Tíminn - 08.03.1957, Síða 7

Tíminn - 08.03.1957, Síða 7
7 TÍMINN, föstudagiun 8. marz 1957. I! Málmar og jarðefni: Silfur - málmorinn bjarti, sem Iengi hefirj þjónað mannkyni, síðast i efnaiðnaðij — Önnur grein Tómas- ar Tryggvasonar jartf- fræðings NÆST EPTIR gulli og eir mun silfur vera þriðji málmurinn, sem maðurinn tók í þjónustu sína. Hreint silfur er öllu sjald- gsefara en gull og eir, og aulc þess liggur það oft nokkuð djúpt í jörð. Konungagrafirnar í Kaldeu, sem byggðar voru á fjórða árþúsundinu fyrir Krist, eru skreyttar silfri, og þess er getið í elztu bókum kínverskum og persneskum. Hefir silfur því verið þekkt í meira en 4000 ár. SILFUR er málma bjartastur og endurvarpar Ijósi hverjum málmi betur. Þá er það næst- um því eins mjúkt og gull. Er hægt að draga því sem næst tveggja km. langan þráð úr einu grammi silfurs og hamra úr því 0,00025 mm. þunn blöð. Hreint silfur er of mjúkt í mynt ir og skartgripi, en sé það blandað eir að nokkrum hundr- aðshlutum, verður það harðara án þess að breyta lit eða verða hrökkara. Silfur leiðir hita og rafmagn allra málma bezt. Leiðnistuðull þess er kallaður 100 og er not- aður sem staðall til að miða rafmagnsleiðni annarra efna við. LENGI vel var einungis hreint silfur unnið úr jörð. Silfurnám urnar í Laurium í Attíku eru kunnar úr sögu Grikkja hinna; fornu. Kartagóbúar unnu silfurl úr námum, sem þeir áttu ál Spáni. Rómverjar öfunduðu þáp mjög af spánska silfrinu, og varð löngun Rómverja í hinn hvíta málm ein af meginorsök-|| um púnversku styrjaldanna. Á miðöldum var tekið að vinna silfur víða í Mið-Evrópu og á Norðurlöndum. Eru kunnastar| Sala-silfurnámur í Svíþjóð og|| Kongsbergnámurnar í Noregi.|| í Kongsbergi hefir verið unniði mikið af hreinu silfri, og þarj hefir fundizt stærsti silfurmolip veraidar, sem kunnugt er um,§ 697 kg. að þyngd. í Ameríku: fannst mikið silfur, einkum íi| Perú og Mexíkó, og fylgdust: gull og silfur víða að í málm-fl æðunum. Voru lönd þessi svo' Sjí | Silfurframleiðsla heimsins 1900—1950 strendur Litlu-Asíu, og átti Krösus hinn ríki auðlegð sína henni að þakka. Hvítagullið var notað í skrautmuni og ílát, en auk þess í hnífa, örvarodda og fleiri vopri. Nú orðið eru blöndur silfurs- við eir, zink og kvikasilfur mest notaðar. Mikið af silfri er ennþá not- að í borðbúnað ýmis konar og skartgripi. Þá fer mikið silfur til ljósmyndagerðar, en eins og kunnugt er, byggist hún á því, að viss silfursölt eru næm fyrir áhrifum ljóss og breyta lit ef ljós fellur á þau. Ljósmynda- iðnaður hefir færzt mjög í auk- ana seinustu áratugina. Einkum þarf nú mikið silfur til kvik- myndaiðnaðarins. ÞÁ ER SILFUR notað til með- alagerðar og í efnaiðnaði. Lap- is eða vítissteinsupplausn er al- þekkt heimilismeðal, en auk þess ómissandi og nauðsynlegt í baráttunni við ákveðna teg- und sjúkdóma. í efnaiðnaði er silfrið notað bæði sem hvetjari og til húðunar á ílátum, sem eyðandi vökvar eru geymdir í. Silfur leysist að vísu auðveld- lega í saltpéturssýru og heitri, sterkri brennisteinssýru. Ann- ars þolir það vel tærandi vökva, bæði súra og lútarkennda. Einn ig er það töluvert notað í raf- magnsiðnaði vegna þess, hve það leiðir vel rafmagn og hita. Tómas Tryggvason. p ; mm biss ■wÆmmmmmmmmM Ungverjalandssöfnunin fær góðar undirtektir - Námuvinnsla í IVleist- aravík og landhelgi Grænlands sér málmframleiðsluna frá Meist aravík árið 1957. Eins og kunnugt er tóku belgiskar verksmiðjur við fyrsta málminum úr námunni í fyrra og var hann að magni 10.000 tonn. í ár verður framleiðslan Kaupmannahöfn, 5 marz ’57. Nú sem stendur er verið að auðug af silfri, að það" féll mjögfvinna mikið starf fyrir Ungverja- í verði við fund þeirra. Ennþáfflandshjálpina og bera blöð, útvarp eru tveir þriðju hlutar heims- og sjónvarp þess rík merki. Starf- framleiðslunnar unnir úr jörð íf-inu er helguð dagskrá í útvarpi . . . . , Ameríku, þar af helmingurinn og sjónvarpi og koma þar fram meirl> að ollum iikindum um 20. í Mexíkó, sem enn í dag er listamenn úr öllum áttum. Pen- mesta silfurland veraldar. ingjagjafir streyma nú inn, bæði írá einstaklingum, félögum og NÚ ER SVO komið, að fáar fyrirtækjum, og hafa einstakar námur eru unnar vegna silfurs ií-iafit' numið allt að 50.000 kr. einvörðungu. Langsamlega mest Talið er að söfnunin nemi nú þeg- ur hluti þess er unnið úr jörð a.r meiru en 2 milljónum króna. ' sem aukaframleiðsla úr blý-, Ahugi almennings er mikill og zink- og eirmehni'ngi. Er silfrið er niikil eftirspurn eftir miðum þar í ýmis konar brennisteins-lla skemmtanirnar sem útvarpað og samböndum, einkum AgaS (Ar-|siónvarpað er, en næsta skemmt- gent.ít'), en hreint silfur gerist!|un verður laugardaginn 9. marz. nú fátítt. Silfurvinnsla heims- Alla síðastliðna nótt var biðröð ins nemur nú 6—7 þús. smál. við miðasöluna og kl. 7 í morgun árlega. biðu þar mörg hundruð manns. Mestur hluti silfurframleiðsl- En fleiri en ungversku flóttamenn unnar hefir löngum verið not- irnir munu njóta góðs af þessu aður til myntsláttu, en núorð- starfi, nefnilega útvarpsverksmiðj ið gerist silfurmynt æ sjald- urnar og allir þeir sem vinna að gæfari. Bankar og ríki safna' framleiðslu sjónvarpstækja. Sjón- myntfætinum og geyma hann, varpstæki hafa. aldrei selzt svo en láta hann ekki eyðast af -mjög sem nú þg það er vitað mál sliti í umferð líkt og fyrr tíðk- að Ungverjálandsdagskrárnar aðist. hafa mjög stuðláð að hinni auknu ||sölu. FRÁ ÓMUNATÍÐ hefir silfur Annað atriði er einnig talið og blöndur þess við aðra málma hafa áhrif á þetta. Það er hin verið notað í listiðnað á hinn væntanlega heimsókn Elísabetar margvíslegasta hátt. Forn- drottningar en frá henni verður grikkir og Rómverjar notuðu sjónvarpað. Nú .leggja framleið- mikið hvítagull eða elektrum, endur sjónvarpstækja alla áherzlu sem er blendingur gull og silf- á að geta sinht eftirspurninni urs. Málmblanda þessi fannst í framvegis. ársandi í ríkinu Lydíu viðl a Frá því hefúri verið skýrt að ifbelgiskar verksmiðjur hafi tryggt 000 tonn. Sérfróðir menn telja að í Meist aravík sé málmur að verðmæti milli 100 og 130 milljónir króna og námuna verður sennilega unnt að vinna í 7 ár. Nú er verið að rannsaka möguleikana til námu- vinnslu annars staðar á Grænlandi. Mikið fé hefur verið fest í þess- um námurekstri. Starfið hófst 1952 með 15 millj. kr. hlutafé og síðan hefur ríkið veitt 12y2 millj. kr. að láni og að auki ábyrgzt rekstrarlán að upphæð 10 millj. kr. En talið er að náman muni senn fara að svara kostnaði. Johs. Kjærböl Grænlandsmála- ráðherra hefur samkvæmt beiðni grænlenzka landsráðsins lagt fram á þingi breytingartillögu við ný lög um landhelgi við Grænland og rétt til fiskvciða og annarj veiða. Samkomulag hefur náðst um þessa breytingatillögu ráðherr- ans: Réttur til veiða — sem ekki eru í atvinnuskyni — á græn- lenzku landi og hafi, er aðeins veittur dönskum ríkisborgurum, sem fast heimili eiga í Grænlandi. — Aðils. BÆKUR OG HÖFUNDAR Maðurinn i leit að guði MARGIR MUNU hafa heyrt nafn- ið existenzíalismi hér á landi sem annars staðar og flestir kannast við upphafsmann hans og höfuð- spámann, Jean-Paul Sartre. En hin ir munu færri, er nokkur skil kunna á þessari heimspekistefnu er svo margt hefir verið rætt og ritað um; flestir bera sér nafn hennar í munn án þess að þekkja haus né sporð á kenningunni sjálfri. En ekki var ætlunin að fara að breiða sig út um existenzíalisma hér, heldur segja lítillega frá síð- ustu bók fransks rithöfundar, sem löngum hefir verið orðaður við þessa stefnu, Albert Camus. Hann hefir að vísu afneitað existenzíal isma í orði, kveðst hafa aðra af- stöðu til tilverunnar og vandamála hennar en fylgimenn hans. Engu að síður eru verk Camus talin bera sterk einkenni þessarár stefnu; hann hefir jafnvel verið talinn fremsti fylgismaður hennar frá list rænu sjónarmiði séð og fremri en sjáifur Sartre, sem sé fyrst og fremst heimspekingur. Síðasta skáldverk Camus er stutt skáldsaga er nefnist La Chute — Hrapið. Hún fjallar um hina eilífu leit mannsins að réttlátu líferni og hvernig sú leit hlýtur að mis- heppnast, syndin liggur í leyni á leið mannsins og laun syndarinn- ar er dauðinn, ef ekki dauði í venjulegri merkingu orðsins, þá dauði í lifanda lífi. JEAN-BAPTISTE er miðaldra lög- fræðingur í París, og hann vill láta það gott leiða af sér sem unnt er. Hann tekur að sér hin erfið- ustu mál, einkanlega ef ekkjur eða munaðarleysingjar eiga hlut að máli. Hann lætur aldrei fátækl- inga greiða sér nein ómakslaun. Hann leggur jafnvel lykkju á leið sína til að hjálpa blindum manni yfir stræti. Engu að síður er Jean- Baptiste fordæmdur, hann á sér ekki viðreisnar von. Hvað veldur, hvar felst sök hans? Camus gefur ekkert tízkusvar við þessari spurn- i ingu, hann kennir hvorki ödipus- komplexi eða alkóhólisma um. Nei, það er erfðasyndin sjálf, sem þrúgar söguhetju hans. Þegar Hrapið hefst er langt síð- an Jean- Baptiste fluttist frá París og lokaði lagaskræðum sínum í síðasta skipti. Nú heldur hann sig í skuggalegum bar í Amsterdam og drekkur genever. Og þar berar hann sál- sína — eða reytir af henni hrúðrið öllu heldur — fyrir langþreyttum hlustanda; kannski er með honum átt við sjálfan les- andann. Það tjáir ekki að reyna að láta gott af sér leiða eða gera góð- verk, segir hann, vegna þess að allt slíkt byggist á einskærri hé- gómagirnd. Sú stund kemur, að maður g.erir sér grein fyrir að ó- mögulegt er að elska án sjálfs- elsku. Og Jean-Baptiste kýs frem- ur að vera ranglátur en sjálfglað- ur. Hann fer að dunda við nautn- ir. („Ein einasta setning nægir: Hann drýgði hór og las dagblöð- in“). En eftir slíkan lifnað koma samvizkukvalir, einkum þegar stúlka, sem hann girnist, kastar sér í fljótið og h’ann gerir ekkert til að bjarga lífi hennar. Jean- Baptiste, sem er í senn djöfullegur og blauður í eigin augum, lýsir iðr- un sinni opinberlega. „En það er ekki nóg að ásaka sjálfan sig til að hreinsa sig af allri sök“. Er sjálfsmorð rétta svarið? Fólk mun finna einhverjar heimskuleg- ar eða grófar ástæður til þess. Er guð svarið? Hann er kominn úr tízku. Býðst annað tækifæri? Nei, Adam notaði síðasta tækifæri mannsins. í heimi Camus finnst engin eilif náð, ekkert, sem losar syndarann úr hlekkjum hans. í niðurlagi Hrapsins ákallar Jean- Baptiste stúlkuna, sem hann lét fremja sjálfsmorð: „Fleygðu þér aftur í vatnið, unga kona, svo að mér bjóðist annað tækifæri til að bjarga okkur báðum. Annað tæki- færi, eh, það er hættuleg hug- mynd! Að hugsa sér að einhver tæki okkur á orðinu! Þá yrðum við að láta það ganga yfir okkur. Brr Alfaert Camus ....! Vatnið er svo kalt! En ger- um okkur engar áhyggjur. Það er of seint núna. Það verður alltaf of seint. Til allrar hamingju!" Jean- Baptiste sættir sig' við fordæm- ingu sína meðan allt mannkyn er fordæmt með honum. HÉR Á LANDI mun Albert Camus helzt vera kunnur fyrir skáldsögu sína, Pláguna, sem út kom í ís- lenzkri þýðingu fyrir nokkrum ár- um. Hann hefir, auk skáldsagn- anna, samið leikrit og ritgerðir og á næstunni mun vera von á smá- sagnasafni frá honum. í Hrapinu og mörgum öðrum verkum sínum, fæst Camus við sama viðfangsefnið: Hann heldur fast við að maðurinn sé æðsta skepna skaparans -— en hann af- neitar skaparanum og er ekki haid inn neinum gyllivonum um mann- inn og framtíð hans. Hann fylgir skilningi kristninnar á hinu illa, en hafnar öðrum krisínum kenni- setningum. Hann er kyrrsettur miðja vegu. Bók hans ber öll vott um trúarþörf — en hann getur ekki viðurkennt tilveru neins guðs. Þetta eru ályktunarorð ritdóm- ara bandaríska tímaritsins Time í ritdómi um Hrapið, sem um þess- ar mundir er að koma út í ensk- um þýðingum beggja vegna hafs- ins. Og ritdómarinn heldur áfram: Camus fæst við sama viðfangsefn- ið í ritgerðinni Le mythe de Si- syphe, örvæntingu 'manns, sem festir trú á eilífri fordæmingu en ekki eilífri náð. En skáldsagan ber þess vott, að búast má við einhverju nýju. Hún ber þess of greinileg merki, að vera verk manns, sem kominn er miðja vegu til að hún geti verið síðasta orð Camus. Kannski er bók og höfundi bezt lýst með orðum franska jesú- ítans Pierre Rousselot, sem ritaði eitt sinn: „Sál mannsins hefir ekki fundið sjálfa sig, en hún leitar sjálfrar sín. Og þetta, að vera fjarri sjálfri sér, er greinilegast merki þess að hún er á leiðinni, að hún stefnir til guðs“. Hér skal engum getum að því leitt, hvernig Camus vegnar í guðs leit sinni eða hvort hann er yfir- leitt í leit að nokkrum guði. En hann er einn merkasti rithöfundur í Evrópu á vorum dögum og hver, sem áhuga hefir á bókmenntum samtímans, ætti að gefa verkum hans gaum. Svefnlausi brúðguminn vinsæll í Hafnarfirði Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir um þessar mundir Svefnlausa brúðgumann eftir Arnold og Bach og hefir leikurinn orðið mjög vin sæll. Búið er að sýna ellefu sinn um og ávallt fyrir fullu húsi. Sýn ingar eru á þriðjudögum og föstu dögum kl. 8.30 í Bæjarbíói. Leik stjóri er Klemens Jónsson. Reyk vikingar virðast ekki telja eftir sér förina til Hafnarfjarðar til þess að horfa á leikinn, því að þeir hafa oft fjölmennt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.