Tíminn - 23.03.1957, Blaðsíða 8
8
Sextugur: Einar Björnsson
á Bessastöðum
Einar F. Björnsson, bóndi á
Bessastöðum við Hrútafjörð, er 60
ára í dag. Hann er fæddur í Foss-
koti í Miðfirði, en þar bjuggu þá
foreldrar hans, Björn Jónsson og
Kristín Bjarnadóttir. Þau fluttust
þaðan að Bessastöðum árið 1900
og bjuggu þar síðan, þar til Björn
lézt, í ársbyrjun 1931. Kristín dó
12 árum síðar, í marzmánuði 1943.
Þau eignuðust 14 börn, og komust
11 af þeim til fullorðinsára. Þrjú
af þeim eru á Bessastöðum, Bjarni,
Ingunn og Einar. Bjarni byrjaði
búskap 1930 en Einar 1938 og hafa
þeir bræður báðir búið þar síðan.
Einar Björnsson hefir unnið að
búskaparstörfum frá barnsaldri.
Hann er góður verkmaður og far-
sæll bóndi. Hefir hagnýtt sér vel
þó fræðslu, sem skóli reynslunn-
ar veitir, og er glöggskyggn á það,
sem til framfara horfir í fjölbreyti-
legu starfi bóndans. Þeir bræður,
Einar og Bjarni, hafa unnið kapp-
samlega, en þó jafnframt með
fullri forsjá að umbótum á jörð
sinni, bæði húsabótum og ræktun-
arframkvæmdum.
Kona Einars á Bessastöðum er
Helga, dóttir Þorsteins Björnsson-
ar frá Grímstungu og fyrri konu
hans, Þuríðar Þorvaldsdóttur frá
Melstað. Börn þeirra Einars og
Helgu eru sex, á aldrinum 4—15
ára.
Einar hefir átt heima á Bessa-
stöðum og dvalið þar stöðugt frá
þriggja ára aldri. Hann er vel
kvæntur, á gott heimili og nýtur
vinsælda hjá sveitungunum og öðr-
um kunningjum. Lífsgleði hans er
meiri en margra þeirra, sem leit-
að hafa auðs og yndis út um lönd
og álfur. Hann er í hópi þeirra
manna, sem hafa fundið hamingj-
una á heimaslóðum.
Sk. G.
Brosið dularfulla
Aldous Huxley er rithöfundur
hinna lærðu borgara enska heims-
ins. En leikritið Brosið dularfulla
er þannig úr garði gert, að það
ætti að ná útyfir þennan örugga
lesendahóp Huxleys. Mér finnst
þetta leikrit fremur spennandi, og
að ýmsu leyti athyglisvert, og vil
heldur hvetja fólk til þess að kynn-
ast list Huxleys í þessari grein.
En það sem vakti mesta athygli
mína á sýningu Þjóðleikhússins á
Brosinu dularfulla var sviðsetn-
ing Ævars Kvarans, og raunar öll
frammistaða leikendanna, að und-
anskyldum einum leikaranum, sem
mér fannst ekki falla nóg inn í
heildarmynd sviðsetningarinnar.
Ég hefi séð flest leikrit Þjóð-
leikhússins frá opnun þess, og mér
finnst sanngjarnt, að það, sem vel
er gert sé viðurkennt undantekn-
ingarlaust. Það ætti að örfa hina
jákvæðu þróun í leiklistarmálum
vorum. Það skiptir ekki máli hver
hefir gert góðan hlut, í slíku til-
felli skiptir hluturinn í sjálfu sér
mestu máli. Sviðsetning Ævars er
í raun og veru frábær. Ég gæti
hugsað mér, að hver einasta hreyf-
ing á sviðinu eigi sér ákveðin rök,
afleiðing eða orsök. Þessi sviðsetn-
ing Ævars er heldur engin kopía
eins og svo oft vill verða hér í
leikhúsunum hjá okkur. En hér er
um sjálfstæða listsköpun að ræða.
Það væri því ærin ástæða að
fara í Þjóðleikhúsið þó ekki væri
nema til þess eins, að sjá góða
sviðsetningu og góðan leik.
Tilgangur minn með þessari
grein er sá einn, að undirstrika
það, sem áður hefir verið sagt um
Ævar Kvaran hér í blaðinu, undir-
strika hina samvizkusömu og list-
rænu vinnu, sem Ævar hefir lagt
í Brosið dularfulla.
Einar Kristjánsson Freyr
Nafnleysinginn í Vísis-Bergmáli og
,MaSurinn á Akureyri'
Einhver rödd í Bergmáli Vísis,
sem ekki hefir þótt ráðlegt að nafn
greina sig, tekur til máls í nefndu
blaði í Rvík 6. febr. þ. á. og berst
töluvert á, rétt eins og hún hyggi
sér betur kunnugt en almenningi
um málefni það, er hún tekur til
umræðu.
Það, sem eggjað hefir Nafnleys-
ingja þenna út á ritvöllinn, er einn
■af „Orðadálkum“ mínum í blaðinu
Degi á Akureyri, er birzt hafa þar
við og við í vetur.
Bergmáls-röddin hefst með því
í blaðinu „að þakka Vísi fyrir
móðurmálsþætti þá, sem hann
flutt“, (þannig prentað), „en þar
hefir verið stefnt að því marki,
að menn vandi daglegt mál sitt,
og hafa þessir þættir verið við al-
mennings hæfi.“ Viðurkennir svo
Bergmáls-röddin, að „vissulega
þeri að leggja rækt við daglegt
mál í ræðu og riti, og eru slíkir
þættir þakkar verðir", segir „rödd-
in“.
Því næst beitir „röddin“ vand-
lætingarrómi og segir: „Mikilvægt
er það, að þeir, sem taka að sér
slíka þætti, skrifi af þekkingu um
það, sem þeir taka fyrir, og færi
rök fyrir gagnrýni sinni. Þykir
mér á því hafa orðið misbrestur
hjá manni á Akureyri, sem að
sögn dagblaðs hér*) ritar „orða-
*) Leturbreyting mín. K. V.
dálk“ í blaðið Dag á Akureyri, og
prentar upp kafla úr einum pistli
hans.“
Eins og áður greinir, hef ég
undirritaður skrifað þessa orða-
dálka í Dag. Er ég þv£ vitanlega
sjálfkjörinn málsvari þeirra, þeg-
ar að þeim er veitzt óvinsamlega.
Nafnleysingi er ekki svo stór-
huga að fordæma orðadálka mína
í Degi yfir höfuð, enda hefir hann
víst engan þeirra lesið eftir því
sem ráðið verður af orðum hans.
Hann snýst aðeins gegn einu at-
riði í einum þeirra; — ekki þann-
ig, að hann hafi athugað dálkinn
sjálfan, heldur umsögn „dagblaðs
hér“, eins og hann kveður sjálfur
að orði. En þetta dagblað ætla ég
að sé Tíminn, því að það blað
birti útdrátt nokkurn úr þessum
dálki mínum, og að sjálfsögðu
alveg án míns tilverknaðar.
Þetta eina atriði í orðadálki mín-
um, sem „röddin“ ætlar sér að
gera veður úr, er talshátturinn
„Hvergi hræddur hjörs í þrá“, og
bergmálar undir með Vísi um það,
að í þeim talshætti eigi að standa
lýsingarorðið smeykur en ekki
hræddur, eins og ég held fram.
Segist aldrei á allri sinni ævi hafa
heyrt eða lesið hræddur fyrir
smeykur í þessum talshætti og
spyr nú landa sína í þaula í nauð-
syn sinni, hvort þeir hafi ekki
heyrt og lesið eins og hann.
TÍMINN, laugardaginn 23. marz 1957.
Annað „mishermi" talsháttarins
viH „röddin“ og eigna mér: Hún
vill ætla háttvirtum lesendum sín-
um að eigna mér þá meðferð
nefnds talsháttar, að hafa í hon-
um forsetninguna á fyrir í. „Hjörs
á þrá“ tilfærir hann ranglega hvað
eftir annað eftir mér, — heldur
því beinlínis fram, að ég hafi tals-
háttinn þannig. Þetta þykir mér
vekja grun um miður æskilegt
sálarástand „raddarinnar". Sann-
leikur þessa máls er nefnilega sá,
að ef þetta á væri í orðtakinu hjá
mér, þá hlyti það vitanlega að vera
prentvilla. En þó að leitað sé með
loganda ljósi í þessum orðadálki
mínum í Degi, þá finnst sú prent-
villa þar hvergi. Ef hér er um ein-
hverja slíka prentvillu að ræða, þá
hefir hún áreiðanlega orðið til í
Reykjavík, en ekki á Akureyri, og
byggist þá ritdómur Nafnleysingja
um mig að verulegu leyti á reyk-
vískri prentvillu!
Þá segist „röddin“ „verða að á-
lykta, að maðurinn, Konráð Vil-
hjálmsson, telji það alveg full-
gilda sönnun að talshátturinn sé
réttur eins og hann kvaðst þekkja
hann, þar sem í Andrarímum
standi „hjörs á þrá“. Þetta er nokk
uð bogin ályktun. Fyrst og fremst
hef ég aldrei og livergi hugsað né
skrifað „hjörs á þrá“, eins og áð-
ur er að vikið, og í öðru lagi hef
ég hvergi staðhæft, að erindið, sem
ég tilfæri með talshættinum, sé úr
Andrarímum, heldur hef ég skrif-
að í orðadálkinum í Degi: „mig
minnir í Andrarímum“. En um
önnur rök úr orðadálkinum hlaut
Nafnleysingi að vera óvitandi, áð-
ur en hann sá og las dálkinn sjálf-
an frá minni hendi.
Ef „röddin“ nafnlausa hefur
vilja, þá sýnist hún vilja, að les-
endur sínir haldi, að ég hafi ekki
um annan garð að gresja í álykt-
unum mínum en Andrarímur. Ég
læt mér þá kenningu hans í léttu
rúmi liggja. Aðrir vita, bæði
nyrðra og syðra að ég hef litið
í fleiri bækur.
Nafnleysingi sýnist hafa sérstak
an áhuga á að sýna, að 'hann sé
handgenginn orðabókum. Hann
ræðst því í að skýra kenninguna
lijörsþrá með hjálp orðabókar
Blöndals, en kemur þó ekki í
verk að skýra nema siðara hluta
(stofn) kenningarinnar. Orðið
hjörs lætur hann óskýrt, og veit
ég aldrei, hvort hann skilur það
eða ekki. Enda skiptir það mig
ekki neinu máli, því að þessi við
leitni hans til orðaskýringar kem
ur því að engu leyti við, sem mað
urinn frá Akureyri hefur skrifað
í Orðadálk sinn. Hann hefur ekki
verið með neinar vangaveltur um
þessa kenningu, enda skilið hana
til nokkurrar hlítar allt frá ferm-
ingaraldri eða fyrr — og ekki
þurft til þess neina orðabók. Mun
svo einnig vera enn um marga
aðra íslendinga.
í endalokin æpir „röddin“ á mál
fræðinga og væntir sér auðsjáan-
lega brautargengis þeirra um
þenna uppdiktaða ágreining sinn
við „málspekinginn" á Akureyri,
er hann nefnir svo. Þykir „mál-
spekingnum“ á Akureyri allóvíst,
að sannir málfræðingar sinni mjög
þessu ópi hennar.
Loks skal vikið nokkrum orðum
að nafngiftinni „málspekingur".
„Maðurinn á Akureyri", sem marg
nefndur Nafnleysingi er svo áfjáð-
ur um að velja sér að skotspæni,
verður að álíta, að nafnbót þessi
sé viðhöfð af spéskap eða spotti.
En með því að Nafnleysingi virð-
ist ekkert þekkja til „mannsins á
Akureyri", hefði hann átt að halda
niðri í sér svo auðvirðilegri hugar-
hræringu. Þessi lítt skiljanlegi
skjólstæðingur Vísis segist ekki
kunnugur Andrarímum og er víst
engu síður ánægður með sjálfan
sig fyrir það. En hvað sem því
líður, þykir mér ekki vonlaust, að
hann viti eitthvað um Píningar-
sálma séra Hallgríms. Vil ég því
leyfa mér að benda honum á
visst erindi í þeirri bók, ef verða
mætti honum til siðbótar og sál-
arheilla. — Þetta erindi hljóðar
þannig:
„Ókenndum þér, þótt aumur sé,
aldrei til leggðu háð né spé;
þú veizt ei hvern þú hittir þar,
heldur en þessir Gyðingar.“
Þá á ég ekki annað eftir af á-
minningu þessari en að endurbirta
niðurlagsorð þessa Vísisskjólstæð-
TJARNARKAFFI Tjjjpr
^ 2)anó(eilíur
í kvöld kl. 9. — Hljómsveit Aage Lorange
imiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiin
— s
| Tónlistarfélagið
_ =
Rúmenski píanóleikarinn
| Mindru Katz I
| heldur síðustu tónleika sína n. k. mánudagskvöld kl. 7 1
| í Austurbæjarbíó. |
| Ný efnisskrá. I
| Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsson og í Austur- |
i bæjarbíói. 1
|iiuiiiiiiiiiiiiimiimmiimiimiiiiiimmmmimmiimiiimmimiiimnmmiiimmmiiiiiiiiiiiimmmmimBM
MENNINGAR- OG
FRIÐARSAMTÖK ÍSLENZKRA KVENNA
halda |
' BORGARAFUND |
í Stjörnubíói sunnudaginn 24. marz kl. 2,30 e.h.
53 =
Erindi flytja; =
Katrín Smári: Kvikmyndir og hasarblöð
Bragi Friðriksson: Tómstundaiðja ||
Þorvarður Örnólfsson: Æskan og áfengismálin
Svala Hannesdóttir leikkona Jes upp
I Stjórnin i
B S
uiiiiirim^minmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiml
Frjósemistilraunir
(Framhald af 7. síðu).
að afurðagetu, voru hafðar í út-
haga og á afrétti til samanburðar.
Ærnar, sem á túninu gengu, skil-
uðu 5,8 kg. meira af dilkakjöti að
meðaltali, en ærnar, sem gengu
í úthaga og á afrétti. Þessi afurða
munur'greiðir þó ekki aukakostn
aðinn við túnbeitina. Gera þarf
margar og fjölþættar tilraunir
með að beita lambám á tún, til
þess að fá óyggjandi svör, sagði
dr. Halldór að lokum.
Leikhúsmál
James Sfewart
(Framhald af 4. síðu).
ferðar, á að efna til samkeppni
um titilinn „bezta og yndislegasta
flugþerna heimsins". SAS hefur
þegar stillt upp frambjóðanda sín-
um til keppninnar, er það ungfrú
Carin Qvarnström frá Stokkhólmi.
Hún virðist hafa fjölbreytta hæfi
leika, því að eitt sinn var hún þul-
ur í útvarpinu í Genf, hefur unnið
fyrir sér við ritstörf í London,
talar 7 tungumál, og á mörg áhuga
mál, svo sem kappákstur, matar-
gerð, húsagerðar- og skreytingar-
list, ferðalög og þjóðarrétt.
Gunnar Leistikow
ings úr myrkrinu og Bergmálinu,
sem eru óneitanlega svohljóðandi:
— „Og hvað hefir Konráð guði,“
gera 'éitthvað „í þrá“, og þetta?“
Þessi orð eru að vísu óskiljan-
leg „manninum á Akureyri“, en
virðast þó lýsa nógsamlega rit-
hæfni þessa Vísis-höfundar sem og
annarra, er þar hafa verið að
verki.
Konráð Vilhjálmsson
(Framhald af 4. síðu).
konu, en Ferrante viðurkennir í
hjarta sínu, að hún sé saklaus og
eigi einskis að gjalda. Sonúr hans
er hinn seki. Ráðgjafar hans hvetja
til að ryðja Ines úr vegi og vitna
í Tacitus, hinn ítalska: „Aðeins
Comanus hlaut hegningu og allt
féll í Ijúfan Iöð“. Ferrante fyrir-
lítur hina hræsnisfullu ráðgjafa
sína og virðist um tíma á báðum
áttum hvað gera skuli. En prin-
sessan ræðir við Ines og segir
henni að búast við dauða sínum.
Ines æðrast ekki og trúir konung-
inum fyrir þvi, að hún gangi með
afkvæmi, sem sé af hans blóði og
holdi. En Ferrante konungur seg-
ir henni að hverfa heim til Mon-
dego og varar hana við stigamönn-
um, sem sitji fyrir ferðamönnum
á vegum úti. Ines segist hvergi ótt
ast. Hún hafi fjóra menn sér til
fylgdar. Strax og Ines er lögð af
stað, sendir konungurinn menn
sína á eftir henni til þess að ná
lífi hennar. I síðasta atriði leiksins
tilkynnir konungurinn dauða Ines
de Castro, en honum auðnast ekki
að Ijúka máli sínu áður en hann
fellur til jarðar. í sama mund og
hann gefur upp öndina, koma
sendimenn konungs með lík kon-
unnar inn í salinn. Hirðin krýpur
við börur hennar, en andvana
líkami konungsins liggur einn og
yfirgefinn í öðrum enda salarins.
Þannig lýkur þessum harmleik um
ástina og refskák ríkjanna.
UM MONTHERLANT er sagt, að
hann sé einn mesti stílsnillingur,
sem nú riti á franska tungu. Land-
ar hans eru sagðir bera meiri virð
ingu fyrir honum sem rithöfundi
en persónu og er það sennilega m.
a. vegna þeirrar fyrirlitningu á
kvenfólkinu, sem fram kemur I
mörgum skáldsögum hans. — Sbj.