Tíminn - 26.03.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.03.1957, Blaðsíða 1
Fylgizt með tímanum og lesi5 TÍi.IANN. Áskrifstarsímar 2323 cg S1300. TÍMINN flytur mest og fjöl’úreyttast almennt lesefnl. 11. árgangur Keykjavík, þriðjudaginn 26. marz 1957. Inni 1 blaðinu i dag: .1 Friðrik skrifar um fimmtu ein- vígisskákina, bls. 4. j Bækur og höfundar bls. 4. j íþróttir, bls. 5. Erlent yfirlit, bls. 6. Viðtal við Pál Zóphóníasson, bls. 7. ’ 70. blað. Fyrir skip, er sigla milii New York og- Reykja- víkur lengist ieitSin um þrjú til fjögur hundruð sjómíiur vegna hans Óvenju mikill hafís er um þessar mundir á siglingaleiðum undan Nýfundnalandi og verða skip sem sigia miili íslands og New York að taka á sig langan krók til þess að hann. Lagarfoss, sem kom heim nú fyrir helgina seinkaði um heilan sólarhring af þessum sökum og sagði skipstjór- inn Haraldur Ólafsson, að mjög óvenjulegt væri að ísinn væri á siglingaleiðum þarna svo snemma árs. Margír á skiðagöngn í Mosfdlssveit Mosfellssveit í gær: — f gær fjöl- menntu menn héðan úr sveitinni til landsgöngunnar, og luku henni alls 210 manns, sá elzti 64 ára og sá yngsti 4 ara. Fjórtán karlar voru yfir sextugt. Á fjórum heimilum í sveitinni lauk allt heimilisfólkið göngunni, ungir sem aldnir. Lítill snjór er niðri í dalnum, og var fólkinu ekið upp að Leirvogsvatni og gengið þaðan niður að Selja- brekku. Það var ungmennafélagið Afturelding, sem sá um gönguna. — AÞ í stuttu viðtali sem blaðið átti við Harald skipstjóra í gær sagði hann, að er Ligarfoss var á heim- leið í janúar og ætlaði að fara venjulega siglingaieið við Cape Race, hefði hann lent í hafís og orðið að sigla langt austur í haf til þess að krækja fyrir hann. Um svipað leyti var gefin út aðvörun til skipa og þeim ráðlagt að sigla utan Nýfundnalandsbanka. Harald- ur kvað áraskipti að því hve mik- ill ís væri á siglingaleið við N- Ameríku en venjulega kæmi hann ekki á þessar slóðir fyrr en seinna Ekki kvað Haraldur unnt að segja um hve lengi íslenzku skip- in yrðu fyrir töfum af þessum sök- um, en gefnar yrðu út tilkynning- ar um það, þegar greiðfært yrði við Cape Race og um St. Lawr- •ence-flóa. ErfiSustu hindrunkmi í Sáez- skurSi rutt á brott í gær Viðræðum Hammarskjölds og Nasaers loki'S óvíst um áragur Kairó—NTB 25. marz: Björgun arskipaflota S. þ. hefir nú tekizt að ná á flot erfiðustu hindrun inni í Súez-skurði, skipinu Edg ar Bonnet, sem dregið verður á brott í kvöld. Mun nú skurður inn verða opnaður fyrir stórum skipum allt að 20 þús. tonn inn an fárra daga. Dag Hamarskjöld, Ralph Bunche og Burns hershöfðingi voru allir viðstaddir er Edgar Bonnet var dregið á flot í dag. Nú er aðeins eftir að ná einu skipi upp úr skurðinum og er því verður lokið innan fárra daga, mun skurðurinn opinn öllum skipum, svo framar lega, sem egypzk yfirvöld leyfa það. Síðasti fundur Nassers og Hammarskjölds. Hammarskjöld ræddi í dag við Nasser forsta í Kairó. Fréttamenn telja, að það verði síðasti fundur þeirra að sinni, og að Hammar skjöld muni halda til New York á næstunni. Talsmenn S. þ. hafa skýrt frá því, að í viðræðum Hammar- * Oveður veldur milljóna tjóni í Danmörku Kaupmanahöfn 25. marz. Einka skeyti til Tímans: — Mikið óveð ur gekk yfir Danmörk í gær og oili milljónatjóni. Þrír menn fór ust í óveðrinu en sjómenn urðu fyrir milljónatjóni er þeir misstu net sín. Tjón varð einnig mikið í landi, þök fuku af húsum og þús uudir rúða brotnuðu. skjölds og Nasers hafi einkum verið ræt um varðstöðu gæzlu liðs S. þ. á landamærum Egypta lands og ísraels, frjálsar siglingar um Akaba-flóa svo og um fram tíðarrekstur Súez-skurðar. Talsmaður S. þ! bar í dag til baka þá frétt, að samkomulag hefði náðst á Kairó-fundinum. Mynd þessi var tekin á Reykjavíkurflugvelli í gær, þegar blaðamenn komu úr eftjrlitsflugferð með flugvél landhelgisgæzlunnar út fyrir Faxaflóa og suður fyrir Reykjanes. Áhöfn vélarinnar, skipstjóri og stýrimaður frá landhelgisgæzlunni standa við flugvélina. Myndina tók Guðni Þórðarson. Togveiðiskip óttast gæzluflugvélina og sækja minna í landhelgi en áður Friðrik vamr sjöttii skákina Sjötta skákin í einvígi þeirra Friðriks Ólafssonar og Hermanns Pilniks var tefld á simnudaginn og fóru leikar svo, að Piinik gafst upp í 33. leik, en þá var mát óverjanndi. Hann átti þá að- eins nokkrar sekúndur eftir á síðustu leikina. Samkvæmt samn ingi þeirra munu þeir tefla tvær skákir til viðbótar, og verður sú fyrri á miðvikudagskvöld. Á fjórðu síðu blaðsins í dag skrif- ar Friðrik um fimmtu einvígis- skákina, en á morgun mun birt- ast grein eftir Friðrik um sjöttu skákina. urskotin voru ætluð á flækings- at tæplega valdið misskilningi Samvinna leitarflugvéla og varSskips virðist heppilegasta leiðin til að verja landhelgina Blaðamönnum var í gær boðið í flugferð með eftirlits- flugvél landhelgisgæzlunnar. Flogið var út yfir Faxaflóa og síðan í námunda við friðunarlínuna allt austur fyrir Selvogs- banka. Nokkrir togarar voru að. veiðum á flugleiðinni, en flestir langt utan við friðunarlínuna. Á Selvogsbanka voru tveir er-1 arinnar, sem hélt ferðinni áfram. lendir togarar að veiðum, mjög Flugstjóri í þessari ferð var nærri „línunni“, en við nákvæm- Bragi Norðdal, en skipstjóri frá ar mælingar reyndust þeir vera landhelgisgæzlunni, sem var með rösklega 100 metra utan við tak- í ferðinni var Gunnar Kjærnested. mörkin og urðu því ekki fyrir Gáfu þeir upplýsingar á leiðinni frekara ónæði íslenzku flugvél- um það hvernig farið er að því að ,nota flugtæknina við landhelgis- gæzluna. Eftir flugferðina heimsóttu blaða er sKaut á manninn hélt því fram, að á- gangur hans hafi verið svo hvimleiður, að homim væri heimift að beita púðurskotnm til að ffæma hann frá Blaðimt hefir borizt yfirlýsing frá skrifstofu sakadómara vegna forsíðufréttar síðasta Mánudagsblaðs, þar sem getið er átaka er urðu í húsi í Smálöndunum. í frétt Mánudags- blaðsins stóð, að tiltekinn lögreglumaður hefði íátið manni f té púðurskot, sem síðan hefði verið puðrað í andlit sjó- manns er kom að heimsækja fyrrverandi konu sína. Hér á eftir fer yíirlýsing skrifstofu sakadómara um málið. Milli- fyrirsagnir eru blaðsins. „ I 12. töiublaði 10. árgangs1 Mánudagsblaðsins hinn 25. þ. m. birtist forsíðugrein með fyrirsögn inni: „Lögreglan heimilar konu að skjóta á mann sinn.“ Þar sem nafngreindur rannsókn arlögregluþjónn er í grein þessari borinn röngum sökum og fyrir sögn greinarinnar er stórmóðg andi í garð lögreglunnar allrar, þykir eigi verða hjá því komist að skýra opinberiega frá eftirfar andi aðalatriðum máls þess, sem greinin mun eiga við. Púðurskot úr fjárbyssu. Mánudaginn 11. þ. m. barzt saka dómi Reykjavíkur skýrsla lögregl unnar í Reykjavík um skotárás á Benjamín Sigurðsson, Skúlagötu 66. Hafði lögreglaj verið kvödd að Urðarbraut í Smálöndum kvöldið áður, en þar býr Sigurlína Gísla dóttir, fyrrverandi eiginkona Benja míns. Benjamín hafði komið í heimsókn til hennar undir áhrif um áfengis. Hinrik Ólafsson, sem býr með fjölskyldu sinni í sama húsi, hafði þá hleypt úr fjárbyssu púðurskoti að Benjamín, en að því búnu höfðu þeir lent í rysk ingum. Hinrik skýrði lögreglu- mönnunum svo frá, að hann hefði fengið þrjú púðurskot hjá Hauki B j arnasyni, rannssóknarlögreglu- manni, sem jafnframt hefði veitt honum leyfi til þess að beita þeim gegn Benjamín, ef hann kæmi í heimsókn. Til að flæma burt flæginshunda. Dómsrannsókn málsins hófst (Framhald á 2. síðu). menn varðskipið Þór og ræddu þar við Eirík Kristófersson skipherra og Pétur Sigurðsson sjóliðsfor- ingja, forstöðumann landhelgis- gæzlunnar. En varðskipin hafa ! mikilvægu hlutverki að gegna líka | í sambandi við þann þátt gæzlunn- ar, sem flugvélarnar annast og er J náið samstarf milli skipanna og ■flugvélanna um tilhögun gæzlunn- ar. | Hins vegar mun það einróma i álit þeirra, sem til þekkja, a9 | eftir að flugvélar hófu fyrir al- | vöru þátttöku í landhelgisgæzi- ] unni og höfðu aðstöðu til ná- ! kvæmra staðarákvarðana, hafi | orðið gjörbreyting á ásókn skipa j í landlielgina, og nú sé það orði® | sjaldgæft að togveiðiskip leggi i I það hættuspil að voga sér inn fyrir landhelgislínuna til veiða í björtu veðri. Fer hér á eftir út- dráttur úr féttatilkynningu iand* helgisgæzlunnar. Eins og flestum er kunnugt þá hafa aðalverkefni íslenzku land- helgisgæzlunnar frá upphaíi og til þessa dags verið fiskveiðilöggæzla og alls konar björgunarstörf á hafinu umhverfis ísiand, — og til þess að sinna þessum verkefnum hafa af eðlilegum ástæðum aðal- lega verið notuð stærri eða minni skip eftir því sem bezt hefir þótt á hverjum tíma. (Framhald á 2. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.