Tíminn - 04.04.1957, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.04.1957, Blaðsíða 3
3 T f M I N N, fimmtudaginn 4. apríl 1957. Þessi mynd var tekin eftir miðdegismat hér í Santiago. TaliS frá vinstri: María, Róbert, Agla. Vigfús Guðmundsson: Islenzkt heimili í Chile Neytendasamtökin hafa gefið ót . marga bæklinga um vöruval Neytendasamtökin hafa að undanförnu gefið út bæklinga til leiðbeiningar við vöruval. Hefir þessi starfsemi mælzt vel fyrir og verður henni haldið áfram. Félagsmenn samtakanna fá bæklinga þessa senda heim ókeypis. Tvö hefti Neytenda- blaðsins eru nýkomin út og nú í nýju broti. Á aðalfundi Neytendasamtak- anna 27. október sl. flutti formað- urinn, Sveinn Ásgeirsson hagfræð; ingur, skýrslu um starfsemina á liðna árinu og sagði m. a. frá út- gáfustarfsemi til þessa. Þessir bæklingar hafa þegar ver ið gefnir út: Heimilistörfin, Að velja sér skó, Heimilisáhöld, Um nylonsokka, Vandi er dúk að velja, Matvæli I, og Um málningu. Þá eru tveir bæklingar í prentun og koma út bráðlega. Annar er um notkun tékka og fleira varðandi bankastarfsemi og peningasending- ar. Hinn um blettahreinsun. Áður höfðu samtökin gefið út bækling til leiðbeiningar þeim, er hug hafa á að kaupa sér notaðan bíl. Eins og frá var skýrt hér í blað inu fyrir nokkru, láta samtökin félagsmönnum sínum í té lögfræðx lega aðstoð og upplýsingar, ef þeir ; telja sig blekkta í viðskiptum. Endurgreiðslur til neytenda vegna fyrirgreiðslu skrif tofu sam takanna nema tugum þújunda. Gæðamat. Nokkru eftir stofnun Neytenda- samtakanna var efnt til gæðamats. Vöruðu þau í upphaíi við þvotta- efni, sem mikið var kvartað und- an. Út af því spunnu.st málaferli, sem ekki er enn lokiö. Hér er um prófmál að ræða, hvort samtökun- um sé leyfilegt að birta neytend- um niðurstöður gæðamatsrann- sókna. Frekari gæðamatsrannsókn- ir hafa farið fram en niðurstöður ekki birtar fyrr en dómur gengur í máli því, sem fyrr urn ræðir. Þegar ég skrifaði bréfið hér frá hofuðborg Chile, alveg nýlega, er ég sendi Timanum, hafði ég ekki rekist á hinn litla íslenzka óasa hér í milljónaborginni. En rétt þegar ég var búinn að pósta bréfið, fann ég hann. Hafði heyrt þess getið, að hér ætti heima ein ís- lenzk kona, en mig vantaði nægar upplýsingar til þess að geta fundið hana. — En nú hefir það heppn- ast og ég er búinn að heimsækja hana hvað eftir annað á hennar mvndarlega heimili. En að finna góða samlanda með- al milljónanna í fjarlægum lönd- um er eitt það hugljúfasta, sem getur komið fyrir ísl. ferðalang, sem er einn á ferð á meðal fram- andi og fjarlægra þjóða. Þessi íslenzka kona, sem býr hér og er búin að búa hér um aldar- fjórðungs skeið, er María Helga- dóttir (dóttir Helga hjá Zimsen, sem svo var oftast kallaður) frá Reykjavík. Hún er gift hér Þjóð- verja: Robert Knoop. Og hjá þeim hjónum er ein ísl. stúlka: Agla Sveinbjörnsdóttir frá Revkjavík. systui'dóttir Maríu. Geðþekk ung stúlka, sem er búin að vera hér syðra í 8 mánuði. ÞAÐ VAR INDÆLT að koma á þetta heimili. Hjónin og unga stúlkan tóku mér með rausn og al- úð og það engu síður maður Maríu sem er mjög vinsamlegur í garð ís- lendinga. María er greind og skemmtileg kona og talar m. a. íslenzku ennþá álíka og hún hefði alltaf verið heima á íslandi. En auk þess talar hún reiprennandi spönsku, ensku, frönsku, þýzku og dönsku. Hún virðist mjög hamingjusöm með mann sinn og þann blíða og fagra stað, þar sem hún býr. Þau hjón munu vera vel stæð efnalega og ber heimili þeirra jöfnum höndum vott um góðan efnahag og fegurð- arsmekk. M. a. eru falleg íslenzk málverk á stofuveggjum. Einnig eru ísl. bækur en ekki samt mikið, og íslenzk dagblöð koma venjulega, en þá oftast varla yngri en 5 vikna gömul. Þótt húsakynnin séu bæði góð og rúmmikil, þá er þó stór jurta-, blóma- og ávaxtagarður fast við í- búðarhúsið, einna allra mest að- laðandi. Enda setur heimilisfólkið oftast úti í honum í frístundum sín um — undir laufbaki vínviðar og ýmissa fagurra trjáa. Grind er úr mjóum viðarrenglum yfir lauf- skálanum í garðinum og á og um þessar grindur vefur sig vínviður- inn og skýlir fvrir hinni oft nokk- uð sterku sól. Hanga svo vínberja- klasarnir hvarvetna niður undir höfuð manna, þegar þeir ganga um í laufskálanum. Annars er líka fullt af öðrum á- vöxtum um allan garðinn, og ein- hverja þeirra er alltaf hægt að nema af greinum trjánna í öllum tólf mánuðum ársins. Þeir ávextir, sem ég minnist að yxu þarna í garði íslenzku húsfreyj unnar og fólki hennar, voru: app- elsínur, grapefruit, perur, ferskj- ur, gráfíkjur, aprikósur. tómatar, palda, hindber, rifsber, kirsiber og sitrónur. Og svo ótal tegundir blóma. ÞAÐ VAR EKKI aðeins hressandi að koma á þetta fagra og myndar- lega heimili íslenzku húsfreyjunn-j ar hér úti við Kyrrahafið, langt suður á suðurhlið jarðarinnar — það var alveg yndislegt. Og fögnuður ætti það að vera okkur íslendingum, að samlöndum okkar vegni vel og séu landinu okk 1 ar til sóma hvar sem þeir búa í heiminum — eins og María Ilelga- dóttir er áreiðanlega hér úti í hinni fögru höfuðborg Chile. Vigfús Guðmundsson. Landsleiktir milli Englendinga og Rússa Föstudaginn 29. f. m. tilkynntu knattspyrnusambönd Englands og Ráðstjórnarríkjanna, að tveir landsleikir þeirra í milli hefðu ver ið ákveðnir og yrðu þeir háðir á næsta ári. Eru þetta fyrstu landsleikir þessara þjóða í milli. Englendingar fara til Moskvu í maí, en Rússar til Lundúna í október. Hins vegar hafa áður verið sam skipti milli einstakra rússneskra og enskra knattspyrnuliða. Má í því sambandi minna á hina frægu för Dynamo til Englands 1946, en það var í fyrsta skipti, sem rússneskt knattspyrnulið keppti utan járntjaldsins. Peysufatadagur Kvennaskolans Fyrir nokkrum döguin var hinn árlegi peysufatadagur-Kvannaskólans og þaö má segja, aS hinar prúobúnu stúlk- ur hjfi sett svip á miðbæinn þann dag. Eftir s'o hafa heimsott ýmsa skola og Alþingi komu stúlkurnar saman í samkorrwhúsinu Silfurtungiinu og hresstu sig á súkkulaði og ágætis pönnukökum. ÁSur en stúlkurnar settust að borðum tóku þær lagið og er myndin tekin í þann mund. (Ljósm.: Sveinn Sæmundsson). í þiðviðrinu undanfarið hefir allur snjór bráðnað, en víða myndast pollar og tjarnir, sem hafa orðið til hinnar beztu skemmtunar fyrir börn að sulla í. Hins vegar munu mæðurnar ekki vera eins ánægðar, þegar litlu ang. arnir þeirra koma heim rennvotir í fæturna og forugir upp yfir höfuð. Sundmót Knattspymufélags Reykj^- víkur veröur í Síindkakinni í kvöld - Sundmót KR verður háð í Sundhöllinni í kvöld og hefst kl. 3,30. Keppt verður í níu greinum og í tveimur þeirra verður keppt um fagra farandbikara. Greinarnar, sem keppt er í, eru 200 m. skriðsund, og má búast við að það verði ein skemmtilegasta grein mótsins. Þar eru meðal kepp- enda Helgi Sigurðsson, Pétur Krist jánsson og Guðmundur Gíslason. í 100 m. skriðsundi kvenna er keppt um Flugfreyjubikarinn, og er Ágústa Þorsteinsdóttir öruggur sigurvegari í þeirri grein. í 100 m. bringusundi karla er keppt um Siudrabikarinn, en sex keppendur eru í þeirri grein. í 50 m. baksundi mætast enn þeir Guð- mundur Gíslason og Ólafur Guð- mundsson, en keppni milli þeirra hefir verið afar tvísýn að undan- förnu. Aðrar greinar eru 100 m. bringusund drengja, 50 m. baksund kvenna, 50 m. bringusund telpna og 50 m. skriðsund drengja. Hæfileikar kommnar Konur eru yfirleitt álitnar mjög rólyndar, en sannleikurinn er sá, að konur hafa alveg sams konar til finningar og karlmenn, þær þurfa að fá tækifæri til að þroska hæfi- leika sína, engu síður en bræður þeirra. Þeim er alveg eins erfitt að þola mikla þvingun og karl- mönnum og það er þröngsýni af þeim meðbræðrum þeirra, sem bet ur eru settir, að segja, að þær eigi eingöngu að snúa sér að því að prjóna sokka, leika á slaghörpu og sauma út handtöskur. Cliarlotte Bronte (Jane Eyre)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.