Tíminn - 26.03.1957, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.03.1957, Blaðsíða 12
Veffarútllti »i—'»| ----, Norðan gola víðast léttskýjað. Hiti kl. 18: <-iÍíMtlí%'ftME Almennt skíðamét á Akureyri: Þriðjudagur 26. marz 1957. Reykjavík 1 stig, Akureyri 0 stig. Kaupmannahöfn 3 stig, Londoa 10 stig París 11 stig. Þórðarson sigur vegári í stökki og svigi Saglœ^ilagi^ á BernHida-ráðstéfnunm: 1 Samstarf Breta og Bandaríkjamanna stari grnndvelii en ádur Akureyri í gær. — Hið almenna skíðamót hélt áfram í gær og var þá keppt í stökki og svigi. Eysteinn Þórðarson, | Keykjavík, varð sigurvegari í báðum þessum greinum í A-| flokki. Þátttakendur í mótinu voru 60 og er það mikil þátt- taka í skíðamóti á Akureyri. Veður var hið fegursta og á-| horfendur fjölmargir, og notuðu margir tækifærið og brugðu sér á skíði þennan dag. Mót þetta var undirbúningskeppni að landsmótinu, sem haldið verður á Akureyri um páskana. iStökkkeppnin hófst kl. tvö við lengst 27 m. Annar varð Jón Ág j Störa'hkin samyinna í landvarnamáíum — Utan- ríkisstefna landanna samræmd — Bandaríkin af- henda Bretum fp.rstýr'S flugskeyti til a'ð styrkja varnir Vestur-Evrópu Washington—London, 25. marz. — Seint á laugardags- kvöldið var birt yfirlýsing um viðræður þeirra Maemillans og Eisenhowers á Bermuda. í yfirlýsingunni, sem talin er hin merkasta, segir m. a. að þeir séu einhuga um að auka enn Míðhúsaklappir. í A-flokki sigraði | ústsson, KA, hiaut 214,8 stig, átti j samvinnu Breta og Bandaríkjanianna í landvarnamálum svo , - 0g að samræma steínu þjóðanna í utanríkismálum. Gyðingar deila á Hammarskjöld Jerúsalem—NTB, 25. marz: — Ben Gurion, forsætisráðherra ísraels, deildi í dag harðlega á Dag Hammarskjöld og sakaði hanii um linkind við Arabarikin. Lýsti forsætisráðherra yfir undr- un og harmi ísraelsmanna yfir framferði Hammarskjölds. For- sætisráðherrann sagði, að S. Þ. «g Hammarskjöld krefðist þess að nákvæmlega yrði farið að lög- um og fyrirmælum, þegar fsraels- menn ættu í hlut, en annað það væri öðru farið með Arabaríkin. Til dæmis hefðu Jórdaníumenn nú alveg nýlega gerzt freklega brotlegir við vopnahléssamning- inn er þeir neituðu ísraelsmönn- um að fara frjálsir ferða sinna úr Arabahverfi Jerúsalem til Gyð- ingahverfisins. fsraelsmenn hefðu borið fram kvartanir yfir þessu framferði Jórdaníumanna, en þeim hefði ekki verið siimf. Eysteinn, iilaut 216,7 stig, stökk i lengsta stokk í keppninni 27,5 m. en talið er, að liægt sé að stökkva 30 m. í brautinni. í aldursflokki 17—19 ára sigr j aði Matthías Gestsson KA, hlaut; 204 st., annar varð Bragi Hjartar j son Þór, með 1995,9 stig. í aldurs flokki 15—17 ára sigraði Björn þór Ólafsson, með 191,7 stig. Ann ar varð Jóhann Halldórsson, Dal vík með 171,3 stig. í drengjaflokki sigraði Björn Guðmundsson, Ólafs firði með 180,5 stig. Keppendur í stökkinu voru 20. Svigkeppnin. Svigkeppnin hófst kl. 5 í Sprengibrekku á Vaðlaheiði. Brautin var 300 m. með 48 hlið um. í A-flokki sigraði Eysteinn á 77.8 sek. Annar varð Úlfar Skæringsson, Reykjavík á 85,6 sek og þriðji Bragi Iljartarson Þór á 80,6 sek. f C-flokki sigraði Stef án Jónsson KA á 46.9 sek. Annar Hörður Sverrisson KA á 50,9 sek. í eldra flokki drengja sigraði ívar Sigmundsson, KA en Björn Guð mundsson Ólafsfirði í yngra flokki drengja. Ráðherrarnir urðu sammála um að gera Rússum það tilboð, að þeir fái að fylgjast með og verða við- staddir tilraunir Breta og Banda- ríkjanna með kjarnorkuvopn, gegn þvi, að brezkir og bandarískir full- trúar fái að íylgjast með tilraun- um Rússa. Samkomulag náðist ennfremur um að fækka tilraunum með kjarn orkuvopn til að draga úr áhyggj- um þjóðanna vegna hættu af geislavirkni. Sainið var um, að Randaríkin láti Bretum í té fjarstýrð flug- skeyti. MacmiIIan hefir látið svo um mælt, að þetta sé eitt mikil- vægasta atriði, sem samið hafi verið um, vegna þýðingar þess- ara flugskeyta fyrir varnir allr- ar V-Evrópu. Samkoinulaginu yfirleitt fagnað. Samkomulaginu hefir yfirleitt verið mjög vel tekið í hinum frjálsa heimi. Það er nú almenn skoðun, að brezkt-bandarískt sam- ! starf sé nú á mun traustara grunni en fyrr til mikilla hagsbóta fyrir I aliar frjálsar þjóðir. New York Times fagnar sam- komulagi Eisenhowers og Macmill- ans. Telur blaðið, að í samkomulag- inu sé lögð áherzla á að styrkja enn varnir hins frjálsa heims gegn árásarfyrirætlunum Rússa og leppríkja þeirra. Sem betur fari hafi Bretar og Bandaríkja- menn skilið mikilvægi samvinnu einingar, þeir hafi varpað göml- um deilumálum fyrir borð, sem nú sé gleymd og grafin. Ægileg ógnaröld ríkir enn í Ungverjalandi % 350 þús. manns líða skort vegna atvinnuleysis Washington—25. marz: Tveir fyrrv. stjórnarstarfsmenn í Ung verjaiandi báru það í dag fyrir bandarískri þingnefnd, að enn ríkti í Ungverjalandi hin ægileg asta ógnaröld, þjóðin væri í hel greipum Rauða hersins og inn- lendra leppa hans. Menn þessir, Sandor og Hor- vath að' nafni flýðu land til að komast hjá fangelsum, fullyrtu að geysimikið atvinnuleysi væri nú í Ungverjalandi, 350 þús. liðu nú skort vegna atvinnuleysis, margir hungur. 40—59 þús. í þrælabúðum. Horvath taldi sig hafa fengið öruggar upplýsingar fyrir því, að íiiinndta kosti 40—50 þúsundir Ungverja hefðu verið fluttir á hrott nauðugir í rússneskar þræla búðir nokkru eftir uppreisnina í haust. Sandor sagði, til dæmis um ógn aröldina, að í bænum Miskolie í norðvesturhluta landsins, hefðu 56 manns verið teknir af lífi fyr irvaralaust, svipaða sögu væri að segja úr flestum borgum og bæj um. Um beint stríð að ræða. Ungverjarnir vöruðu við þeim misskilningi að líta svo á, að hér hafi verið um að ræða ungverskt innanlandsmál, hér væri ekki um neitt annað að ræða en hreint stríð á milli Rússa og Ungverja. Þrátt fyrir ógnaröldina og griinmd og ofbeldi hinna inn lendu leppa og húsbænda þeirra hefði ungverska þjóðin ekki enn gefið upp vonina um bjartari framtíð. Franska stjórnin ánægð. Franska stjórnin hefir fagnað mjög samkomulaginu á Bermuda. Talsmenn stjórnarinnar hafa eink- um fagnað aðild Bandaríkjanna að hermálanefnd Bagdad-bandalags- ins og hinni nánu samvinnu þjóð- anna í landvarnamálum. Talsmenn- irnir hafa einnig lagt á það á- herzlu, að það sé nú ljóst, að Bret- ar hyggist auka enn samvinnuna við þjóðirnar á meginlandinu, sem sé sérstakiega mikilvægt þar sem einmitt nú væri verið að leggja grundvöllinn að sameinaðri Evr- ópu með stofnun markaðsbanda- lags Evrópu og stóraukinnar sam- vinnu hinna frjálsu þjóða í kjaru- orkumálum. í( Rússar hafa í hótunum. Fyrirlesari í Moskva-útvarpinu sagði í dag, að sú ákvörðun Mac- l millans og Eisenhowers á Ber« muda-ráðstefnunni um afhend- ingu bandarískra fjarstýrðra flug- I skeyta til Breta, hefði í för með sér mikla hættu fyrir brezku þjóðina. Fyrirlesarinn sagði, að það sein fyrir Bandaríkjunum vakti, væri að reyna að hindra, að Bandaríkin sjálf yrðu fyrir gagn* árásum með því að koma upp bækistöðvum fyrir fjarstýrð flug I skeyti utan Bandaríkjanna, ef I Bandaríkin hæfu kjarnorkustríð. Ekki ræddi fyrirlesarinn tilboð Breta og Bandaríkjanna um eft- irlit með tilraunum með kjarn- orkuvopn, en sagði, að það værí nú ljóst, að bæði Bretar og Bandaríkjamenn ætluðu að lialda slíkum tilraunum áfram. Víslndamenn fylgiast með acroniserlng’u f frystlhúsi f Luneberg I Nova Scotia í Kanada. Pakkárnir eru sérstaklega merktir tll að sýna, að hin nýja aðferð hafi verið tekin f notkun. Kanadamenn taka myglulyfin í notk- un til að varna fiskskemmdum „Acronisering“ bæíi á fiskiskipum og í frysti- húsum — ný tækni, sem vekur mikla athygli Halifax, N. S. — Brezki vís- indamaðurinn dr. John H. Tayl- or gerði sér sérstaka ferð til Halifax til að vera viðstaddur, er almenn notkun nýrrar myglulyf ja blöndu til að varna fiskskemmd- um, hófst í frystihúsum og fisk- verkunarstöðvum í Kanada. Hin nýja meðferð, „acronisering“, hófst í aðalfrystihúsinu í Lunen- burg, skammt frá Halifax, og fylgjast bandarískir og kanadísk- ir vísindamenn með notkun blönd unnar, ásamt Bretanum. Um skeið hafa farið fram til- raunir með notkun aureomycin- I blöndu til að varna eða seinka geymsluskemmdum í alls konar • matvælum, einkum fiski. Hafa þessar tilraunir verið gerðar víða um lönd, en ekki almennt byrjað enn að nota aðferðina. Kanada- menn ríða þarna á vaðið. Talið er, að rýrnun á heildarafla- magni Kanadamanna muni mjög minnka eftir að acroniseringin verður almenn, en rýrnun af völd- um skemmda er nú talin nema allt að 15% af heildaraflamagninu, sem er um 1 milj. lestir á ári. Brezkir útvegsmenn sækja nú allfast að fá leyfi til að taka upp þessa aðferð, en enn sem komið er, hafa brezk heilbrigðisyfir- völd ekki viljað veita slíkt leyfi, en tilraunum er haldið áfram í Bretlandi. Það þykir samt sann- að, að upplausn sú, sem hér um ræðir, sé hættu- og skaðlaus með öllu. Kanadamenn láta nú merkja hraðfrystipakka sína sérstaklega með orðinu „Acronised“ og aug- lýsa, að fiskurinn muni geymast miklu lengur en áður. Þá er nú byrjað að „acronisera" ís, sem fiskiskip taka með sér á miðin, og hafa tilraunir sýnt, að fiskur, sem látinn er nýr í slíkan ís, helzt lengur óskemmdur en ella. Stórhríð skellur I yfir Mið-vestur- • hluta Bandaríkj- anna New York—NTB 25. marz: Stór hríð skall yfir 8 ríki í Miðvestur Bandaríkjunum í dag og er síffi ast til fréttist sátu um 800ft bílar fastir í sköflum á ýmsum þjóðvegum á þessu svæði. Hraðlestin frá St. Louis til LoS Angeles í Kaliforníu festist vegna snjókomunnar nálægt bænum Winona í Kansas með 400 far þega um borð. Önnur lest me® 92 farþega festist í óveðrinu, en björgunarflokk tókst að kom ast til hennar og flytja fólkið á brott. Óveður þetta hefir til þessa orðið 4 mönnum að bana. Mikil þátttaka í Landsgöngunni í Súgandafirði Nú er vika liðin síðan fólk hér hóf Landsgönguna. Fjörutíu og fjórir af hundraði íbúa Suðureyr- arhrepps hefir þegar tekið þátt I göngunni, eða 171 maður. Elztí maðurinn, sem gengið hefir Lands gönguna hér og jafnframt elztl maður hreppsins, er Guðmundur Ágúst Halldórsson, áttatíu og fimm ára. Kona hans, Sveinbjörg Her- mannsdóttir, sem er sjötug, er elzta konan, sem hefir tekið þátt í göngunni hér. Yngsti þátttakand inn er þriggja ára, Arnfinnur Jón Guðmundsson, sonur Guðmundar Pálssonar vélstjóra. Nú er að hefj ast skíðanámskeið á vegum barna- skólans. Kennari er Guðmundur Hallgrímsson frá Önundarfirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.