Tíminn - 04.04.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.04.1957, Blaðsíða 7
T f MI N N, fimmtudaginn 4. apríl 1957. 0 Eitt elzta og merkasta stéítarfélag landsins í dag á eitt merkasta stétt- arfélag landsins, Hið íslenzka prentarafélag, sextugsaf- mæli. Það er ekki aðeins, að hér sé um eitt allra elzta verkalýðsfélag að ræða, held ur félag, sem jafnan hefir átt frumkvæði að ýmsum réttar- og kjarabótum vinn- andi stétta og komið þeim á fyrst félaga. Að kvöldi 6. apríl mun félagið minnast afmælisins með veglegu hófi að Hótel Borg. Hið ísl. prentarafélag er sextugt í dag og hefir það byggt samtals 65 í- búðir, þar af hafa 52 prentarar fengið þar íbúðir. Eru nú í því 450 manns. Hefir félagið byggt mjög myndarleg sambýlishús, og um þessar mundir er verið að hefja sambyggingu í 4. byggingaflokki. Þá er og ráðgert að byggja á veg- um félagsins eina samstæðu af svo nefndum háhúsum, og er ekki 6- líklegt að slíkar byggingar valdi þáttaskilum í byggingasögu bæjar- ins. Formaður byggingasamvinnu- félagsins er Guðbjörn Guðmunds- son. Forustufélag I Blaðamenn ræddu við forustu- menn félagsins í fyrradag í hinu vistlega félagsheimili prentara við Hverfisgötu um afmælið og sögu félagsins. Hið ísl. prentarafélag í þeirri mynd, sem það er nú, er tal ið stofnað 4. apríl 1897, en 10 ár- um áður höfðu þó nokkrir prent- arar stofnað stéttarfélag, og er það um leið vísir prentarafélagsins og fyrsta verkalýðsfélag á land- inu. Hét þetta félag Kvöldvaka, og gaf það út skrifað blað, sem Kvöld- 6tjarnan nefndist. Hið íslenzka prentarafélag má með miklum rétti kalla forustufé- lag í íslenzkri verkalýðsbaráttu. Jón Baldvinsson var fulltrúi félags ins á þvi Alþýðusambandsþingi, sem kaus hann í stjórn, og síðan varð hann forseti Alþýðusambands ins um langa stund. Prentarafélag- ið var meðal stofnfélaga Alþýðu- sambandsins og hefir ætíð verið nátengt starfi þess. Tíminn leyfir sér að árna þessu merka félagi allra heilla á sextugs- afmælinu og þakka skiptin við fé- lagsmenn þess og brautryðjenda- starfið á liðnum árum. Tólf braufryðjendur Það voru tólf prentarar, sem > stofnuðu Hið ísl. prentarafélag 4. apríl 1897. Þeir eru nú allir látnir nema einn, Jón Árnason, prentari. Fyrsti formaður félagsins var Þor- varður Þorvarðsson, kunnur félags málamaður á sinni tíð og átti hlut að stofnun og starfi ýmsra merkra félaga. Aðrir í fyrstu stjórn voru Friðfinnur Guðjónsson og Þórður Sigurðsson. Þetta voru allt ungir menn í þá daga, og meginhluti prentarastéttarinnar í Reykjavik, en úti á landi störfuðu allmargir prentarar á ýmsum stöðum í þá daga. Af nafngift félagsins má aetla, að stofnendur hafi ætlazt til, að félagið yrði landsfélag, þótt nokkur tími liði áður en svo varð í framkvæmd. Fyrstu samningar gerðir Félagið mun snemma hafa leit- að hófanna um að fá samninga við prentsmiðjueigendur, en þeir feng- ust þó ekki fyrr en 1906 og munu vera fyrstu almennu kjarasamning ar, sem stéttarfélag gerir við at- vinnurekendur. Árið 1907 fengu prentarar viðurkennt sumarfri á fullu kaupi, það voru þó aðeins þrír dagar, og áttu að notast til að vera við hátíðahöld vegna konungs komunnar til íslands í þá daga. Síðar var þetta sumarfrí fastbund- ið í samningum og mun vera fyrsta samningsbundið sumarfrí með laun um. Nú er sumarfrí 18—21 dagur. í samningunum 1908 var vinnu- stundum fækkað úr 10 í 9. Síðan hafa margir nýir samningar verið gerðir og jafnan miðað til kjara- og launabóta fyrir stéttina. Aðeins tvisvar hefir komið til vinnustöðv- unar. Fyrra sinnið var verkbann prentsmiðjanna 1923 er þær vildu efnema fríðindi og lækka kaup. Því lauk svo, að prentarar héldu fríð- indunum en kaupið lækkaði eitt- hvað. Þetta verkbann stóð í sex Vikur. Núverandi stjórn H. í. P. Aftari röð taliS frá vinstri: Jón Ágústsson 1. meðstjórnandi, SigurSur Eyjóifsson 2. meðstjórnandi, Kjartan Ólafsson, gjaldkeri. Fremri röð frá vinstri: Árni Guðlaugsson, varaformaður, Gunnhildur Eyjólfsdóttir, formaður kvennadeildarinnar, Magnús Ástmarsson, formaður félagsins og Eiiert Ág. Magnússon, ritari félagsins. Sjóðir félagsins Félagsmenn sýndu snemma full- an hug á því að treysta félagið fjár hagslega, svo að það yrði á þeim vettvangi sverð og skjöldur prent- ara. Á 3. fundi félagsins er stung- ið upp á því að stofna sjúkrasam- lag, og stofnaði það fyrsta sjúkra- samlag á íslandi skömmu síðar og starfaði allt þar til sjúkrasamlög voru lögboðin, og starfar enn sjúkrasjóður félagsins til uppbót- ar á þeirri sjúkrahjálp, sem veitt j Þá má nefna Lánasjóð prentara 1 I H. I. P. eru nú allir staríandi stofnaðan 1927, og hefir félags-1 prentarar á landinu, og mega mönnum verið lánað úr honum til skamms tíma, t. d. meðan bygg- ingaframkvæmdir hafa staðið yf- ir, og hefir verið að því mikil hjálp fyrir félagsroenn. Árið 1947 var stofnaður Frama- sjóður. og veitir hann félagsmönn- um styrk til framhaldsnáms í iðn- inni og stuðlar að aukinni mennt- j un prentara og framförum í grein- j inni. Að sjálfsögðu verður félagið a'ð er af opinberrj hálfu, svo og til heimta há félagsgjöld af meðlim-1 sínum til allra þessara sjóða, prentsmiðjueigendur samningum samkvæmt ekki hafa í vinnu ófé- lagsbundna menn, nema sem lærl- inga eða prentsmiðjustjóra. Innan félagsins er kvennadeild, og eru í henni aðstoðarstúlkur í prent- j smiðjum. Á formaður kvennadeild- ! arinnar sæti í stjórn félagsins. ellilauna. Atvinnuleysisstyrktarsjóður H.í. P. var stofnaður 1909 og hefir síð- ustu 40 árin verið öflugasti sjóður félagsins. Hefir hann greitt dag- peninga til félagsmanna, þegar þeir eru atvinnulausir og eins í vinnudeilum. í sjóðnum eru nú 225 þús. kr. Á félagsheimili og bújörð Fasteignasjóður félagsins var stofnaður 1905, og árið 1941 var fest kaup á ágætu steinhúsi v>ð Hverfisgötu 21, þar sem nú er hið vistlegasta félagsheimili prentara. Sama ár festi félagið kaup á jörð- inni Miðdalur i Laugardal í því skyni að gefa félagsmönnum kost á landi undir sumarbústaði. Er þar hið fegursta umhveríi, og nú er sumarbústaðahverfi prentara risið þar upp í fallegu kjarri. Félagið byggði síðan upp á jörðinni vand- að íbúðarhús og gripahús og lagði mikið í ræktun. Jörðin er síðan í leiguábúð, en ætlun félagsins er, að þarna starfi orlofsheimili prent- ara í framtíðinni. um og er það nú kr. 1716 á ári, og imun ekkert verkalýðsfélag hafa svo hátt árgjald. Félagið hefir hins vegar gert sér ljóst, að menn fá ekki stuðning af engu, og þetta hefir gert kleift að veita fclags- mönnum hjálp á ýmsum sviðum og tryggja þá gegn skakkaföllum. Vandað afmælis- rit H.Í.P. FéíagsheimiHð Félagsheimili prentara er nú vafalítið vandaðasta og bezt búna félagsheimili starfsstéttar hér á landi. Þar eru fundir, tafl- og spila klúbbar, kvikmyndasýningar fyrir félagsmenn og fjölskyldur beirra og þar er gott bókasafn sem íélag- ið á. Er þar m. a. að finna Ijós- prentuðu handritaútgáfuna, sem Munksgaard gaf út, og er það gjöf frá prentsmiðjueigendum á fimm- j ^ma fyrrgremdu afstoðu. Hun eyk Þar er „Framhalds- ] stundsjá HÍP. 1 Jón Árnason, prentari, eini nú- lifandi stofnandi Hins ísl. prentara félags, er sem kunnugt er stjörnu- spámaður töluverður, og hefir hann gefið út rit um þau efni. Á þessum tímamóíum HÍP mun mörgum leika hugur á að skyggn- ast inn í framtíðina um það, hvern ig viðgangur HÍP muni verða. Jón gerir þetta í afmælisriti Prentar ans og les á stjörnum hver aðstað félagsins til gengis muni verða næstu árin. Nefnist smágreinin Framhaldsstundsjá HÍP nr. 20, og er þannig: Þriðji hluti Meyjarmerkis var á austurhimni. — Undir meðverkn- gætileg meðferð fjármála ætti að sérkenna þetta tímabil og list- hneigð gera frekar vart við sig en áður. Viðleitni til frekari vinnu vöndunar. Sól og Venus i góðri afstöðu í maí 1959. — Afstaða þessi er frekar veik. Ilún mun þó styrkja Félagsheimili prentara að Hverfisgötu 21. I TILEFNI sextugsafinælis H. I. P. hefir Prentarirsn, félagsblaðið, komið út í vönduðu afmælisriti. Þar ritar núverandi formaður fé- lagsins, Magnús Ástmarsson, inn- gangsorð, en síðan er afmælis- kveðja frá forseta ASÍ, Hannibal! samvinnufélag Valdimarssyni. Þá eru myndir af j stofnendum félagsins. Maenús H. Jónsson, sem verið hefir formað- ur félagsins í 18 ár, ritar um kjaramál. Guðmundur Halldórs- son ritar um sjóði félagsins og fasteignir. Kári Sigurjónsson rit- ar um Akurevrardeild félagsins, Hallbjörn Halldórsson ritar trcin sem nefnist ListJn l’fi. Jón Árna- son birtir Framhaldsstundsiá H. í. P. nr. 20. Viðtal er við Ágúst Jósefsson, einn elzta meðlim fé- lagsins og forustumann um langt skeið. GuMjjörn Gu^munJsson r;tar um félagsheimilið, Laufey Pálsdóttir rekur nokkrar minn- ingar frá starfsárum í prent- smiðju á Akureyri skömmu eftir aldamót, Grímur Engilberts ritar uni bókasafnið og Guðbjörn Guð- mundsson um Byggingarsam- vinnufélag prentara. Jón Thorla- cius ritar um skemmtanir félags- ins og Björgvin Benediktsson um námið og prófin. Loks er skrá yfir aUa núverandi meðlimi fé- lagsins. Kápan er sérlega vönduð og vel prentuð og frágangur rits- ins allur hinn fegursti. tugsafmæli félagsins. Þar er og frumútgáfa af öllum verkum Jöns Trausta, sem var sem kunnugt er, prentari að starfi. Kvenfélagið Edda, en í því eru eiginkonur prentara, hefir mjög unnið að því að gera félagsheimilið sem vistleg- ast og vinna að skernmtunum þar j sæld félagsins og félagslífi meðal prentara. Bóka- Þ3® nmn ná safnsvörður er Grímur Engilberts. Samvtnnubyggingar Um 13 ára skeið hefir Bygginga- prentara starfað, ur bæði hyggindi og listhneigðina. Merkúr og Marz í góðri afstöðu í marz 1960. — Aukinn þróttur og sterkari afstaða út á við og inn á við og gagnvart ytri ráðendum. Tungl og Venus í góðri afstöðu í júlí 1957. — Mun auka á hag- á ýmsa vegu og samböndum, sem munu verða því að miklu hag- ræði. Tungl og Merkúr i slæmri af- stöðu í ágúst 1957. Nú er vissara að fara gætilega i öllu sem telst (Framhald á 8. siðu). . Jörðin Miðdalur í Laugardal, þar sem sumarbústaðahverfi prentara er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.