Tíminn - 08.03.1957, Side 1

Tíminn - 08.03.1957, Side 1
Fylgist með tímanum og lesiB TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 eicoo. TÍMINN flytur mest og fjölbreyttast almennt lesefni. 41. árgamgur f blaSinn f dag: Á spænskum búgarði umjól, bls. 4 Skákþáttur Friðriks, bls. 5. J. Alsop ritar um Krúsjeff, bls. 6. Silfur; önnur grein Tómasar Tryggvasonar jarðfr., bls. 7. 56. blað. Miki! baráita háö á þingi ' til verndar einkasölu Sjálfstæðismenn telja voða á ferðnm, ef fleirum en einum aðila verður heimilað að flytja út sastfisk Fisksölumálin voru enn til umræðu á Alþingi í gær og urðu nokkuð fjörugar umræður um það mál enn sem fyrr og sner- ust þær nær éinvörðungu um einkasöluréttindi SÍF. Ólafur Thors og Pétur Ottesen höfðu aðallega á hendi framsögu í málinu af hálfu þeirra Sjálfstæð- ismanna, sem vilja óbreytt skipu- lag. Lagði Pétur einkum áherzlu á hættuna, sem því væri samfara að breyla skipulaginu, ef það yrði gert, en Ólafur Thors flutti eink- um varnarræðu fyrir SÍF og taldi, að fiskeigendur myndu hafa í fullu tré við að kúga sjávarútvegsmála- ráðlierra til þess að falla frá að- gerðum í málinu, jafnvel þó frum- varpið yrði samþykkt. Ólafi þökkuð lofsamleg ummæli um SIS Gísli Guðmundsson framsögu- maður meirihluta sjávarútvegs- nefndar í málinu tók til máls og þakkaði Ólafi sérstaklega hin lof- samlegu ummæli, er hann hafði viðhaft um forstöðumenn Sain- bands íslenzkra samvinnufélaga, en Ólafur liafði mjög liælt þeim fyrir kunnáttu og mikilhæfni í viðskiptum. Benti Gísli á, að þess ir menn hefðu nú einmitt látið þá skoðun í ljós, er leitað var álits SÍS um frumvarpið, að þeir teldu núverandi skipulag ekki heppilegt og lögðu til að minnst tveimur aðilum yrði veitt heim- ild til fisksölunnar. Karl Guðjónsson hélt allhvass- yrta ræðu um SÍF og taldi það fjarstæðu að allir fiskeigendur væru aðilar að samtökunum, sagði, að sjómenn ættu til dæmis um Sendiherra íslends helming alls fiskjar, en hefðu eng- an íhlutunarrétt hjá SÍF. Ekki hefði þessi stofnun haft fyrir því að kalla saman fulltrúafund til að láta vilja umbjóðendanna ráða, þegar fyrirtækið lagði hálfa aðra milljón króna í smáíbúðabygging- ar. sem standa ónotaðar í Morgun- blaðshöllinni og mun skellurinn af slíku ráðslagi því lenda á eigend- um þess fiskjar, sem fyrirtækið er að selja fyrir landsmenn. Karl sagði, að ástfóstur Sjálfstæðis- manna við fyrirtækið væri ekki > einleikið. ( Lúðvík Jósefsson, sjávarútvegs- i málaráðherra, tók til máls og rakti nokkuð fullyrðingar þær, sem Sjálf stæðismenn höfðu haft í frammi við umræður um málið. Nokkrir voru enn á mælenda- skrá, er þessu framhaldi af gnn- arri umræðu var frestað og fundi slitið. I gær hófst 4 kílómetra skíðagangan á íþróttasvæðinu í Laugardal. Þar hefir verið útbúin 500 metra braut, og þarf því að ganga átta hringi í kring um svæðið til þess að ná fjórum kílómetrum. Brautina vigðu miklir í. þróttafrömuðir, fór Benedikt Waage fyrir þeim, en á eftir honum gengu Bragi Kristjánsson og Þorsteinn Ein- arsson. I dag munu skólanemendur fjölmenna í Laugardalinn, en almenningi mun gefast kostur á að Ijúka þarna hinni sjálfsögðu skyldu sinni — að ganga fjóra kílómetra — á hverjum degi á næstunni. Þetti mynd er og athyglisverð að því leyti að hún er fyrsta keppnismyndin frá íþróttasvæðinu í Laugardalnum. (Ljósm.: gaukur). Fíokk De * i 12 sáttafundir hafa verið haldnir í farœannadeilnnni án árangurs Lítið virðist þokast til lausnar í farmannadeilunni, þrátt fyrir sífellda fundi sáttasemjara með deiluaðilum. Fundur stóð í alla fvrrinótt frá kl. 5 í fyrradag til kl. 8 í gærmorgun. i Alls hafa 12 sáttafundir verið haldnir samtals um 200 klukku- | stundir, og hafa aWei verið haldnir svo langir sáttafundir, þegar eitt fétag hefir átt í hlut, áður en samkomulag næðist. í írao Hinn 6. marz s. 1. afhenti Magn- ús V. Magnússon íranskeisara trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í íran með búsetu í Stokk hólmi. (Frá utanríkisráðuneytinu.) Tíu eða tólf skip munu nú hafa stöðvast, og þeim fjölgar jafnt og þétt. Lokið er að losa olíuna úr Hamrafelli, en síðan varð skipið að flýja upp í Hvalfjörð, þar sem hvergi er til nógu stór höfn fyrir það. Hásetar gengu á land af því sem af öðrum skipum, en yfir- menn eru um borð og reyna að verja skipið áföllum. Öryggis- leysi þess er þó mikið, einkum ef stórviðri skylli á. Sú venja hefir skapazt að skip Afli Yestmannaeyja- og Keílavíknr- báta heldur að glæSast Grindavíkurbátar afla illa á línu en sæmilega í net Aflinn er enn hvarvetna rýr í verstöðvum sunnan lands, en virðist þó heldur vera að glæðast hjá Vestmannaeyja- og Keflavíkurbátum. Hafa Vestmannaeyjabátar aflað sæmilega í net undanfarna daga, en bezt hefir veiðin verið á handfæri. Valera hlaut hreinan írsku þingkosningunum Eínahagsvandræði og atvinnuleysi Flestir Vestmannaeyjabátar eru hættir við línu, í gær reru aðeins tveir bátar þaðan með línu. Afli þeirra var mjög misjafn í gær, en 1 bátur fékk 1900 fiska Loðna er gengin yfir, sagði fréttaritari blaðs ins í Vestmannaeyjum í gær, og menn vongóðir um betri afla þeg- ar netafiskurinn kemur. KEFLAVÍK. Afli Keflavíkurbáta virðist held ur vera að skána, í gær voru marg- ir með 5—8 lestir, nokkrir fengu 9—10 lestir. Nóg er af loðnu undir Krísuvíkurbjargi. Enn róa allir bátarnir með línu, en 5 bátar hafa lagt net, og fengu í þau 3—5 lest ir. AKRANES og GRINDAVÍK Akranesbátar afla enn mjög illa í gær var aflinn frá 2 upp í 5 lest ir á bát. Loðna er eitthvað farinl að ganga inn í flóann, og er nægi- legt af henni til beitu. Grindavík urbátar hafa aflað illa á línu, en I netabátar hins vegar fengið mjög! sæmilegan afla. Flestir eða allirl bátar þar búast nú til netaveiði. stöðvist, er þau koma í heimahöfn í verkfalli. Arnarfell átti að fara til Borgarness á dögunum, en Sjómannafélagið mæltist til, að það kæmi til Reykjavíkur og stöðv aðist. Var því neitað. Gaf félagið þá skipun til háseta að ganga af skipinu í Borgarnesi. Ekki var hægt að skilja skipið þar eftir, og var því þess vegna siglt til Reykja víkur. Samgönguleysið er nú farið að kreppa víða að. Mjög brýnir vöru flutningar bíða, svo sem á olíu þar sem víða er að verða skortur á henni þótt undanþága hafi feng izt í smáum stíl. Einnig er mjög brýnt að fara að ljúka áburðar flutningum á hafnir úti um land. Auk þess mun svo senn fara að bera á skorti á almennum neyzlu vörum hér og hvar á landinu. Sáttasemjari boðaði nýjan fund í deilunni kl. 9 í gærkveldi. Bandarískur flúg- maður beið bana á Keflavíkurvelli Keflavík í gær. Tuttugu og tveggja ára flugmaður í varnarlið inu á Keflavíkurílugvelli lézt á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun, er hann varð fyrir skrúfublaði þyrilvængju, sem verið var að setja í gang og búa til flugs. Fékk hann höfuðhögg og lézt samstund i is. Nafn hans hefir ekki verið birt enn vegna aðstandenda hans. DUELIN-NTB, 7. marz. — Uppgjafahermaðurinn í írskum stjórnmálum, De Valera, kemur nú á ný fram á sjónarsviðið sem forsætisráðherra landsins eftir að flokkur hans, Fianna Fail, hefir tryggt sér meirihluta atkvæða í írsku þingkosn- ingunum. Lokaúrslit urðu kunn í dag og hefir flokkur De Valera hlotið 77 þingsæti af 147 og þar með hrein- an meirihluta á þingi. De Valera er þekktur írskur stjórnmáiamaður, hefir gegnt emb- ætti forsætisráðherra um árabil. Slagorð De Valera í kosningunum var það, að eina leiðin til að leysa efnahagsvandræði íra væri að veita einum flokki meirihluta, sem gæti einbeitt sér að verkefn- unum, laus við hrossakaup þau, er alltaf hlytu að fylgja samsteypu- stjórnum. MIKIÐ ATVINNULEYSI Alvarlegasta vandamál fra nú er atvinnuleysið, sem hefir gert það að verkuni, að þúsundir fra hafa flykkzt til Bretlands og Bandaríkjanna í atvinnuleit. Fianna Fail flokkurinn var stofnaður árið 1920. í fyrri heims styrjöldinni var De Valera hand- tekinn af Englendingum og dæmdur til dauða, en bandarísk borgararéttindi hans urðu honum til lífs og var dóminum breytt í lífstíðarfangelsisvist. Árið 1917 slapp De Valera úr Mikíir flutningar til Grænlands í sumar Kaupmannahöfn í gær. — Sam kvæmt upplýsingum frá dönsku Grænlandsverzluninni verður ó- venjulega mikið um flutninga til Grænlands í sumar. Tólf skip haf^ verið leigð til Grænlandsferða, og eru í þeim hópi nokkrir norskir selfangarar, sem fara eiga nokkr- ar ferðir til Austur-Grænlands. DE VALERA — stofnandi Fianna Fail fangelsinu ásamt fleiri írum og þá þegar var farið að vinna að undir* búningi Fianna Fail. Hann var enn handtekinn, en slapp aftur úr fang- elsi Breta og fór huldu höfði um stund. HLUTLAUS í SÍÐASTA STRÍÐI De Valera hefir aldrei gleymt þeirri meðferð, er hann hlaut af Breta hálfu. í síðasta stríði lýsti hann yfir hlutleysi frlands og neit> aði bæði Bretum og Bandaríkja- mönnum um leyfi til að nota írsk- ar hafnir sem herbækistöðvar fyp- ir flota, er nota átti gegn þýzka kafbátaflotanum á Atlantshafi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.