Tíminn - 02.04.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.04.1957, Blaðsíða 8
M-ÍBg 8 T í M IN N, þriftjudaginn 2. aprfl 1957. Dánarminning: Stefán Björnsson, skipstj. Sknld, Yestmannaeyjum Minningarorð: Þorsteinn Einarsson á Reykjnm Stefán Björnsson, eða Stefán í Skuld, eins og hann var kallaður, eftir að hann fluttist til Vest- manneyja, var fæddur 16. 7. 1878 og lézt í Vestmannaeyjum 11. marz sl. á sjötugasta og níunda aídursári. 'Stefán var Rangæingur að ætt og uppruna og átti heima á Bryggj um í Landeyjum fram á mann- dómsár, en að Bryggjum fluttist hann með foreldrum sínum í bernsku. Hugur Stefáns stóð strax á ungum aldri til sjósóknar og Vestmannaeyjar, sem risu úr sæ úti við sjóndeildarhringinn, ork- uðu á hugarflug unglingsins og sköpuðu margbreytilegar myndir í huga hans og vöktu draumana um að eitt sinn skyldi hann sjálfur stýra fögru fleyi. Fyrstu sjóferð sína fór Stefán fjórtán ára að aldri, og er átti að vísa honum frá skiprúmi vegna ungs aldurs, þá sagði hann: „Eg skal“. Og með þeirri einbeittu festu, sem þessl orð mörkuðu, mót uðust athafnir hans ætíð síðan. Sextán ára að aldri reri Stefán fyrstu vertíð sína á Stokkseyri og reri þar tvær vetrarvertíðir og síðan gerðist hann háseti á skútu og var níu vertíðir með sama skip- stjóra hinum þjóðkunna aflamanni Kristni Brynjólfssyni í Ráðagerði á Seltjarnarnesi, sem staðfestir glögglega, að rúm hans þótti vel skipað. Hinn 20. október 1906 gift ist Stefán eftirlifandi konu sinni, frú Margréti Jónsdóttur, samsveit unga sínum, glæsilegri og góðri mannkostakonu. Festu ungu hjón- in fyrst bú í Reykjavík, en fluttu síðan byggð sína til Vestmanna- eyja 1908 og bjuggu þar alla tíð upp frá því. í Vestmannaeyjum reistu þau Margrét og Stefán húsið Skuld við Vestmannabraut í félagi við vina- fólk sitt, frú Ingunni og Sigurð Oddson, og var hús þetta þá ímynd stórhugar byggjendanna og er nú eftir 50 ár ennþá meðal reisuleg- ustu húsa í Vestmannaeyjum. Eins og samlyndi þeirra Stefáns og Margrétar annars vegar og Sig- urðar Oddssonar og Ingunnar hins vegar var svo gott, að þar bar aldr ei skugga á, þá var sambýlið á milli heimilanna með sömu ágæt- um og hélzt svo alla stund, og má þetta glöggt marka á því, að báð- ar fjölskyldunnar í Skuld voru nefndar saman og kallaðar Skuld- arfjölskyldurnar og húsbændurnir Skuldarbændur og börnin á báðum heimilunum Skuldarkrakkarnir, en sambýlið á milli barnanna mótað- ist af sambúð og góðu samkomu- lagi foreldranna, þannig að börn- in beggja Skuldarhjónanna eru bundin ævilöngum vináttuböndum eins og góð systkini. f Vestmannaeyjum gerðist Stef- án strax einn af fremstu mönnum hins nýja tíma, sem þá fór í hönd, tíma véltækni og nýrra veiðarfæra með nýrri veiðitækni, og sama máli var að gegna með hinn Skuld arbóndann, Sigurð Oddsson, þótt þeir ættu sinn í hverjum bátnum, voru enda báðir formenn og skip- stjórar, þannig að yfirleitt var sambúð þeirra Stefáns og Sigurð- ar með þeim hætti, að þar sem annars var nefndur var hins líka getið. Stefán var mikill aflamaður og sjósóknari og eftirsótt að komast í skiprúm til hans, og sama máli gegndi um sambýlismann hans, en það voru ekki eingöngu aflaföng- in, sem eftir var sótzt, heldur ekki síður sú góða heimilisvist, sem vermenn áttu á Skuldarheimilun- um, en svo var sambýlið náið, að bæri einhver matvælahöpp að hjá öðru heimilinu, þá var þeim feng skipt og sami maður á borðum beggja. En bezti vitnisburðurinn um matarvistina er ef til vill orð, sem ungur dóttursonur Margrétar og Stefáns, sem um árabil ólst upp hjá þeim, sagði við móður sína: Ömmu grautur góður. Stefán var einn af stofnendum Kaupfélagsins Bjarmi og var þar félagsmaður alla stund meðan það félag var starfrækt. Af bjartsýnni framfaraþrá gerðist Stefán einn af eigendum togarans Draupnis, sem Vestmannaeyingar keyptu eftir fyrra stríðið, það sem lauk 1918, en af þeim kaupum hlauzt cinung- is fjártjón og vonbrigði eins og mörgum, sem þá lögðu í togaraút- gerð, og loks var Stefán einn af stofnendum Sæfellsfélagsins. Stefen í Skuld hafði alla stund mikla og sérstaka fararheill, og var gæfumaður í þess orðs beztu merkingu, hann var aldrei ríkur, en alltaf aflögufær og naut virð- ingar og trausts samborgara sinna og samferðafólks. Á sjóferðum naut Stefán þeirrar miklu og gæfusömu verndar að verða aldrei fyrir manntapa, en varð mörgum manni að liði og til bjargar, og var því líkast að þar nyti hann æðri handleiðslu, sem má marka á því, að eitt sinn, er Stefán var að koma úr sjóferð í vondu veðri og ætlaði að sigla til hafnar vestan og norðan Heimaeyj ar sem var heppilegra með tilliti til sjólags og veðurs, þá breytti hann snögglega þeirri ákvörðun og sigldi í þess stað suður og austur fyrir Eyjar og bjargaði bát, sem var að lenda upp í Höfðann. Þrátt fyrir kalmennsku og harð- fengi karmanna og styrk þeirra á stundum hættu og voða, þá er það þó yfirleitt svo, að þegar sorgin kemur, þá er það hið styrka þrek konunnar, sem brúar bilin, svo var einnig hjá Skuldarhjónunum, og það fann Stefán manna gleggst og viðurkenndi, að þegar þau hjónin misstu börn sín þrjú ung sitt hvorn daginn, að þá var það ekki sízt hin hljóðláta kona hans með æðrulausri stillingu sem kom þeim sameiginlegá til hjálpar. Systkini Stefáns voru tvö, þau Tyrfingur bóndi að Bryggjum, ný- lega látinn, mikill dugnaðar- og sæmdarmaður, og frú Guðbjörg, kona Sigurðar Sæmundssonar á Hallormsstað í Eyjum, hin ágæt- asta kona, sem hefir reynzt manni sínum traustur og góður lífsföru- nautur og verður sjötug í næsta mánuði. Milli hjónanna á Hallormsstað og frændfólksins í Skuld hefir allt af ríkt mikil frændsemi og góð vinátta og sú vinátta gengið í arf til barna þeirra hjóna beggja. Skuldarheimilin hafa alla stund verið aflögufær, og hefir það kom- ið fram meðal annars í því að vera hæli og skjól gamals fólks. Á heimili Margrétar og Stefáns dvaldi Þórdís Ólafsdóttur fram á níræðisaldur, eða þar til hún fyrir nokkrum árum fluttist á Elliheim ilið Skálholt, Guðrún fóstra frú Margrétar tóku þau til sín, þegar hún var orðin umkomulaus, og dvaldist hún þar til æviloka, frú Guðfinna Egilsdóttir, tengdamóðir Stefáns nú í tíræðisaldri hefir um langt árabil dvalist á Skuldarheim ilinu hjá dóttur sinni og tengda- syni, falleg og sviphrein kona, svo að af ber, en að auki hefir Magnús Jakobsson með vissum hætti alizt upp hjá þeim hjónum í Skuld og Árni Jónsson haft þar athvarf og aðhlynningu. Stefán Björnsson var hár vexti, svipmikill og léttur í öllum hreyf- ingum, úrræðamikill og úrræðagóð ur. Hálf áttræður fór Stefán ásamt Sigurði Sæmundssyni mági sínum og Eyjólfi Sigurðssyni skipstjóra í Laugardal í Vestmannaeyjum í skemmtiferð til Frakklands og Bretlands með vélskipinu Oddur, og á leiðinni yfir hafið gekk hann á vakt með skipstjóranum Guð- mundi Oddsyni, og sagði Guðmund ur svo síðar frá að Stefán hefði sjálfsagt verið fullfrískur á yngri árum, úr því hann væri ennþá á hálfnuðum áttunda áratugnum jafnorki ungra manna. Stefán og þau Skuldarhjónin voru barngóð, og voru barnabörn þeirra mjög hænd að afa sínum. Börn Margrétar og Stefáns eru fjögur á lífi öll gift í Vestmanna- eyjum, þau Kolbeinn, Guðrún Ey- gló og Guðfinna. Útför Stefáns fór fram 21. marz sl. hafði hann löngu fyrir andlát sitt að gömlum sið gert ráðstafan- ir um greftrun sína, ákveðið við í kistuna og kosið sér legstað hjá Sigurði heitnum Oddsyni sambýlis manni sínum, en synir Sigurðar og Ingunnar, hinna Skuldarhjón- anna, Jónas, Ólafur og Oddur og Þorsteinn Einarsson, fyrrum bóndi á Reykjum í Hrútafirði, and- aðist 11. des. s. 1., og fór útför hans fram að Stað í Hrútafirði 20. sama mánaðar. Þorsteinn fæddist á Tannstaða- bakka við Hrútafjörð 2, apríl 1882. Hann var yngstur af mörgum börn um.:. hjónanna Einars’ gullsmiðs Skúlasonar og Guðrúnar Jónsdótt- ur, er bjuggu á Tannstaðabakka í meira'en 40 ár. Af systkinum Þor- steins eru nú 3 á lífi, Ketilríður og Ólafía, báðar í Reykjavík, og Jón á Tannstaðabakka. Þorsteinn ólst upp í foreldrahús- um með systkinum sinum. Um tví- tugsaldur fór hann til Akureyrar, og var þar um tíma. Þar lærði hann ljósmyndagerð. Fékkst hann síðan við Ijósnfyndasmíði um nokkur ár heima hjá sér, sem aukastarf. Og á þeim árum kenndi hann sund við ReyKjalaug. Árjð 1907 byrjaði Þorsteinn bú- skap.á Tannstaðabakka og bjó þar í sambýli við Jón bróður sinn næstu 4 árin. En 1911 fluítist Þor- steinn að næsta bæ, Reykjum. Þar hafði Skúli bróðir hans búið frá 1908, og bjuggu þeir bræðurnir þar báðir árin 1911—1913. Skúli dó 13. júní 1913, tæplega 38 ára gamall. Eftir það var Þorsteinn einn bóndi að Reykjum um 30 ára bil. Þorsteinn kvæntist árið 1910 Guð rúnu Jónsdóttur, skagfirzkri konu. Foreldrar hennar voru hjónin Erlent vfirlit (Framhald af 6. síðú). þátttöku í varnarbandalagi en mcð hlutleysi. TALSVERT er rætt um það, hvað ráðið verði af bréfum Bulganins um framtíðarstefnu Sovétríkjanna í utanríkismálum. Réttasta álykt- unin virðist helzt sú, að bréfin feli ekki í sér neina ráðningu á þeirri gátu. Það er a. m. k. álíka auðvelt að túlka þau á tvo vegu. Það má bæði nota þau sem sönnun þess, að Sovétríkin séu að taka upp „kaldari línu“ og eins og þau vilji stuðla að frisamlegri sambúð. Bréfin gætu því bent til þess, að það væri enn óráðið í Kreml, hvað verður ofan á endanlega og því sé báðum leiðunum haldið opn um. Vitanlega getur það oltið tals- vert á viðbrögðum vesturveldanna, hvor leiðin verður heldur farin að lokum. Rétt er að geta þess, að Bulg- anin segir í bréfunum, að horfur í alþjóðamálum hafi versnað síðan í fyrra og séu nú tvísýnni en þá. Svipað er nú álit vestrænna stjórn málamanna. Þetta staðfestir það á- lit íslenzku ríkisstjórnarinnar, sem hún byggði á ákvörðun sína um að fresta að sinni framkvæmd tillög- unnar frá 28. marz 1956. — Þ. I>. Guðni Grímsson tengdasonur Sig- urðar og Ingunnar, ásamt nokkr- um nágrönnum og vinum, báru Stefán til grafar, en í kirkju báru kistuna sonur Stefáns og dætrasyn ir fimm. Það er ekki harmsefni, þótt aldr aður maður, þrotinn að kröftum og heilsu safnist til feðra sinna, en þegar samferðamaður, sem um langa ævi hefir staðið í fremstu röð í samstarfi samfélagsins, kveð- ur samferðafólkið, sem eítir er hérnamegin tjaldsins, þá er ástæða til þess að staldra við og láta hug- ann líða yfir farinn veg. í hugum samferðafólks geymast bjartar minningar um EJkuldar- bændurna, Stefán og Sigurð, sem hvíla nú hlið við hlið í kirlcjugarð- inum í Eyjum, en eftir sitja í Skuld Skuldarhúsfreyjurnar Mar- grét og Ingunn hver með sínu svip móti og það sameiginlegt báðar að hafa alltaf undir öllum kringum- stæðum borið byrðar þær, er lífið hefir þeim að höndum rétt. En það, seni síðast fölnar, eru minningar um innbyrðis og sam- eiginlega vináttu og samheldni Skuldarfólksins alls. H. B. Jón Jönsson og Björg Rétursdóttir, frá Reykjum í Tungusveit. Börn þeirra Þorsteins og Guðrúnar eru fjögur: Jóhanna, kona séra Helga Konráðssonar á Sauðárkróki, Ein- ar, bóndi á Reykjum, kvæntur Ósk Ágústsdóttur. Guðbjörg, búsett í Reykjavík, gift Birni Jóhannessyni og Sigurjón, nú bifreiðarstjóri í Reykjavík, kvæntur Sigurbjörgu Ágústsdóttur. Þorsteinn á Reykjum var áhuga- samur framkvæmdamaður í bú- skapnum. Byggði gott íbúðarhús á jörð sinni og gerði þar fleiri veru- legar umbætur. Guðrún kona hans átti mikilsverðan þátt í að byggja upp myndarlegt og vistlegt heim- ili þeirra. Reykir eru við þjóðbraut og var þar oft gestkvæmt, m. a. af • langferðamönnum, áður en ferða- lög með bifreiðum komu til sög- unnar, og fengu þar allir ágætar viðtökur. Þorsteinn var lengi oddviti hreppsnefndar í Staðarhreppi og átti sæti í skaítanefnd. Einnig var hann um nokkurra ára skeið 1 sýslunefnd Vestur-Húnavatnssýslu. Á árunum fyrir 1930 var undirbú- in stofnun héraðsskólans á Reykj- um, sem Vestur-Húnvetningar og Strandamenn reistu í félagi. Var Þorsteinn meðal forgöngumanna í því máli og átti lengi sæti í skóla- nefndinni eftir að skólinn tók til starfa. Þegar Þorsteinn var rúmlega sextugur tók hann að kenna sjúk- leika, og varð hann að hætta bú- skap skömmu síðar sakir van- heilsu. Komst að vísu til nokkurr- ar heilsu aftur um tíma, en ekki svo að um varanlegan bata væri að ræða, og nokkur síðustu árin var hann að mestu í sjúkrahúsi fjarri heimili sínu. En Þorsteinn notaði tímann vel meðan hann var heill heilsu, og lauk miklu ævistarfi. Síð ustu 10 árin hefir eldri sonur hans, Einar, búið á Reykjum. Hann er sérstaklega áhugasamur dugnaðar- maður, og hefir á síðustu árum gert miklar jarðabætur á Reykjum. Guðrún, kona Þorsteins, er á Reykjum hjá syni sínum og tengda dóttur. í dag, 2. apríl, eru 75 ár liðin frá fæðingu þessa frænda míns, Þorsteins * Einarssonar. Ég vildi minnast hans með þessum fáu orð- um á afmælisdegi hans, um leið og ég þakka honum og konu har.s vináttu þeirra, er ég hefi notið frá fyrstu kynnum, og margar á- nægjulegar samverustundir. Skúli Guðmundsson. „Gó<Si dátinn Svæk“ kvikmyndaður Meðal kvikmynda, sem nú er unnið að í kvikmyndatökustöðvum Tékkóslóvakíu, er kvikmynd eftir skáldsögu Jaroslavs Haseks „Góði dátinn Svæk“. Tékkneskir kvik- myndahúsgestir munu ekki sitja einir að því að fá að sjá þessa vinsælu persónu á hvíta tjaldinu, kvikmyndin verður einnig flutt út með enskum texta. Aðsókn að kvikmyndahúsunum í Tékkóslóvak íu fer stöðugt vaxandi. Á síðasta ári sóttu 139.000.000 gestir 2400 kvikmyndahús, en það svarar til þess að hvert mannsbarn í land- inu hafi komið á tíu kvikmynda- sýningar á árinu. AVAVAVAV/.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V, 5 Ég þakka af alhug öllum þeim, sem glöddu mig á !■ sjötugsafmæli mínu 18. marz síðastliðinn með heim- í sókn, veglegum gjöfum og heillaskeytum. í Benedikt Blöndal, I; Brúsastöðum, Vatnsdal. I; V.VVVVVVVVVVVVVVVV’.VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV Eiginkona m(n, Anna Jakobsdóttir frá Galtará, andaðist i Landsspítalanum að morgni 29. fyrra mánaðar. sett verður að Staðarfelli. Pétur Pétursson og aðrlr aðstandendur. — Jarð- Eiginmaður minn og faðir okkar, Ingvar Bjarnason, lézt að heimili sinu, Bergþórugötu 25, 1. aprfl. Steinunn Gísladóttir, Hulda og Svava Ingvarsdaetur. Einar Jóhannesson, Dunki, Hörðudal, Dalasýslu, lézt á Landakotsspítala 30. marz. Jarðarförln ákveðin síðar. Vandamenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.