Tíminn - 23.03.1957, Side 6

Tíminn - 23.03.1957, Side 6
6 TÍMINN, laugardaginn 23. marz 1957. Útgefandi: Framsóknarftokkurinn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn). Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda hf. ERLENT YFIRLIT: Forsetaskiptin á Filippseyjura Leitia kosningarnar þar í hauit til breyttrar utanríkisstefnu ? Sérstakt fyrirbæri TVEIR stjórnmálaflokk ar hér á landi fylgja sósíal- ískum kenningum í grund- vallaratriðum. Það er nokkuð fastmótuð stjómmálastefna, um hana er ekki að villast. Framsóknarflokkurinn starf ar á grundvelli samvinnu- stefnunnar. Það liggur líka Ijóst fyrir. En hver er stefna Sjálfstæðisflokksins? Stund- um eru talsmenn flokksins með orð eins og „sjálfstæðis stefna“ á vörunum, en hvers konar fyrirbrigði er það? Út litinu er erfitt að lýsa með fáum orðum, en það sem máli skiptir er, að fyrirbær- ið snýst eins og vindhani á burst, eftir því hvernig blæs. Sjálfstæðisflokk- urinn sesist t.d. vera fylgj- andi frjálsri samkeppni, en er í reyndinni einhver mesti og þröngsýnasti haftaflokk- ur landsins. Þar sem flokk- urinn hefur völd eins og i bæjarmálum Reykiavíkur, er samkeppni útilokuð eftir þvi sem unnt er. Það er t.d. stefna bæjarvfirvaldanna að útiloka samvinnurekstur í Reykiavík á sem flestum sviðum. Revnt er að fyrir- bygsia að hann fái þá að- stöðu í borginni, að eðlileg samkeppni njóti sin. í lands málum vinnur flokksforust an að bví að ná slikum völd- um, að hún geti útilokað samkeppni, en haldið vernd- arhendi yfir einokun á fjár- magni og aðstöðu til auð- söfnunar. Þannig er unnið á mörgum sviðum i senn, á sama tíma sem blöð flokks íns tala um frelsi og þykjast andvíg haftastefnu. Sannleik urinn er, að íhaldið elskar höft þegar þannig er í pott- 'inn búið, að forustumenn þess geta beitt þeim að geð- þótta sínum og með tilliti til hagsmuna fámenns hóps. ÁGÆTT dæmi um það, hvernia íhaldið ekur seglum eftir vindi, og lætur „sjálf- stæðisstefnuna" líða burt með blænum, er brunatryge- ingamálið í Reykjavík. Ár ið 1P54 voru brunatrygging ar í Revkjavík boðnar út. Nú skyldi hin marglofaða sam- keppni fá að njóta sín til hagsbóta fyrir almenning. Samvinnutryargingar buðu þá upp á 47% iðgjaldalækk og sendu lægsta tilboðið. Það sýndi, hvernig húseig- endur höfðu verið féflettir áður og það sýndi líka, að íhaldið meinar ekkert með skrafinu um frjálsa samkeppni. Því að þegar Ijóst var, að hin frjálsa leið mundi ráðstafa trygging unum til samvinnufélagsins, birtist hið rétta andlit íhalds ins, haninn á burstinni sner- ist og flokkur samkeppninn- ar lagði tryggingastarfsem- ina undir bæjarfélagið sjálft eins og hann væri að fram- kvæma stefnu sósíalista. Síð an hafa húseigendur I Reykjavík sætt mun verri kjörum en eðlilegt er, og hafa greitt skatt til íhaldsins með iðgjöldunum, svo að nemur mörgum milljónum á ári. Er nú svo komiö, að jafnvel samtök fasteignaeig enda geta ekki lengur orða bundizt um framkvæmd þess arar „sjálfstæðisstefnu". Sjálft Fasteignaeigendafé- lagið hefur krafizt breytinga. Hefur það vakið máls á því að húseigendur ættu að stofna sitt eigið tryggingafé leg. Þarna er leitað langt yf- ir skammt. Slíkt eigið trygg ingafélag stendur þeim opið. Samvinnutryggingar er fyrirtæki þeirra, sem við það skipta. Með styrk samvinnu hreyfingarinnar í heild og velvilja samvinnumanna 1 ná grannalöndum hefur þetta fyrirtæki skapað sér traust an grundvöll og ágæta að- stöðu til heilbrigðrar sam- keppni eins og brunatrygg ingatilboðið sýndi. En þessi aðstaða, sem gæti komið öll- um húseigendum að gagni, nýtist ekki fyrir bein af- skipti þeirra, sem þó telja sig málsvara samkeppni. Fasteignaeigendur ættu að taka höndum saman við sam vinnumenn og krefjast þess, að haftaflokkurinn hætti að setja fótinn fyrir heilbrigða samkeppni. ÞETTA er raunhæft og nær tækt verkefni að fást við. Árangur á því sviði mundi verða til hagsbóta fyrir all an almenning og alla al- menna fasteignaeigendur. Slíkur árangur mundi líka skerpa skilning manna á því, að ekki er von að vel fari þegar stjórnmálaflokk- ur styðst ekki við neina sér- staka grundvallarstefnu, heldur hefur hagsmuni ein- hverrar klíku að leiðarsteini. En aukinn skilningur á starfsháttum Sjálfstæðis- flokksins er eitt af mestu hagsmuna- og nauðsynja- málum hins íslenzka þjóð- félags í dag. Með þverrandi áhrifum hans birtir upp él dýrtíðar og f j ármálaöng- þveitis. Skattamál hjona SU ákvörðun fjármála- fáðherra að setja nefnd manna til að athuga skatta- mál hjóna mun mælast vel fyrir. Málið hefur verið mik- ið rætt, en það er ekki eins einfalt og virðist við fyrstu sýn. Athugun milliþinga- nefndar, sem endurskoðaði skattalögin, leiddi til lækk- unar á skattstiga hjóna, og frádráttur vegna heimilis- aðstoðar var seinna aukinn. En sú skoðun er útbreidd, að þessi mál þurfi enn endur- skoðunar við. Hafa og verið HIÐ ÖVÆNTA fráfall Magsaysay forseta Filippseyja, hefir orðið til þess, að beina athygli manna að Austur- og Suðaustur-Asíu, en mál efni þessa heimshluta hefir nokk- uð horfið i skugg.ann undanfarið vegna atburðanna í hinum nálæg- ari Austurlindum. Það eru þó ekki nema nokkur mijseri síðan, að málefr. Austur-Asíu voru eitt helzta fréttaefni heimsblaðanna og horfur i beim þóttu hið mesta vandamá). Þá stóð yfir styrjöld í Indó-Kina og árás vofði yfir For- mósu. Þótt styrjöld nni í Indó- Kína sé nú hætt og stríðsh.Tttan í sambandi við Formóíu hafi dvin- að í blli, getur enn ver;ð allra veðra von austur bar. SEINUSTU ÁRIN hafa Filippsevj- ar verið það riki Austur-A'íu. sem örugglegast hefir fylgt vesturveld- unum og þó einkum Bandaríkjun- um að málum. Þrjú önnur riki hafa einnig verið í þessum hópi, Thailand, Suður-Kórea og Vietnam, og svo Japan að vissu leyti. Mest hefir in.ft /n* fylgi Filippseyja, því að þar hafði i verið nao . g i u i uaiavca ‘gegn kommúnistum og stjórnar- farið virtist standa á alltraustum I lýðræðislegum grunni. Þetta var þó fyrst og frémst verk eins manns, Magsaysays, hins unga, umbótasinnaða og athafnasama for jseta. Nú er hann fallinn frá. Með jfráfalli hans hefir skapast óvissa I um framt.íð Filippseyja. Þær verða ekki taldar jafn örugglegar , með vesturblökkinni og áður. I ! VARAFORSETINN, sem tók við forsetaembættinu af Magsaysay, Ihefir lýst yfir því, að hann muni |kappkosta að fylgja stefnu Mag- I saySay áfram. Sá meinbugur er ■ hins vegar á þessu, að hann mun ! ekki gegna forsetaembættinu nema þetta ár. Forsetakosningar eiga að fara fram á Filippseyjum í nóvem- bermánuði næstkomandi. Magsay- say þótti viss um endurkjör. Nú rikir hins vegar orðið alger ó- vissa um úrslit íorsetakjörsins. Hinn nýi forseti, Carlos P. Garcia, er sextugur að aldri og nýt ur trausts þeirra, sem þekkja hann. en er tiltölulega lítið þekktur al- menningi. Hann var kennari áður en hann hóf afskipti af stjórnmál- um. Hann var kosinn öldunga- deildarmaður 1941, en hafði áður verið ríkisstjóri í Bohol-f.vlki um 9 ára skeið. Á stríðsárunum tók hann þátt í leynisamtökum gegn Japönum og lögðu þeir fram fé til höfuðs honum. Eftir styrjöldina var hann leiðtogi Þjóðernissinna á þingi, en þeir voru þá í minnihluta. Árið 1953 var hann í kjöri sem varaforsetaefni með Magsaysay sem forsetaefni og náðu þeir kosn- ingu vegna vinsælda hins síðar- nefnda. Síðan hefir Garcia einnig verið utanríkisráðherra. Garcia er maður vel látinn af þeim, sem þekkja hann. Hann er sagður bæði góðgjarn og heiðar- legur. Hann hefir ferðast mikið og er víðlesinn. Ræðumaður er hann góður. Hann hefir hins vegar ekki til að bera sama þeksónuleika og Magsaysay og á það þykir skorta, að hann sé alltaf nógu einbeittur og harður í horn að taka. Það þyk- ir t. d. spilla fyrir honum, að Mag- saysay breytli ærið oft ákvörðun- um, sem Garcia var búinn að taka sem utanríkisráðherra. VAFASAMT er talið, að Garcia sækist eftir því að verða forseta- efni Þjóðernissinna eða að ílokk- urinn sækist eftir honum sem for- setaefni. Sennilega fer það nokk- uppi tillögur í þá átt, sumar athyglisverðar og sanngjarn ar að því er virðist, en aðr- ar fluttar i annarlegum til- gangi. Hlutlaus athugun er því nauðsyn. Á henni verður að reisa úrbætur. Carlos P. Garcia uð eftir því, hve vel honum kann að farnast sem forseta. Það myndi vafalaust reynast honum mikill styrkur sem forsetaefni, ef honum tækist að auglýsa sig vel sem sönnum eftirmanni Magsay- says og sem merkisbera þeirrar stefnu, sem hann markaði. Af öðrum mönnum, sem eru lík- Iegir til að verða forsetaefni Þjóð- ernissinna, eru m. a. nefndir Ma- nuel Pelaez cldungadeildarmaður, . sem var mikili vinur Magsaysay og . Carlos Romulo, sem er sendi- herra Filippseyja í Washington og \ getið hefir sér allmikla frægð á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. I TAKIST fylgismönnum Magsaysays ekki að sameinast um sigurvæn- legt forsetaefni, þykja margar lík- ur benda til, að það verði Claro M. Recto öldungadeildarmaður, sem hreppir hnossið, en hann hef- ; ir að undanförnu verið óvægnasti andstæðingur Magsaysays. Einkum hefir hann gagnrýnt stefnu Mag- saysays í utanríkismálum og hið nána samstarl Filippseyinga og Bandaríkjanna. Hann hefir haldið fram, að Filippseyjar ættu að hverfa að hlutleysisstefnu. Recto hafði allnána samvinnu við Japani á stríðsárunum og hafn aði MacArthur þá samvinnu við hann í stríðslokin. Síðan hefir Recto verið mjög andstæður Bandaríkjunum. Recto nýtur mikils álits meðal almennings, enda aðsópsmikill og þróttmikill stjórnmálamaður. Hann var talinn líklegasta forsetaefni Þjóðernissinna 1953 eða áður en Magsaysay gekk í flokkinn, en hann gekk í hann rétt áður en flokkurinn valdi forsetaefni sitt. Við prófkjörið um forset.aefmð féll Recto fyrir Magsaysay með m.iög miklum atkvæðamun og tók Recto þessum ósigri illa. Form- lega hefir hann ekki gengið úr flokki Þjóðernissinna, en hafði hins vegar lýst yfir því rétt fyrir fráfall Magsaysay, að hann myndi verða í framboði fyrir annan flokk, sem nýlega hefir verið stofnaður. Talið er, að hann muni nú leita sátta við Þjóðermssinnaflokkinn og reyna að fá sig .útpefndan sem forsetaefni hans. Takist . Recto það, eru verulegar líkgr fyrir því, að hann verði kosinn forseti. Fyrsta afleiðingin af þyí -yrði sú, að Filippseyingar myndu að lík- indum skipa sér í sveit hinna hlut lausu ríkja í Ashi. AF ÞEIM ástæðum, sem hér eru raktar, verður stjórnmálaþróun- inni á Filippseyjum veitt mikil at- hygli næstu mánuðina. Ef hún leiðir til þess, að Filippseyjar ganga í blökk hlutlausu ríkjanna, getur Thailand og Suður-Vietnam fljótlega bætzt í þann hóp. Japan virðist og þegar á þeirri leið. Gangi þróunin í þá átt, kunna á- tökin í Asíu í framtíðinni að verða raunverulega milli kommúnista annars vegar og hlutlausu blakk- arinnar hins vegar. Fyrir Banda- ríkin og Bretland er þá ekki ann- að að gera en að styðja þá síðar- nefndu. Breytingar, sem hafa orð- ið á utanríkisstefnu Bandaríkj- anna undanfarið, benda mjög til þess, að stjórn þeirra geri sér þess fulla grein, að framvindan geti orðið á þennan veg. — Þ. Þ. BlöS og landsbyggð. HUGLEIÐINGAR um blöð og landsbyggð og fréttaflutning, sem birtust hér íyrir fáum dögum, hafa orðið til þess að „Faxi" hef- ir sent okkur bréfkorn og segir þar sína skoðun. Bréf hans er á þessa leið: — „Vegna þess, að ég get ekki alls kostar fallist á rök- semdir Frosta i „Baðstofunni“ í dag varðandi afstöðu Tímans eða annarra blaða um fréttaflutning úr dreifbýlinu, vildi ég leyfa mér að segja þetta: Yfirleitt eru blaða menn ungir menn, margir ný- komnir til starfs úr skólum. Þeirra augu hafa beinst meir að hinni öru þróun höfuðborgafinn- ar, sem mótað hefir hugsunarhátt þeirra og leitt þá á ýmsan hátt að nánari tengsium við erlenda strauma er náð liafa að móta þá sýniáhrifum, er m. a. hafa leitt þá til að líta smáum augum á ís- ienzka lifsbaráttu, eins og hún er háð í dreifbýli islenzkra athafna ti) sjós og lands. Þannig virðist mér að íslenzk hlaðamennska hafi á undanförnum árum vaxið úr tengslum við bakgrunn íslenzkr- ar menningar. Undantekningsr geta þó verið til. Þeir, sem hsft hafa aðstöðu að fylgjast með flestum blöðum er út koma hér á iandi, hljóta að hafa rekið augun í þá staðreynd, að blaðið Dagur á Akureyri, hefir á undanförnum árum flutt ágæt- lega fregnir úr dreifbýli norðan og austanlands á sama tíma sem sunnanbiöðin hafa látið slíkt lítt til sin taka. Einnig má benda á, að jafnvel Tíminn hefir tekið sig á um þessa hluti eftir að nýr rit- stjóri tók við starfi þjá hlaðinu". Starf fréf+aritara. ENN SEGIR: „Þá má benda á það, að blöðin telji sig hafa fréttaritara hér og þar um dreif- býlið. Það er því engin furða þótt almenningur sé ekki að taka sig til að skrifa um markverða at- burði, þegar vitað er, að frétta- ritari blaðsins eða blaðanna er á næstu grösum. En hér virðist sá galli vera á, að fréttaritararn- ir eru ekki árvakrir eða starfi sínu vaxnir. Blöðin eiga því að láta þá hætta og reyna að fá betri starfskraíta og hætta ekki þeirri viðleitni fyrr en árangur hefir náðst“. „AS vera og vera ekki". AÐ LOKUM segir Faxi: „Það má finna islenzkum blaðamönnum margt til foráttu, en alvarlegast er þó það, hversu islenzltir blaða- menn bera litla virðingu fyrir þjóðlifsháttum, starfi og baráttu íslenzkrar alþýðu. Snobbið er fallvalt. Engin þjóð byggir til- veru sína á því. Tilvera íslenzku þióðarinnar byggist á sjósókn og landbúnaði. En hversu mikið rúm ! hafa þessum aðalatvinnugreinum verið ætlað í blöðum undanfarin ár til móts við skvaldur sam- kvæmislífsins, kvikmyndastjörn- ur, íþróttir o. þ. h.? Hafið það hugfast, að sitthvað er að vera og vera ekki“. — Og þar lýkur bréfinu. Um það má sitthvað segja, og mætti víkja að nokkr- um atriðum hér aftur áður en langt um iíður. En spjallinu er iokið í dag. — Frosfl.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.