri æskilegt að fá hana í íslenzkri þýðingu. Síðan Vitnið kom út, hefir Wright skrifað ferðasögu frá Af- ríku, Black Povver, og lýsir þar m. a. hinni friðsamlegu hyltingu, sem er að gerast á Gullströndinni, sem þróast frá nýlendu til sjálfsstjórn- ar. Drengur og mannæta Bókin heitir Ti-Coyo og hákarl- inn og höfundur liennar er Clem- ent Richer, innfæddur Martinique- búi. Bókin er nú nýkomin í danskri þýðingu og vekur fögnuð gagnrýn- enda, enda er hún óvenjuleg í mesta máta. Þetta er ævintýrið gamalkunna um karlsson í koti og kóngsdótturina í riki sínu. En hér er það vondi strákurinn sem vinn- ur prinsessuna og hálft ríkið í sinn hlut — og samúð lesandans að auki. Ti-Coyo er laglégur drengur, sonur manntöturs nokkurs og ó- lögulegs, rangeygðs kvenmanns. Eins og margir aðrir strákar í Sa- int-Pierre gerir hann sér að at- vinnu að kafa eftir peningum, sem farþegar á skemmtiferðaskipum kasta í sjóinn. En þetta cr engin atvinna, þa'ð eru alltof margir keppinautar. Þá fær hann hug- mynd sem hrífur: á laun tekur hann til við að temja hákarlsunga og honum tekst að gera ungann sér undirgefinn eins og hund. Næst þegar farþegaskip liggur á höfn- inni syndir hann á vettvang með hákarlinn á eftir sér og hann ger- ir sér lítið fyrir, ræðst á einn fé- laga Ti-Coyo og étur hann upp til agna en hinir kafararnir flýja dauðskelfdir í allar áttir. Nú get- ur Ti Coyo setið einn að krásinni og hirt alla dollarana og minjagrip ina, sem ferðafólkið lætur rigna yfír hann. Sama sagan gerist næst þegar skip kemur í höfnina og þetta geng j ur svo langt, að útgerðarfélögin ■ taka að auglýsa Ti-Coyo og hákarl hans. Og þegar hákarlinn hefir ét-j ið heila tylft af keppinautunum í hefir Ti-Coyo náð einokunarað-’ stöðu þarna í höfninni. Nú getur faðir hans keypt sér glæsilegt hús og móðir hans skræpótta silkikjóla og stórmenni bæjarins taka nú of- an og hneigja sig djúpt fyrir þess- ari fjölskyldu, sem áður var fyrir- litin af öllum. En ekkert tré nær að vaxa allt til himins. Þennan fróðleik inn- rætir faðir Ti-Coyo syni sínum strax í upphafi bókarinnar og nú má búast við að reiði drnttins bitni á syndaranum. Og verkfæri drott- ins er nærhendis — eldfjallið Mont Pelé, sem brátt á að eyða borgma og öllum íbúum hennar. En skömmu áður en gosið hefst. verð- ur hákarPnn órólegur og svndir t;l hafs. T;-Coyo og fjölskylda hans fara á eftir og í för með þe'm er dóttir voldugasta mannsins í borg- inni. hvít stúlka, sem ber firnm hljómmikil aðalsnöfn. ALLIR AÐRIR FARAST. Prest- arnir, sem hafa hamast gegn synd inni, farast, kirkjurnar hrynja í rúst en Coyoarnir snúa heim aftur heilir á húfi með fulla kistu af gulli. Með dálitlum klókindum tekst þeim að fá ferfaldar skaða- bætur og brátt er höll aðalsmanns- ins risin úr rústum og faðir Ti- Coyos hefir yfirstjórn á öllu klædd ur í gul reiðstígvél og hvít- flón- elsföt. Og sonur Ti-Coyos sjálfs „rann upp eins og fífill í varpa í hinni eyðilögðu borg. Þetta eru lokaoi'ð þessarar furðulegu skáldsögu, bók- ar, sem í senn rúmar grimmd og suðræna fegurð, þar sem sykur- reyrinn bylgjast á ökrunum og máninn er glóandi rauður en lítil ský leiðast yfir himininn. „Þetta er indæl bók“, segir danski gagn- rýnandinn, „álíka heilbrigð og syndsamleg og hvítur tanngarður mannætunnar. Og Clement Richer sjálfur er siðmenntuð, skáldleg og í hæsta máta skemmtileg mann- æta.“ Hvíft og svart Það kann að virðast að þessir tveir höfundar eigi fátt sameigin- legt, Ameríkumaðurinn Wright, hinn skeleggi ádeiluhöfundur og málsvari kúgaðra svertingja í Bandaríkjimum og Afríkumaðurinn Richer, léttur í vöfum, skemmtileg ur og stöðugt með háðbros á vör. Okkur kann að virðast það eitt sameiginlegt með þeim, að báðir eru þeir þeldökkir menn og er það að vísu harla lítill skyldleiki út af fyrir sig. Þó leynist meira undir niðri. Báðir þekkja höfundarnir hvernig hvíti maðurinn kúgar hinn svarta og báðir spegla þeir við horf þeldökkra hvor með sínu móti. Wright krefst réttlætis af ó- bugandi sannfæringu. Richer gerir spott að hvíta manninum og siða- lærdómum hans. Ekki er hægt að lesa bókina um drenginn og há- karlinn án þess að sjá, að þarna er höfundurinn að gera upp reikning- ana við prédikanir hinna hvítu trú- boða og aðra þá lærdóma, sem þeir halda strítt að svörtum. Þannig spegla þessir tveir ólíku höfundar sama hlutinn hvor frá sínu sjónarmiði og verk beggja er hin ákjósanlegasta lcsning, hvort með sinu móti. Bréfkorn Frá Prag Eftir Art Buchwald / París í desember. „Fyrst þú ert hvort sem er að fara til London“, sagði konan, „þá geturðu alveg eins keypt eitthvað af fötum á krakkana í leiðinni og svo eitthvað af húsmunum.“ i ■ • ■ m ( Hin margumtalaða bók „Margs veröa hjúin vís“ Arnrúnar frá Felli er komin í bókabú($ir. V Jóiabœkuri^y /safoldar Rakáhöld TÓBAKSBÚBIN í KÖLASUNDI — Hvers vegna, spurðum vér. — Af því að þau eru helmingi j ódýrari en í París. Og mér finnst; ensk barnaföt betri en frönsk. I — Hvað urn tollinn, spurðum' vér. — Allt í lagi með tollinn. Fransk ! ir tollþjónar gera ekki svo mikið j sem að líta í töskurnar. Því meir sem vér mótmæltum,! þeim mun lengri varð listinn. Fyrir utan barnafötin áttum vér að kaupa angórapeysur, skyrtur, galla buxur, leikföng, ullarefni í föt, lök, teppi og ullarnærföt. Og á síðustu stundu bætti konan við: j — Og konan hans Billa Wilders' vill að þú kaupir handa honum j svart vesti hjá Fortnum og Mason. j Síðustu þrjá dagana sem vér dvöldum í London, gerðum vér ekkert annað en verzla, og að lok- um neyddumst vér til að kaupa nýja ferðatösku til að koma öllu góssinu fyrir. Vér eyddum einum 200 pundum. — Taktu ferjuna til baka, ráð- lagði konan oss. Tollverðirnir eru svo liprir í lestinni. ÞAÐ VAR ILLT í sjóinn og þótt1 vér yrðum sjóveikir létum vérj huggast við að hugsa til þess hversu mikið fé vér hefðum sparað með kaupskapnum í London. Þeg- ar vér komum til Gare du Nord, komu tollverðir upp í lestina og fóru klefa úr klefa. Þegar tollvörð- urinn kom til vor, spurði hann hvort vér værum með eitthvað toll skylt. — Ekki vitund, sögðum vér og hlóum eins og maðurinn hefði sagt brandara. Hann vildi fá að sjá vegabréf vort. — Aha, sagði hann þegar hann hafði rannsakað það nákvæmlega. Þér búið í Frakklandi og eruð þess j vegna skattskyldir í Frakklandi. j Vér sýndum honum götin á skyrtu vorri þessu til sanninda- j merkis. j — Opnið þér bláu töskuna, sagði hann. Vér höfðum tvær töskur, bláa j og svarta. í þeirri bláu var allt | það sem vér keyptum í London, í hinni óhreinir sokkar og gömul föt. Vér tókum til við að opna brúnu töskuna, en tollvörðurinn hristi höfuðið: — Þá bláu, sagði hann. Vér opnuðum bláu töskuna með; mesta semingi. Augu tollvarðarins j ætluðu út úr höfðinu á honum og hann varð sigri hrósandi á svip- inn. — Ný föt, sagði hann. Hvers vegna sögðuð þér mér ekki frá! því? — Eru ný föt tollskyld? — Taktu vegabréfið hans, sagði: tollvörðurinn við annan tollvörð, sem greinilega var undii maður SMÍDJUSALAN við Háteigsveg 7j (Ofnasmiðjan) selur nytsamar jólagjafir: Easylux smáskúffuskápa, 4 gerðir. Þvegla með gúmmísvömpum. Jólatrésfæfur úr stáli, vatnsfyllta. Vaskaborð, rafsuðupotta, ýmis konar bakka, föt, kastarollur o. m. fl. allt úr ryðfríu stáli. RySfríir hlutir — tilvalin jólagjöf. Góð bílastæði — Fljót afgreiðsla. hans, og farðu með töskurnar út í tollskýlið. Hinn maðurinn heilsaði oss að hermannasið og brosti skömmustu legur. Síðan kallaði hann á burðar karl að bera töskurnar, og tveir einkennisklæddir menn fylgdu oss til tollskýlisins. Það lá öllum þeim sem á stöðinni voru í augum uppi, að vér höfðum verið staðnir að verki og allir brostu breitt meðan vér þi'ömmuðum þennan spöl, eins og verið væri að lei'ða oss á aftöku- staðinn. í TOLLSKÝLINU heilsuðu verð- irnir oss virðulega á nýjan leik. Maðurinn sem tók oss, beið þarna og nú skipaði hann aðstoðarmönn um sínum að taka allt upp úr töskunum. Þegar það var loks búið og gert, voru öll salarkynni þakin af dót- inu. Nokkrir aðrir tollverðir komu inn og störðú gapándi á fénginh. Þeir tóku í höndina á tollverðinum sem hafði náð oss og óskuðu hon- um til hamingju. Vér hrifumst með af æsingunni svo að vér óskuðum honum til hamingju líka. Vér buð- um honum jafnvel að reykja en hann reykti þá ekki, kvaðst hafa hætt fyrir ári síðan. Vér óskum honum til hamingju með það. Síðan tók hann til við að gera skrá vfir munina og það vildi svo vel til að vér höfðum skilið eftir verðnxiða á þeim flestum. Ef ekki fundust v.erðmiðar þurfti að rök- ræða málið fram og aftur og stöku sinnum varð iafnvel að kalla á hlut lausan tollvörð til að miðla mál- um. AÐ LOKUM var búið að skrá allt og vér hjálpuðum til við að leggja tölurnar saman, og eftir svo klukkutíma var komizt að niður- stöðu um tollinn. Auk þess urðum vér að borga sekt svo að alls varð þetta 50.000 frankar eða um 140 pund. Þá hringdum vér í konuna til að segja henni að koma með peningana. — Hvað viltu með 50.000 franka, spurði hún. Vér svöruðum — kannski dálítið harkalega — að það væru pening- arnir, sem vér hefðum sparað með því að verzla í London. Konan kom að lokum og leysti oss út og vér kvöddum alla með handabandi. Allir báru höndina upp að húf- unni og sögðust vonast til að hitta oss aftur. — EITT ER ÞÓ til huggunar, sögðum vér nokkrum dögum seinna, þegar vér vorum aftur farn ir að tala við konuna: Það er hægt að heimta að Wilder borgi toll af vestinu sínu. — Ónei, aldeilis ekki, sagði hún. Þó að þú værir svo vitlaus að láta taka þig, geturðu ekki heimtað af vini þínum sektir. En hvað sem öðru líður, þá eru nú engin börn í París í dýrari föt- um en börn vor. Vér getum að minnsta kosti huggað oss við það. (Tíminn hefur einkaleyfi á íslandi á birtinfeu greina eftir Art Buchwáld).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.