Tíminn - 24.03.1957, Blaðsíða 7
T f MIN N, sunnudaginn 24. marz 1957.
7
- SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ
Fertugsaímæli Tímans — Flokkur og blað, sem geta íagnað goðum árangri — Atvinnubylt*
ingin mikla, sem er framundan — Hver verður hlutur íslendinga í henni? — Ábyrgðarmikið
hlutverk stjórnarandstöðunnar — Ábyrgðarlausasta stjórnarandstaða í Evrópu — Þjóðfylk-
fcg. sem barf að myndast - Lánveitingar, sem eru táknrænar íyrir Sjáífstæðisflokkinn -
Þess sáust rrerki í sam-
bandi við fertugsafmæli 'i'imans,
hve miklum vinsældum og trausti
hann hefir að fagna um land allt.
Hjá fjölda manna virðist ekki
sízt hafa vaknað sú spurning, sem
Steingrímur Steinþórsson varpaði
fram í afmælishófi Tímans, hvern-
ig myndi vera umhorfs á íslandi,
ef ekki hefði notið við baráttu
Tímans og Framsóknarflokksins á
undanförnum 40 árum. Hvernig
myndi þá t. d. komið málum sam-
vinnuhreyfingarinnar og hinna
dreifðu byggða? Hvar myndi þá
vera komið þeirri þróun þjóðfélags
málanna að jafna kjör og rétt
þegnanna og skapa bættan hag
þeim stéttum, sem áður bjuggu
við versta aðstöðu?
Slíkum spurningum verður
ekki svarað í stuttu máli og held
ur ekki, nema með líkum. Svar
allra óhlutdrægra manna mun þó
vafalaust verða það, að án Tím-
ans sem baráítublaðs myndi ís-
lenzk byggðalög og íslenzk sam-
vinnuhreyfing standa ótraustari
fótum í dag en raun ber vitni
um og minni árangur myndi hafa
náðst í hagsmuna- og réttinda-
sókn alþýðu manna til sveita og
sjávar. Framsóknarflokkurinn og
Tímann hefir verið að finna í far
arbroddi flestra félagslegra og
verklegra framfara, sem orðið
hafa hér á landi seinustu fjöru-
tíu árin, en á þeim tíma hafa
slíkar framfarir orðið meiri og
glæsilegri en áður eru dæmi um
í sögu þjóðarinnár.
Þeir, sem st^ðu að stofnun Tím-
ans á sínum tíma, geta því verið
ánægðir yfir því verki sínu. Þeir
hafa lagt góðan og heilladrjúgan
þátt til íslenzkrar sögu. Með þeim
margháttuðu framfaramálum, sem
Tíminn hefir hjálpað til að koma
fram, hafa þessir menn reist sér
óbrotgjarnan ininnisvarða.
Verkefnin íramuncían
Sú spurning vaknar ekki aðeins
f sambandi við afmæli, hvaða
árangur hafi náðst í undangengnu
starfi, heldur reyna menn einnig |
að renna grun í það, sem bíður
framundan. Ef Tíminn heldur á-
fram að vera hlutverki sínu jafn-
trúr og honum hefir auðnast fram
til þessa, mun ekki skorta mikil
og vandasöm verkefni á komandi
órum.
í þessum efnum er þess senni-
lega fyrst að minnast, að á næstu
20—30 árum mun vafalítið ger-
ast stórfef'lari atvinnubylting,
en hingað til hefir átt sér stað í
sögu mannkynsins. Kjarnorkan
og sjálfvirknin munu valda ger-
breytingu á flestum atvinnuhátt-
um. Hvernig mun íslcndingum
eins fámcnnum og fjármagns-
snauðir og þeir eru, reiða af í
þvf mikla ölduróti, sem þessu
verður samfara? Tekst þeim að
fylgjast með í hinni tæknilegu
þróun eða dvagast þeir aftur úr
og bíða f járhagslegt skipbrot?!
Tekst þcim að verja þjóðmenn-í
ingu sína og sjálfstæði fyrir þeim |
hættum, sem fylgja munu brevtt,
um lífsháttum af völdum tækn- j
innar? Mun þeim takast að Iáta!
aukna félag«Iega menningti hald !
ast í hendur við hinar tæknilegu
framfarir?
Það er sennilega efalítið, að ís-j
tenzka þjóðin stendur hér frammi
fyrir stærsta verkefninu, sem
hún hefir fengið til úrlausnar síð-
an hún endurheimti sjálfstæði sitt.
Lausn þess veltur á traustri og
réttsýnni forustu. Hvaða flokkur
Jiefir betri skilyrði til slíkrar leið-
Eagnar en sá, sem hefir samvinnu-
bugsjónina að leiðarsteini, stendur
traustum fótum í þjóðJegum jarð-
Þau tvö tjölbýlishús, sem sjást hér á myndinni, hvort me3 16 íbúöum, eru eign Þorleifs Helga Eyjólfssonar,
sem fékk 24 lán í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn s til þess a3 koma þeim upp. ASalráðamaður Spari-
sjóðsins, Bjarni Benediktsson, taldi lánsfé þessu betur varið.til að hjálpa einum manni til að eignast 24 íbúðir
en til þess að styrkja jafnmarga einstaklinga til að eign ist eigin íbúð. Nokkru nánar er rætt um þessa stefnu
varaformanns Sjálfstæðisflokksins í Skrifað og skrafið i dag.
vegi og hefir að baki mikla ^ ábyrgíarleysi
reynslu sem helzt) brautryð]and-j ° J J
inn í félagslegri og verklegri fram ValdastreitumaiHia
farasókn þjóðarinnar á þeim tíma
sem beztur árangur hefir náðst.
Ábyrg stjornarandstaða
Þótt ýmsir ílokkar hafi oft á
undanförnum árum sýnt ábyrgðar-
leysi í stjórnarandstöðu, hefir eng
inn gengið eins glæfralega langt í
Hin miklu áhrif, sem Framsókn-1 þeim efnum °g Sjálfstæðisflokk-
arflokkurinn og Tíminn hafa haft, I urmn u™ þessar mundir.
felast að sjáifsögðu að allverulegu ^01?0?10” s3álfstæðisflokksms
leyti í því, að flokkurinn hefir!er það aretðanlega mjog vel Ijost,
lengstum verið í stjórnaraðstöðu i a. SY° var omi ’.Il8®ar Þeir^ letu
og því haft skilyrði til að þoka af voldum að ohjakvæmrlegt var
málum áleiðis. Það hefir orðið að gera tafanir tú stuðn.ngs
utflutnmgsframleiðslunni, er hlytu
hlutskipti hans að vera hið sam-
einandi afl íslenzkra stjórnmála
að hafa nokkra kjaraskerðingu í
* . för með sér, a. m. k. í bili. Þjóðin
svo að sundrung og flokkadrattur,, .. , ~ . . . ,
, .,, * hefir lifað um efm fram a undan-
bæru ekki hið unga, veikburða -
., • , . -* u ,• ... ifornum arum og raðist í meira en
nki ofurliði, eins og viða hefir attj.ö , . ,, .
. „ . , . . hun var fær um. Shkt gat eklu
ser stað. An þessa samemingar- 6
starfs Framsóknarflokksins, er
vafasamt hvort ísland væri í tölu
sjálfstæðra ríkja í dag.
í lýðræðisþjóðfélagi byggist
það hins vegar ekki eingöngu á
ríkisstjórninni, að þjóðin búi
við framfarir og góða stjórnar-
endað með öðru en algeru hruni,
ef lengur var haldið þannig áfram.
Þetta höfðu forkólfar Sjálfstæðis-
flokksins ekki sízt prédikað, þeg-
ar þeir voru að vara við kröfum
um hækkað kaupgjald, sem ekki
væri byggt á aukinni framleiðslu
eða betri afkomu atvinnuveg-
hætti. Stjórnarandstaðan hefir anna a^ öðrum ástæðum, t. d\ verð-
þar einnig hlutverki að gegna. Ef hækkun erlendis.
hún stundar ábyrgðarlaus yfir
boð, niðurrif og sundrungarstarf,
getur hún mjög torveldað starf
rikisstjórnarinnar, en hins vegar
haft á það holl áhrif, ef hún
kappkostar jákvæða gagnrýni.,
Framsóknarflokkurinn hefir gætt
þess vel, þegar hann hefir verið,
í stjórnarandstöðu að forðast hin
neikvæðu vinnubrögð. Þar er
skemmst að minnast á stjórnar-
andstöðu hans á árunum 1944—
4fi. Fyrir framfaraflokk eins og
hann. gat það verið freistandi að
notfæra sér stjórnarandstöðuna
til að bjóða enn meira gull og
græna skóga en þáv. stjórn gerði.
Það var líka vinsælt eins og á
stóð. En Framsóknarmenn sáu
fyrir afleiðingarnar og kusu held
ur að mæla varnaðarorð en að
stunda yfirh íð, þótt þeir væru
stimplaðir barlórnsmenn og öðr-t
um slíkum nöfnum fyrir þá sök. |
Sú framkoma þesrra var gott
dæmi þess, hvernig ábyrgur
stjórnarandstöðuflokkur á að
haga sér.
Því miður hafa ekki aðrir hér-
lendir flokkar hagað stjórnarand-
stöðu sinni á þennan veg. Það á
sinn þátt í því, hvernig komið er.
Ekkert af þessum staðreynd-
um látast forkólfar Sjálfstæðis-
flokksins sjá síðan þeir komu í
stjórnarandstöðu. Þeir rógbera
hinar nýju efnahagsráðstafanir
eftir beztu getu, en benda þó
ekki á nein úrræði önnur. Þeir
mikla sérhverja verðhækkun, sem
á sér stað, og reyna með þeiin
og öðrum hætti að skapa óá-
nægju, sem gæti komið nýrri
kauphækkunaröldu af stað. í
þeim tilfellum, þar sem til kaup-
deilu hefir komið, hafa þeir svo
reynt að hindra samkomulag,
bæði með því að æsa upp laun-
þega annars vegar til að gera
sem mestar kröfur og með því að
láta atvinnurckejidiir vera sem
ósáttfúsasta á hinn bóginn,
sbr. afstöðu Eimskipafélagsins í
farmannadeilunni. Tilgangurinn
er bersýnilega sá að reyua að
koma af stað kaupkröfum, verk-
föllum og öðru því, sem gæti
leitt til upplausnar í stjórnmála-
lífinu, í von um að það geti
hjálpað Sjálfstæðisflokknum til
valda á ný. Um það er- ekki
skeytt, þótt af þessu geti leitt að
efnahagslíf þjóðarinnar verði
gert ólæknanlegt og þjóðin verði
ölmusufólk eins eða annars stór-
veidis.
Áreiðanlega er hvergi hægt að
finna nú eins óábyrga stjórnarand-
stöðu í neinu landi Evrópu. Jafn-
vel í þeim löndum, þar sem konv’
múnistar eru nú ábyrgðarminnstii,
komast þeir ekki fram úr Sjálf-
stæðisflokknum á þessu sviði.
I
ÞjóeSfyíking, sem þarf
aí myndast
Eins og áður er vikið að, mun
íslenzku þjóðarinnar bíða mikið
og vandasamt starf, þar sem hún
þarf að halda vel hlut sínum til
jafns við aðrar stærri og ríkari
þjóðir í þeirri atvinnubyltingu,
sem er framundan. Þetta verkefni
verður íslenzku þjóðinni enn örð-
ugra vegna þess, að hún hefir lif-
að um efni fram seinasta röska
áratuginn og þarf því að koma
nýrri skipan á efnahagskerfi sitt
og auka framleiðslu sína, ef ekki
á meiriháttar afturkippur að koma
til sögunnar. Það gefur hins vegar
góðar vonir um, að þetta geti tek-
ist, hve vel hefir miðað hér á
ýmsum sviðum og þjóðin sýnt
mikinn dugnað og framtakssemi
Þetta getur þó vart tekist, ef
mikil pólitísk sundrung og stöð-
ugar vinnudeilur fá að lama fram
tak þjóðarinnar að ráði. Sam-
heldni þjóðarinnar þarf tvímæla-
laust að verða meiri í þeirri
hörðu samkeppni, sem framund-
an er. Fyrst og fremst þurfa hin-
ar stóru vinnustéttir til lands og
sjávar að fylkja saman liði og
leggja grundvöll að heilbrigðri
skiptingu þjóðarteknanna, svo
að sífelld kaup- og kjarastyrjöld
leggi ekki þjóðfélagið í rúst. Um
þann stóra kjarna, sem þannig
er myndaður, eiga svo önnur
framsækin og þjóðleg öfl að geta
fylkt sér. Kér þarf að skapast
eins konar þjóðfylking, svo að
sundrung og deilur hafi ekki að
nýju i för með sér sömu ógæf-
una og á Sturlungaöld.
Ein þjóð í Evrópu stendur svo
vel saman um mál sín að til fyrir-
myndar er. Það eru Svisslending-
ar. Sú venja hefir haldist þar
lengi, að þar hafa allir aðalflokk-
arnir átt fulltrúa í ríkisstjóminni.
Vissulega væri æskilegt, að smá-
i þjóð eins og Islendingar gæti tek-
'ð sér slíkt fordæmi til fyrirmynd-
ir og sóa"5 ekki kröftum sínum i
'icikvæðar deilur. En til þess að
' svo geti orðið, reega einstakir
flokkar ekki þjóna fyrst og fremst
óheilbrigðum sérhagsmunum eða
vera undir áhrifum erlendra aðila.
Sérhagsmunir, sem j
hindra {jjóðareiningu
Nýlega hefir gerzt atburður, sem
speglar Ijóslega þau sérsjónarmið,
sem eru til hindrunar slíkri þjóð-
areiningu. Samstjórn Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins á
árunum 1953—56 beitti sér fyrir
! merkri húsnæðismálalöggjöf, er
m. a. fólst í því að koma upp nýju
veðlánakerfi. Fyrir Framsóknar-
flokknum vakti það fyrst og fremst
með þessu kerfi að hjálpa sem
flestum til sjálfsbjargar á þann
hátt, að hver fjölskylda gæti átt
sína eigin íbúð. Stefna Framsókn-
armanna er sú, að þjóðfélagið
eigi að reyna að gera sem allra
flesta þegna sína efnalega sjálf-
bjarga, því að slíku fylgi almenn-
ast framtak og traustust alþýðu-
menning. Einn þátturinn í því
starfi er að stuðla að því, að sem
allra flestar fjölskyldur búi í eig-
in húsnæði.
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins
líta hins vegar allt öðrum augum
á þetta mál. Frá sjónarmiði þeirra
á að beita þessu veðlánakerfi fyrst
og fremst til að koma húsnæðinu
í hendur fárra, „sterkra" einstakl-
inga, er leigi það svo fjöldanum
af náð sinni. Það eiga aðeins að
vera til fáir, voldugir húseigendur,
en hinir allir leigjendur.
Glöggt dæmi um þetta eru lán
þau, sem Sparisjóður Reykjavík-
ur og nágrennis hefir veitt sam-
kvæmt liinu nýja veðlánakerfi,
en það er sú lánastofnun, þar
sem Sjálfstæðismenn hafa einlit-
ust yfirráð og geta því látið
fylgja bezt stefnu sinni. Af þeim
49 lánum, sem sjóðurinn hefir
veitt samkvæmt veðlánakerfinu,
hafa 24 verið veitt einum manni,
Þorleifi H. Eyjólfssyni og gert
honum kleift að eignast tvö
stór fjölbýlishús á sama tíma
og hundruð manna hafa orSið að
gefast upp við að koma sér upp
íbúð vegna lánsfjárskorts. Að
dómi Sjalfstæðisflokksins er það
réttara að einn maður eignist 24
íbúðir og jafnmargir menn verði
leigjendur en að 24 mönnum sé
gert mögulegt að eignast eigin
íbúð.
Þetta er aðeins lítið dæmi þess,
hvernig Sjálfstæðisflokkurinn þjóii
ar fyrst og fremst sérhagsmunum
einstakra gróðamanna á kostnað.
fjöldans og heildarinnar. Flokkur,
sem þannig hagar sér, getur að
sjálfsögðu ekki orðið þátttakandi
í þjóðlegri einingu og viðreisn,
nema hann breyti alveg um stefnu
og starfshætti. Þjóðleg eining og
viðreisn hlýtur að sjálfsögðu að
byggjast á því, að sérhagsmunir
fjáraflamanna og auðkónga séu
lagðir til hliðar.
Flokkur, sem kíýtur
a(í tapa
Sjálfstæðisflokkurinn hefir að
undanförnu notið óeðlilega mikils
fylgis hjá þjóðinni. Margir kjós-
endur, sem eru einlæglega á móti
þeim sérréttindum, sem hann
herst fyrir, hafa veitt honum fylgi
af ýmis konar misskilningi. Þeir
hafa haldið hann annan en hann
raunverulega er. í þeim efnum
hefir hann ekki sízt notið sam-
starfs, sem hann hefir átt við aðra
flokka, en hann hefir verið óspar
á að eigna sér verk þeirra.
(Framhald á 8. síðu). J