Tíminn - 24.03.1957, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, sunnudaginn 24. marz 1951
(ggfft
I I
Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn
Ritstjórar: Haukur Snorrason,
Þórarinn Þórarinsson (áb).
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn).
Auglýfiingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda hf.
jónir íljéta ór hendi borgarháa
KAUPfélögin endurgreiddu
félagsmönnum sínum 39
milljónir króna á 8 árum.
Kjörnir fulltrúafundir ráð-
stöfuðu þessu fé að loknu
hverju ársuppgjöri. Það er
minnisverð staðreynd, að
minnst af þessari fúlgu kom
í hlut Reykvíkinga, af þeirri
eðlilegri ástæðu, að sam-
vinnuverzlun er miklu van-
máttugri hér en víðast ann-
ars ^taðar. Almenningur í
Reykjavík naut ekki þess
skjóls í efnahagsbaráttunni
sem samvinnufélagsskapur-
inn er. Allt of margir al-
þýðumenn hafa einblínt á
hina svo nefndu kjarabar-
áttu, og hafa reynt að sjá
hag sínum borgið með ein-
hliða kaupgjalds- og fríð-
índakröfum. En af hverri
krónu, sem þannig hefur
fengizt, hefur verzlunin hirt
stóran hlut, stundum mestan
hlut, og verkamaðurinn hef
ur setið eftir í sömu sporum
og fyrr. Öflug samvinnuverzl
un mundi hins vegar hafa
skapað skjól, tryggt sann-
virði í verzluninni og skilað
aftur þeim ágóða, sem mynd
ast við að selja vörur á al-
mennu verði hverju sinni.
Öflug almenn samvinnu
verzlun er því miklu áhrifa-
meira tæki til að berj ast gegn
ranglæti í verðlagningu og
verzlun en nokkurt opinbert
eftirlit. Auk þess veldur slík
verzlun því á löngum tíma,
að færa allt verðlag niður,
skapa með samkeppni þá að-
stöðu, að engum verði lengi
stætt á að selja óeðlilega
dýrt. Þannig hefur þróunin
orðið víða erlendis, og á þeim
stöðum hér, sem lengi hafa
búið við ágæta samvinnu-
verzlun eins og t. d. Akur-
eyri.
ÞAÐ verkefni blasir nú við
alþýðu manna í Reykjavík,
að efla hér samvinnuverzlun
og gera hana að því tæki í
lífsbaráttunni, sem efni
standa til. Öflugur sam-
vinnurekstur mundi ekki
aðeins tryggja réttlátt verð-
lag. Hann mundi líka stuðla
að eðlilegri og nauðsynlegri
fjármagnsmyndun til að
hrinda fram ýmsum nauö-
synjamálum. Sú er reynsla
hér og erlendis, að sam-
vinnumenn láta félög sín
fúslega ávaxta endurgreiðslu
þá, er þeim ber, og með þeim
samtakamætti hafa’ kaupfé-
lögin geta ráðist í margvís-
legar framkvæmdir, sem
hafa eflt atvinnulif og treyst
undirstöðu efnahagslífs
byggðarlaganna. Hér á landi
hafa félögin byggt upp merki
legan iðnað, og verið í far-
arbroddi í því starfi, að vinna
íslenzk hráefni og gera þau
verðmeiri til útflutnings.
Þau hafa komið upp nýtízku
verzlunarbúðum og gerbreytt
þjónustunni við hinn al-
menna neytanda á fáum ára-
tugum. Þau hafa ýmist hvert
um sig, eða sameiginlega i
allsherjarsamtökum sínum,
rutt veginn fyrir nýja tækni
í verzlun og margvíslegri
framleiðslu og þjónustu.
Þessi auknu umsvif hafa ver
ið þyrnir í augum þeirra, er
áður voru í skjóli forrétt-
indaaðstöðu og í blöðum er
stundum haldið uppi árás-
um á kaupfélögin fyrir aö
fara inn á svið, sem séu þeim
óviðkomandi, eins og það er
kallað.
Enn þetta er hin versta
falskenning. Engin þessi
mál eru samvinnufélögun-
um óviðkomandi frekar en
þau eru hinum almenna
neytanda óviðkomandi. Fé-
lögin eiga að fara inn á
hvert það svið í atvinnu-
verzlunar- og menningar-
málum, þar sem félagsfólk
ið telur, að samtökin geti
orðið þvi að gagni.
Á 8 ÁRUM nam endur-
greiðslan 39 milljónum
króna, og þó var Reykjavík
að verulegu leyti utan við
samtökin. Á hverju ári fljóta
tugir milljóna úr hendi höf-
uðstaðarbúa af því að þeir
hafa ekki borið gæfu til að
efla samvinnuverzlun til
mikilla áhrifa í borginni.
Þegar talað er um viðreisn
og aukið efnahagslegt rétt-
læti, er nauðsynlegt að
leggja áherzlu á úrbætur á
þessu sviði.
Leiksýning til að rugla
MORGUNblaðsritst j órar
sitja með skæri og klippa
klausur og setningar úr and-
stæðingablöðum, raða saman
svo að myndin verði sem ó-
samstæðust, birta svo súp-
una og segja þetta dásam-
lega sönnun um að stjórn-
arsamstarfið gangi erfið-
lega. Iðju þessa kallar aðal-
ristjórinn „rugling“ í fo):ustu
grein í gær. Er það nærri
lagi. Verkstjórn hans við Mbl.
er við það miðuð að rugla
menn í ríminu með vinnu-
brögðum af þessu tagi, unz
þeir, sem lesa blaðið með
kostgæfni og reyna að trúa
því, sem þar stendur, verða í
Þinghústorgið í Buenos Aires.
Vigfús Guomunösson.
►réf frá Argentínu
Buones Aires, 14. marz 1957.
Kæru samlandar!
Þá er nú búið að kveð.ia Brasilíu
og komið hingað í fjölmennustu
borgina á suðurhveli jarðar.
ÉG gat um við ykkur í línum, er |
ég skrifaði nýlega kominn til Rio!
de Janeiro, að mig langaði til að j
frétta eitthvað af afkomendum ís- í
lendinganna, sem fóru forðum til
Það var ánægjulegt að kynnast | Brasilíu. meðan ég dveldi þar í
Brasilíu svolítið, þótt ekki væri j landi. Ekkert gátu íslendingarnir,
það hægt nokkuð til hlítar á svona I í Rio San Paulo né ísl. ræðis-1
stuttum tíma. Þó hefir það oftast
reynst svo, að sá svipur, er ég hefi
fengið fyrstu dagana af löndum
og þjóðum, sem ég hefi dvalið hjá,
hefir orðið svipaður áfram, þótt
lengur hafi verið dvalið og betur
kynnzt ýmsu.
Ég fór frá Rio de Janeiro í á-
föngum suður hingað, ýmist í á-
ætlunarbílum eða með flugvélum,
en það eru á 3. þús. km. Járnbraut
arsamgöngur eru lélegar í Brasilíu
enda leiðast mér yfirleitt járn-
brautir sem farartæki.
í síðustu línum til ykkar gat ég
um, hve íslendingurinn Pálmi Ingv
arsson og ræðismaðurinn Lutey,
hefðu tekið mæta vel á móti mér.
Eins var í San Paulo, þar tók Norð
maðurinn Finn B. Arnesen ræðis-
maður íslands og hans indæla
norska kona á móti mér líkast og
ég væri sonur þeirra, og einnig
Islendingurinn, sem er þar í borg:
Ingvar Emilsson og kona hans
Ástríður Guðmundsdóttir frá
Reykjavík. Það var indælt að
koma á þeirra ísl. heimili. Eiga
þau hjón tvo myndardrengi stálp-
mennirnir í þeim borgum frætt i
mig um í þeim efnum. Vissi eng-:
inn þeirra neitt, er gæti orðið mér !
til leiðbeiningar í þeirri leit. En i
það vann samt ekki á þráanum í
þeim gamla. Ég vissi heiman frá
íslandi hvar þeir höfðu aðallega
setzt að, sem var á hásléttu suður
í Paranó-ríki. Þar í og umhverfis
smábæ, sem nú er orðinn að um
300 þús. íbúa borg. Fór ég svo
þangað. Portúgalska er algerlega
aðalmálið í Brasilíu og þó eru,
einkum úti á Iandi í litlum ferða-
mannastraum, fáir, er skilja nokk-
urt orð í öðru máli. En íslending-
urinn heldur klaufskur í portú-
gölskunni!
Þrátt fyrir þetta gekk nú ferðin
sæmilega og hafði ég við eftir-
grennslan mína uppi á fáeinum ís-
lenzkættuðum mönnum, en alger-
lega eru þeir búnir að tapa ís-
lenzku máli.
Það voru einkum niðjar Jónasar
Friðfinnssonar frá Arndísarstöð-
um í Bárðardal, sem ég náði tali
af. En Jónas var einn af fjórmenn-
ingunum, sem fóru til Brasilíu ár-
aða: Kristján og Tryggva, er tala ið 1863, og var hann annar aðal-
ágæta íslenzku og segjast alltaf fulltrúi Útflutningsfélagsins í Þing
ætla að verða íslenzkir. Og einaeyjarsýslu til þess að velja ný-
dóttur eiga þau unga, sem lítiðlendusvæði fyrir íslendinga í
er enn farin að tala. En portúgalskBrasiliu og greiða fyrir að þeir|
an sækir fast á málið — hjá æsk-kæmust suður. En hinn var Jónas
unm.
Ingvar er haffræðingur að
menntun frá Oslóar-háskóla. Hann
veitir forstöðu deild þeirri við
náttúrufræðistofnun háskólans í
San Paulo, sem annast hafrann-
sóknir. San Paulo er það ríkið í
Brasilíu, sem er langlengst komið
í margs konar framförum af öllum
Hallgrímsson, faðir Hermanns
skólastjóra á Hólum og síðar al-
þingismanns.
Einnig hafði ég uppi á afkom-
endum Árna Sigfússonar frá
Sunnudal í Vopnafirði, bróður
hins kunna gestgjafa Vigfúsar á
Akureyri, afa frú Ágústu, konu
Thors Thors sendiherra og þeirra
sambandsríkjum Brasilíu, enda er. systkina. Frétti ennfremur um ná-
fólksfjölgun þar alveg gífurleg nú|frændur Jóhanns heit. dómkirkju-
síðustu árin. Borgin orðin sú fjöl- (prests í Reykjavík o. fl.
mennasta í Suður-Ameríku, næst
þessari, þar sem ég er nú staddur,
Annars eru niðjar gömlu Islend-
hefir um 3 millj. íbúa en Buones inganna tvístraðir hingað og þang-
Aires undir fjórum.
að og að me?tu horfnir sem ís-
lenzkættaðir menn. En mjög gam-
an þótti sumum þeirra. er ég fann,
að frétta norðan frá þessari litlu
eyju í Norðurhöfum, sem ættfeður
þeirra og mæður höfðu komið frá,
og þar sem ættingjar þeirra búa
ennþá, starfa og striða sem liður
í þeim merkilega ættstofni, er
byggir þessa Norðurhafseyju. Eng
in tæki né sambönd höfðu þeir
haft til að fræðast nokkuð náið
um þetta gamla ættland þeirra,
Aldrei vissu þeir til að nokkur ís-
lenzkur maður hefði fyrr verið á
ferð á þessum slóðum þeirra hér
syðra, síðan íslenzki hópurinn kom
suður 1874. En hann fór frá ís-
landi 1873 og voru þá í honum 34
alls, en tveir dóu á leiðinni suður.
Fjórir ísl. fóru suður saman 10
árum áður og einn réfct á undan
fjórmenningunum. -r- Nú kem ég,
mér til gleði, þessum horfnu
frændum okkar hér syðra í sam-
band við ýmsa íslendinga hér og
þar í heiminum.
íslendingar og afkomendur
þeirra í Brasilíu hafa margir kom-
ist vel áfram og hafa ýmsir þeirra
orðið nýtir og merkir menn. Og
þótt liklegt sé að þeir gleymist
bráðlega sem íslenzk ættaðir menn
í hinu óhemju stóra, frjósama og
blíða landi Brasilíu, mun þeirra
þó verða lengi minnzt í íslandssög-
unni. Eða réttara sagt feðra þeirra
og mæðra, fátæka fólksins, sem
brauzt úr harðindum, eymd og
volæði á Norðurlandi, gegnum ó-
þrjótandi örðugleika til fjarlægra
sólarlanda i þeim erindum að
stofna þar alíslenzka nýlendu —
þar sem íslendingar byggju i fram
tíðinni sem íslendingar.
LEIT út um tíma að fjöldi manna
færi frá íslandi til Brasilíu. En þá
hófust fólksflutningarnir til Norð-
ur-Ameríku og eyðilögðu þeir al-
veg nýlendumyndun íslendinga í
Brasilíu. Og íslendingarnir, sem
komnir voru þangað suður ein-
angruðust algerlega sem Islend-
ingar. Sumra annarra þjóða menn,
t. d. eins og Þjóðverjar í syðsta
ríki Brasilíu, er fluttú áður en
(Framhald á 8. síðu).
kollinum eins og maður, sem
hefur snúið sér í hring ótt og
títt æði stund.
EN ÞEIR, sem ekki kæra
sig um að láta rugla skiln
ing sinn á sjálfsögðum hlut-
um, falla ekki á þessu bragði.
Þeir hafa aldrei ætlað, að
stjórnarflokkarnir séu sam-
mála um öll mál, né heldur
að þeir hafi orðið einn flokk-
ur í krafti stjórnarsamstarfs
ins. Þeir vita vel, að sam-
starfið er um ákveðin verk-
-efni, sem eru skýrt afmörk-
uð í stjórnarsáttmálanum.
Undirstaðan er sú mikla
nauðsyn þjóðarinnar, að
halda íhaldinu sem lengst
frá áhrifum á efnahags-
og framleiðslumálin og
halda þar með dýrtíðinni í
skefjum. Það er til marks
um hvernig þetta starf kem-
ur við kaun íhaldsins, að for-
ustulið þess svífst, einskis til
að torvelda það. Þaö er ekki
af því, að þeir séu orðnir
ruglaðir í kollinum íhalds-
foringjarnir, sem þeir klæð-
ast gerfi verkalýðsforingja,
og heimta hærra kaup og
verkföll. Leiknum er aðeins
ætlað að rugla áhorfendur.
Leikararnir sjálfir ætla sér
í önnur og fínni föt undir
eins og tjaldið er fallið.
Á SKOTSPÓNUM
Benediki Gröndal alþingismaður situr um þessar
mundir þingmannafund Norður-AtEantshafsbandalags-
ins í París. . . í fyrra, fyrir kosningar, gerðu Sjálfstæðis-
menn og kommúnistar á Akureyri með sér samning um
bitlinga og störf .. .Þáverandi alþingismaður fékk 12
þús. kr. bitling í Laxárvirkjunarstjórn, en kommúnistar
loforð um stofnun nýs embættis hjá bænum, sem kostar
60 þúsund á ári. . . . Samkojnulagið var svo framkvæmt
nú í vetur. .. Nú þykir Akureyringum hallasf á í þess-
um viðskiptum, og enn standa upp á kommúnista nokk-
ur fyrirgreiðsla. . . .Eru uppi getgátur um að samning-
arnir hafi lika fjallað um bæjarstjórakjör að afloknum
kosningum í byrjun næsta árs.... Danskir fiskiræktar-
menn eru sagðir hafa áhuga fyrir að sleppa íslenzkuni
laxaseiðum í danskar ár....