Tíminn - 16.03.1957, Qupperneq 7

Tíminn - 16.03.1957, Qupperneq 7
TÍMINN, Iaugardagiun 1G. marz 1957. 7 Staldrað við í verbúð hjá Norð lendingum á Suðurnesjum Stálkurnar, sem komu me$ sjómönnunum í veri(5 áttu erfi<5a daga í gömlu verbmíunum, en nú hefir aíibúÖ víða stórlega batnaÖ, jjótt margt megi enra færa til betri vegar Loksins er komið þíðviðri og hlákublámi á Reykjanes- fjöliin, í kringum verbúðirn- ar við höfnina í Keflavík sem annars staðar eru ennþá sandgráir skaflar, en fáeinar loðnur glitra eins og silfur- skraut utan við dyrnar á beit- ingaskúrunum. Blöðin segja oft frá kjörum sjó- mannanna, sem árlega taka sig upp af fjarlægu landshorni til að stunda vetrarróðra af Suðurnesj- um, en mig hefur lengi langað til að hitta að máli þær stúlkur, sem flytjast með þeim til að mat- reiða fyrir þá, oft við óhæg skil- yrði. Nú ætlaði ég að slá tvær flugur I einu höggi, afla efnis í blaðagrein og vita hvort ég hitti ekki einhverja gamla kunningja í hópi þeirra Dalvíkinga, sem gera út báta sína frá Kefiavík á þess- ari vertíð. í verbúð hjá Norðlendingum Verbúðir sem annað hafa víðast hvar skipt stórlega um svip þessa síðustu áratugi. Nú eru það ekki lágreistir torfkofar, sem að er komið, heldur háreist, steinsteypt hús. Niðri blasir við geysistór söltunarsalur, en á efri hæðinni má sjá snyrtileg hvít gluggatjöld fyrir einum glugganum og þangað mun vænlegra að leita til að finna kvenfólkið. Stráx og upp á stigabrúnina kemur, mæti ég gömlum kunn- ingja og svo hverjum af öðrum, þangað til mér er vísað í eldhúsið. Að vísu eru þar ókunnug andlit, en viðtökurnar svo elskulegar, að ekki verður á betra kosið. Þrátt fyrir það, að mig ber að rétt um kvöldmatarleytið, heilsar ráðskon an, Svanfríður Björnsdóttir, bros- andi, og tyllir sér hjá mér við eldhúsbekkinn. Þetta er fríð kona, glaðleg og rómþýð. Henni til að- Stoðar er röskleg, ung stúlka, Guð laug Þorbergsdóttir. Eldhúsið er all rúmgott, með rafmagnseldavél og stálvask, heitt vatn fæst frá rafmagnshitun, en rafmagnsgeislahitun er í húsinu. Við hliðina á eldhúsinu er stór borðstofa, máluð skærum litum. Þar eru tvö langborð og bekkir við, og milli eldhúss og borðstofu er op, svo að stúlkurnar geta spar að sér sporin, en fátt er þar um hirzlur. Inn af eldhúsinu hafa þær lítið svefnherbergi, og þar, eins og í eldhúsinu, er allt skínandi hreint. og snyrtilegt. Langur gang ur skiptir loftinu að endilöngu og segir Svanfríður, að hann sé sér þyrnir í augum, því hann er illa málaður og gólfdúkalaus, og erfitt að þrífa hann vel. Til hliðar við hann eru íbúðarherbergi með ve^ •'föstum kojum, þar sem karl- mennirnir búa. Allsstaðar eru út- varpstsrki, jafnvel úti í aðgerðar skúrunurn heyrist hljómlistin. Nóg ciS gera — Hve marga hafið þið í fæði, Svanfríður? Bréf frá Brasilíu (Framhald af 6. sfðu) En hitinn er alltaf á daginn a. m. k. 30—40 stig á Celsius í skugg- anum. Og þykir íslendingnum þá óþarflega heitt, m. a. á baðströnd- unum. En nú er komið undir sólar- lag og ætla ég því að steinhætta þessu skrifi, en flýta mér út á bað- ströndina og láta öldur Atlants- hafsins leika um mig fram yfir 6Ólarlagið. I guðs friði. Ykkar einlægur. Vigfús Guðmundsson. — Við höfum 32 í fæði, og eru það aðallega sjómenn og land- menn af tveimur bátum. Svo bæt um við á okkur þremur færeyzk- um stúlkum og einni íslenzkri, sem vinna í íshúsinu og búa hérna í næsla bragga. — Er þetta ekki nokkuð mikið starf fyrir tvær stúlkur? — Nei, segir Svanfríður bros- andi. — Okkur finnst við alls ekki hafa mikið að gera, þrátt fyrir það, að við bökum allt brauð, jafnvel matbrauðið líka. Sjáðu, þetta eru hveitibrauðin okkar, við blöndum alltaf í þau heilhveiti, og þau þykja góð. Kemur nokkurn tíma fyrir, að þeir vilji til dæmis helzt fá kjöt í alla mata? — Þessi tvö ár, sem ég hef eldað íyrir þá, hafa þeir aldrei fundið að matnum við mig — hvað sem þeir kunna að segja á bakið ið við að búa kvöldmatinn á borð- ið, saltkjöt og kartöflur, slátur, á- legg, hafragraut og mjólk og Guð- laug er farin að taka til kaffi- brúsana, sem þarf að fylla fyrir nóttina. Allt í einu kveður við ógurlegur hvellur, einn brúsinn hefir sprungið og Guðlaug grípur hendi í hjartastað. Einu hughreyst ingarorðin, sem hún fær innan úr borðsalnum eru þau, að piltarnir hafi haldið, að hún væri að springa sjálf og ekki fær hún síð- ur orð í eyra, er henni sýnist það vera einn af Dalvíkurbátunum, er siglir í höfnina, en það reynist blessaðir. En venjulega höfum við j missýning. Allt er þetta þó í spaugi fisk í annað málið en kjöt í hitt, (talað- og svo er að heyra á viðræð- þó kemur fyrir, að við eldum kjöt um fólksins, að þarna sé léttur tvisvar á dag. Piltarnir hafa veríð að koma við og við inn í cldhúsið, og nú skýtur einn því inn í samræðurnar, að og þægilegur heimilisbragur. Aðbúðin , , , — Er nú aðbúð vermanna yfir- emu aófinnslurnar, sem heyrzt , ... A. . , , , _ * . leitt orðin ems goð og her hja hafa um fæðið se það, að sumir ,, . fitni of mikið af því. ( < VY g- Karlmennirnir verða fyrir svör- um og segja að svo sé ekki. Þeir hafa slæma reynslu af verbúðum sumsstaðar annarsstaðar , sem hafa að minnsta kosti til skamms tíma — En hvernig er hagað mat- málstímum hjá ykkur? Verða þeir ekki dálítið óreglulegir? — Ónei, þetta gengur nokk- uð eftir föstum reglum. Við höf um heitan mat tvisvar á dag, kl. 12 og 7. Bátarnir fara venju- lega út um sjöleytið, þá hita piltarnir upp kaffið handa sér sjálfir, en við göngum frá brauði handa þeim á kvöldin. Klukkan 9Vá er svo grautur og slátur, mjólk eða kaffi og brauð, eftir því sem hver vill, svo er hádegismaturinn, þá miðdagskaffið kl. 3V2, kvöld- matur kl. 7 og kvöldkaffi kl. 10. Stundum þurfa líka ein- hverjar að fá mat kl. 12, ef fiskaðgerðin stendur lengi, en aðgerðarmennirnir taka sér sjálfir matinn þegar svo ber undir, eða þegar þeir vinna á næturna. Nei, við höfum það ekki erfitt. Ég fer sjálf á fæt- ur kl. 7, ekki af því ég þurfi þess, heldur af því mér fellur það betur. Guðlaug fer ekki svo snemma á fætur ,en þess í stað gengur hun frá uppþvott inum eftir hádegið, en þá legg ég mig útaf dálitla stund. — Hvernig er með aðdrætti? — Við höfum síma og fáum allt sent heim ,sem við ekki kom urn með að norðan, en við erum vanar að útbúa saltkjöt, rúllu- pylsur og þessháttar áður en við förum að heiman. Hér fáum við allt nýmeti eftir hendinni. — En hvernig gengur að fá mjólk handa öllum þessum hóp? — Við fáum alltaf nóg af henni og notum hana þó mikið. Mjólk er alltaf borin með mat og menn drekka af henni eins og þeir vilja. Yfirleitt get ég sagt, að hér er ekki sparað við okkur í neinu. Viðhorf karlmannanna — Hvernig er með ræstingu og þjónustubrögð, hvíla þau líka á ykkur stúlkunum? -— Nei, við ræstum aðeins borð- salinn og eldhúsið, piltarnir hirða , sjálfir herbergin sín, og sjá sér | !.fllla bunar’ bv°rkl rafma8.n 'til eldunar, vatnsleiðslur ne fra- rennsli og fleira nefna þeir til. En stúlkurnar vilja heldur tala um nýju verbúðirnar við hliðina á þeim, sem þær segja vera búnar eins og beztu íbúðir, einkum sé það framför, að þar hafi hver mað- ur sinn fataskáp. Efalaust heldur þróunin allsstaðar í þá átt. — En er nokkurt baðherbergi hér í húsinu? — Nei, piltarnir hafa aðeins tvö snyrtiherbergi hérna frammi á ganginum, en það er stutt að fara í Sundhöllina. En má nú ekki bjóða þér kaffisopa, segir Svan- fríður. Auðvitað slæ ég ekki hend- inni á móti því og sit innan stund- ar við hlaðið borð og brauðið er svo Ijúffengt, að eini vandinn er að hætta að borða það. Þá mun ekki skorta afl! Nú er mál að þakka fyrir sig og kveðja. Þetta hefur verið slcemmtileg heimsókn — að sumu leyti eins og að skreppa heim á æskustöðvarnar, — að öðru leyti svipast um á lítt þekktum vett- vangi. Það þarf harðsækni og karl- mennsku til að stunda sjómennsku á vetrarvertíð og mörg landverkin munu vera kaldsöm og þreytandi. En það er áreiðanlegt, að piltun- um, sem þær Svanfríður og Guð- laug matreiða fyrir, þeim verður ekki aflafátt vegna vaneldis. Þakka ykkur kærlega fyrir við tökurnar. Stúlkurnar frá Dalvík i verbúðareldhúsinu í Keflavík. fyrir þjónustu. Annars ganga þeir dæmalaust vel um. Þeir stíga aldrei inn í herbergin, borðsalinn eða eldhúsið, nema á inniskóm, annað er bannað. — Og er ekkert erfitt að fá þá til að hlýða því banni? — Ég held nú síður, þeir vilja líka allir koma sér vel við okkur, — matarástin, eins og þú skilur, segir Svanfríður brosandi. Meðan við höfum ræðst við, hefir rólega og fumlaust verið lok- Sigríður Thorlacíus. Athugasemd vegna fregnar um stjórn á Kefiavíkurflugvelli Flugmálastjórinn, Agnar Kofoed-Hansen, hefir sent biaðinu eftirfarandi athugasemd: Á víðavangi ,Vitnin" í Morgunblaðinu Þeir halda áfram að vitna í Morgunblaðinu Ingólfur á Hellu, Bjarni Benediktsson og aðrir slík ir, um verðhækkanir á vörum, erfiðleika framleiðslunnar og önnur fjárhagsmál líðandi stund- ar. Og „vitnin“ eru ákaflega hneyksluð. Það er engu líkara en þessir atburðir allir komi þeim ekkert við, en séu hins vegar all- ir á reikningi núverandi stjórn- ar. Þeir halda víst að fólkið i landinu sé búið að gleyma því, að þeir voru í ríkisstjórn fyrir nokkrum mánuðum. Og það eru ekki nema rösklega 3 ár síðan þeim tókst að innleiða „frelsis- stefnuna í fjárfestingarmálunum og setja allt á annan endann. Lesendur langminnugri en ætlað er En lesendur Mbl. eru lang- minnugri en þeir ætla. Og varla getur hjá því farið að þeir spyrji — Hvað ætluðu foringjar Sjálf- stæðisflokksins að gera í vanda- málum framleiðslunnar um sl. áramót? Um það er ekki orð að lesa í Mbl. Þar ganga skammirn- ar á ríkisstjórninni, en úrræði í- haldsins eru vandlaga falin. Það er siðferðileg skylda Morgun- blaðsmanna að skýra þjóðinni frá því, hverja leið Sjálfstæðis- flokkurinn vildi fara. Menn hafa heyrt, að flokkurinn telur milli- færzluleið ríkisstjórnarinnar ó- hæfa, en hvað átti að koma í stað inn? Hefði Sjálfstæðisflokkurinn t. d. talið hentara að fella gengið í andstöðu við vinnustéttirnar í landinu? Eða hefði átt að horfa á það aðgerðarlaust að hjól fram lciðslunnar hætti að snúast um áramótin síðustu? Blásið að glæðum ófriðar Svo er ekki nóg með það að flokksforustan svíkist gersam- lega um að segja þjóðinni, hvern ig hún vildi leysa vandamál fram leiðslunnar, heldur vinnur hún sleitulaust að því að auka erfið- leikana og torvelda að það sem gert er komi þjóðinni að gagni. Þegar kaupgjalds- og verðstöðv- unin var ákvcðin á sl. liausti, barðist floksforustan gegn þeim ráðstöfunum, rægði þær og af- flutti af fremsta megni. Þar var unnið gegn þjóðarhagsmunum, og gegn öllum fyrri kenningum Sjálfstæðismanna í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Síðan hafa blöð Sjálfstæðisflokksins reynt að mikla verðhækkanir fyrir sjón um manna, jafnframt því sem þau liafa ýtt undir kaupgjalds- kröfur og reynt að spilla vinnu- friði. Ábyrgðarlcysið keyrir svo úr liófi, að Morgunblaðið, mál- gagn auðstéttar og braskara, not ar fyrirsagnir og upphrópanir úr tveggja til þriggja ára gömlum Þjóðvilja í hatursbaráttu íhalds- ins gegn ríkisstjórninni. Þannig hefir forustulið Sjálfstæðisflokks ins gersamlega brugðist vonum þeirra, seni ætluðu að þar væri að finna ábyrga stjórnmála- stefnu. Vegna fréttar frá Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna á íslandi um, að Islendingar hafi nú tekið við allri stjórn á Keflavíkurflug- velli, tel ég mér skylt að taka íram eftirfarandi: Með samningi frá maí 1951 tók íslenzka flugmálastjórnin í sínar hendur alla stjórn og ábyrgð á al mennu (civil)flugi á Keflavíkur- flugvelli þ.e., að starfsmenn flug- málastjórnarinnar önnuðust eftir þeim samningi alla þjónustu í sam bandi við viðkomu erlendra far- þegaflugvéla, er um Keflavíkur- flugvöll fara. í ;naí 1954 tók íslenzka flugmála stjórnin ennfremur að sér þjón- ustu við flutningavélar Banda- ríkjahers, er um Keflavíkurflug- völl fara, og með samningi, sem gerður var í júní 1955, tók is- i lenzka flugmálastjórnin í sínar — Eru karlmennirnir nokkuð i hendur alla flugumferðastjórn á kenjóttir við þig með matinn. | Keflavíkurflugvelli. Segja má því, að íslenzka flug málastjórnin hafi fyrir mörgum árum tekið við stjórn þeirra mála er snerta beint hið almenna flug- á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar er rétt að geta þess, að enn er í höndum Bandaríkjamanna rekst ur veitinga og gistihússins á flug vellinum, stjórn radar og annarra öryggistækja, slökkviliðið svo og viðhald vallarins og nýbyggingar, Fyrrnefnd frétt frá Upplýsinga þjónustu Bandaríkjanna byggist því einu að í umrætt skipti af- hentu Bandaríkjamenn lykla að nokkrum vistarverum í flugstöðvar byggingunni, er þeir höfðu notað áður en þeir fluttu í hina nýju flugstjórnarbyggingu hersins. Reykjavík, 14. marz 1957. Flugmálastjórinn: Agnar Kofed-Hansen. Viðhorf óbreyttra flokksmanna Þegar óbreyttir kjósendur Sjálf- stæðisflokksins íhuga þessi at- riði, liggur fyrir þeim að svara í fullri hreinskilni, livort þeir viljí í raun og veru taka þátt í þeirri iðju foringjanna að torvelda á allan liátt störf ríkisstjómarinn- ar og viðreisn atvinnuveganna, eða hvort þcir vilja ekki styðja það, sem vel er gert og til heilia horfir, og hvetja og stuðla að hagkvæmari úrlausnum. Kann- ske líka ýmsir óbreyttir liðs- menn hafi ákveðnar skoðanir á því, hvernig bezt sé að leysa vandamál framleiðslunnar, þótt Mbl. virðist ekki hafa neina skoðun á því? Flokksmennirnir verða að gera það upp við sig, hvort þeir vilja líta á þjóðarhag fremur en hag og metnað foringj anna, hag jafningja sinna, eða hag gæðinga og burgeisa í Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.