Tíminn - 14.12.1956, Blaðsíða 8
8
Hjarðfjós o g básafjás
"'niiiiiimiiiiiiiiimiuuiiiiiiiiuuiiiuiiiiM
BJARNI, skólastjóri að Laugar-
vatni, er mér ósammála um sam-
anburð á hjarðfjósum og básafjós-
um, og virðist leggja lítið upp úr
vísindalegum tilraunum, sem gerð
ar hafa verið til þess að fá skorið
úr því svart á hvítu, hvað hið rétta
sé, eða i hvorum fjósunum kýrnar
geri eigendum sínum betra gagn,
skili meiri arði. — Ég mun ekki
deila við hann um þetta, þess ger-
ist ekki þörf, en ég held, að menn
skilji hin misjöfnu sjónarmið okk-
ar Bjarna af eftirfarandi:
ÞEGAR ÉG VAR á landbúnaðar-
svningunni í Moskva, kynntist ég
rektor landbúnaðarháskólans í Ási ';
í Noregi, og bauð hann mér að
heimsækja sig, yrði ég á ferð í
Noregi og hefði tíma. Þetta gerði
ég nokkru síðar. Rektor lét sér
annt um að sýna mér og láta sýna
mér skólastaðinn og setja mig sem
bezt inn í búreksturinn og það,
sem skólinn var að láta gera, en
þá stóð yfir tilraun um samanburð
á gæðum á hjarðfjósum og bása-
fjósum. Tveir kúahópar, sem áður
höfðu staðið saman og fengið sama
fóður og sömu hirðingu og þá
reynzt jafnir, voru aðskildir, ann-
ar látinn í hjarðfjósið, en hinn
stóð kyrr á básum sínum. Að öðru
leyti var allt óþreytt í hirðingu og
fóðri.
ÉG SKOÐAÐI báða hópana og
spurði fjósamennina spjörunum úr.
Sérstakur maður hafði það verk
á hendi að vega fóður og mjólkj
og taka af hvoru tveggja sýnis-
horn og koma þeim til efnagrein-
ingar. Hann hitti ég ekki, en fólk-
ið, sem hirti kýrnar, hitti ég. Dóm
úr þess var sá, að léttara væri að
hirða kýrnar í hjarðfjósum, þær
þrifust vel og væru mikið úti. Sýni
lega yndu þær vel hag sínum, og
þeir töldu, að þær mjólkuðu líkt
og hinar, sem á básunum voru.
Umsögn þeirra var lík umsögn
Bjarna. En rektorinn, sem fékk
allar viktanir á fóðri og mjólk,
allar skýrslur um efnagreininguna
á _hvoru tveggja, svo og skýrslur
um, hvernig þungi kúnna breyttist,
liann sagði þetta: Kýrnar í hjarð-
fjósinu mjólka minna og þurfa þó
nieira fóður en hinar, sem eru í
básafjósinu. — Síðar komu niður-
stöður tilraunarinnar og sýndu að
kýrnar í básafjósinu gáfu eigend-
um sínum mun meiri arð en hin
ar, er í hjarðfjósinu voru.
HVAÐ OLLI nú þeim misjöfnu
dómum, sem fjósamennirnir ann
ars vegar gáfu hjarðfjósunum, og
rektorinn hins vegar? Báðir aðilar
sögðu það, sem þeim fannst rétt,
hvorugur vildi segja mér ósatt. En
fjósamennirnir höfðu ekki aðstöðu
til að grandskoða málið, og því
varð skoðun þeirra önnur en rek-
tors, sem skoðaði málið niður í
kjölinn.
Ég hygg, að sama sé orsökin að;
mismunandi sjónarmiðum okkarj
Bjarna.
Nákvæmar vísindalegar tilraunirl
hafa verið gerðar með samanburði
á fóðrun kúnna í hjarðfjósum, sem^
byggð hafa verið til þess að gera!
tilraunina, byggð eins og þau erui
talin bezt, og í básafjósum, og það
sýnir sig Ijóslega, að eigi að byggja
fóðrun kúnua á einstaklingsfóðrun, j
þ. e. fóðra hverja einstaka eftirj
þöríum hennar, þá munar mikluj
á því, hvað kýrnar í básafj.ósunum
gefa eigendum sínum meiri arð en
þær, sem í hjarðfjósum er.u.
HVER ÚTKOMAN yrði, ef ekki
væri um einstaklingsfóðrun að
ræða, skal ég láta ósagt. Amerísk-1
ar tilraunir gætu bent til þess, að,
þá gilti nokkuð annað, en ég veit.j
ekki til þess, að mönnum á Norð-j
urlöndum detti í hug að hverfa frá ]
einstaklingsfóðrun. Þar vilja mennj
fá sem mestan arð af hverri ein-j
stakri skepnu og haga meðferð |
þeirra og hirðingu eftir því.
15. des. 1958.
Nýkomið
Kvenlakkskór
Páll Zóphóníasson.
Sjötugur: Þor-
steinn Björnsson,
Hlíðarbr. 8,
Hafnarfirði
Þínar eigin götur gekkstu,
gafst þig lítt að troðnunl slóðum,
framhjá gömlum venjum vékstu.
Varmann lagði af andans glóðum.
Valdir þér af vinskap hreinum
vini lífs um tímaskeiðin,
barst þig vel og brást ei neinum,
brött þó stundum væri leiðin.
Margt eitt gekkstu frama fetið,
framtaks prýði hjá þér kynnumst.
Þorsteinn Björnsson, þín mun getið
þegar góðra drengja minnumst.
Mótaður af stofni sterkum,
— stórhug slíkan þjóðin metur —
kominn út af mönnum merkum,
manndóms prýði á störfin setur.
Það er ósk frá mér og mínum,
meðan lífs þú treður grundir,
að drottinn veiti þér og þínum
þrotlaus gæði allar stundir.
Hannes Jónsson
frá Spákonufelli.
Pistlar frá New York
(Framhald af 6. síðu)
Hann var einn af hvatamönnum
þess, að republikanir fengu Eisen-
hower í framboð fyrir sig. Utan-
ríkismálin hafa alltaf verið mestu
áhugamál hans. Hann hefir jafncn
verið mikill andstæðingur einangr-
unarstefnunnar og vil.iað sem víð-
tækustu þátttöku Bandaríkjanna í
alþjóðlegu samstarfi. Nýlega hélt
hann t. d. ræðu, þar sem hann
hvatti til efnahagslegrar aðstoðar
við þjóðir, þótt þær væru ekki bein
ir bandamenn Bandaríkjanna.
Efnahagsaðstoð við slíkar þjóðir
eykur viðnám þeirra gegn komm-
únistum, sagði hann, og er okkur
það óbeinn ávinningur, þótt þær
fáist ekki til þátttöku í bandalög
við okkur og samherja okkar.
FLEST BLÖÐIN láta þá skoðun í
ljós, að þótt Herter verði að nafni
til undirmaður Dulles, muni hon-
um ætlað að eiga drjúgan þátt í
því að marka utanríkisstefnu
Bandaríkjanna, ásamt þeim Eisen-
hower og Dulles. Blöðin telja það
jafnframt merki um vissa stefnu-
breytingu, að Herter tilheyrir
frjálslyndari armi republikana, en
fyrirrennari hans, Hoover yngri,
tilheyri hægri arminum.
Flest blöð láta einnig það álit
uppi, að Herter muni reynast vel
í hinu nýja starfi. Frá fornu fari
hafi hann þekkingu á utanríkis-
þjónustunni. Hann viti sem fyrr-
verandi þingmaður, hvernig skyn-
samlegast sé að umgangast þing-
ið. Hann hafi sem ríkisstjóri öðl-
ast reynslu sem stjórnandi og
skipuleggjari. Við þetta bætist
svo mikil þekking hans á utanrík-
ismál. Það sé og tvímælalaust, að
hann sé glöggur maður og aðgæt-
inn og hafi sérstakt lag á að vinna
sér hylli þeirra og traust, er
hann umgengst.
Þá bendir og margt til þess, að
demokratar sætti sig öllu betur
við Herter en aðra þá leiðtoga
republikana, sem hafa verið taldir
líklegastir til að hljóta umrætt
starf. Það getur haft mikið að
segja, því að flest bendir tík, að
demokratar muni á komandi kjör-
tímabili halda uppi ákveðnari og
sjálfstæðari utanríkisstefnu en
þeir gerðu á hinu fyrra kjörtíma-
bili Eisenhowers. — Þ. Þ.
með háum og lágum hæl,
fallegir og þægilegir.
Barnaskór
með innleggi.
Karlmannainniskór
úr flóka og leðri.
Kvenbomsur
I fyrir háan og lágan hæl |
AIII vandaðar vörur.
T í M I N N, föstudaginn 14. desember 1956,
miuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiniiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii:
§ -5 I
] Jólatorgsalan (
| byrjar á morgun á eftirtöldum stöðum: |
| 1
| Horni Eiríksgötu og Barónsstígs, Vitatorgi og Hverfis- I
M götu og Biómabúðinni Laugavegi 63. i
= * E3
| Selt verður:
5 =3
| Jólatré, jólagreni, skreyttar hríslur á leiði, jólakörfur, |
| 3 stærðir frá kr. 35.00 — kr. 50.00, þurrkuð blóm. Alls 1
| kon2r borðskraut, jólakerti, jólabjöllur, englahár I
| o. m. fl. g
1 Athugið:
= Á Laugavegi 63 fáið þér egg í jólabaksturinn á kr. 1
| 28.00 kg. |
|. i
fj Skoðið og reynið viðskiptin áður en þér verziið i
= annars staðar. i
= =3
MiiHiuvitmuN'uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuniiiiininmuninmmiiiiuunnnnmmMiaM
Bezt að auglýsa í TÍMANUM j
Auglýsingasími Tímans er 82523
...............................................Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
I TILKYNNING I
frá Sveinabakaríinu, Hamrahlíð 25.
Nú höfum við aftur til sölu hin gamalkunnu kraft- |
brauð, sem læknirinn Jónas Kristjánsson hefir mælt i
með sem hollustu og næringaríkustu brauðum. Um leið |
og þessi brauð eru holl, eru þau einnig bragðgóð. Revn- 1
ið þessi brauð í dag og þér munið kaupa þau framvegis. ^
Brauðin verða seld í eftirtöldum verzlunum:
Verzlun Náttúrulækningafélagsins, Óðinstorgi. =
Verzlun Árna Pálssonar, Miklubraut 68. 1
=3
Sæbergsbúð, Langholtsveg (Hlöðufell).
Verzlun Halla Þórarins. §
Kjörbúðin, Dalbraut, Laugarneshverfi 1
og bakaríinu, Hamrahlíð 25, sími 80952. j
1llillllflllllllllllllllllllllllllllllHM'lllllMI|aIIIIIUIIIIUIJI!UIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIHIllllHIIHIIIIIIIIIHIIIHIIIIIIIIIIIIIilB
koverzlLin
I SL
! Peturó 4ndn
'eóóonar |
í Laugav. 17. — Sími 7345 |
i Framnesv. 2 — Sími 39621
rillllUllllllllllllllllllllillllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIHII
rllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIHIIIIHIIIIMlMIIIHIIIIIII
N.s. Dronoíng
Alexandrlne
M.s. Dr. Alexandrine fer til Fær-
eyja og Kaupmannahafnar laugar-
daginn 15. des. n. k. Farseðlar
óskast sóttir í dag og á morgun.
Flutningur óskast tilkynntur sem
fyrst.
Skipaafgreiðsla Jez Zimsen.
Erlendur Pétursson.
1IIIIIIIIIIIIHIHI llllllllllllllllll lllll I llllllll lllllllllllllll ll'M
^V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.
Innilegar þakkir til allra þeirra, er færðu mér heilla- I;
..........I
£■•zÆ!'
Hrafnhildur Einarsdóftir,
Hlíð.
&4 frá ffúlt
iU
Þegar bók þessi kom fyrst út fyrir rúmum 50 árum, vakti
hún geysimikla athygli vegna hins nýstárlega efnis hennar, en
hún er öll rituð ósjálfrátt af hinum heimsfræga blaðamanni og
ritstjóra William T. Stead, sem fórst í sjóslysinu mikla, er
„Titanic“, stærsta skip heimsins á þeirri tíð, rakst á borgar-
ísjaka á Atlantshafi og sökk.
Einar H. Kvaran, rithöfundur, þýddi bókina á íslenzku þeg-
ar eftir útkomu hennar á ensku og mun mörgu eldra fólki
bókin minnisstæð, sem ein hinna merkustu bóka þessarar
tegundar, er út kom á íslandi um það leyti.
Bókin skiptist í 12 kafla, og eru fyrirsagnir kaflanna
þessar:
Lagt frá landi. — Júlía furðar sig á hinu nýja lífi. —
Sæla himnaríkis. — Um sorg eftir dána menn. — Lög-
mál andlegs þroska. — Þegar komið er yfir um. —■
Lífið hinum megin. — Að gera glufurnar stærri. —
Samband við framliðna menn. — Opnar dyr að auðsæum
leyndardómi. — Að glata sál sinni og finna hana. —
Skilnaðarorð.
Með því að „Bréf frá Júlíu“ hefir nú verið ófáanleg um
árati’gi, en hið fagra efni þessarar bókar á engu síður erindi
til lesenda í dag, en fyrir 50 árum, enda er hún eitt af önd-
vegisritum spíritismans, liefir Sálarrannsóknafélag íslands nú
gefið „Bréf frá Júlíu“ út að nýju handa félagsmönnum sínum,
sem félagsbók þessa árs. — Nokkuð af upplagi bókarinnar
verður til sölu í bókaverzlunum um land allt, svo að áhuga-
menn um sálræn efni eigi þess kost að eignast bókina, þótt
ekki séu þeir félagsmenn í S.R.F.f.
„BRÉF FRÁ JÚLÍU“ er tæpar 200 bls. að stærð í sama
broti og með sama frágangi og „Þjónusta englanna“, er út
kom í fyrra (en er nú gersamlega uppseld), og kostar kr.
55.00 í bandi.
Aðalútsölu bókarinnar annast H.f. Leiftur, Þingholtsstræti
27. Sími 7554.