Tíminn - 16.03.1957, Qupperneq 1

Tíminn - 16.03.1957, Qupperneq 1
Fylgisi með títnaaam og lesiB TBlANiV Áskriftarsímar 2323 61300 TIM.INÍS flytur mest og fjölbreytiast aimaont lesefnL 41. árgangnr í blaðinu í dag: IH Leikhúsmál, bls. 4. 'fU Bréf frá Brasilíu, bls. 6. f í verbúð Norðlendinga, bls. 7. I 63. Ma3„ í kiörhúðinni Kjörbúciir eiga vaxandi virtEæidum að fagna hér á landi sem erlendis. Viöskipíamönnum þykir aö vonum gott aS geta skoSaS vöruna í ró og næSi, athugað verð og vörugæði. En það er mikið starf sem liggur í því að pakka hinum ýmsu vörutegundum, verSmerkja þær og raða í hillurnar. Myndin að ofan er frá Kjörbúð SIS í Ausfurstræti 10. Stúlkan vigtar og verðmerkir vöruna. (Ljósm: Sv. Sæmundsson.) 24 farasí í járnbraut- arslysi í Fiimlandi 3ð manns em alvarlega særðir TA-VASTAHUS—NTB, 15. marz. Að minnsta kosti 24 manns biðu . bana og 58 særðust, þar af 30 al- varlega, í dag í ægilegasta járn- • brautarsJysi, sem orðið hefir í Finnlandi síðan í síðustu heims- styrjöM. Slysið vildi til íneð þeim Misjafn afli hjá Faxafíóabátum f fyrxadag var afli með bezta móti hjá Faxaflóabátum og voru þá margir með 8—10 lestir úr róðri og allmargir með 10—14 lestir. Aflahæsti báturinn í Keflavík í fyrradag kom að landi með 22 lestir, miðað við afla veg- inn upp ur sjó. Var sá bátur með net. Nokkrir Faxaflóabátar eru byrjaðir að róa með net, en afli er mjög misjafn hjá þeim, enn seni komið er. Aflabrögð voru heldur lakari í gær. Þá voru þeir bátar, sem komnir voru að landi um klukk- an 10 í gærkvöldi til Keflavíkur, flestir með 5—6 lestir, en þeir aflahæstu með 9—10 lestir. Ekki var þá kunnugt um afla allra báta og má vera að einhverjir, sem komu seint, hafi aflað betur. hætti, að tvær lestir rákust á með fullurn hraðá kl, 9.30 í morgun á leiðinni milli Tavastahus og Tam- merförs. ÞJÓBARSOEG f FINNLANDI. Ekki er enn vitað um alla hina látnu, en talið er líklegt, að allir hinna látnu hafi verið finnskir rík- isborgarar. Strax og fréttin barst til Helsingfors, voru fánar dregnir í hálfa stöng um gjörvalla borg- ina og útvarpið hætti venjulegum útsendingum og tók að leika sorg- arlög. Áréksturinn átti sér stað í snöggri beygju á milli stöðvanna í Kuurila og Ittala Önnur lestin var hraðlest á leið til Helsingfors. ALVARIÆG MISTÖK. Bráðabúrgðarannsókn á slysinu hefir léitt það í Ijós, að járn- brautarstarfsmenn bæði í Kuur- ila og Ittalá hafa gert sig seka um mjög alvarleg mistök. Starfs- menn í Kuurila héldu t. d., að lestirnar myndu mætast á tvö- földu spori vi'ð Ittala, en starfs- menn í Ittala héldu, að lestarnar myndu rmætast við Kuurila. Full- yrt er, að ef lestarnar liefðu ver- ið búnar öryggiskerfi, myndi aldrei hafa komið til þessa hræðilega slyss. (Framhald á 2. síðu). Ungverskir kvislingar leggja blóm- sveiga í skjóli hers og skriðdreka Aðalfundur ÞjóSin tók þann kostinn a§ sýna kúg- miðstjórnarinnar urunnm fyrirlitningu með þögninni Aðalfundur miðstjórnar Fram- fóknarflokksins hélt áfram í gær síðdegis, en í gærkvöldi störfuðu nefndir. Fundur hefst í dag kl. 4 síðd. og verður hann í fiokksherbergi Framsóknar- ííokksins í Alþingishúsinn. Aímælishóf Tímans að Hótel Borg Þeir, sem vilja tryggja sér mi'ða á 40 ára afmælishófi Tím- ans að Hótel Borg á mánudags- kvöldið, ættu að gera það sem aílra fyrst, því að nú fadrkar ó- seldum miðum. Upplýsing'ar í símum: 6066; 5564 og 82613. Sókamó biður íeið- toga þjóðeniissinna að mynda stjórn ÖJAKARTA, 15. marz. — Sók- arnó, forseti Indónesíu, hefur be'ðið dr. Smvidrje. einn leið- toga þjóðernissinna að gera til- raun til þess að mynda nýja stjórn. Fyrrverandi stjórn, sem lauí forsæti Þjóðernissinna sagði af sér er uppreisn hafði verið gerð gegn sambandsstjórninni — á Súmötru, Borneó og' fleiri eyjum í sambandsríkinu. Lýst hefir verið yfir hernaaðrástandi í landinu. London—Búdapest, 15. marz: Fjöldi ungverskra kommún- istaleiðtoga hélt í dag hátíðlegt afmæli ungversku byltingar- innar 1848. Athöfnin í Búdapest fór fram í skjóli skriðdreka og öflugs herliðs leppstjórnarinnar, en enginn fékk aðgang, nema með sérstöku boðskorti Kadar-stjórnarinnar. Ekkert hafði verið tilkynnt áð- ur um athöfn þessa og er vest- rænir íréltámenn reyndu að verða vitni að „hátíðahöldunum“ var þeim vísað á brott af vopnuðum hermönnum stjórnarinnar. Kadar lagði blómsveig. Janos Kadar forsætisráðherra leppstjórharinnar og fleiri ráða menn kommúnista lögðu blóm- sveiga að myndastyttum ung- verskra frelsishetja! Lögregla og hermenn stöðvuðu umferð um alla vegi í nágrenninu bæði fyrir og eftir athöfnina. Hermenn og lögregla lepp stjórnarinnar hafa staðið vörð á hverju götuhorni í öllum helztu borgum Ungverjatands í dag, en rússneski herinn hefir beðið á- tekta í bækistöðvum sínum utan við borgirnar. vinna sem á viskum degi. Enn hefir ekkert frézt um hinar þöglu mótmælagöngur verkamanna sem verkalýðssamböndin voru talia hafa beitt sér fyrir. Allt með kyrrum kjörum. Samkvæmt síðustu fregnum í gærkvöldi mun allt hafa verið með kyrrum kjrum í Ungverjalandi í dag og ekki hefir frétzt neitt uia mótmælagöngur eða uppþot. Heyrzt hafði, að stúdentar ætl uðu sér að efna til útifundar og mótmælagöngu að styttu þjóð- skáldsins Petöfi, en ekki varð af þvi, enda stóðu vonnaðir her- menn vörð við styttuna í allan dag. Talið er víst, að leppstjórn in hafi haft veður af áformum stúdentanna og sent herlið á vett vang. í dag var Búdapest skrýdd ungverskum fánuni svo og rauð- um borðum. Þjóðin er hnínin. Þúsundir manna hafa verið handteknir undanfarið, sakaðir um „fazisma" og „gagnbyltingar- starfsemi" og hefir það staðið í sambandi við geigvænlega hræðslu leppstjórnarinnar um nýja upp- leisn ungversku þjóðarinnar gegn erlendu og innlendu kúgurunum. Stjórnin aflýsti öllum hátíðahöld um og fyrirskipaði þjóðinni að Segja má með sanni, að aMgu heimsins liafi heinzt að hinni hnipnu, ungversku þjóð, sem nú er í helgreipum liinna kommún- istísku kúgara. Blöð um heim all an hafa rætt örlög Ungverja og sumir þjóðhöfðingjar hins frjálsa heims hafa lýst yfir samúð með ungversku þjóðinni í barátttt hennar fyrir frelsi og mannrétt- indum. Danskur prófessor segir um handritamáiið: ,Væri það borið undir þjóðaratkvæði ana þyrfti ekki að spyrja um úrslit, Stórmerk grein eftir dr. med. Einar Thomsen, einn kunnasta læknaprófes- sor Dana, birtist í Politiken í gær Frá fréttaritara Tímans í Kaupmannahöfn í gær. BlaðiS Politiken birtir í dag grein eftir dr. med Einar Thomsen, prófessor. um handritamálið, og kemur þar fram ! athyglisvert sjónarmið. Bendir hann m. a. á það, að færi fram þjóðaratkvæði í Danmörku um afhendingu handrit- anna, mundi það án efa verða samþykkt. Prófessor Thomsen minnir á, að | handritin séu öll vituð á íslandi j og af íslendingum. Þau geymi and | leg verðmæti, sem séu alveg ein- ! stæð í sinni röð. Á þessari harð- ! býlu eyju hafi neyðin ekki aðeins kennt naktri konu að spinna, held- ur einnig kennt mönnum að skrifa og skapað mikil skáld og þjóðinni að hlýða og lesa. Þetta framlag iil heimsmenningarinnar sé heims- frægt og óbrotgjarnt. Handritin eru með réttu helgi- dómur íslands, segir hann. Að vísu hefir Danmörk að líkindum laga- legan rétt til þess að haida þeim, og það má vafalaust telja eðlilegt, að þau hafi verið varðveitt í Dan- mörku til þessa, eða á meðan fs- lendingar gátu ekki varðveitt þau með íullu öryggi. ! En nú er þessu ekki lengur til ! að dreifa, segir prófessorinn. Hin hámenntaða íslenzka þjóð er nú fullfær um að varðveita sjálf dýr- gripi sína. Ennfremur segir dr. Tliomsen, að hér sé ekki um að ræða venju- lega safnmuni, þar sem handritin eru, saman komna frá ýmsum stöðum heims, heldur arfleifð and- legrar hámenningar, sem á sinni tíð var varðveitt í höfuðborg hiaa sameiginlega ríkis, sem nú er ekki lengur samfélag þessara tveggja þjóða. Göfuglyndi og söguhefð. Þá segir prófessorinn að lokum, að því verði ekki mótmælt, að göfuglyndi sé annað en söguleg hefð og lagaréttur, og það sé eðli- legt, að Dönum hafi sárnað, þegar íslendingar slitu tengslin við þá ímeðan þeir voru enn hlekkjaðir | sjálfir undir hæl erlends valds, ea það sé ekki göfuglyndi að sitja sem fastast um alla framtíð á þjóð- ardýrgripum íslendinga. Söguhefð og lagaréttur snertir í þessu máli aðeins fáa sérfræð- inga, göfuglyndið alla þjóðina. og Thomsen prófessor lýkur grein sinni með þeirri fullyrð- ingu, að væri málið lagt undir þjóðaratkvæði í Daninörku, þyrfti ekki að úrslitum að spyrja. — Aðils, Tíminn vill geta þess í sambandi við þessa frétt, að dr. med. Ein- ar Thomsen, er prófessor við Hafn ax-háskóla og meðal kunnustu og virtustu lækna Dana. Hér er þvx um að ræða rödd, sem leggur ís- lendingum liðsinni, sem munar, j

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.