Tíminn - 09.01.1957, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, migvikudaginn 9. janúar 1951»
i
Hanii raimsakar geislavirkni regns
Undanfario hafa fariíí fram rannsóknir á því í Danmörk hvori regnv'atn
vsri geisiavirkt og að hve mikiu leyri. Rannsóknarstofan som hefir
verkefni þetra með höndum er í Risö cg veiíir íslendir.gurinn Pál! Theo-
dórsson henni forstöðu. Samkvœmt uppiýsingum sem Páli hefir gefið
dönsku blöðunum nýiega mæidisf geislavirkni regnvatnsins ekki hættu-
legt mönnum og dýrum. M.okkuð er breytiiegt hve mikil geislavirknin er
og getur Pái! sér þess til að þaer breytingar stafi af tilraunum með kiarn
orku- og vetnissprengjur. Við hverja slíka sprengíngu þyrlast geislavirkt
ryk upp í háloftin. Berst síðan um allan heiminn og fellur til jarðar í
regni og snjó. Myndin er af Páli á rannsóknarstofun sinni.
Margir áhrifamenn í Sýrlandi sakaSir
um byltingarundirbúning og lauáráS
Kraíizt er daiuJadóms yfir öllum sakborningum, |>. á
m. fyrrv. fcrseía ©g tveim fyrrv. utanríkisráíhernim
London-NTB. 8. jan. Réttarhöld
eru nú hafin í Damaskus í máli
47 Sýrlendinga, sem sakaðir eru
um að hafa unnið að því að
steypa stjórn landsins af stóli. 18
sakborninganna hafa flúið land,
þ. á. m. fyrrverandi forseti lands
ins. Tveir fyrrverandi utanríkis
ráðherrar, fyrrv. yfimaður her-
iögreglunnar og f jölmargir æðstu
yfirmenn hersins eru meðal sak
borninga
Þeir eru m. a. ákærðir um að
hafa smyglað vopnum inn í land
ið frá írak til þess að gera bylt-
ingu^sem hefjast átti samtímis inn
:rás íraks og ísraels í Sýrland.
Núverandi forseti landsins, E1
Koutaly sagði í Karachi í dag, að
Sýrland væri hvorki leppríki aust
urs né vesturs og myndi ekki þola
nokkur afskipti erlendra aðilja af
málum Sýrlendinga. Forsetinn er
LeikféSag Rvskur
[Framhald af 12. síðu).
ritið, sem sýnt er hér á leiksviði
sftir Anton Tsjekov. Þýðinguna
gerði Geir Kristjánsson, rithöfund-
jr, úr rússnesku. Aðalleikarar eru
þorsteinn Ö. Stephensen, Brynjólf-
,ir Jóhannesson, sem hefir farið
aieð flest hlutverk hjá L. R., eða
hundrað og fjörutíu, systurnar
prjár leika Guðbjörg Þorbjarnar-
llótlir, Helga Valtýsdóttir og
Kristín Anna Þórarinsdóttir. Enn
fremur fara með meiriháttar hlut-
,’erk Helga Bachman, Steindór
Hjörleifsson, Gísli Halldórsson,
Karl Guðmundsson, Guðmundur
Pálsson, Árni Tryggvason, Knútur
.Vfagnússon, Birgir Brynjólfsson og
Emilía Jónasdóttir. Leiktjöld og
búninga teiknaði Magnús Pálsson.
Annað leikrit er nú í uppsigl-
ingu hjá Leikfélaginu og verður
hann frumsýndur nokkru síðar.
Þetta er gamanleikur.
240. Ieikritið.
Á þeim sextíu árum, sem liðin
eru frá stofnun félagsins, hefir það
sýnt 239 leikrit. Afmælisleikritið
er því það 240. í röðinni. Eins og
íyrr segir hefir Brynjólfur Jó-
hannesson leikið 140 hlutverk hjá
félaginu, en hann hefir verið í því
í 33 ár.
Afmælisins verður minnzt með
hófi í þjóðleikhússkjallaranum á
laugardagskvöldið kemur.
Fyrsti formaður félagsins var
Þorvarður Þorvarðarson, prentari,
en núverandi formaður er Jón
Sigurbjörnsson.
nú í opinberri heimsókn í Palcist
an. Hinn opinberi ákærandi í Sýr
landi hefir krafizt þess, að allir
sakborningarnir verði dæmdir til
dauða.
(Framh. af 1. síSu).
— það væri grundvallaratriði af
hálfu stjórnarinnar.
LEITAÐ AÐ VOPNUM
í ALSÍR.
Búizt er við, að Mollet endur-
taki áskoranir sínar til uppreisn
armanna um vopnahlé um leið og
hann heiti Alsír-búum sjálfstæði.
Franskir herflokkar og lögregla
hófu í dag víðtæka leit að hermd
arverkamönnum í Arabahverfum
í borginni Alsír, en þeir hafa lát
ið mikið til sín taka að undan
förnu. Lögreglan kveðst hafa
fundið miklar vopnabirgðir og
handtekið marga.
Bitlingabrask
(Framh. af 1. síðu).
istar vilja hafa fyrii- þennan snúð.
í haust fluttu þeir tillögu um að
stofna nýtt og óþarft embætti,
forstjóra vinnumiðlunarskrifstofu,
og höfðu til þess stuðning Sjálf-
stæðismanna, en aðrir ílokkar
stóðu á móti, enda embættið al-
óþarft. En ekki þóttust íhaldsmenn
geta hætt við hálfnað verk. Létu
þeir auglýsa starfið, og afgreiddu
það svo í gær með kosningu komm
únistans og gengu fram hjá flokks
mönnum sínum, sem sóttu um
starfið. Með atkvæðagreiðslunni
hafa bæjarfulltrúar íhaldsins um
leið staðfest, að afneitun Morgun-
blaðsins á þessum viðskiptum, var
fölsk. Sagan um þetta bitlinga-
brask liggur nú ljós fyrir og aug-
ljós öllum. Þegar „hagsmunir okk-
ar“ eru annars vegar, þá eru
kommúnistar fullgóðir til sam-
starfs.
Erfið fæðing
En þótt Sjálfstæðisflokknum á
Akureyri tækist að ljúka samninga
gerðinni við kommúnista í gær,
ætlaði það að reynast erfið þraut
Einn af bæjarfulltrúum þeirra
neitaði að vera með í leiknum, og
varamaður hans lýsti sömu af-
stöðu. Var þá kvaddur til 3. eða
4. varamaður til að fullkomna
verkið.
Mál þetta vekur mikla og verð-
skuldaða athygli á Akureyri og
hvar sem til JEréttist.
Ailmargir bátar á s|óf
en tregur afii i gær
Bátar frá verstöðvum við Faxa
flóa reru flestir í fyrrinótt og
komu að landi síðdegis í gær.
Afli var heldur tregur, en sjó
veður ekki sem bezt og lína er
yfirleitt stutt hjá þeim bátum,
sem byrjaðir eru róðra.
Frá Sandgerði réru tólf bát-
ar og fóru stutt, eða aðeins um
hálftíma sjóferð frá Sandgerðís
höfn. íírepptu þeir heldur illt
veður I fyrrinótt og aflinn var
lítíll, 6—8 skippund á bát.
Svipaða sögu er að segja frá
Kefiavík, en þaðan reru nú 25
bátar. Aflinn var fremur tregur,
eða 6—12 skippuiid almennt.
Einn bátur var þó með um 7 j
smálestir úr róðrinum.
Útlit var fyrir að bátarnir
myndu allir róa aftur í gær-
kvöldi. Veður var þá ágætt, og1
horfur á að svo myndi verða!
næstu nótt.
Aðkomubátum f jölgar nú ört!
í verstöðvunum við Faxaflóa. Yf i
irleitt koma skipshafnir með bát!
unum, sem flestir eru að norðan •
og austan. Landmennirnir koma!
þó flestir flugleiðis, þegar bátarn 1
ir eru komnir suður. Búa þeir1
í verbúðum í Iandi, en sjó-!
mennirnir um borð í bátunum.
Svíar ætla a8 kosta 600 millj. kr.
til aS auka olmbirgðir s landiira
40 millj. á ári teknar meí verðhækkun
Stokkhólmi: — Áætlun um
auknar birgðir af brennsluolíu og
benzíni í Svíþjóð bæði aukið magn
og geymar og önnur aðstaða mun |
kosta 600 millj. s. kr. á næstu 6 i
árum, ef framkvæmd verður til-j
laga stjórnskipaðrar nefndar, sem j
athugað hefir þörf þjóðarinnar að j
þessu leyti. Þegar lokið verður,
verða birgðirnar helmingi meiri
en nú er. Áætlað er, að olíufélög-
in geti lagt af mörkum 40 millj.
á ári, 20 millj. verður lánsfé og
40 millj. verða teknar með verð-
hækkun á olíu. Ríkið á að útvega
20 millj. kr. lánið, en aðra fyrir-
greiðslu lætur það ekki í té.
Breíar vísa ásökun-
um Jemen-stjórnar á
hug
FuíStrúar margra
þjóða á pSægiugar-
keppoi í Englandi
Nýlega var haldin í Englandi
alþjóðleg keppni í plægingum.
Fór keppnin fram á búgarði ein-
um í námunda við Oxford og mátti
þar sjá saiftankomna ýmsa beztu
plægingamenn veraldar. Tveir Eng
lendingar báru sigurorð að leik
loknum fyrir bezta plægingu. Alls
tóku þátt í keppninni 130 menn,
en 26 af 30, sem fengu verðláun
og viðurkenningu notuðu plóga
frá sama fyrirtækinu, Ransomers
Sims í Englandi. Alls tóku menn
frá 13 þjóðlöndum þátt í þessari
plægingakeppni, sem vakti tölu-
verða athygli.
London, 8. jan. — Brezka stjórn
in hefir formlega borið til baka
þær ásakanir Jemen-stjórnar, að
brezkar flugvélar hafi gert
sprengjuárásir á þorp í Jemen á
gamlárskvöld. Brezka stjórnin seg
ir, að mál þetta hafi nú verið rann
sakað, að eigi ásakanir þessar ekki
við nein rök að styðjast. Hins veg
ar hefir stjórnin skýrt svo frá, að
um þessar mundir hafi brezkar
liðssveitir og flugvélar neyðzt til
að beita valdi til að hrekja á brott
liðssveitir frá Jemen, sem sæki sí-
fellt inn fyrir landamæri Aden,
sem er brezk nýlenda. Sendiráð
Jemen í London mótmælti því í
kvöld, að nokkrar liðssveitir frá
Jemen hefðu sótt inn fyrir landa-
mæri Aden.
344 vistmenn á elíi-
heimilinu Grund
Árið 1956 komu á Elliheimilið
Grund í Reykjavík alls 123 vist-
menn, þar af 66 konur og 57 karl-
ar. Af heimilinu fóru 60 vistmenn,
26 konur og 34 karlar. Alls dóu
69 vistmenn á árinu, 40 konur og
29 karlar. f árslok voru vistmenn
alls 344, þar af 247 konur og 97
karlar.
Á Elli- og dvalarheimilinu Ás
í Hveragerði voru samtals 30 vist
menn í árslok, 15 konur og 15
lcarlar.
Flugvél nauðlendir á
KeflavikurfSugvelli
Flugvél frá varnarliðinu varð að
nauðlenda í gærdag á Keflavíkur
flugvelli. Flugmaðurinn tók eftir
því að framhjól í nefi flugvélar
innar, sem notað er við flugtak
og lendingu fór ekki niður, þegar
gera skyldi aðflug til lendingar og
varð hann því að nauðlenda vél>
inni.
Tilkynnti hann flugturninum, að
hann myndi freLsta þess að lenda
vélinni, án þess að láta niður
hjólin og tókst honum að lenda vél
inni „magalendingu", án þess að
nokkur meiddist, sem um borð
voru cg urðu aðeins minniháttar
skemmdir á flugvélinni. Flugvél
in var að koma úr venjulegu æf-
ingaflugi skömmu eftir klukkan
eitt í gærdag, þegar óhappið vildi
til.
Verkfall stendnr yfir
í Grindavík
Nú stendur yfir sjómannaverk-
fall í Grindavík, þar sem ekki hafa
tekizt samningar þar með bátasjó-
mönnum og útgerðarmönnum, sem
sögðu samningum upp með það
fyrir augum að lækka kaup og
kjör sjómanna á bátunum.
Sáttasemjari hefir haft deiluna
til meðferðar að undanförnu og
haft samningafundi með deiluað-
ilum, en samningar hafa ekki tek-
izt. ICom því til verkfalls hjá sjó-
mönnum í fyrradag og er Grinda-
vík eina verstöðin, þar sem ekki
er róið. Vilja útgerðarmenn í
Grindavík taka upp sömu kjör og
gilda í Eyjum, en sjómenn vilja
halda sig við svipuð kjör og gilda
í verstöðvum við Faxaflóa.
Verkalýðsfélagið í Grindavík hef
ir boðað samuðarvinnustöðvun 14.
janúar ef samningar hafa þá ekki
tekizt milli sjómanna og útgerðar-
manna.
Öryggismerki á föt
Vinnufatagerðar ísl.
Vinnufatagerð íslands er farin
að setja nýja gerð slysavarna-
merkja á kuldaúlpur þær og yfir-
hafnir, sem hún framleiðir. Úlp-
urnar eru bryddar með efni, sem
hefir þá eiginleika að endurkasta
Ijósi, sem á það fellur. Kveðst
fyrirtækið hafa verið að leita fyrir
sér um heppilega lausn þessa
vandamáls og hallazt að þessari
aðferð fremur en nota málmskildi.
Þríhyrningar af þessu efni, sem
endurkastar Ijósinu, eru saumaðir
tveir á bak úlpu sinn við hvorn
handveg undir herðastykki. Einn-
ig er svipað horn saumað framan
á brjóst úlpunnar. Þá kveðst fyrir-
tækið setja slík merki á eldri flík-
ur, sem keyptar eru hjá því.
Fréttir frá landsbyg'
Afli enn tregur í Ólafsvík
Ólafsvík 7. jan. — Um helgina
var hér allhvasst, einkum á mánu
dagsnóttina. Bátar héðan voru þó
í róðri og varð ekkert að hjá þeim.
Afli er heldur tregur enn, 5—6
lestir á bát. í kvöld munu átta bát
ar róa, en gert er ráð fyrir, að ver
tíðarbátar verði hér 11—12, flest
heimabátar en þó er gert ráð fyr
ir einhverjum aðkomubátum. AS
MikitS um skemmtanir
í Egilsstatlakauptúni
Egilsstöðum, 7. jan. — Einmuna
tíð hefir verið hér um hátíðarn-
ar, færi ágætt og mikið um manna
ferðir. Nú er aðeins grátt á jörð.
Flutningar standa nú miklir yfir
frá Reyðarfirði yfir Fagradal, og
er þó aðeins fær snjóbíl, sem geng
ið hefir yfir hana að undanförnu.
Hér hefir verið mikið um
skemmtanir um hátíðarnar. Milli
jóla og nýárs var grímuball, sótt
allvíða að, og á gamlárskvöld var
brenna mikil og dansleikur á eft
ir. Kom fóllc einnig víða á þá
skemmtun. Á þrettánda var svo
jólatrésskemmtun fyrir hörnin.
Skólarnir á Eiðum og Hallorms-
stað eru teknir til starfa aftur. ES
Fjórir Dalvíkurbátar
farnir suður
Dalvík 8. jan. — Fjórir bátar eru
farnir héðan á Suðurlandsvertíð.
Eru það Júlíus Björnsson og Hann
es Hafstein, sem fóru á nýársdag
en Baldvin Þorvaldsson og Bjarmi
degi síðar. Margt fólk er farið héð
an til vertíðarstarfa sunnan lands
enda er hér lítil atvinna á þessum
árstíma. Einn 10 lesta bátur er
byrjaður hér róðra en afli er
fremur tregur. PJ
GimbiII sýndur sex
sinnum á Dalvík
Dalvík 8. jan. — Veðurfar var
mjög gott hér um hátíðarnar,
máttu heita rauð jól og vegir greið
færir sem á sumardegi. -Menn
prýddu hús sín hér í kauptúninu
með skrautljósum um jólin og
fer slikt í vöxt með hverju ári.
Leikfélag Dalvíkur sýndi sjónleik
inn Gimbil eftir Yðar einlægan
'sex sinnum um hátíðarnar við
mikla aðsókn. Leikstjóri var
Marinó Þorsteinsson. PJ
Mannalát í Svarfa'ðardal
Dalvík, 8. jan. — Milli jóla og
nýárs andaðist í sjúkrahúsinu á
Akureyri Stefanía Stefánsdóttir
frá Grund í Svarfaðardal, kona
Björns Árnasonar fræðimanns, vel
látin sæmdarkona um áttrætt. Hún
var jarðsungin frá Tjörn í dag.
Aðfaranótt 5. janúar andaðist
Þorleifur Rögnvaldsson, fyrrum
bóndi á Klængshóli í Skíðadal, að
heimili dóttur sinnar og tengdason
ar, Hrafnsstaðakoti. Hann var há-
aldraður fróður vel og minnugur.
PJ