Tíminn - 24.03.1957, Blaðsíða 9
TÍMINN, sunnudaginn 24. marz 1957.
72
aði svartan astrakan fékkst
hann í Main Street.
Flestir voru þeirrar skoð-
unar að Joe Chapin væri
hreinræktaður Gibbsville-
búi að klæðskerasaumuðum
fötunum undanskildum. Þessi
skoðun átti orsakir sínar í því
að hann var orðinn fjörutíu
og sjö ára gamall, fæddur í
Gibbsville af Gibbsville-for-
eldrum. Auk þess hafði hann
snúið heim aftur, til Gibbs-
ville að námi loknu. Hann
hafði kvænzt Gibbsville-
stúlku af Gibbsville-foreldr-
um, sem átti marga Gibsville-
ættingja. Auk þess hafði Joe
gengið í félag með vini sínum
frá Gibbsville sem átti Gibbs-
ville-foreldra. Hann vann fyr-
ir fé sínu í Gibbsville. Á ferð-
um sínum varpaði hann ljóma
yfir Gibbsville — og hann
sneri ævinlega heim aftur til
Gibbsville. Hann hafði aldrei
blandað sér í neitt misjafnt,
og hann hafði gefið fólki
traust á bænum sínum og þar
meö sjálfu sér: Joe Chapin
var ekki úr neinni stórborg-
inni en hann var frambæri-
legur með hinum fremstu
mönnum hvar sem var — og
jafnframt var hann 100%
Gibbsville-búi. Kannski er
ekki hægt að segja að bæjar-
búar hafi beinlínis elskað
hann, en þeir voru stoltir af
honum, og hefði hann dáið
1929 hefðu þeir kannski kom-
izt að þeirri niðurstöðu að í
raun og veru hefðu þeir elsk
að hann. En hann dó ekki
1929.
Joe Chapin var því nær
hinn eini af höfðingjunum
í Gibbsville sem aldrei hafði
farið út fyrir landsteinana.
Hann hafði aldrei verið í
Evrópu, því að fyrir heims-
styrjöldina hafði hann aldrei
langað þangað. Það kom fyr-
ir að ung hjón úr hans stétt
færu brúðkaupsferð til
Evrópu, en Edith hafði allt-
af sagt að tilhugsunin um
sjóferðina nægði ein til að
liún fengi mal áe vier, og
vitaskuld varð þessi yfirlýs-
ing til að binda endi á allar
ráð'a«'orðir því ao óskir Ed
ithar voru aHtaf teknar' til
girina.. Er styrj öldiinni var
lokið leið svo langur tími að
Joe nefndi Evrópu og þó sér-
staklega Frakkland svo sjald
an á nafn sem unnt var með
góðu móti. Qrðið Fraklcland
minnti fljótlega á orðiö her-
maður, og bæði orðin forðað-
ist Joe eftir megni. En tíu
árum 'eftir vopnahléð var
þetta ekki lengur eins sár blett
ur, og Joe gat farið að ráð-
gera sex vikna ferð fyrir alla
fjölskylduna um England,
Frakkland og Ítalíu, og loks
náðu ráðagerðirnar svo langt
að tekið var aö tala um vega-
bréf og brottfaradag. Þau
ætluðu að fara með frönsku
skipi af því að þar var ekki
vínbann og þar gátu þau æft
sig í málinu. Chapin hjónin
fengu nöfn ótal veitingastaða
sem voru þekktir um öll Band
ríkin fyrir að vera einkenn-
andi franskir og þó lausir við
ásókn hinna venjulegu ferða
manna. Send voru aðvörunar
bréf til hinna þriggja eða
fjögurra Gibbsville-manna er
setzt höfðu að í Evrópu. Dave
Harrison skrifaði útibúi Morg
ans. (,.Þar er náungi sem get
ur gert hvaö sem er milli him
ins og jarðar fyrir þig hvort
sem það er gott eða illt.“)
Þáu fengu nöfn nokkurra
frægra lækna, og Joe og Ed
ith gengu svo langt að ræða
það í fullri alvöru hvort ekki
ætti að láta skera botnlang
ann úr báðum börnunum áð-
ur en lagt.yrði af stað. Þau
urðu rólegri þegar þau heyrðu
getið um sjúkrahúsið í Neu-
illy. Þau lofuðu sjálfum sér
því að drekka ekki annað
vatn en Evian og smakka alls
ekki mjólk. Ann átti aldrei
að fá að sleppa úr augsýn,
ekki í Ítalíu og allra sízt í
Flórens. Bréf voru send til
amerisku ambassadoranna í
London, París og Róm; til
brytans á Ile de France, til
kunningja Bobs Hookers,
Larry Hills við Herald Tribune
og til stj.órna White klúbbs-
ins í Lohdon og Travellers í
París. í ráði var að fá einka
áheyrn hjá hans heilagleika
Píusi XI., og mánuðum saman
skrifuðu þau Joe og Edith
niður nöfn og heimilisföng
fólks sem þau þurftu endi
lega að hitta, nöfn á hótelum
tízkuhúsum, verzlunum, klæð
skerum, skartgripasölum og
svo framvegis.
í ráði var að þau færu frá
Gibbsville tveimur dögum eft
ir að skólaárinu lyki í Gibbs-
ville-skólanum og tveimur dög
um síðar áttu þau að stíga á
skipsfjöl. Kvöldið sem skólan
um var slitið fótbrotnaði Joe
á hægra fæti.
Edith og Joby höfðu farið
snemma að hátta eftir að
lokið var að ganga frá far
angrinum nema siðustu smá-
hlutunum og Ann var í
kveðjusamkvæmi hjá Laub-
achfólkinu. Arthur og Rose
höfðu haldið Edith og Joe
samsæti kvöldið fyrir skóla
slitin svo að öllum kveðjum
var lokið. („Það er gott að
vera laus við slíkt í tæka tíð
svo maður sé ekki allur af
sér genginn þegar komið er
um borð“.) Það var búið að
senda stærstu ferðakisturnar
til New York og Marian hafði
þegar lagt áklæði'yfir hús-
gögnin. í rauninni var húsið
hvorki í íbúð né óbyggt, og
Joe var önnum kafinn við að
ganga frá því síðasta sem
hann þurfti að ljúka, eink-
um skriftum og frágangi
skjala.
Þótt Edith hefði dregið sig í
hlé hafði hann þegar fariö
tvisvar upp til hennar til aö
spyrja hana urn sitthvað.
Þegar hann leit þar inn í
þriðja sinn, svaf hún vært,
og hann lokaði varlega dyr
unum og gekk hljóðlega í átt
til stigans.
Næstu mánuði reyndi hann
oft og tíðum að rifja nákvæm
lega upp fyrir sér það sem
gerzt hafði — hvort inniskórn
ir hans hefðu einhvern veg
inn festst eða hvort hann
hefði misstigið sig er hann
beygði til vinstri þótt hann
hefði gengið þarna bókstaf
lega óteljandi sinnum. En
hvernig sem þessu er varið
hrasaði ha.nn efst í stigan
um sem var óvenjulega bratt
ur og var sex' án þrep á hæð.
Hann hrapaði alveg niður
á fvrstu hæð og lá þar hreyf
ingarlaus. Hann var sjálfur
meðvitundarikus og hvorki
kona hans né sonur né nokk
ur af þjónustufóikinu hafði
heyrt er hann féll. Seinna
tókst honum að gizka nokk
urn veginn nákvæmlega á það
hversu lengi hann hafði legiö
þarna. Frá klukkan um það
bil tíu mínútur yfir ellefu þar
til klukkan fimm mínútur yf
ir hálfeitt er Ann kom heim.
Ann náði sér fljótlega eftir
fyrsta áfallið og varð ljóst að
hann lifði ennþá. Hún kall
aði á móður sína sem ekki
svaraði, fór síðan upp og vakti
hagra af þungum svefni. Þær
fóíp saman niður stigann og
m£ sá Ann fyrst að það var
blóð á buxnaskálm Joes. Ed
ith hringdi til Billy English
sem „var heila eilífð á leið
unni‘ eins og Ann komst að
orði. Hann sagði að Joe
hefði hlotið opið beinbrot og
heilahristing. Hann sendi eft
ir sjúkravagni. Engum kom í
hug að vekja Joby.
Ann fór með móður sinni
og lækninum til sjúkrahúss
ins klædd samkvæmiskjóln-
um. Mæðgurnar biðu frammi
á skrifstofu húsvarðarins;
English gaf ekki skýrslu fyrr
en heilum klukkutíma síðar:
— Hann hefur hlotið slæmt
beinbrot, og eftir heilahrist
ingnum, sem hann hefur feng
ið, hlýtur hann að hafa hrap
að niður allan stigann. Það
er mikið lán að hann háls-
brotnaði ekki hreinlega. Ég
vil ekki gera of lítið úr á-
standi hans. Hann er mjög
þungí haldinn. En hann er
á lífi og sefur sem stendur.
Hættan felst aðallega í heila
hristingnum og aiíðvitað í
tauvaáfallinu sem hann hlýt
ur að hafa fengið. Ég hef kom
ið því svo fyrir að þú getur
fengið herbergi hér, Edith —
og: auðvitað þú líka, Ann, ef
þú vilt. Á sama gangi og Joe.
Ég býst ekki við að 5'kkur
lahgi sérstaklega til að sofa,
en þiö skuluð' samt fá nátt
kjóla báðar tvær, venjulega
spítalanáttkjóla. Það væri
réít að þið reynduð að sofna
eitthvað; þá verðið þið ekki
jafnþreyttar á morgun.
— Hefur hann fengið með
vitund aftur?
— Ekki alveg, Edith, og það
verður heldur ekki fyrst um
sinn; ég veit ekki hvað lengi
iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiH
MALVERKASYNING
EGGERTS GUÐMUNDSSONAR g
í bogasal Þjóðminjasafnsins. I
Opin daglega kl. 2—10 e. h. |
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliHmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiilliiliilllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
ijjjlilliiiiiiiiiiiiiiliiiililllllillllllilllllillilllllllllliiiillilllillilllllllllliiiiiiliiiiiiiiilllllllllllillllillllllllllllliillliiiilllli
1 f’fúsasmíðameistarg j
óskar eftir atvinnu utan Reykjavíkur. Vandvirkur og |
| vanur verkstjórn. — Tilboð merkt „36 ára“ sendist |
I blaðinu fyrir 10. n. m. 1
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinS
Hllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllflllllillllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllll
E a
1 FéSag Járniðnaðarmanna I
| heldur árshátíð sína að Hlégarði 30. marz n. k. kl. 9 =
I e. h. Verð aðgöngumiða kr. 50,00. Smurt brauð innifalið. 1
| Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins 26. 1
| og 27. þ. m. kl. 5—7 e. h. — Ferðir frá Bifreiðastöð i
| íslands k!. 8,30 og kl. 9 e. h. i
Nefndin 1
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiiiiiiiunuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiinuiiiiiiii
Nauðungarup
| sem fram átti að fara miðvikudaginn 27. marz 1957, kl. i
1 3 síðdegis samkvæmt auglýsingu í 10., 11. og 12. tbl. i
| Lögbirtingablaðsins 1957 á húseigninni nr. 49 við Hverf- i
1 isgötu, eign þrotabús Karls O. Bang, verður frestað,' |
1 og fer uppboðið fram á eigninni sjálfri laugardaginn 6. i
i aprí! 1957, kl. 1,30 síðdegis. i
1 Á uppbcðinu verður leitað boða í húseignina, sem |
1 ekki er fullgerð, bæði í hverja einstaka íbúð, 12 að E
1 tö!u, og hvort íbúðarhúsnæðið fyrir sig, svo og í alla E
1 húseignina í einu lagi. i
| Uppboðsskilmálar, teikning af húseigninni og lýsing |
| verða til sýnis í skrifstofu borgarfógeta Tjarnargötu 4. |
| Borgarfógetinn í Reykjavík =
miiiimiimimiimmmmmismmmmrimmmmmmmmmmmmmmiimmmmmmmimmmiiimmmiiúi
.V.V.V.V.V.V.".
»*
Vegna útfarar
verða skrifstofur vorar lokaðar frá hádegi mánu-
daginn 25. marz n. k.
IÐNAÐARMÁLASTOFNUN
ÍSLANDS
í
I
.V.V.V.V.V.V.V.'.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.'.V.
•l £
í Innilega þakka ég ættingjum mínum og vinum, sem £
heiðruðu mig á sjötugsafmæli mínu 19. f. m. með heim- ;;
•\ sóknum, gjöfum og heillaóskum. £
Guð blessi ykkur öll.
Sæmundur Halldórsson,
Baldurshaga
5
!■■■■■■■■■■■■)
!■■■■■■■ ■ I
Móðir mín Þuríður Bjarnadóttir
lézt föstudaginn 22. marz. — Fyrir hönd bræðra minna og vanda-
manna. Margrét ísólfsdótfir
Þalcka innilega samúo og vinarhug við andlát og jarðarför
Þórðar Hjálmarssonar Skildi
Júlíana Kristjánsdóttir