Tíminn - 02.04.1957, Blaðsíða 7
‘TÍMINN, þriðjudaginn 2. aprfl 1957.
IZ
30 ár liðin síðan konur hrundu af
stað umferðakennslu í
Frú HalIJéra Bjarnadóttir rif jar npp
sögu, sem nú er mörgum gleymd, og
hvetur til aS „litlu garSyrkjukonurn=
aru hefji starf að nýju, við breyttar
og hættar aðstæður
Á þessu ári eru það rétt 30
ár síðan fyrstu konurnar
voru sendar út um landið til
þess að leiðbeina almenningi
í sveitum og kauptúnum í
garðyrkju. Það er nógu gam-
an að rifja upp svolítið um
ferðaEag þessara stúlkna þau
13 ár, sem þær störfuðu.
Annar Land'futidur kvenna, sem
haldinn var á Akureyri 8.—14.
júní 1926, kaus nefnd tii þess að
hrinda málinu í framkvæmd, en
þarna voru samankomnir kosnir
fulltrúar af öllu iandinu.
Þessar konur hlutu kosningu:
Sigurborg Kristjánsdóttir, Kristín
Guðmundsdótt:r, Margrót Sölva-
dóttir, Halldóra Bjarnadóttir og
Guðrún Þ. Björnsdóttir. (Nefndar-
störfin lentu, að vonum, mest á
Reykjavíkurkonunum, Kristínu og
Halldóru).
Áskorurt til Búnaðarfélagsins
Landsfundurinn skoraði á Bún-
aðarfélag íslands að styrkja þetta
mál. Nenfdin leitaði líka þegar til
Búnaðarfélags;ns, og fékk vorið
1927 lofun L'rir 1000 kr. styrk
hvert árið á fjárhagstímabilinu. —
(Tveir þriðju hlutar kostnaðar
áttu að greiðast annars staðar frá).
— Búnaðarsamböndin, ungmenna-
samböndin og kvenfélögin lögðu
fram fé á móti loforði B. í.
Umferðaleiðbeiningar í garð-
yrkju fyrir al-->enning voru nvtt
fyrirbrigði á þessum árum og
þurfti því góoan undirbúning og
margar athuganir.
Reyndust þau hjón í Gróðarstöð
Reykjavíkur, Einar Helgason og
Kristín Guðmundsdóttir, mestu
hjálparhellurnar, enda höfðu þau
árum saman unnið fyrir garðyrkj-
una af mikilli elju, og voru allra
manna kunnugust þeim málum um
land allt.
Tvær spurningar hlutu að koma
fram um málið:
1. Var þessi tiiraun tímabær?
2. Voru nokkrar konur til, sem
ráðnar yrðu til starfsins og
vildu taka það að sér?
1. Fulltrúafundurinn á Akur-
eyri sýni það ljóslega, að 'þörf var
á hjálp og leiðbeiningum, svo ein
drægnar óskir komu þar fram.
2. Undanfarin ár höfðu fjölmarg
ar stúlkur fengið haldgóða fræðslu
í garðyrkju, sumar erlendis, en
flestar í gróðrarstöðvunum í Rvík
og Akureyri, sem þau stjórnuðu
Einar Helgason og Guðrún Þ.
Björnsdóttir. — Aðrar hofðu
margra ára reynslu á að byggja.
(í Garðyrkjustöðinni á Akuréyri
jókst garðyrkjukennslan þannig.
eftir ósk Sambands norðlenzkra
kvenna 1917, að 3 nemendur fengu
þar kennslu vorið, sumarið og
haustið (1. maí til 1. okt.). Hótst !
sú kennsla vorið 1917, svo þegar
farið var að senda garðyrkjukon-l
urnar út, voru þegar margar stúlk-
ur tilbúnar til starfa). |
l
Sfarfið hefst |
Þegar farið var að leita fyrir sér i
um kennara, reyndist það þegar í j
byrjun hægt að fá tvær góðari
stúlkur, og var þeim falið að faral
um Suðurnes og Borgarfjörð, því |
' hægast var að komast þar ferðaj
| sinna. — Þær voru ráðnar frá 1. j
I maí til 1. okt. og kaupið var 500 í
j kr. fyrir allan tímann. Þær höfðu I
allt frítt, þar sem þær unnu, fríar I
ferðir og hálfsmánaðar súmarfrí. |
1 (Þeim var gert að skyldu að taka j
I þátt í viku matjurtanámskeiði, sem j
j Kvenréttindafélag íslands efndi til >
í Reykjavík fyrst í sept. 1927). |
Kennurunum var að sjálfsögðu |
fengið erindisbréf og þeim var fal- i
ið að halda dagbók eða vinnubók, j
sem þær áttu að leggja fram.
Starfið byrjaði 1. maí 1927.
Nefndin bjó garðyrkjukonurnar j
út sem bezt hún gat, með plöntur, j
fræ og verkfæri.
Svæðið, sem garðyrkjukonurnar |
höfðu til yfirferðar var að sjálf-j
sögðu of stórt, heil sýsla, En þetta |
var tilrauna- og vakningarstarf.
Og allt blessaðist vel.
Halidóra Bjarnadóttir
Það fór svo, að garðyrkjukon-
unum fjölgaði ár frá ári, og árið
1934 voru þær 8 konurnar, sem
fóru milli sýslnanna til leiðbein-
inga. En 1939 var síðasta starfsár-
ið.
Umferðakennslan, sem veitt var
þessi 13 ár, reyndist merkilegt fyr-
irbrigði: Leiðbeiningar um garða-
val, bæði matjurta- og skrúðgarða,
lagfæring á gömlum görðum, hjálp
með hirðingu garða, útvegun á
plöntum og fræi, meðferð inni-
blóma og síðast en ekki sízt, leið-
beiningar um matreiðslu matjurta,
sem þær önnuðust „litlu garðyrkju
konurnar“ okkar. — Þær fóru fjór
ar ferðir um svæðið, og seinasta
umferðin var sérstaklega ætluð
matreiðslunni og að búa garðana
undir veturinn.
Þessi umferðakennsla hefði aldr
ei átt að leggjast niður.
Það voru vel menntaðar og góð-
ar stúlkur, sem völdust til starfs-
ins, og þær höfðu hin beztu áhrif,
ekki einungis vegna garðyrkjunn-
ar, heldur einnig vegna þeirrar á-
nægju, sem konurnar höfðu af
heimsókn þeirra. Og áhrif höfðu
þær einnig vegna umgegni inni og
útivið.
Góðar fillögur
Það fór svo, að öll héruð lands-
ins nutu kennslunnar meira og
minna.
Farartæki hins nýja tíma
Flugvélin og snjóbíllinn eru farartæki hins nýja tima á íslandi. Þegar snjórinn lokar venjulegum samgöngu-
leiðum, rjúfa þessi farartæki einangrunina. Myndin er tekin á flugvellinum á Akureyri fyrir nokkru. (Sn. Sn.).
Garðyrkjukennslan hjá Ræktun-
arfélagi Norðurlands á Akureyri
hefði heldur aldrei átt að leggjast
niður. — Það hefir ekki tekizt að
endurvekja hana, þó það hafi ver-
:ð reynt hvað eftir annað.
Garðyrkjukonurnar komu oft til
'krafs og ráðagerða á fundi hjá
nefndinni í Reykjavík og lögðu
fram tillögur sínar. Það væri freist
andi að birta eitthvað af skýrslun-
um, sem garðyrkjukonurnar sendu
íefndinni, vær voru bæði skemmti
’egar og fróðlegar, en það yrði of
’angt mál, enda birti ársritið Hlín
margt um starfið á þessum árum.
— Tillögur garðyrkjukvennanna
voru um margt mjög athyglisverð-
ar. Þær lögðu til, að nefnd væri
Rarfandi í hverjum hreppi, sem
byggi allt undir komu kennarans
yg skipulegði ferðir hans. Að í
hverjum hreppi væri miðstöð, þar
sem kennarinn hefði heimili og
bjónustu, og að þar væri vermireit
ur og garður, sem kennarinn gæti
miðlað úr og safnað þar að sér
beim, sem sérstaklega vildu fá
fræðslu.
Kostnaðurinn við starf garðyrkju
kvennanna reyndist smám saman
vel viðráðanlegur: Búnaðarfélagið
hækkaði sinn styrk allt upp í 3000
kr. Ungmennafélög og kvenfélög
lögðu fram sinn skerf og búnaðar-
samböndin voru hin liprustu í sam
vinnunni og lögðu fram ríflega
styrki.
Kvenfélagasamband íslands
styrkti ferðir stúlknanna að hálfu
leyti eftir að það var stofnað 1930,
og tók smám saman að sér alla um
sjón starfsins.
Kaup kennaranna smáhækkaði
og umferðasvæðið var minnkað.
Kaupið var lágt á þessum árum,
þó stunduðu sumar garðyrkjukon-
urnar starfið árum saman og létu
vel yfir.
Starf, sem þarf að hef ja á ný
En hvað kom þá til að þetta
góða og þarfa leiðbeiningarstarf
féll niður?
Ein ástæðan var eflaust sú, að
um þetta leyti var Garðyrkjuskóli
ríkisins stofnaður á Reykjum í
Ölfusi (1939). — Menn bjuggust
við, að ekki þyrfti að hafa um-
ferðakennslu, þegar skólinn væri
kominn á fót, hann sæi um allt.
Skólinn hefir á þessum árum út-
skrifað 102 nemendur. Reynslan
hefir orðið sú, að þessir nemendur
hafa ekki orðið umferðakennarar.
Þeir hafa flestir lent í gróðurhús-
um, enda er þar atvinna árið um |
kring.
Kvenfélagasamband íslands, sem
samkvæmt lögum og venju hefir
séð um umferðakennslu í verkleg-
um fræðum fyrir konur þessi árin,
hætti að styrkja garðyrkjuna, en
hefir nær eingöngu styrkt sauma-
námskeið. — Sem betur fer hefir
Sambandið nú tekið garðyrkjuna
upp að nýju, eins og til var ætlazt
í upphafi vegna, og styrkir hana nú
að jöfnu við aðra leiðbeiningar-
starfsemi.
Starf norðlenzkra kvenna
Eftir að Kvenfélagasamband ís-
lands hætti að hafa garðyrkjukon-
ur í sinni þjónustu, réð Samband
norðlenzkra kvenna til sín um-
ferðakennara, sem veitti almenn-
ingi fræðslu í garðyrkju og mat-
reiðslu um fimm ára bil (1940—
45).
i Það var Rannveig H. Líndal.
Ferðaðist hún á þessum fimm ár-
um um allar sýslur norðlenzka
sambandsins. — Ekki þarf að efa
það, að umferðakennsla þessarar
ágætu konu hefir haft holl og góð
áhrif.
Búnaðarfélag íslands hefir einn
garðyrkjuráðunaut í sinni þjón-
ustu. En það er ekki nóg að hafa
einn mann fyrir allt landið til
garðyrkjuleiðbeininga. Þó hann
sé allur af vilja gerður, er honum
um megn að bæta úr þörfinni.
Sumir álíta að bækur, blöð og
útvarp geri sama gagn og umferða
kennsla. En það kemur ekki að
sömu notum. Ekkert jafnast á við
hið talaða orð, persónulegar viðræð
ur og áhrif og verklegar leiðbein-
ingar.
, Nei, við þurfum að fá umferða-
jkennslu í garðyrkju í sem flest
héruð.
Umferðakennsla í hinum marg-
víslegustu verklegum fræðum tíðk-
ast hjá öllum menningarþjóðum,
(Framhald á 10. síðu).
Á víðavangi
Öfgamenn og afmælisdagar
Landsmenn hafa veitt athygli
dálítið sérkennilegu afmælis-
haldi í tveimur landsmálablöð-
um. Morgunblaðið hélt upp á 28.
marz með sínum hætti. Þá var
ár liðið síðan Alþingi gerði álykt-
un um utanríkis- og varnarmál.
Sú ályktun gekk á móti vilja Sjálf
stæðismanna, sem þá voru búnir
að grafa í jörð yfirlýsingar sínar
frá 1949. Þetta mótlæti verður
Mbl. tilefni I afmælisgrein, þar
sem andstæðingar íhaldsins eru
bornir þungum sökum. Tveimur
dögum seinna áttu kommúnistar
sinn afmælisdag og héldu upp á
hann í Þjóðviljanum. llinn 30.
marz var óheilladagur í sögu þjóð
arinnar, sagði Þjóðviljinn. Þá
gekk fsland í Atlantshafsbanda-
lagið. Það var mjög á móti vilja
Moskvumanna, og þess vegna eru
þeir að burðast með þetta afmæli
í blaði sínu á hverju ári. Það er
lærdómsríkt, að það skuli vera
Morgunblaðsmenn og kommúnist
ar, sem standa í þessu afmælis-
haldi en aðrir landsmenn ekki. —
Þar hittast öfgarnar og ofsinn.
Afmælisgreinar Morgunblaðsins
og Þjóðviljans sýna, hversu bar-
dagaaðferðirnar eru stundum lík-
ar. Þegar komið er út á svið póli-
tísks ofstækis eru fleiri bræður í
andanum en almennt er haldið.
Hvað ætluðu þeir að gera? 1
í greinargerð framkvæmdastj.
Landsbanka íslands, sem birt var
í s. 1. viku, var m.a. svo til orða
tekið, að „óbreytt þróun“, — og
þá er verið að ræða uin gjald-
eyrisaðstöðuna 1955—’56, „hlaut
brátt að leiða til vandræða í gjalð
eyrismálum, ef ekki kæmu til
stórauknar tekjur í erlendum
gjaldeyri ,eða verulegar lántökur
til ýmissa stórframkvæmda ..."
Þannig lýsir Landsbankinn m. a.
horfunum um það leyti, sem MbL
sagði að stjórnin tæki við „blónt-
legu búi'*. Þrátt fyrir ítrekaðar
fyrirspurnir í allan vetur hefur
Mbl. aldrei fengizt til að segja
landsfólkinu, hvernig Sjálfstæðis
menn hafi ætlað að snúást við
vandanum. Það vekur líka at-
hygli, að skýrsla Landsbanka-
stjórnar, sem var flutt á föstu-
* dag, og send blöðunum samdæg-
urs ,kom ekki í Mbl. á laugardag
inn, og enn ekki á sunnudaginn.
Er engu líkara en lýsing banka-
stjórnarinnar á „búinu b!ómJega“
hafi farið í taugarnar á ritstjórn
Mbl. og kannske ekki að ástæðu-
lausu. Hér hefði orðið fram-
leiðslustöðvun um ófyrirsjáanleg-
an tíma og önnur vandræði, ef
ekki hefði einmitt verið breytt
um stefnu við stjórnarskiptin.
„Stefnan er óbreytt"
En þótt hvorki Mbl. né Vísir
hafi treyst sér til að segja lands
fólkinu, hver sé stefna ihaldsins
í efnahagsmálum, mannaði í-
haldsblaðið á Akureyri sig upp
í það hér á dögunum og tilkynnti:
„Stefnan er óbreytt“. Það hefði
þýtt að bátaflotinn hefði legið
við landfestar a.m.k. fram í febr.,
verðbólgan hefði haldið áfram
að aukast liindrunarlaust í allt
haust, stórátök mundu standa
yfir í milli verkalýðs og atvinnu-
rekenda og framleiðslukerfið
væri lamað. f gildi mundu vera
hin herfilegustu gjaldeyrishöft á
öilum sviðum, þótt „frelsi“ héti
í Mbl., eins og var á s. 1. vetri.
f húsnæðis- og fjárfestingarmál-
um mundi haldið áfram að reisa
stórhýsi á borð við Morgunblaðs-
höll og veita fésterkum ein-
staklingum bróðurpartinn af opin
beru lánsfé til þess að þeir gætu
eignast fleiri íbúðir, meðan fá-
tækir einstaklingar stæðu uppi
allslausir með hálfgerð hús.
Stefnan mundi hafa verið ó-
breytt, segir þetta íhaldsblað, og
gloprar úr sér því, sem Mbl. og
Vísir hafa ekki þorað að nefna
á nafn. ,