Tíminn - 04.04.1957, Blaðsíða 2
2
T I M I N N, fimmtudaginn 4. apríl 1953,
MÓ9 lelanders biskups á dagskrá á ný í SvijsjóU:
kupinn hefir ritað bók um mál-
ið og neitar öllum sakargiftum
Fiigrafarasérfræðingur Scotland Yard
dregur í efa gildi rannsókna sænsku
Peter Freuchen heimsækir fsland
fram, m. a. vill hann leiða rök að
því, að hann hafi verið staddur
erlendis í þá mund, sem rógbréf
in voru rituð og sé það m. a..
ein sönnunin fyrir því ,að hann
hafi þar hvergi nærri komið.
Stokkhólmi-NTB, 3. apríl. — Mál Helanders biskups í Sví- j SalÍVerksmÍðja
þjóð, sem dæmdur var fyrir rógbréf og vikið frá embætti
um jólaleytið árið 1953 og vakti þá heimsathygli, er nú aftur
kornið fram í dagsljósið í Svíþjóð.
Helander hefir nú með aðstoð
vina sinna og kunningja ritað bók
um málið, sem hann kallar —
„Dæmdur saklaus“, neitar hann
því með öllu, að hann hafi gerzt
sekur urn rógskrifin og fer þess
á leit við hæstarétt landsins, að
mál hans verði tekið fyrir á ný.
Biskupinn var fundinn sekur af
undirréíti og hæstarétti, sem neit
aði á sínum tíma að taka málið til
meðferðar að nýju.
Fingarfararannsóknir dregnar
í efa,
í formála bókarinnar er sagt,
að tiigangurinn með útgáfu henn
ar sé að reyna að varpa ljósi
á hver eða hverjir séu raunveru
lega sekir um að hafa samið og
sent út fyrrnefnd níðhréf, eitt
sé víst, að Helander biskup hafi
hVergi komið þar nærri.
Veigamesta vörnin í bók Hei
anders er yfirlýsing frá fyrrv.
yfirmanni fingrafaradeildar
Scotland Yard, sem nú er bú-
settur í Stokkhólmi, sem dregur
mjög í efa rannsóknir hinna
sænsku fingrafarasérfræðinga,
en árangur þeirra var talið eitt
veigamesta atriðið er Helandcr
var fundinn sekur.
Flleiri dtriði tekur Helander
ísmelsmenn set ja upp volduga gadda
virsgirðingu við Gaza til að hindra
! árásir Egypta
Landamærin vería upplýst atS næturlagi
JEHÚSALEM—NTB 3. apríl:
Tal -nnaSur utanríkisráðneytis
ísraeis skýrði frá því í dag, að
ísraelsstjórn hefði í hyggju að
láta setja upp 10 metra breitt
gaddavírsnet á landamæruin
Ísraeís og Egyptalands við Gaza
til að hindra næturárásir
egypskra herflokka inn í ísrael.
Svæði þetta verður síðan lagt
sprei’.gjum og lýst upp að nætur-
lagi Talsmaðurinn sagði, að
ísraelsstjórn hefði farið þess á
leit við gæzlulið S. þ., að það
setti upp slíka gaddavírsgirðingu
á landamærunum, sem eru um
48 km. á þessu svæði. Ekkert
svar hefir enn borizt frá yfirmönn
um gæzluliðsins.
í gær var ráðizt á ísraelskan lög
reglubíl á veginum frá Telavid
til Jerúsalém, víðtæk leit stendur
uú yfir til að ná árásarmönnun-
um.
Dregið i happ-
drætti DAS
í gær var dregið í 12. flokki
happdrættis Dvalarheimilis aldr
aðra sjómanna. Einbýlishús í Ás
garði 4 í Reykjavík kom á miða
nr. 36627, seldan í Vogum á Suð
urnesjum, eigandi Hannes Guð-
jónsson, rúmlega fimmtugur verka
maður til heimilis í Lindarbrekku.
Ohevrolet-sendiferðabifreið kom
á nr. 35892, miðinn seldur í Aust
urstræti 1, eigandi Anna Ólafsdótt
ir, Skipasundi 71.
Morris-bifreið kom á nr. 2299,
í Hafnarfjarðarumboði, eigandi
Sigurður Guðjónsson Suðurgötu
49 Rússneskur jeppi kom á nr.
58506, eigandi Kristinn Dagbjarts
son afgreiðslumaður í Málaranum.
(Án ábyrgðar).
Lýst yfir hernaðarástandi í höfuðborg
Chile vegna blóðugra bardaga
AOMutii Santiago eins útleikinn og eftir stórorustu
(Framhald af 12. slðu.)
Santiago—NTB, 3. apríl: Atta
tnanns biðu bana í dag og 300
særðust er til átaka kom í höfuð
borg Chile í gær. Lýst var yfir
hernaðarástandi í borginni og
hermenn með aívæpni standa
vörð á öllum helztu stöðum í borg
inni,
Þeic hafa fengið fyrirskipanir
«m að hefja skothríð á hvern
þann, sem reynir að sýna minnsta
anóíþróa og spilla friði. Allir úti
fundir hafa verið bannaðir 1 borg
inni.
Þ'átt fyrir útgöngubann stjórn
arvaldanna kom til nýrra óeirða
í borginni 1 mor’gun.
Átök milli verkamanna og
herinai'rsia.
Hermenn hófu skothríð á mann
fjölda, sem neitaði að hlýða skip
uiium aðeins einn særðist í þess
um átökum og var hann fluttur
á sjúkrahús. Einnig kom í dag
til átaka á milli liermanna og
verkaráanna, sem reyndu að gera
árás á nokkrar verkskmiðjubygg
ingar. Miðhluti Santiago leit út
í gærkveldi eins og eftir stór
orrustu. Allir ljósastaurar höfðu
verið brotnir svo og rúður flestra
verzlunarhúsa og skrifstofubygg
inga. Örfáar verzlanir voru opnað
ar í dag.
Færeyingar ætla að
smíða 400 lesta skip
Kaupmannahöfn í gær. — Fær-
eyskar bátasmíðastöðvar hafa til
þessa aðeins getað smíðað lítil
fiskiskip en nú ráðgerir Skála
skipasmiðja á Austurey að stækka
stöðina svo að hægt sé að smíða
þar skip allt að 400 lestum. Aðils.
* (BsTM^ÍiWsiMitafttetiNiiiSttH‘^9*
* »T«<teM«»feidHN3iE^ias
af þessum málum eru eingöngu
vegna áhuga á landi og þjóð.
Ennfremur langar mig til að
geta þess að öll skilyrði virðast
til starfrækslu á aluminium verk
smiðju hér á landi en um það
ræðum við ekki nú.
Efnahagsleg uppbygging Ind-
lands gengur vel.
— En svo við snúum okkur frá
saltinu í Krisuvík. Hvernig geng
ur uppbygging í yðar landi?
— Hún gengur má ég segja vel.
Ég á heima í Bomby og þar hafa
orðið miklar breytingar. Á undan
förnum árum hafa mörg orkuver
verið reist og framleiðslan eykst
stöðugt. Til dæmis hefir rafmagns
framleiðslan tvöfaldazt á síðast
liðnum þrem árum og 1961 verður
hún helmingi meiri en nú. Þrjú
stálver eru í smíðum. Þau munu
framleiða 3 millj. lestir stáls á
ári.
— Hvernig er samkomulagið
við Breta?
—- Það var ákjósanlegt, alveg
ágætt þangað til Súez-deilan kom
upp, en síðan hefir gætt nokkurs
kala til þeirra.
— Hvað um Karmír-deiluna?
— Ég álít að það mál hafi ekki
verið skýrt nægjanlega vel fyr
ir umheiminum en vonandi verður
hægt að Ieysa þá deilu farsællega.
Sv. S.
Ný gerð Ferguson
(Framnaíd af 12. slt»* -
Þeir voru tuttugu og átta talsins,
bændur og vélaviðgerðarmenn.
Sagði Hjörtur, að ekki hefði verið
um tómt nám að ræða þennan
tíma, heldur einnig ferðalög. Þeir
hjá Ferguson hafa mikinn áhuga
á markaði hér, enda er ísland það
land, sem hefir hlutfallslega keypl
mest af Ferguson. Lætur nærri að
sú tegund dráttarvéla sé á þriðja
hverjum bæ á landinu.
Fólkið margt og fallegar stúlkur.
Þeír félagar fóru til London og
voru þar í þrjá daga, áður en þeir
komu heim. Höfðu þeir sérstaka
bifreið til afnota, og nýttist þeim
því betur áf tímanum en ella. Þeg-
ar brugðið var á léttara hjal við
Hjört og þá aðra, sem höfðu verið
með honum í ferðinni og voru
staddir í skrifstofu Dráítarvéla í
gær, sögðu þéir,’ að fólkið héfði
verið margt, og stúlkurnar fallég-
ar. Þá sagði Hjörtur, sem var far-
arstjóri, .að. hópurinn hefði verið
ákaflega samitiHtur og Brétar haft
orð á því, liversu vél þeim félli
við merinina. Sögðust Bretarnir
hálfpartinn hafa kviðið fyrir lcomu
þeirra, en málin hefðu snúizt á
annan veg við kynningu. f ferðinni
sýndu þeir Hjörtur og félagar hans
kvikmyndina Viljans merki einum
þrisvar sinnum.
Ævintýrið um snjóinn.
Margir útlendingar lialda, að hér
sé búið í snjóhúsum og kom það
fram í blaðaviðtali, sem hópurinn
átti í Englandi. Þannig var mál
með vexti, að mennirnir höfðu
pantað einar hundrað heybindings-
vélar. Höfðu þeir hjá Ferguson
verið að grínast út af þessum véla-
kaupum og sögðu, að þeír ætluðu
að nota vélarnar til að binda snjó-
inn, svo liægt væri að hlaða snjó
hús úr honum. í blaðaviðtalinu,
sagði einn Ferguson fulltrúinn við
talsmann hópsins, að hann mætti
ekki gleyma að geta „snjóbindings
vélanna“. Blaðamennirnir urðu all
(Framhald af 1. síðu).
Freuchen er með hæstu mönnum,
herðibreiður og bringumikili, vax-
inn manna bezt, en þó öðrum fæti.
Missti af kali á norðurslóðum.
Þeir vita miklu meira heima.
— Mér er þetta boð stúdenta-
félagsins ákaflega kærkomið, seg
ir hann, því að hugur minn hefh'
ætíð stáðið til íslands. Til þessa
hefi ég aðeins séð það í svip og
fáu kynnzt, en Islendingamir, er
ég hefi haft kynni af, hafa fallið
mér í geð. Þeir eru áreiðanlega
af því efni gerðir, sem mér er
að skapi. Én svona hafa ferðalög
mín cft verið.
Eg hefi komið víða og sums stað
ar oft, og allir halda að ég vit’
einhver ósköp um þessar slóðir.
En þegar ég kem heim í þorpið
mitt og hitti leikbræður mína og
skólabræður, sem alltaf hafa setið;
heima kemst ég að raun um, að ,
það eru þeir, sem þekkja heiminn.!
Þeir vita miklu meira en ég, og
þeir geta frætt mig um það, sem
er að gerast í heiminum. Svona
eru ferðalögin. Menn þeytast um,
allt flýgur hjá, menn sjá það, sem
fyrir augu ber í svip, en kynnast
engu. Eða svona fannst mér þetta
vera, þegár ég kom heim.
Handritin og
Vilhjáhnur Stefánsson
En þó að ég hafi ekki kynnzt
íslandi mikið, hefi ég kynnzt ís-
lenzkum ambassadorum, íslenzk-
um fornbókmenntum og Vii-
hjálmi Stefánssyni. Eg hefi lengi
dáð íslenzkar bókmenntir og mér
koma handritin í liug. Eg er á-
kaflega ópólitískur og vil ekki
ganga í þann leik, en mér finnst
málið ofurljóst frá persónulegu
sjónarmiði. Handritin eru skrif-
uð af íslendinguin og á íslandi,
og þess vegna eiga þau að vera
þar. Eg ann landi mínu injög, og'
ég skil því vel þá þjóðemislegu
ást, sem íslendingar bera til þess
ara menningarlegu verðmæta, og
sem danskur maður finn ég til
dálítillar blygðunar vegna hand-
ritamálsins, þegar ég kem hing-
að til náinna vina og frænda. En
ég er viss um, að handritin koma
heim í fyllingu tímans.
Og svo er það hinn ambassador-
inn. Eg hef átt því láni að fagna
að vera oft í hópi mikilla land-
könnuða og vísindamanna á því
sviði. þar kynntist ég Vilhjálmi
Stefánssyni. Hann er líka ambassa
dor í heimi þessara vísinda, sjálf-
kjörinn höfuðsmaður, sem menn
leita ráða til og bera mál undir.
Annars hlakka ég mjög til ís-
landsdvalarinnar, segir Greuchen.
Flugfélag íslands hefir boðið okk-
ur hjónunum í flugferð yfir Heklu
og öræfi íslands, — og ég er ekki
órðinn of gamall til að hlakka til.
Bækur á borðinu.
Ragnar Jónsson í Smára er
þarna líka á ferli með bækur og
aftur bækur. Helgafell og ísafold
hafa gefið út valda kafla úr Æsku
ár mín á Grænlandi eftir Freuch-
en í smábókaflokki sínum af til-
efni komunnar, og Stúdentaféíag
Reykjavíkur gefur sömu bók út í
um, sem verða til sölu næstu daga,
um, sem verða ti lsölu næstu daga,
áritaðar áf Freuchen. Halldór
Stefánsson hefir þýtt en Jón Ey-
þórsson valið kaflana. Sturla Frið
riksson ritar formálsorð en Sigurð
ur Þórarinsson inngangs, sem nefn
Stórbrim
(Framhald af 1. síðu).
ir hér upp á túnbletti og yfir veg-
inn á löngum kafla. Þó er svo
grunnt á honum, að hílar komast
um hann. Ef meira hækkar, er
hætta á, að vatn renni í kjallara
lægstu húsa. BT.
ist „Þá í óveðrum skemmti ég
mér“.
En Ragnar er þarna með fleiri
bækur. Hann réttir Freuchen að
gjöf málverkabækur Kjarvals,
Jóns Stefánssonar og Ásgríms, og
er sú gjöf þegin með gleði.
Fyrirlestrar Freueliens.
En til hvers er Peter Freuchen
kominn hingað? Annað kvöld er
hann gestur á kvöldvöku Stúdenta
félags Reykjavíkur og tekur þar
þátt í spurningaþætti. (Hann vann
rúma milljón króna í spurninga-
ir að eyrum við þetta og spurðu til
hvers þær væru notaðar á íslandi
og talsmaðurinn svaraði, að með
þeim væri snjórinn bundinn, svo
hægt væri ao byggja snjóhús úr
honum. Þessu trúðu þeir og varð
að leiðrétta gamanið, svo að þeir
hlypu ekki með snjóbindingsvál-
arnar handa íslendingunum í blöð-
in sem stórfrétt.
Freuchen stígur xít úr Loftleiða-
flugvélinni ásamt konu sinni á
Reykjavíkurflugveili í gærmorgun.
þætti í Ameríku nýlega, en iíklega
verður það ekki milljón hér). Kl.
3,30 á laugardaginn flytur hann
fyrirlestur um Grænland og leið-
angra sína þar í hátíðasal Háskól-
ans á vegum félagsins. Annar fyr-
irlestur flytur hann svo í Gamla
bíói á sunnudaginn kl. 2 um sama
efni fyrir almenning, og verða þar
einnig sýndar kvikmyndir.
Peter Freuchen
Peter Freuchen er fæddur í
Danmörku árið 1886 og varð stúd
ent þaðan árið 1904. Hóf hann
nám í læknisfræði, en hvarf frá
því námi þegar hann gerðist þátt-
takandi í hinum danska könnunar-
leiðangri tii Norðaustur-Græn-
lands, sem st.jórnað var af Mylius-
Eriehsen, og þar aðstoðaði hann
prófessor Wegener við veðurathug
anir. Nokkru seinna vann hann
með Knud Rassmussen að stofnun
Thule stöðvarinnar og stóð þar fyr
ir verzlun til 1919. Þaðan fór hann
í leiðangur með Knud Rasmussen
yfir norðurhiuta Grænlandsjökuls
og fann þar áður ókunna lands-
hluta.
Peter Freuchen var eirinig þótt-
takandi í Thuleleiðangrinum 1916
—18, var með í undirbúningi leið
angurs Roald Amundsens og leið-
angrinum frá Grænlandi til Kyrra
hafsins 1924. í þessum síðast-
nefnda leiðangri varð hann fyrir
allmiklu kali á vistra fæti, sem
leiddi til þess að taka varð af
honurri fótinn.
Peter Freuchen er víðfrægur
fyrirlesari og rithöfundur. Hann
hefir verið ritstjóri danska víku-
blaðsins, Ude og Hjemme og er
blaðamaður hjá Politiken. Hann
hefir fengist mikið við ritstörf og
meðal annars skrifað skáldsögurn-
ar „Storfanger" og „Römnings-
mænd“, sem báðar fjalla um Hud-
son Bay eskimóana. Tvær hinna al
kunnu ferðabóka hans, Æskuár
mín á Grænlandi og Ævintýrin
heilla, hafa verið gefnar út á ís-
lensku.
Árið 1935 kom út bók hans um
Knud Rassmussen, en þeir voru
miklir vinir og samstarfsmenn.
Peter Freuchen hefir á seinni
árum ýmist dvalist í Danmröku
eða í Ameríku. í Hollywood sá
hann um töku kvikmyndar sinnar
„Eskimóinn", sem lýsir árekstrum
hinna frumstæðu Eskimóa við
hvíta manninn. Og ekki alls fyrir
löngu gat liann sér frægðar þar
vestra fyrir að vinna 64 þúsuud
dali í spurningarþætti.