Tíminn - 30.03.1957, Qupperneq 2
TÍMINN, laugardaginn 30. marz 195T,
til Gerhardsens nýtt áróðurs-
bragð til að veikja A-bandalagið
Segja blöð á Norðurlöedum. Nær öfl biöð-
i» taka bréfinu þungl. og nefna það Stótun
Bréf Búlganins til Gexhardsen forsætisráðherra Norð-
mar.na hefir verið mikið rætt í blöðum bæði á Norðurlönd-
uin o-g annars staðar. Yfirleitt er dómur blaðanna sá, að
Búlganin sé að freista þess að grafa undan Atlantshafsbanda-
laginu meðai almennings á Norðurlöndum. Hann skirrist
ekki við, að beita hótunum um gjöreyðingu Noregs með
kjarnorkuvopnum, ef til styrjaldar skyldi koma. Það eigi að
hræða norskan almenning og stjórn landsins til að hverfa
frá samstöðu með vesturveldunum um öryggismál. Norsku
blöðin eru nær öll á einu máli um, að þessi hótunar- og á-
róðursherferð muni ekki aðeins gagnslaus heldur sennilega
verka öfugt við það sem til er ætlazt.
I ráðstefnunnar skelft Sovétríkin. Þá
sé sennilegt, að Sovétleiðtogarnir
telji vonlitið um að þeim verði
frekar ágengt við hin nálægari
I austurlönd og nú eigi að vita
hvort nokkuð megi bæta sér það
upp nyrzt í Evrópu. Brezku blöðin
segja flest, að bréfið sé bein til-
raun til að hræða litla bjóð, 'sem
sé annað þeirra tveggja ríkja í
Atlantshafsbandalaginu, sem eigi
landamæri sameiginleg með Sovét
ríkjunum.
Hér á eftir verða rakin nokkur
atriði úr blöðum á Norðurlönd og
annars staðar um bréf þetta.
Búlganin yfirsést.
-Aíörg Óslóarblaðanna benda á,
«ð Búlganin skírskotar til Ger-
Mardsens sem foringja Verka-
mannaflokksins, en slæf því svo
jafnframt föstu, að stefna norsku
stjórnarinnar í landvarnamálum sé
ekki stefna Verkamannaflokksins.
Blöðin benda á, að andstaðan gegn
Átlantshafsbandalaginu hafi mjög
veikzt í Noregi eftir atburðina í
Utigverjalandi. Þetta sjáist Búlg-
anin algerlega yfir, svo og hitt að
Gerhardsen sé fyrst og fremst for-
sætizráðherra Noregs, en ekki íor-
xnaður síns ílokks.
Ekki til árása.
Arbeiderbladet leggur áherzlu á,
að Sovétríkin geti verið viss um,
að Noregur verði ekki notaður í
árásarstyrjöld á Sovétríkin. Hins
vegar geti Norðmenn vel skilið á-
hyggjur Sovétleiðtoga yfir þróun
gjöreyðingarvopna og hættunni,
sem af þeim stafar. Blaðið segir,
að j>að myndi lítið draga úr stríðs-
•Jlættunni í heiminum, þótt Noreg-
ur ta?ki upp hiutleysisstefnu. Þvert
á-móti sé sennilegt, að það myndi
aðeins auka öryggisleysið og óviss-
una.
Áhætía Noregs.
Morgeubladet segir, að Bulg-
anin haidi, að almenningur í Nor-
egi hafi alls ekki tekið eftir at-
burðunutn í Ungverjalandi. Þar
___^f irsjáfsí lionum. Fólkið viti
IhverjLr séu hinir eiginiegu heims
veldissumar og arftakar Hitiers
og hafi gert markmið hans og
aðferðir að sínum.
Bréfið sé einnig skrifað með til-
liti til þess endurmats, sem fram
fer hvarvetna á herbúnaði. Vest-
urveldin hafi enn forskot í vetnis-
og fcjarnorkuvopnum, sem vegi
upp á móti meiri mannafla Sovét-
-♦ikjanna. Noregur, sem liggur á
■landamærum Sovétríkjanna tekur
því á sig mikla áhættu með sam-
stöðunni með vesturveldunum.
Upp á þetta sigti Búlganin, en
norsku þjóðinni hafi verið þessi
áfhætta )öngu ljós.
Að standa uppi hjáiparlaus.
Nationen segir, að Noregur
liafi ekki viljað standa uppi einn
og hjálparlaus, eins og „sumir
aðrir nábúar Sovétríkjanna“, er
vægast sagt hafi ekki átt neina
sældardaga í sambúðinni við ná-
granna sinn. Jafnvel Finnland
hafi þar undan ýmsu að kvarta.
Finnsku blöðin birta fregnina
um bréfið undir stórum fyrirsögn-
um, en ekkert þeirra gerir athuga-
semdir. Hið íhaldssama blað Uusi
Suomi hefir fyrirsögnina: Sovét-
ríkin hóta Norðmönnum og senda
Finnum strengilega aðvörun.
Gefist upp við austurlönd.
í Washington er litið á bréfið
sem áróðursbragð fyrst og fremst.
Auk þess hafi árangur Bermuda-
Kvartað yfir rang-
færslum á bréfi
Búlganins
MOSKVU, 29. marz. — Moskvu-
útvarpið birti í dag fréttatilkynn-
ingu, þar sem kvartað er yfir því
að blöð á vesturlöndum hafi vís-
vitandi rangfært og mistúlkað meg
in efni og tilgang bréfs Búlganins.
Það sé alrangt, að bréfið feli í sér
íhlutun um innanríkismál Noregs
og ekki sé það heldur rétt, að í
því felist hótun gegn öryggi lands-
ins, enda sé vinátta landanna göm-
ul og engin deilumál á döfinni, sem
gætu leitt til styrjaldar þeirra í
milli.
Makarios
(Framhald af 1. síðu).
grískumælandi fólk á eynni er
fréttist um áð Makaríos væri
frjáls orðinn. Fólkið virti útgöngu
bann og herlög Breta að vettugi
og fagnaði um alla eyna allt tii
morguns og fram eftir öllum degi.
Lét brezki herinn þetta óátalið,
en í kvöld var tilkynnt, að út-
göngubann væri gengið í gildi að
nýju.
Erlemdir námsmenn hér settu svip
sinn á kvöldvöku Norræna félagsins
Skemmtiklúþbur Norræna félagsins hélt aðra kvöldvöku
sína í Tjarnarcafé s. 1. þriðjudag kl. 8,30. Kvöldið var fyrst
og fremst helgað Finnlandi. Þáð hófst með ávarpi Sveins Ás-
geirssonar hagfræðings, síðan las Magnús Gíslason fram-
kvæmdastjóri Norræna félagsins upp úr þýðingu Karls ís-
feld á Kalevala, þjóðkvæðabálki Finna.
Vandræðaástand í
gjaldeyrismálum
Dana
KAUPMANNAHÖFN í gær. — H.
; C. Hansen flutti ræðu í gær á
fundi Husmandsforeningen í Aar-
■ hus og ræddi um hættuástand það,
I sem nú er í gjaldeyrismálum Dana
! og vandamál landbúnaðarins. For-
! sætisráðherrann sagði, að ríkis-
stjórnin væri reiðubúin til að taka
upp ýtarlegar viðræður við félags-
samtök landbúnaðarins ef þau
æsktu þess. Hann neitaði því harð-
iega, að gengisfelling kæmi til
mála sem leið úr ógöngunum.
— Aðils.
Hinn lausa snjótekur mjög örtí á-
gætri Máku, búizt viS þíðviSri áfram
Blíðviðri og hiti, regluleg hláka, var um meginhluta lands
í gær og þar sem snjórinn hefir hulið allt að undanförnu
var sem hann gufaði upp, eins og einn fréttaritari blaðsins
í snjóahéraði sagði í gær. Þó mun hlákan hafa verið aðgerða-
minni á Norðurlandi en ágæt austan lands og sunnan. Er
nú alls staðar komin upp jörð.
Fréttaritari blaðsins á Egils-
stðum sagði, að snjórinn hefði
mjög minnkað. Jörð væri alls stað
ar komin upp, og ágæt beitarjörð
t. d. komin á Jökuldal. Bílar hafa
verið í fönn yfir Fagradal með
oliu ,sement og timbur til Gríms-
árvirkjunarinnar og einnig vörur
í héraðið, en í gær var færð orðin
mjög ill á heiðinni, sökum aur-
bleytu og kraps. Einnig var færð
víða slæm í héraðinu vegna krapa
elgs, t. d. ófært út í Eiða, því að
krapablá lá þar á veginum.
Fréttaritari Tímans á Húsavík
sagði að snjór hefði nokkuð sigið,
og væri jörð að koma upp. Bíl-
færi er mjög að versna sökum
þess að bílar vaða niður úr snjón-
um, þar sem ekið var í harðtroð-
inni slóð.
Fréttaritari blaðsins í Hruna-
mannahreppi sagði, að tekið hefði
gríðarmikið upp síðasta sólarhring
en annars hefði snjór aldrei verið
eins mikill þar efra í Hreppum,
Tungum og Laugardal, sem niðri
í Grímsnesi eða Flóa. Vegir eru
eitthvað að spillast.
Blaðið átti einnig tal við Helga
Ágústsson á Selfossi í gærkvöldi.
Sagði hann, að hólar og þúfnakoll-
ar væru komnir upp í Flóanum,
en þó tæpast hagi enn, þar sem
krapablá lægi yfir öllu. Helgi
kvaðst vongóður um, að vegirnir
spilltust ekki að mun, þótt þiðn-
aði. Frost hefði verið svo lítið í
þeim, að vonir stæðu til, að þeir
þyldu vorleysingarnar betur en oft
áður, þegar holklaki er í þeim
lengi vors. Bílar fara nú Hellis-
Dægurlagahefti Jóns
frá Hvanná
Jón Jónsson frá Hvanná.
Einn vinsælasti dægurlagahöfund-
ur okkar, Jón Jónsson frá Hvanná,
hefir sent frá sér snoturt dægur-
lagahefti, sem hefir inni aS halda
fimm lög, er mörg hafa þegar náð
talsverðum vinsældum, og heyrast
víða leikin og rauluð. Jón hefir feng'
izt við samningu dægurlaga um
margra ára skeið, og kvað hann þau
lög, sem í heftinu eru, aðeins vera
lítið brot af því, er hann ætti í poka
horninu, þegar fréttamaður frá blað
inu átti símtal við hann í gær. Sem
fyrr getur, eru fimm lög í heftinu,
og bera titlana Selja litla, Sauma-
konuvalsinn, Töfrablik, Vorómar og
Yndis bezta elskan mín.
Carl Billich bjó heftið til prentun-
ar. —
heiði og er færð um hana góð,
víðast komið ofan úr snjónum á
hreinan veg. Krísuvíkurleiðin var
farin að spillast undan hinni miklu
umferð.
Allmikið mun hafa tekið upp
vestur á Snæfellsnesi, og eru bænd
ur þar leystir úr langri nauð. Guð
mundur Jónasson, sem annazt hef-
ir þar flutninga vikum saman á
snjóbíl sínum, hætti þeim flutn-
ingum í gær, þar sem hægt mun
nú að láta venjulega bíla taka
við.
Fréttir frá landsbyggðinni
Var jafnframt leikin kantele-
músík af stálbandi, en kantele er
hið fræga þjóðlega hljóðfæri
Finna. Þá sýndi Kaj Saamila stud.
mag. litskuggamyndir frá Finn-
landi með skýringum, en að lokum
sýndi hópur Finna og íslendinga
nokkra finnska þjóðdansa, sem
vöktu lirifningu áhorfenda. Að
loknum þessum skemmtiatriðum
var stiginn dans til kl. 1 eftir mið-
nætti.
Kvöldvakan var vel sótt, og
skemmtu menn sér hið bezta. Gafst
námsmönnum frá hinum Norður-
löndunum kostur á að kynnast ís-
lenzkum námsmönnum og öðrum
þeim íslendingum, sem áhuga
hafa á nánari vináttuböndum við
Norðurlöndin. Settu erlendu gest-
irnir mjög svip sinn á kvöldvök-
una á þriðjudaginn. f ráði er að
halda enn eina slíka kvöldvöku í
vor, og verður hún að líkindum
lielguð Svíþjóð.
Hreindýr haía ekki falliS
í Breitidal
BREIÐDALSVÍK, 26. marz — Tíð-
arfar hér, það sem af er þessum
vetri, má teljast sæmilegt, að vísu
hafa gæftir til sjós verið stirðar.
Frost hafa ékki verið teljandi, en
snjóalög talsverð nú um skeið, en
þó fært jeppabifreiðum innfyrir
miðja sveit, suður á Berufjarðar-
strönd og allt til Djúpavógs.
Haglítið var orðið fyrir sauðfé
víðast hvar, en nú síðustu daga
hefur hlánað og hagar sem óðast
að koma undan snjó. — 50—60
hreindýr hafa verið gestir í Breið-
dal, síðan snjóaði á öræfum, og
eru þau fremur smávaxin aðallega
kálfar. Ekki hefur orðið vart við
að þau hafi fallið.
G.T.A.
GótSur handfærafiskur
fyrrihluta marz
BREIÐDALSVÍK, 26. marz. —
Tveir triliubátar og einn 8 lesta
þilfarsbátur hafa stundað hand-
i færaveiðar hér frá Breiðdalsvík í
marz-mánuði, þegar gefið hefur,
og virðist vera talsverður fiskur
fyrrihluta mánaðarins, en nú virð-
ist fiskurinn horfinn um sinn, en
sjómenn gera ráð fyrir að ný
ganga birtist um sumarmálin. Þil
farsbáturinn hefur verið á Horna
íjarðarmiðum að undanförnu og
aflað sæmilega, þegar gefið hefur
á sjó.
180 ljúka landsgöngu
í ÓlafsfirÓi
ÓLAFSFIRÐI í gær. — Hér hefir
verið þíðviðri síðustu daga og hef-
ir snjór sigið mikið. Heitast er í
cag, en þá komst hitinn upp í 12
stig um hádegið. S. 1. sunnudag
luku 180 manns landsgöngunni á
skíðum hér í kaupstaðnum, og var
hinn elzti 79 ára en hinn yngsti 3
ára. — BS.
Si&asta saltsíldin fer
ÓLAFSFIRÐI í gær: — Á mánu-
daginn kom vélskipið Gunnólfur
liingað með 19 lestir af þorski eftir
þriggja daga útivist. f gær tók
skip hér 1129 tunnur af saltsíld,
og er það síðasta saltsíldin frá
sumrinu. Afli hefir verið tregur
hjá bátum, og hafa þeir ekki feng-
ið loðnu til beitu enn. — BS.
Á snjébíl yfir TunguheiSi
HÚáÁVÍK í gær: Snjóbílar hafa
síðustu daga farið norður í Keldu-
hverfi tvær ferðir. Fór annar bíll-
inn yfir Reykjaheiði en hinn yfir
Tunguheiði, og er það í fyrsta
sinn, sem snjóbíll fer þá leið. Var
það Skarphéðinn Jónasson, og fór
hann upp hjá Syðri-Tungu en kom
niður hjá Bangastöðum. — ÞF.
Afli tregur, þótt lo'Ónu
væri beitt
HÚSAVÍK í gær: — Afli hefir
verið heldur tregur undanfarið og
þótt loðna hafi fengizt til beitu,
hefir aldrei aflazt verulega vel á
hana. Hagbarður hefir aflað mis-
jafnlega, enda sótt á ýmis mið hér
fyrir Norð-Austurlandi í tilrauna-
skyni. Afli bátsins í heild og út-
gerðarafkoma í vetur mun þó vera
allsæmilegur. — ÞF.
Lent á sjúkraflugvelli
á .Berjanesfitjum
HVOLSVELLI í gær: — Fyrir
nokkrum dögum lenti Björn Páls-
son sjúkraflugvél sinni á nýjum
sjúkraflugvelli á Berjanesfitjum,
og er það í fyrsta sinn, sem völl-
urinn er notaður til sjúkraflugs.
Var hann að sækja sjúkling hing-
að. — PE.
Bílfært inn í Bæjar- '
staftaskóg
FAGURHÓLSMÝRI í gær: — f vet
ur hefir verið bílfært inn í Bæjar-
staðaskóg og er það nýlunda. Að
undanförnu hefir Skeiðará fallið
alveg upp að brekkunni inn af
Skaftafelli, og því ekki hægt að
aka inn með henni. í vetur hefir
áin hins vegar breytt rennsli sínu
og fellur nú vestar. Hafa verið
farnar tvær ferðir inn í skóg í vet-
ur. — Hér er snjólaúst að kallá
eins og venja er. Blíðviðri hefir
verið síðustu daga. Síðan um nýjár
hafa tvær ferðir verið farnar á bíl
vestur yfir Skeiðarársand með
fólk. Annars eru flugvélarnar nær
einu samgöngurnar, og hafa þær
komið allreglulega. — SA.
1
Öfhíðu vel á nýja loÖnu
DALVÍK í gær: — Fiski hefir ver-
ið tregt hér að undanförnu þangað
til fyrir þremur dögum, að sjó-
menn fengu nýja loðnu til beitu.
Öfluðu bátar vel á hana og fengu
í fyrradag 6-10 lestir. í gær beittu
þeir frystri loðnu, en þá var afi-
inn miklu minni. — PJ.
Veri'ð aÖ ryíja Svarf- 1
a'Sardalsveg
DALVÍK í gær: — Hér er hæg
hláka í dag og hefir verið þítt síð-
ustu daga. Snjór hefir sigið all-
mikið og eru hólar komnir upp en
ekki teljandi beitarjörð. Verið er
að ryðja veginn inn Svarfaðardal,
og er því lokið að austan inn að
Dæli, en í dag er verið að ryðja að
vestan. Vegurinn til Akureyrar er
nú sæmilegur. — PJ.