Tíminn - 14.03.1957, Qupperneq 6

Tíminn - 14.03.1957, Qupperneq 6
6 T í MIX N, fimmtudaginn 14. marz 1957, 1 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Hatikur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Bimar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h. f. ERLENT YFIRLIT: Vaxandi ólga í Indónesíu Kommúnistar geta náí yfirrátSum á Jövu, ef ríki'Ö Ii'Öast alveg sundur Ráðstafanir til aukins jafn- vægis í byggð landsins SÍÐAN Sj álfstæðismenn íóru úr ríkisstjórn, hafa þeir byrjað að sýna áhuga fyrir ýmsum málum, sem þeir skeyttu lítt um áður. Þetta gildir m.a. um jafnvægið í foyggð landsins. Á þingi í Siaust fluttu þeir sérstakt írumvarp um þetta efni, sem gengur stórum lengra en íyrri tillögur þeirra um þessi jmál. Allsherjarnefnd neðri deild ar hefur fyrir nokkru skilað áliti um þetta mál. Meiri- íaluti hennar: Skúli Guð- joiundsson, Pétur Pétursson og Eðvarð Sigurðsson, leggja ■til að frumvarpinu verði vís- að til ríkisstjórnarinnar. — JRöksemdir meirihlutans eru jai.a. þessar: í stefnuyfirlýsingu núver andi ríkisstjórnar, sem birt var, þegar hún tók við störf- um í s.l. júlímánuði, segir jm.a., að stjórnin muni beita sér fyrir atvinnu-uppbygg- ingu í landinu, einkum í í>eim þremur landsfjórðung- um, sem nú eru verst á vegi staddir i atvinnulegum efn- am. í SAMRÆMI við þessa yfirlýsingu skipaði ríkis- stjórnin þ. 5. sept. s.l. þriggja snanna nefnd (atvinnutækja nefnd) til þess að gera til- lögur um öflun nýrra at- vinnutækja og dreifingu þeirra um landið. Atvinnu- tækjanefndin samdi frum- varp um heimild fyrir rikis- stjórnina til skipakaupa, lán töku og sérstakra ráðstafana í útgerðarmálum til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Ríkisstjórnin lagði frumvarp þetta fyrir þing- Ið í byrjun þess í október- mánuði í haust, og hefur það fyrir alllöngu verið afgreitt sem lög frá þinginu. í þeim lögum er ríkisstjórninni veitt heimild til að kaupa allt að 15 togara og 6 minni fiskiskip og selja skipin eða :ráðstafa þeim til útgerðar að fengnum tiliögum atvinnu- tækjanefndar. I lögunum er svo fyrir mælt, að tillögur atvinnutækj anefndar um ráðstöfun skipanna skuli gerðar með sérstöku tilliti til þess að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins. AT VINNUTÆK J ANEFND vinnur nú að því að gera skýrslur um atvinnutæki og atvinnuástand í kaupstöðum og kauptúnum á Vestur-, Norður- og Austurlandi til undirbúnings tillögum um úrbætur í þeim efnum, þar sem þeirra er þörf. Á fjár- lög fyrir þetta ár, er svo sett fjárveiting að upphæð 15 millj. kr. til þess að bæta úr atvinnuerfiðleikum í land- inu. Er þetta 10 millj. kr. meira en veitt var til þessara framkvæmda í fjárlögum 1956. Þau dæmi, sem hér hafa verið nefnd, sýna glöggt, að ríkisstjórnin vinnur nú með aðstoð atvinnutækjanefndar að rannsókn á atvinnu- ástandinu og ráðstöfunum til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. TIL VIÐBÓTAR þeim rökstuðningi, sem hér er greint frá í áðurnefndu áliti meirihluta allsherajrnefnd- ar n.d., má svo nefna það, að í fjárlögum þessa árs eru framlög til landbúnaðar- mála og rafvæðingar dreif- býlisins stórlega aukin frá því sem var í fjárlögum sein asta árs. Framlögin til raf- orkumálanna eru hækkuqj úr 19 millj. í 30 millj. og framlögin til landbúnaðar- ins úr 49 millj. í 67 millj. kr. miðað við fjárlög 1956. Hin auknu framlög til landbúnaðarins fara fyrst og fremst til ræktunar á litlum býlum og til frumbýlinga. Þetta sýnir það vissulega ótvírætt, að ríkisstjórnin stendur vel við það loforð sitt að vinna að eflingu at- vinnulífsins, þar sem þess er mest þörf til að viðhalda jafnvæginu í byggð landsins. SAMKVÆMT seinustu fregnum frá Indónesíu virðist þetta unga ríki vera í fullkominni upplausn. Ríkisstjórnin í Jakarta virðist ekki lengur hafa yfirráð nema yfir Jövu einni. Tvær ástæður virðast einkum valda því, að svona er komið. Önnur ástæðan er sú, að reynt hefir verið að stjórna eftir vest- rænum lýðræðisfyrirmyndum, en það hefir vægast sagt gefizt illa. Margir flokkar hafa risið upp og gengið illa að vinna saman. Ríkis- stjórnir þær sem með völd hafa farið, hafa orðið að byggjast á samstarfi ólíkra flokka og því reynzt meira og minna óstarfhæf- ar. Mikill glundroði liefir því ein- kennt stjórnarhættina og alls kon- ar spilling þróazt í skjóli hans. Hin ástæðan er sú, að íbúum hinna fjarlægari landshluta hefir þótt, að ríkisstjórnin í Jakarta drægi ofmikið vald í sínar hendur og héldi ofmikið fram rétti Jövu á kostnað annarra landshluta. Eins og landabréfið ber með sér, nær Indónesía yfir nokkur þúsunda eyja, sem eru dreifðar yfir stórt svæði, og byggja þær margir þjóð- flokkar með ólík tungumál, siði og trúarbrögð. Java er langfjölbyggð- ust af þessum eyjum og býr þar röskur helmingur allra íbúa ríkis- ins. Eðlilegast hefði verið, að Indó- nesía yrði sambandsríki í stíl við Bandaríkin, en stjórnin hefir í staðinn reynt að draga sem mest völd í sínar hendur. Þetta hefir valdið óánægju utan Jövu, enda eru ýmsar eyjar aðrar, einkum þó Sumatra, auðugri frá náttúrunnar hendi og hafa því borgað hlutfalls- lega miklu meira til ríkisins en Java hefir gert, en fengið þó hlut- fallslega minna frá því. Þetta hef- ir kynt undir óánægjuna og aukiö kröfur um aukna sérstjórn innan ríkisheildarinnar. . ÞAÐ HEFIR alllengi verið fyrir- ; ; . J, Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli í SAMBANDI við þá íregn Tímans, að fram- kvæmdir muni aukast að nýju á Keflavíkurflugvelli, .tiefur sú skoðun komið fram, að slíkt samrýmist ekki á- lyktun Alþingis um varnar- análin frá 28. marz í fyrra. Þetta er byggt á misskiln :íngi. í tillögunni er það skýrt iekið fram, að haldið skuli áfram gæzlu og við- !aaldi varnarmannvirkjanna. •Þetta hefur eðlilega allt- af nokkrar framkvæmdir í :för með sér. í tillögunni er í3vo sett fram það takmark, að íslendingar sjálfir taki 57ið gæzlunni af hinum er- lendu aðilum. Þetta verður íslendingum því auðveldara, þegar til kemur, sem mann- virkin verða í fullkomnara ásigkomulagi. Undanfarið hefur verið mjög lítið um framkvæmdir á vellinum. Þær eru eðlilega mestar að sumrinu. Því er ekki óeðlilegt, þótt þær auk- ist nokkuð aftur með vorinu. Þess verður svo vitanlega vel gætt, að þessar fram- kvæmdir verði ekki meiri en svo, að þær keppi ekki ó- eðlilega við íslenzka atvinnu vegi um vinnuaflið. Varð- andi það atriði væri eðlilegt að hafa samráð við samtök framleiöenda. sjáanlegt, aö þær tvær ástæður, sem hér hafa verið nefndar, myndu fyrr en seinna valda því, að til al- varlegra tíðinda hlyti að draga í Indónesíu. Fyrsta alvarlega merk- ið þess var það, þegar Hatta sagði af sér sem varaforseti á síðastl. hausti, en hann var annar aðalleið- toginn í sjálfstæðis'oaráttunni, ásamt Soekarno forseta, og gengur næst honum að persónulegum vin- sældum. Hatta gerði þá grein fyrir 1 afsögn sinni, að hún væri mótmæli gegn öngþveiti stjórnarfarsins. Jafnframt lét hann í það skína, að Soekarno hefði vanrækt að taka nægilega í taumana, en óhjákvæmi- legt væri að koma fótum undir traustara og ábyrgara stjórnarfar. Það gerðist svo næst á eftir þessu, að herforingjar á Mið-Sum- ötru og Norður-Sumötru tóku stjórnina þar í sínar hendur og hafa raunverulega farið þar með yfirráð síðan. Þeir lýstu þó yfir því, að tilgangurinn væri ekki sá að kljúfa Sumötru frá ríkisheild- inni, heldur að knýja fram aukna sjálfstjórn henni til handa. BÁÐIR ÞESSIR atburðir urðu til þess að auka enn glundroða og viðsjár í stjórnmálunum. í seinasta mánuði lét Soekarno forseti því til skarar skríða og tilkynnti tillögur um breytingu á stjórnarháttum landsins, sem hann hafði verið að boða um nokkurt undanfarið skeið. Aðalefni tillagna hans var það, að sett yrði á laggirnar sérstakt þjóð- ráð, þar sem íulltrúar helztu stjórn málaflokka, atvinnustétta, trúar- flokka og fleiri aðila ættu sæti. Forseti ríkisins yrði formaður ráðs ins. Hlutverk ráðsins yrði að marka stjórnarstefnuna. Valdsvið ríkisstjórnarinnar og þingsins yrði stórum takmarkað. Soekarno rökstuddi þessa fyrir- huguðu breytingu með því, að reynslan hefði sýnt, að vestrænt lýðræðisskipulag ætti ekki enn við í Indónesíu. Þjóðin væri enn ekki komin á það stig. Þess vegna þyrfti hún á traustari leiðsögu að halda meðan hún var að vinna að við- karnos víða mikla mótspyrnu. Þær fullnægðu ekki kröfum manna þar um aukna sjálfstjórn. Þar er líka andstaðan öflugri gegn lcommún- istum en á Jövu. Á Jövu eiga kommúnistar meginfylgi sitt og eru sennilega bezt skipulagði flokk urinn þar. í þingkosningunum 1955 voru þeir fjórði stærsti flokk urinn og fengu um 6 millj. atkv., aðallega á Jövu. Það hefir svo gerzt í framhaldi af þessu seinustu dagana, að her- foringjarnir hafa tekið völdin í sín- •<r hendur nær alls staðar utan Tövu. Java er nú eina eyjan, sem stjórnin hefir fullkomlega á valdi sínu. Krafa herforingjanna er hvar- vetna aukin sjálfstjórn viðkomandi umráðasvæða. Þeir leggjast einnig gegn stjórnarþátttöku kommúnista, en herinn í Indónesíu er yfirleitt 1 míöS andkommúnistískur. Á ÞESSU stigi er erfitt að spá fyrir um það, hvert stjórnmálaþró- unina ber í Indónesíu. Sterk þjóð- I stjórn væri vafalaust æskilegust, l en litlar líkur virðast fyrir því, að I hún komist á. Óhjákvæmilegt virð- |ist að auka sjálfstjórn hinna ein- stöku ríkishluta, ef ríkið á ekki al- 'veg að leysast upp. Helzta vonin j til þess, að fram úr þessum vanda greiðist, virðist nú sú, að samstarf náist að nýju milli hinna tveggja ,.sterku“ manna, Soekarnos og Hatta, og að þeim takist að fá her- inn til að standa að baki sér. Það getur haft alvarlegustu af- leiðingar í för með sér, ef Indó- nesía liðast sundur. Því gæti fylgt mikið hættuástand á þessum slóðum. Ef Java yrði t. d. sjálfstætt ríki útaf fyrir sig, er engan veginn útilokað, að kommúnistar geti hrifsað völdin þar, en andlcommún- istískar stjórnir verði á hinum eyj- unum. Undir slíkum kringumstæð- um yrði ástandið vart friðvænlegt á þessum slóðum. Það er ekki sízt af þessum ástæð um, sem það mun verða talið mik- ilsvert að halda Indónesíu saman sem einni heild, þótt sjálfstjórn einstakra ríkishluta verði aukin. Þ. Þ. ’ H ATTA reisn sinni en vestrænt lýðræðis- skipulag gæti iryggt henni. TILLÖGUM Soekarnos var að sjálfsögðu misjafnlega tekið, þótt flestir viðurkenndu nauðsyn þess að breyta stjórnarháttunum. Verst var þó því atriði tekið í tillögum Soekarnos, að hann gerði ráð fyrir þátttöku kommúnista bæði í ríkisstjórninni og þjóðráð- inu. Einkum sætti þó þátttaka þeirra í ríkisstjórninni andspyrnu. Meðal þeirra, sem lýstu sig and- víga henni, var Hatta, þótt hann geti sennilega sætt sig við hina ráðgerðu breytingu á stjórnarskip- uninni að öðru leyti. Flokkar Múhameðstrúarmanna tóku svip- aða afstöðu. Ibróttir (Framhald af 4. sISu.z I víksson, Brandur Brynjólfsson, Guðm. Kristjánsson, Gunnar Hann- esson, Gunnar Már Pétursson, Gunnlaugur Lárusson, Hallur Símonarson, Haukur Eyjólfsson, Helgi Eysteinsson, Jóhann Gísla- son, Ingvar Pálsson, Ólafur Jóns- son, Ólafur Jónsson, Flosa, og Sig- Utan Java vöktu tillögur Soe-' hvatur Jónsson. "BAÐsromN í BRÉFI, sem borist hefir frá borgara, sem dylur sig bak við bókstafinn R., segir á þessa leið m. a.: Aðgæzla á götunum. „MAÐUR heyrir í útvarpi orð- sendingar um hálkuna og að fólk þurfi að gæta sín, og er góð á- minning svo langt sem hún nær. En það eru ekki vegfarendur ein- ir, sem þurfa á áminningu að halda, heldur einnig þeir, sem eiga að sjá um að klaki sé hreins aður af fjölförnum götum. Ekki sízt þar sem bifreiðastöðvar eru. Þegar snjórinn var mestur voru ýtur látnar ryðja honum af ak- brautum til þess að bílar krem- ust leiðar sinnar, en hvert var honum ýtt? Upp á gangstígi og stéttir, sem vegfarendum er ætl- að að íerðast um. Með þessu at- hæfi var ekki verið að hirða um aðvaranir Slysavarnafélagsins um hálku og illa færð á götum. Dæmi um hættustað. ENN SEGIR í þessu bréfi: „Eg skal nefna dæmi um hættustað, götu, sem ég á oft leið um, en það er kafli Eiríksgötu, milli Njarðargötu og Barónstígs. Bif- reiðastöðin Bæjarleiðir hefir staur þar og bílasíma, og er mik il umferð um þennan götuhluta, og þar fara margir um fótgang- andi. Þarna eru nú gríðarmiklar svellbúnkar brattir og hálir, og er bílar mætast verða þeir að aka upp á þessi svell, því að gat- an er svo mjó, að hún er ekki tvær bílbreiddir. Eg held að kalla megi mikið lán að ekki skuli hafa orðið slys á þessum stað. Þannig mun víðar haga til í bænum væri því þörf á að minna rétt bæjaryfirvöld á þeirra skyldu. — Mætti Slysavarnafélagið líka á- varpa þau, eins og allan almenn- ing.“ — Sendum við þessa á- bendingu áfram og ljúkum bað- stofuhjalinu í dag.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.