Tíminn - 23.03.1957, Side 4
T í MI X N, laugardaginn 23. marz 1957.
James Stewart leikur Charles Lindbergh
Ágæt kvikmynd fyrir drengi hefir nýlega verií)
frumsýnd í New York og hefir vakið mikla at-
hygli, segir Gunnar Leistikow í þessari grein, sem
' hann hefir sent Tímanum
•%
.i ■■ New Yort v marz.
' Það er engu líkara en Hollywood sé að ganga í barndóm
álveg bókstaflega. En eftir að kvikmyndaframleiðendur hafa
uppgötvað, að það er auðveldara að tæla börn og unglinga!
en rólynt fullorðið fólk burt úr dagstofunni, frá sjónvarps-|
tækinu, hafa þeir farið að beina athygli sinni að viðhorfij
yngstu kvnslóðarinnar. En þar með er engan veginn sagt,!
að kvikmyndir, sem þannig verða til, geti ekki verið góðar. |
Þair geta einmitt verið afbragðsgóðar.
Ein af þessum kvikmyndum,
t.Ú „Urnhverfis jörðina á 80 dög-
um“, »301 Michael Todd lét gera,
og hlaut að launum m.a. viður-
kningu fyrir myndina sem beztu
kvihmynd ársinsl956.
ÖnnuL' mynd hefur nú alveg ný-
lega vsrið frumsýnd í New York.
Það er myndin „The Spirit of
St. Louis“. En þetta er nafnið á
hinni frægu, veikbyggðu og ófull-
komnu flugvél, sem Charles Lind-
bergh flaug á til heimsfrægðar
árið 1927, er hann fór fyrstur
manna loftleiðina yfir Atlantshaf,
frá Nev/ York til Parísar. Kvik-
myndin sýnir, hvernig þetta frá-
bæra afrek var unnið, þrátt fyrir
alvcg ótrúlegar hættur og örðug-
leika.
Jasr.es Stewart
Það er kvikmyndaleikarinn
James Stewart, sem leikur Lind-
bergh í myndinni, og það er eng-
in tilvilj un, að það er hinn vinsæl
asti allra kvikmyndaleikara í
Hollyvood, sem fær þetta hlut-
verk. Stewart er ekki ólík mann-
gerð og Lindbergh. Hann er sagð-
ur dvaumlyndur og dálítið utan
við sig, en þó þannig gerður, að
ef hann bítur sig í einhverja hug-
mynd, þá sleppir hann ekki, hvað
seih á dynur og hversu miklir
erfiðleikar sem eru á framkvæmd
hennar. Og þar að auki er Stewast
Bjálfur, eins og Lindbergh var,
framúrskarandi flugmaður. Hann
hlaut hvert heiðursmerkið af
öðru fyt’ir afrek sín í flugferðum
til Þýzkalands á stríðsárunum, og
er styrjöldinni lauk, var hann hátt-
eettur foringi í ameríska flughern
um. Og fyrir stuttu var hann hækk
aður í tign og gerður „brigadier
general" í varasveitum flughers-
ins, og þar með hefur hann náð
sama fraina í flughernum og mað-
urinn, sem hann leikur, Lindbergh
Bjálfur.
Stewart hefur alla tíð síðan
hann var drengur verið mikill
aðdáandi Lindberghs að því kvik
m'yndafélagið Warnes Brothcrs,
sem myndina gerir, skýrir frá. Og
alla tíð síðan Stewart varð kvik-
myndastjarna hefur það verið
ósk-adraumur hans að fá að leika
flughetjuna.
Ekkert til sparað
Elckert var til sparað til þess
að „The Spirit of St. Louis“ væri
eins lík raunveruleikanum og
unnt er. Piugvél, sem er nákvæm
lega eins að öllu leyti og hin fræga
véi Lindberghs var smíðuð, eftir
upphaflegum teikningum, sem
eru geymdar í safni í Washington.
Kaunar voru smíðaðar þrjár slík-
ar vélar, til þess að unnt væri
að kvilamynda samtímis á Long
Island, í Nova Scotia og New-
fotidland og í Evrópu, þ.e. Irlandi
©g Frakklandi.
Kvikinyndaritið er gert eftir
bók þeirri, sem Lindbergh ritaði
sjálfur um ferðina. Og Stewart
lét sýna sér ekki færri en 150
þúsund metra af gömlum frétta-
kýikLÚyndum af Atlantshafsflug-
inu áður en hann byrjaði að leika
hhLí.verkið. Og meðan á mynda-
tökunni stóð, hefur hann hlotið
aðstoð og leiðbeiningar frá Lind-
beigh sjálfum, sem á sinni ungu
Éáð hafnaði tilboði að gerast kvik-
ænyndaleikari, og var sá samning-
u*', sem í boði var 5 milljón dollara
Sfii’ði.
Sagan um fluguna
Leland Hayward, kvikmynda-
stjórinn, gekk svo langt í tilraun
um sínum til að gera myndina eins
raunverulega og framast var kost
ur, að hann kemur með ,,Jasper“
í myndinni, en hann var eini ferða
félagi Lindberghs yfir hafið. Hann
var ekki kettlingur, eins og stund-
um er haldið fram, heldur venju-
leg fluga, sem hafði villst inn í
stýrisklefa vélarinnar, og lét ekki
hrekja sig á brott áður en lagt var
upp. Það var ekki létt verk að
fá Jasper til að leika kúnstir sínar
fyrir kvikmyndatökumennina, en
hann þurfti að setjast á mælitæk-
in og á nefið á Jimmy Stewart á
réttu augnabliki, en þessa þraut
leysti leikstjórinn Billy Wiiders.
Flugur láta illa að stjórn og eru
víst ógáfulegri kvikmyndaleikar-
ar en hákarlar og risaskjaldbök-
ur.
Alls voru 4200 kanadídatar í
hlutverkið áður en hin rétta fluga
fékkst, hún varð þó ekki hæf fyrr
en búið var að kenna henni ýmsa
siði. Fyrst var hún slegin út með
því að dýfa henni á kaf í ískalt
vatn, en síðan lífguð við til hálfs
með lieitri vindlingaösku.
lames Stewart
— sem Lindberg flugkappl.
Gamli tíminn kallaður fram
En auk þessa voru margir aðrir
tæknilegir örðugleikar á vegi
myndarinnar. Það varð að búa
til 4—5 gamaldags flugvelii því
að nýtízkuleg flughöfn er allt ann
að fyrirtæki en flugvöllur frá
1927. Þá voru t. d. ekki steyptar
brautir, engar stjórnarbyggingar
og flugvélageymslur, aðeins óvand
aðir bárujárnsskúrar. Þá varð að
endurbyggja á Le Bourget-flug-
velli nokkur gömul hús, og raða
þar upp gömlum flugvélagerðum
til þess að áhorfendur gætu séð
7000 franska „statista“ brjóta sér
leið í gegnum lögregluvörðinn til
að fagna Lindbergh, er hann sté
á land. Til þess að þetta reyndist
unnt þurfti ótal leyfi og undan
þágur frá allskonar embættis-
mönnum og stjórnarskrifstofum.
T. d. þurfti að fá undanþágu frá
þeirri reglu, að ekki megi fljúga
yfir París í minni hæð en 2000
m. því að „The Spirit of St. Louis“
komst ekki hærra en í 100 metra.
Fyrir stráka 8—80 ára
Útkoman af öllu saman er af-
bragðs drengjamynd, fyrir hrausta
GUNNAR LEISTIKOW
— hinn kunni blaðamaður og
rithöfundur — sendir Tím-
anum þessa grein frá New
York. Mörg biöð á NorSur-
löndum birta að staðaldri
greinar hans og Tíminn mun
hér eftir birta nokkurt efni
frá honum og hefir náð sam-
komulagi við hann um birf-
ingarrétt á íslandi með einka-
leyfi.
stráka á aldrinum 8 til 80 ára. í
myndinni er ekkert sem minnir á
„sex appeal“ en hún er samt mjög
spennandi frá upphafi til enda.
Áhorfendur grípa um sætin og
bíða spenntir, hvort Lindbergh
komist upp yfir álmtrén við enda
flugbrautarinnar, sem rigning
hafði breytt í moldarflag, og þeir
taka þátt í örvæntingu hans er
það er Ijóst, að honum er um
megn að skilja eitt einasta af hin
um flóknu ljósmerkjum á Le
Bourget flugvelli í París, sem gera
lendinguna aðeins erfiðari í stað
þess að auðvelda hana.
Myndin sýnir vel, hvert hættu
spil þessi ferð var. Það var sann-
arlega andi víkingsins, sem greip
unga manninn vestur á sléttum
við St. Louis, sem vélin er heitin
eftir. Áhorfendur sjá Lind'oergh
hefja sig til flugs þegar veðurspá
er um regn, en gefur von um upp-
styttu við Newfoundland. Þeir sjá
hann fljúga út úr þokunni yfir
Newfoundland, fáa metra fyrir
ofan fjallstinda, «þeir sjá ísinguna
þyngja vólina og þrýsta henni nið
ur, unz heitara loft bræðir ísinn
á síðasta augnabliki, rétt fyrir of-
an hafið. Þeir sjá, hvernig allt
samband við umheiminn er rofið
því að hann ákvað að fórna sendi-
tækinu fyrir nokkra viðbótarlitra
af benzíni. Og þeir sjá hann halda
sér vakandi í 33 klst. með alls-
konar hugarþrautum, eins og t.d.
hváð það létti vélina mikið, þegar
Jasper sveimar um í stýrisklef-
anum og kemur hvergi við, í stað
þess að sitja á einhverju mælitæk-
inu. Þeir sjá þjáðan mann, sem
ekki hafði sofið í sólarhring áður
en vélin hóf sig til flugs, berjast
við svefninn, sjá hvernig vélin
hrapar meðan hann blundar, og
bjargast á síðústu stundu.
Hefði eins getað lent
á íslandi
Áhoi’fendur skilja, að það er
kraftaverki líkast, að Lindbergh
skuli vera í tölu lifenda í dag.
Til þess að létta vélina og auka
benzínforðann hafði hann ekki
einu sinni einföldustu siglinga-
tæki með. Það gat því vel hent, að
hann hefði lent á fslandi eða í
Marokko í stað Le Bourget. Þetta
er e.t.v. merkilegasta víkingaferð
síðari tíma, og nú blasir hún við
milljónum manna í þessari fallegu
kvikmynd í litum frá Warner
Brothers.
Yndislegasta flugfrey|an
í framhaldi af þessu má segja
frá því, til skemmtunar, að í maí
n.k., á 30 ára afmæli þessarar flug
(Framhald á 8. síðu).
Ðauða drottniogm eSa Listin i
aS deyða komir
SKÖMMU FYRIR árslok árið 163'
var frumsýndur i París leikur efí
ir franvka rithöfundinn Corneillc
sem átti eftir að valda þáttaskii
um í sögu franskra leikbókmennta
Leikurinn hét Le Cid en efni han
hafði höfundurinn sótt í him
söguríka spænska sagnaheim, end
hafði efnið áður verið tekið t'
meðferðar af þarlendum höfund
um. Tæpum tveimur öldum síða
, eða árið 1830, skriíaði franski ril
höfundurinn Victor Hugo leikinr
Hernani og markaði þar með tíma
mót í sögu rómantískra harmleikja
í Frakklandi. Einnig þá var efni-
viðurinn sóttur suður yfir Pyren
eafjöll. Ekki er rúm til að rekj:
þetta nánar hér, en tilhneiginj
franskra rithöfunda til þess at
nota sér sögu og sagnir frá ná-
grannaþjóð þeirra, Spánvei’jum, er
ekki bundin við harmleikjaskáldin
ein. Frægasta gamanleikjaskáld
Frakka, Moliére, leitaði einnig
fanga á spænskri grund og ýms
söguskáld þeirra fyrr og síðar hafa
gert hið sama.
EITT SÍÐASTA dæmið um strand-
högg fransks rithöfundar suður yf-
ir landamærin er La Reine Morte
eða Dauða drottningin eftir Henry
de Montherlant, en í þeim leik er
þó ekki um spænskt efni að ræða,
heldur portúgalskt. Það er sagan
um Ines de Castro, sem heíir elcki
aðeins verið notuð af portúgalska
þjóðskáldinu Camoes, heldur einn-
ig af ótal harmleikjaskáldum gegn
um aldirnar. Henry de Monther-
lant er fæddur 1896 og er kominn
af katalónskri háaðalsætt og sagð-
ur ínjög hreykinn af ætterni sínu.
Tuttugu og fjögurra ára gaf hann
út fyrstu skáldsögu sína en enga
tilraun til leikritagerðar mun hann
hafa gert fyrr en forstjóri franska
Þjóðleikhússins, Comédie Fran-
Caise, fékk honum í hendur
spænskt leikrit, sem fjallaði um
örlög Ines de Castro og hvatti
Montherlant til að skrifa leikrit
um þetta efni. Segja má, að leikrit
Montherlants sé alvarlegasta til-
raun, sem franskur rithöfundur á
síðustu áratugum hefir gert til að
endurskapa hina klassísku frönsku
harmleiki. Leikurinn var frum-
sýndur í París 8. desember 1942 og
hefir síðan verið sýndur þar öðru
hvoru og munu sýningarkvöldin
nú þegar skipta mörgum hundruð-
um.
Henry de Montherlant
í UPPHAFI fyrsta þáttar sést
prinsessan frá Navarra, hin sautján
ára Dona Bianca, sem komin er
til konungshirðarinnar í Montmor-
o-velho í Portúgal í fylgd með
bróður sínum, til þess að giftast
ríkisarfanum Don Pedro. Feður
þeirra þykjast með þessum ráða-
hag sjá sér leik á borði til þess að
efla ríki sín, en hinn tuttugu og
sex ára ríkisarfi, Don Pedro, hefir
ekki verið hafður með í ráðum,
enda sýnir hann lítinn áhuga á að
kynnast hinni ungu og fögru prins
essu, sem stendur nú frammi fyr-
ir Ferrante konungi og kvartar
undan þeirri vansæmd, sem henni
sé sýnd þar. „Það er æsku minni
og hraustleik að þakka, að fálæti
sonar yðar hefir ekki dregið mig
til dauða“. Þegar Ferrante konur.g
ur hyggst tala um fyrir syni sía-
um og benda honum á, hverjar
séu skyldur hans við ríkið, kemur
í ljós, að Don Pedro er þegar
kvæntur á laun ©g kona hans er
Ines de Castro, glæsileg en óskil-
getin dóttir tigins aðalsmanns.
Konungurinn lætur varpa syni sín
urn í dýflissu, en Ines er áfrain
frjáls ferða sinna. Ferrante virðist
snortinn af yndisleik hinnar unga
konu, sem nú er þrándur í götu
allra fyrirætlana hans. En góð ráð
virðast dýr, því að hann treystir
ekki að páfinn fáist til að ógilda
hjónaband sonar síns, og þar með
virðist búinn með öllu draumur-
inn um aukið veldi ríkisins. Hið
eina, sem bjargað getur fyrirætl-
unum hans. er dauði hinnar ungu
ÍFramhald á 8, síðu).
Kolbjöm K iur’iei. (Fe--ra ite '-onungur) oy Gerti id Fridh Ine. >*e Caitro)
í aðalhlutverkum leiksins. j