Tíminn - 16.03.1957, Side 12

Tíminn - 16.03.1957, Side 12
Hiti kl. 18: ▼•BurútlH Austan kaldi, skýjað en úrkoma laust að mestu. Reykjavík 1 st., Akureyri -4-3 st. London 10 st.. París 15 st., Berlí* 10 st., Kaupmannahöfn 2 st. og Lagardagur 16. marz 1957. Mynd þesöl túlkar augljós sannindi: Dýrtíðarvagninn þýtur áfram með ofsahraða. Sjálfstæðisflokkurinn fæst ekki til að yfirgefa vagnínn, og heimtar án afláts meiri og æðisgengnari akstur: Fiytur hækkunartillögur, er nema tugum milljóna, við afgreiðslu fjárlaganna, en enga einustu lækkunartillögu. Bannsyngur verðlagseftir- lit og ráðstafanir til lækkunar verzlunarálagningar o.s.frv. — Formaður Sjálfstæðisflokksins er á myndinni tákn flokksins, enda höfuðsmaður hans. „Teygir hann sig af meginþrótt" til að auka skriðinn. Allir þekkja á- sjónu framhjólsins. — Leiðin liggur ekki aðeins útaf veginum, heldur útaf landinu. — Hið vinnandi fólk yfir- gaf vagninn á síðustu stundu. Bóndinn, sjómaðurinn og verkamaðurinn standa traustum fótum á landi sínu og taka höndum saman. Það er að þakka samstarfi flokkanna í núverandi ríkisstjórn. „Teygir liann sig af meginþrótt14 85 ára maður og þriggía ár? bam gengu 4 km. á skíðum sama daginn Fra frettaritara Tímans í Mývatnssveit í gær. Síðustu tvo dagana hefir verið gott veður og heiðskírt og klökknar á steinum. Annars er snjór mikill og snjóaði hvern dag frá 1. til 13. þ. m. — Menn sækja 4 km lands- gönguna á skíðum fast þessa dagana, og er þátttaka í sveit- inni orðin_mikil. í gær lauk t. d. 85 ára gamall maður, Friðjón Jónsson í Baldurs- heimi, göngunni og tók ekki nærri sér. Sama daginn gekk einnig þriggja ára gömul telpa vegalengd ina. Var það Guðrún Jónsdóttir á Arnarvatni, dóttir hins kunna skíðakappa og landsmeistara í skíðagöngu, Jóns Kristjánssonar. Snjóbíll í förum. Snjór er allmikill í sveitinni, jafnfallinn og laus, því að jörð var hjarniaus, er snjóana gerði í janú- ar og síðan hefir ekki hlámð. Veg- ir eru tepptir um allt héraðið og einu samgöngurnar á snjóbílum. Er nú aðeins fluttur rjómi til mjólkurbúsins í Húsavík, og sækir snjóbíll hann til skiptis í sveit- irnar. Á morgun er hann væntan- legur í Mývatnssveit. Flytur hann póst um leið. — PJ. Er réttmætt að leggja sveitarhluta undir vatn vegna vatnsvirkjana? > „Búnaðarþing ályktar að skora á Alþingi og ríkisstjórn að gera ráðstafanir til þess að einstakir sveitarhlutar eða heilar sveitir landsins verði ekki stórskemmdar eða eyði- lagðar vegna vatnsvirkjana og rafmagnsorkuvera, á meðan flest stórfljót okkar renna óbeizluð til sjávar.1 | Tillaga þessi var tit fyrri um- jræðu á búnaðarþingi í gær, og j urðu um hana nokkrar umræður. í greinargerð fyrir henni segir: „I sambandi við virkjanir fall- vatna hér á landi, hafa komið í ljós nú í seinni tíð nokkur vand- kvæði. Reynslan hefir sýnt, að ýms orkuver hafa ekki getað veitt nægilegt rafmagn til þess að sinna þeim kröfum, sem gerðar hafa ver- ið um aukningu. Fyrir því hafa verið framkvæmdar ýmsar ráðstaf anir til orkuaukningar, eins og t. d. vatnsjöfnun, sem fengin er með því að hækka yfirborð vatna eða 1 áa, svo mikið, að kostað hefir eyðingu nytsamra jarða eða sveit- arhluta. Mývatns, til öryggis Laxárvirkjun. Við það mundi, að miklu leyti eyði leggjast ein byggilegasta, sérkenni- legasta og fegursta fjallabyggð þessa lands. Nú heyrist um það rætt, að nokkrar vildisjarðir Skorradals bíði máske svipaðra ör- laga. Slík mistök má aldrei henda. Það væri alltof stór fórn á altari hinna vinsælu og ágætu rafmagns- íramkvæmda. Ályktun þessi er fram borin, til þess að gera tilraun til að koma í veg fyrir óhappaverk, sem yrðu til harms komandi kynslóða og flestra þeirra er nú lifa og ekki. hafa enn slitið tengslin við gró- andi jörð.“ Léku sér að veski stúlkunnar og hirtu úr því tvö þúsund krðnur Náðust stundarfjórðungi síðarog höfðu þá ekki eytt neinu Nýlega gerðist það hér í bæn um, að tvö þúsund krónum var stolið úr veski stúlku, þar sem húu var stödd á veitingastað. Stuldur þessi var þó með þeim haRti, að stúlkan fékk peninga sína aftur eftir stundarfjórðung og hafði engu verið eytt af þeim. Verður það að teljast heppni að ekki fór ver í þetta skipti. Hins vegar er ástæða til að brýna fyrir fólki að láta ekki fjármuni liggja á glámbekk. ekki sléttar. Lögreglan kom á staðinn og tók stúlkuna með, svo liún gæti þekkt strákana ef þeir sæjust á næstu grösum. Ekki hafði verið ekið lengi niður Laugaveginn, þegar sást til þeirra inni í sæigætissölu. Voru þeir gripnir þar áður en þeir gátu eytt nokkru af peningunum, enda var ekki nema stundar- j fjórðungur liðinn síðan þeir I frömdu þjófnaðinn. Fyrir þessum aðgerðum standa sveitirnar berskjaldaðar, ef fast er sótt ó af þeim, sem nú hafa völdin í þessum .efnum, en það virðast vera þeir scrfræðingar, sem vinna í bjónustu rafveitanna. Hér er alveg vafalaust, að sér- fræðingar í rafmagnsmálum vilja beita orku sinni til þess að raf- magnsframkvæmdir ríkisins verði sem öruggastar. Að því vilja líka allir styðja. Hitt er svo annað mál, að hægt er að fórna of miklu, þótt málefni séu góð. Enn erum við ekki komnir nema lítinn spöl af langri leið í virkj- unarmálum. Enn má gera ráð fyrir, að ætlazt ýerði til mikilla fórna. Undanfarin ár hefir mjög verið rætt um, að hækka þyrfti yfirborð ísraelsmenn leiia enn sætta eftir venjulegum stjórnmálaleiðum UtanríkisrátSherra ísraels flýgur vestur um haf til aí rætia vií Baudaríkjastjórn og Hammar- skjöld — sem senniiega mun fresta fyrirfougaðri för sirnii til Kairó . Jerúsalem—NTB, 15. marz: Tilkynnt var í Jerúsalem í dag, að frú Golda Meir, utanríkisráðherra ísraels myndi í kvöld halda flugleiðis vestur um haf. Ráðherrann mun taka þátt í umræðum allsherjarþingsins um hið alvarlega ástand, sem skapazt hefir á Gaza-svæðinu eftir að Nasser hefir lýst yfir stjórn Egypta á svæðinu og sent egypzkan landstjóra til Gaza. Léku sér að töskunni. Stuldurinn átti sér stað ofar- lega á Laugavegi að kvöldi til. Sat stúlkan hjá vinkonu sinni í litlu veitingahúsi að drekka kaffi, þegar tveir strákpattar komu inn og voru eitthvað að ólátast. Þrifu þeir m.a. tösku stúlkunnar eða veski, og höm- uðust mcð það, en hún lét það afskiptalaust. Áður en þeir fóru út, lögðu þeir veskið frá sér. Stúlkan gáði í veskið sköminu síðar ,en bá var mánaðarkaup hennar, um tvö þúsund krónur, liorfið úr veskinu. Lögreglan kemur til skjalanna. Stúlkan þóttist vita að engum væri til að dreifa nema strák- unum .Hringdi húu hið snarasta , í lögregluna og sagði sínar farir Utanríkisráðuneyti ísraels gaf í dag út yfirlýsingu um komu hins egypzka landstjóra óg hershöfð- ingja til Gaza. Segir í yfirlýsing- unni, að koma hans til Gaza sýni það betur en fyrr, að Egyptar hygg ist ekki láta af fyrri árásum og ofbeldi, það sé nú ætlun þeirra að gera Gaza-svæðið að miðstöð skipulagðra hernaðaraðgerða gegn ísrael. Forsætisráðherra ísraels, Ben Gurion, hefir sagt, að ísraels- stjórn reyni enn um stundarsakir að leysa málið með venjulegum stjórnmálalegum leiðum. Reynt að fullvissa Banda- ríkjastjórn Fréttamenn í Jerúsalem telja, að Golda Meir muni enn reyna að fullvissa Bandaríkjastjórn og S.Þ. um hina alvarlegu aðstöðu ísraels- manna, ef Egyptar leggi Gaza- svæðið undir sig, áður en Hamm- arskjöld ræðir við Nasser í Kairó. Hammarskjöld hefir enn rætt við ! Abba Eban, aðalfulltrúa ísraels hjá S. Þ. Fréttamenn í New York telja ekki ósennilegt, að Hammarskjöld muni fresta ferð sinni til Kairó um sinn, en upphaflega var í ráði, að hann færi flugleiðis til Kairó þegar á morgun. Hinn nýi lundstjóri Egypta á (Fratnhald á 2. síðu. Baldur Baldvinsson hafði fram- sögu fyrir tillögunni en síðan urðu um hana nokkrar umræður. Töldu sumir, að varhugavert væri að sam þykkja svo ákveðna ályktun um þessi efni, en aðrir að hér væri um að ræða nauðsynleg varnaðar- orð frá búnaðarþingi. Tillagan var samþykkt til annarrar umræðu. 200 þús. brezkir skipa smiðir leggja niður vinnn 1 LONDON, 15. marz. — Ekki voru horfur á því í dag, að takast mætti að komast hjá verkfalli því er boðað hafði verið í brezkum skipa smíðastöðvum og hefjast átti á morgun. Samningafundir voru haldnir í dag með deiluaðilum, en árangur varð enginn að sögn brezka útvarpsins. Það eru því allar líkur til þess, að 200.000 brezkir skipasmiðir leggi niður vinnu á morgun, ef samningar takast ekki. Sandi-Arabía vill r meina Israelsmönn- um siglingar j i um Akaba KAÍRÓ—NTB, 15. marz: Kaíró- útvarpið skýrði frá því í kvöld, að stjórn Saudi-Arabíu hefði til- kynnt, að hún myndi ekki leyfa ísraelsmönnuni að sigla um Ak- aba-flóa. Stjórn Saudi-Arabíu mun hafa tilkynnt Bandaríkja- stjórn um þessa ákvörðun, ^

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.